Þjóðviljinn - 05.06.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.06.1973, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 5. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Ræöa Lúövíks Jósepssonar, sjávarútvegsráöherra.á sjómannadaginn I.úövik Jósepsson sjávarútvegsrúöherra i ræöustól á sjómannadaginn 1973. Viö höfum sjálfir á hendi öll þautromp sem þarf Góöir tslendingar. t dag höldum við hátiðlegan sjó- mannadag. Við minnumst sjó- mannastéttarinnar. sem öllum atvinnustéttum fremur vinnur undirstöðustörf i okkar þjóðfé- lagi. Þess er oft getið, þegar mik- ið liggur við, að um 80-90% af heildarverðmæti allra útfluttra vara okkar tslendinga fáum við fyrir sjávarafla. Þessar háu hlut- fallstölúr sýna á skýran hátt hve þýðingarmikill sjávarútvegurinn er i islenzkum þjóðarbúskap og hve mikilvægu hlutverki fiski- menn okkar gegna, sem með störfum sinum leggja grundvöll- inn að þessum miklu verðmætum, sem þjóðarbúið i heild siðan byggir afkomu sina á. Vegna legu landsins og fámennis þjóöarinnar eru utanrikisviðskipti okkar til- tölulega mjög mikil borið saman við flestar aörar þjóðir. Við verðum að kaupa frá öðrum þjóðum nær allt korn sem við not- um, alla málma, timbur, oliur og mjög margvislegar iðnaðarvör- ur. Af þeim ástæðum verðum við að afla okkur mikils erlends gjaldeyris og það gerum við fyrst og fremst með sjósókn okkar og fiskimennsku og með þvi að til- reiða þann sjávarafla, sem sjó- menn okkar hafa með dugnaði og atorku dregið að landi. Það er sannarlega að vonum, að öll islenzka þjóðin haldi hátið- legan einn dag á ári og minnist þá sjómannastéttarinnar, svo háðir og tengdir sem allir landsmenn eru störfum þeirrar stéttar. Þegar afli er mikill vegnar þjóðarbúinu vel Reynslan hefir sýnt okkur, svo ekki er um að villast, að þegar vel gengur á sjónum, þegar afli fiski- manna okkar er mikill, og þeir færa að landi góðan afla, þá vegnar þjóðarbúinu vel. Þá er mikil atvinna i landi, þá eru byggð hús, lagðir vegir, reist orkuver, og þá er varið meira fé til menningarmála og til al- mennra framfara i landinu. Tak- ist miður á sjónum, bregðist afli, eða stöðvun verði i sjósókn af ein- hverjum ástæðum, þá hriktir i öllu þjóðfélagskerfi okkar, þá dregur úr atvinnu, framkvæmdir minnka og efnahagsvandamál blasa þá við á flestum sviðum. Þannig er okkar lifsreynsla, þetta höfum við öll séð og fundið. Þessi sannindi þekkja allir Is- lendingar. Að þessu sinni höldum við sjómannadaginn hátiðlegan við nokkuð sérstæðar aðstæður. A fiskimiðunum við landiö stöndum við i striði við erlenda aðila. Rikisstjórn Bretlands hefir sent herskip, stóra dráttarbáta og nokkur aðstoðarskip inn i is- lenzka fiskveiðilandhelgi i þeim tilgangi að brjóta niður með valdi, þau lög og reglur sem viö höfum sett um fiskveiðar á fiski- miðunum við landið. Brezka herþotur fljúga daglega yfir fiskimiðin og njósna um ferð- ir varðskipa okkar og mynda ásamt með herskipunum, dráttarbátunum og aðstoðarskip- unum sameiginlegan herflota, sem beint er gegn okkur tslend- ingum. Landhelgismálið og hin lúa- lega árás Breta með herskipum og herflugvélum gegn okkur ts- lendingum, hlýtur að setja svip sinn á þennan sjómannadag. Þegar við tókum þá ákvörðun að stækka fiskveiöilandhelgi okk- ar i 50 milur, var það gert að vel athuguðu máli og af brýnni nauð- syn. Þær staðreyndir lágu óum- deilanlega fyrir, að fiskstofnanir við landið voru i hættu. Sókn úr- lendinga á miðin fór vaxandi, afli á sóknareiningu fór minnkandi, fiskurinn fór smækkandi og er- lendir og innlendir fiskifræöingar vöruðu alvarlega viö augljósri of- veiði helztu fiskistofnanna. Verndun þorskstofnsins lifsnauösyn Við Islendingar höfðum