Þjóðviljinn - 05.06.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 05.06.1973, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 5. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Þingmaður Framhald af bls. 6. kennilegt að þetta gæti gerzt á sama tima og freigátur væru sendar hingað, til að vinna á móti tslendingum sem að hans áliti væru einungis að vinna að við- haldi fiskistofnsins og gert sér fært aö lifa áfram i landi sinu. Þar er hann að ræða framtiðina og segir, að þessi margumtalaða alþjóðlega fiskveiðiráðstefna, sem átti að vera 1973 og veröur svo ekki fyrr en 1974 hafi þann framkvæmdargalla, að jafnvel þótt einhverjar merkilegar ákvarðanir verði teknar þar á næsta ári þá gæti það dregizt mjög að þær komist i gegnum allt skrifstofubáknið og til fram- kvæmda, að hans mati allt að 5 ár. Og á þeim tima gætu allir hamazt i að veiða i kringum landið, þannig að allt væri uppurið þegar til framkvæmda kæmi. Yfir 30 riki hafa einhliða fært út landhelgi sina lengra en Islendingar og þá allt upp i 200 milur. Eric tók fram aö þessar þjóðir væru þó engin eins háð fiskveiðum sínum og Islendingar. A sama tima og Bretar senda herskip til aðstoðar veiðiskipum sem stunda veiðar innan 50 milna landhelgi Islendinga, sem þeir neita að viðurkenna, þá hafa þeir sjálfir fært út lögsögu sina yfir auðævum sjávarbotnsins i 150 milur til þess að geta nýtt auð- lindir á sjávarbotni, td. unnið oliu, sem er i dag a.m.k. mjög mikilvæg auðlind, vegna nýrrar stefnu aðalframleiðanda. Þótti Eric að vonum rökrétt að ef Englendingar ætlast til að aðrar þjóðir virði rétt þeirra til að nýta þessar auðlindir sjávarbotnsins allt að 150 milur, sem meira að segja ganga einhvern tima til þurrðar, þá ættu þeir aö viður- kenna rétt Islendinga til útfærslu i 50 milur, og þá ekki siður þar sem fiskurinn er ekki eins og olian, heldur er hægt að hafa alltaf jafn mikið eftir handa komandi kynslóðum ef og það er stórt ef, haldið er rétt á málum og t.d. hrygningarsvæði friðuð. Þá tekur hann fyrir vandamálið með veru tslands i NATO og segir Islendinga vilja vera hlutlausa þjóð eins og td. nágrannar þeirra Sviar. Það er þess vegna sem þeir vilja ekki leyfa brezkum NATO- flugvélum að nota NATO-flug- völlinn á íslandi. Að siðustu segir Eric að hann vilji hvetja enska sósialista og verkalýösfélög til þess að styðja kröfu Islands um útfærslu land- helginnar, þvi það sé öllum fyrir beztu. Islendingar eru lýðræðisþjóð með elzta þing i heimi. Við eigum vissulega að ræða við fulltrúa þeirra við samningaborðið, segir greinarhöf. — og kalla heim her- skipin samstundis. (Or „Morning Star” 26. mai 1973.) 3. júníinn Framhald af bls. 1. Skipstjóri verður Halldór Hall- dórsson, sem um langa hrið hefur verið skipstjóri á öðrum togara Bæjarútgerðarinnar, Mai. Yfir- vélstjóri verður Óskar Guðjóns- son, og ísti stýrimaður Guð- mundur Jónsson. Júni heldur á veiðar eftir nokkrar lagfæringar og tilfærslur i vinnslusal eftir hálfan mánuð eða svo. Fyrsti togari Hafnfirðinga sem bar nafnið Júni strandaði á ön- undarfirði 1948. Mannbjörg varð. Annar togarinn með þessu nafni var seldur til Grikklands 1964. Fréttamenn fengu i gær tæki- færi til að skoða togarann þar sem hann lá i Hafnarf jarðarhöfn. Er þetta hið glæsilegasta skip i alla staði, og klefar skipverja all- ir fyrsta flokks vistarverur. Smiðasamningur skipsins hljóð- aði upp á 1,7 miljónir dollara eða tæplega 160 miljónir. Meðal nýj- unga i togaranum má geta þess, að auk þess trolls sem er i sjó bið- ur annað með bobbingum og öllu tilheyrandi tilbúið i hafið ef það sem upp'er dregið er óklárt eða rifið, svo enginn togtimi tapast þó vinna þurfi að viðgerð á trollinu. Ahöfn Júni verður 24 menn, miöað við isfiskiri. — úþ. Enn sigruðu Framhald af bls. 11. eyringa, á höfði og lá að þvi er virtist hálfrotaður eftir samstuð viö Keflviking úti i teignum. Guð- mundur dómari sá einhverra hluta vegna ekki ástæðu til að stöðva leikinn, og sóttu Keflvik- ingar þvi i lengri tima á „mann- laust markið”. Þarna skapaðist þvi stórhætta, en varnarmanni tókst að bjarga á marklinu með þvi að beina boltanum út fyrir endamörk og gera þannig horn- spyrnu. Þá fyrst stöðvaði dómari leikinn. A 25. minútu áttu heimamenn hörkuskot fyrir utan vitateig, sem fór i varnarmann og siðan i stöng. 