nýlega fengið að kenna á afleiðingum of- veiði á islenzk-norska sildarstofn- inum. Við gerðum okkur fulla grein fyrir hvaða afleiðingar þaö myndi hafa, ef eins færi með þorskstofninn við landið og fór með sildina. Við vissum, að verndun þorskstofnsins var okkur blátt áfram lifsnauðsyn, að verndun fiskimiðanna við landið var algjört skilyrði þess, að við gætum áfram lifað menningarlifi i landinu. Stækkun fiskveiðilandhelginnar við tsland i 50 mílur var heldur ekkert eins dæmi. Þegar við tók- um okkar ákvörðun höfðu 22 aðrar þjóðir þegar stækkað sina fiskveiðilandhelgi i meir en 12 milur. Nú hafa 33 þjóðir fært fiskveiði- lögsögu sina út fyrir 12 milur, flestar 50-200 milur frá grunnlinu. Við höfðum undirbúið útfærslu landhelgismarkanna hér mjög vandlega. Ollum þeim þjóöum, sem hér höföu stundað veiðar var tilkynnt með löngum fyrirvara hvað til stæði. Rætt var ýtarlega við Breta og Vestur-þjóöverja og þeim skýrt frá fyrirætlun okkar með rúmlega ársfyrirfara og sið- an var landhelgissamningunum við þessar þjóðir sagt formlega upp með 6 mánaða fyrirvara. Þessum þjóðum var strax boðið upp á samninga um umþóttunar- tima, þannig að skip þeirra fengju nokkurn tima til að draga úr veiði sinni hér við land og fella þær siðan niður með öllu. En þrátt fyrir langan fyrirvara og siðan sanngjörn tilboð af okkar hálfu um bráðabirgðasamninga um veiðar innan hinnar nýju fisk- veiöilandhelgi, hefir niðurstaöan oröið sú, sem öllum er nú ljós þ.e.a.s. hernaðarleg valdbeiting af hálfu Breta. Viö höfum haldið okkar striki Við höfum haldið okkar striki ótrauðir þrátt fyrir mótmæli Breta og Vestur-Þjóðverja, og þrátt fyrir kærur þeirra til Alþjóðadómstólsins i Haag, og þrátt fyrir tilraunir þessara þjóða til að kúga okkur meö viðskipta- bönnum, eöa beinum yfirgangi hins stóra og sterka. Það sem gerzt hefir i samskipt- um okkar við Breta og Vestur- Þjóðverja, eða öllu heldur við framámenn og stjórnendur Bret- lands og Vestur-Þjóðverja, þá 9 mánuöi sem liðnir eru siöan viö stækkuðum fiskveiðilandhelgi okkar, er býsna athyglisvert. Af hálfu forystumanna þessara rikja hefir gætt ótrúlegrar skammsýni i fiskveiðimálum og undraverörar iitilsvirðingar og skilningsleysis á málefnum okkar tslendinga. Forystumenn Breta og Vestur- Þjóðverja reyna að þvinga okkur til að lúta samningum, sem viö höfum sagt upp og viljum ekki vera bundin af. Forystumenn þessara rikja meta okkur ekki mikils sem bandamenn. Þeir ryðjast með of- beldi gegn okkur og láta sig engu skipta aðvaranir heimskunnra fiskifræðinga um ástand fiski- stofnanna við tsland. Þeir virðast engar áhyggjur hafa af lifsafkomumöguleikum tslendinga, en geta þó á sama tima verið þekktir fyrir að biðja okkur um stuðning við utanrikis- stefnu sina og um land fyrir vig- hreiður sin. Brezka rikisstjórnin hefir svo sett kórónu sina á skömmina með þvi að senda gegn okkur, vopn- lausri smáþjóð, herskip sin og herflugvélar. Þaö er von að við þessar aö- stæður svelli mörgum tslendingi móður. Það er sannarlega ekki óeðlilegt þó að spurt sé, þegar þannig er að málum staðið, til hvers við séum i hernaðarbanda- lagi með árásarþjóöunum, eða hvað lengi eigi enn að halda áfram aö endurtaka þau ósann- indi að hér sé erlendur her til þess að vernda okkur fyrir árásum annarra þjóða. Slikar spurningar eru auðvitaö ofur skiljanlegar. Viðbíðjum hvorki um hjálp NATO né hersins En þó er þaö svo, og þvi skulum við ekki gleyma, landhelgismál okkar er sérstakt mál.annað mál en spurningin um það hvort við eigum að vera i hernaöarbanda- lagi eða ekki, og annað mál er það, hvort við eigum að leigja land okkar undir herstöð og hafa hér erlendan her. Landhelgismálið er mál allrar þjóðarinnar, um það má) stönd- um við öll saman, en um hin mál- in NATÓ og herinn, eru skiptar skoðanir. Landhelgismálið ætlum við okkur sjálfir að leysa. Við biðjum hvorki um hjálp NATÓ né hersins i þvi máli. Það mál ieysum við annaðhvort með bráðabirgðasamningum til stutts tima, eða við sönnum hin- um erlendu ágengismönnum meö köldum veruleikanum, að þeir geta ekki stundað hér veiðar, hvorki undir vernd herskipa, eða á annan hátt, nema stuttan tima og með ærnum erfiðleikum, án samkomulags við þjóðina sem i landinu býr. Nú þessa dagana, þegar ofbeldi Breta gerist æ augljósara, þá tala sumir um, að nú verði NATÓ aö leysa landhelgismálið, eöa Sam- einuðu þjóðirnar, eöa að viö eig- um að leita til Nixons eða Pompi- dous og biöja þá um að leysa landhelgismáliö fyrir okkur. Þessiraðilar munu aldrei leysa iandhelgismál okkar. Til þess hafa þeir ekki áhuga. Það er að visu rétt að kynna málstað okkar fyrir ölium heim- inum og afhjúpa fyrir öllum of- beldisárásir Breta. En slikar upplýsingar munu þó ekki leysa fyrir okkur landhelgismálið. 1 landhelgismálinu höfum við ts- lendingar sjálfir á okkar hendi öll þau tromp sem með þarf til að vinna fullnaöarsigur. Við höfum fært út okkar landhelgismörk. Og fram til þessa höfum við sýnt i verki, að við látum ekki ganga á okkur i samningum, heldur sýn- um festu og skilning og stefnum þar að ákveðnu marki. Við höfum lika sýnt Bretum og Vestur-Þjóðverjum, að þó að landhelgisgæzla okkar sé ekki öfl- ug, er hún nægileg til að gera þeim ókleift að stunda hér veiðar með árangri, nema stuttan tima. Brezku togaraskipstjórarnir höfðu beinlinis gefizt upp. Landhelgismálið vinnum viö sjálfir Og við vitum, að undir her- skipavernd er ekki hægt að fiska hér að neinu ráði. Bretar eru þvi neyddir til að gefast upp innan tiðar við herskipasýningu þá og málamyndafiskveiðar þær, sem þeir reyna nú. Við tslendingar þurfum enga hjálp til að sanna þetta i reynd. l>að sem með þarf, er að við öll, hvert mannsbarn i landinu, skilji að i þessu liggur okkar styrkur, fyrir þessari sterku stöðu okkar falli brezku herákipin, brezku dráttarbátarnir og þess verður ekki langt að biða að siðasti brezki landhelgisbrjót- urinn gefst upp og hverfi héðan fyrir fullt og allt. Það sem lslendingar eiga að skilja er það, að landhelgismáliA vinnuni viðsjálfir, á miðunum við landið og með einhuga samstöðu þeirra sem i landinu húa. Við höfum kært til NATO-ráðs- ins herskipaárás Breta inn á okk- ar lögsögusvæði. Sú innrás er brot á NATO-samningum. Við höfum einnig tilkynnt öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna um hervalds- beitingu Breta hér við land, sem er brot á samþykktum Samein- uðu þjóðanna. Þetta ber okkur að gera, að sjálfsögðu. Og við munum túlka málstað okkar hvar sem er á er- lendum vettvangi og skýra frá hernaðarlegu ofbeldi Breta gegn okkur. Við hljótum einnig, að gera upp að nýju afstöðu okkar til NATÓ og til Bretlands og Vestur-Þýzka- lands með hliðsjón af þvi sem hef- ir verið að gerast. Kn landhelgismálið verðum við að vinna sjálf — með viljafestu okkar og einbeittri afstöðu. Það getum við og það gerum við. Við höfum þegar unnið stórsigra I landhelgismálinu. Stefna okkar vinnur fylgi um allan heim. A allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hefir verið samþykkt yfirlýsing um það, að öll verð- mæti, ekki aðeins i hafsbotninum og á, heldur einnig i hafinu fyrir ofan landgrunnsbotninn, tilheyri viðkomandi strandriki og að barátta gegn þvi að strandriki verndi þessi náttúruauðæfi, sé brot á stofnskrá Sameinuðu þióð- anna. Framhald á bls. 15. BARÁTTA OKKAR ER LANDVARNAR- OG SJÁLFSTÆÐISMÁL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.