1 siðari hálfleik jafnaðist leikurinn nokkuð og Keflvikingar héldu uppteknum hætti við að misnota færi sin. Stéinar var sér- lega iðinn við það, en það ber einnig að hafa i huga að Arni Ste- fánsson markvörður varði hreint snilldarlega á köflum. A 27. minútu áttu Akureyringar gott tækifæri til að hirða annað eða bæði stigin úr þessum leik. Eyjólfur Agústsson átti þrumu- skot i vinstra markhornið sem Jón Sveinsson, sem lék fyrir Þor- stein i Keflavikurmarkinu, varði fallega, en hélt ekki boltanum sem skoppaði út að vitapunkti. Sigurbjörn Gunnarsson skaut þar i tómt markið, en á undraverðan hátt var Jón þá „upprisinn” og bjargaði. Mark Keflvikinga skoraði Ólaf- ur Júliusson á 35. minútu eftir að hafa fengið sendingu inn að markteig. Geta Keflvikinga olli vonbrigð- um i þessum leik, en dugnaður Akureyringa kom að sama skapi á óvart. Þeir hefðu með örlitilli heppni getað fengið þarna 2 stig, og sá maður er vandfundinn sem hefði þorað að spá þvi fyrir leik- inn. GSP. Ufsi hækkar Framhald af bls. 3. Eftir 15. febrúar 1971 var ufsinn aðeins flokkaður i tvo stærðar- flokka, ufsi stærri en 57 cm, og minni en það. Siðan hefur sótt i það horfið að verð á stórufsa, stærri en 90 cm., hefur færzt niður að tiltölu, þannig að nú er verð á ufsa yfir 57 cm kr. 12.10, skipta- verð og hefur þvi aðeins hækk- að um 1 krónu og 90 aura á stærsta ufsanum. Hins vegar er verð á þorski, yfir 57 cm, nú kom- ið langt upp fyrir ufsaverðið, en skiptaverð á kg., slægðu, er nú 21,15 krónur á þorski. Hefur þvi skiptaverð á þorski hækkað um 11 krónur og 40 aura, eða 117%, meðan verð á stórufsa, vegna þess að hætt er að greiða sérstak- lega fyrir ufsa sem stærri er en 90 cm, hefur aðeins hækkað um 1,90 aura, eða 18,6%. Ekki tókst að ná i fulltrúa sölu- samtaka i gær til þess að fá upp hvernig sölu á ufsa er háttað út úr landinu. — “Þ- Valur-KR Framhald af bls. 10. færi, en inn vildi boltinn ekki. Svo var það á 9. minútu að hinn snjalli leikmaður Helgi Benediktsson komst einn inn fyrir KR-vörnina og stóð á markteig, en hitti ekki markið. Fimm minútum siðar lék Hermann sig i gegn um KR- vörnina mjög laglega og stóö á markteig fyrir miðju marki og aðeins Magnús Guðmundsson markvörður til varnar, og Her- mann skaut beint i fangið á hon- um. Rétt á eftir hitti Hermann ekki boltann er hann hugðist skjóta úr tilvöldu marktækifæri. En þessi þunga pressa hlaut þó að enda með marki og það kom á 19. minútu. Jóhannes Eðvaldsson lék upp kantinn og gaf vel fyrir markið þar sem Hermann kom aðvifandi og skallaði i netið 1:0. Vel að verki verið hjá þeim báð- um. Við þetta mark lifnaði um stund enn meira yfir Vals-liðinu, en fleiri mörk skoraði það ekki i fyrri hálfleik. En er um það bil 15 minútur voru eftir af fyrri hálf- leik tóku KR-ingarnir sig mikið á og sóttu stift án þess þó að skapa sér veruleg marktækifæri. A 40 minútu áttu þeir eitt sitt bezta slikt tækifæri er Atli Héðinsson átti i kapphlaupi viö Sigurð Dagsson markvörð Vals um boltann innan vitateigs. Sigurður varð á undan á boltann með þvi aö kasta sér fyrir hann, en Atli sótti að, og Sigurður meiddist. svo hann varð að yfirgefa völlinn, en i markiö kom hinn kunni badmintonleikmaður Sigurður Haraldsson, og sýndi að hann kann svo sannarlega fleira fyrir sér en badminton-spil. Hann átti snilldarleik i markinu það sem eftir var. Framan af siöari hálfleik var leikurinn nokkuð jafn og án marktækifæra. En á 67. minútu komst Hermann enn einu sinni i „dauðafæri”, stóð einn og óvaldaður á markteig en enn varði Magnús skot hans. Aðeins tveimur minútum siðar átti Isfirðingurinn i KR-liðinu Jóhann Torfason gott skot að marki sem fór i stöng og út aftur. Óheppni það. Svo á 78. minútu gerði bezti maður Vals-liösins Hörður Hilmarsson útum leikinn er hann skoraði siðara mark Vals með skoti frá vitateigshorni alls óverjandi fyrir Magnús Guðmundsson. Þetta var mjög fallegt mark, eitt af þeim glæsi- legustu sem maður sér. Fimm minútum siðar var dæmd óbein aukaspyrna á Val á markteig. Úr henni skoruðu KR- ingar en dómarinn Guðjón Finn- bogason sá eitthvað athugavert við framkvæmd hennar og lét endurtaka hana, en þá tókst Vals- mönnum að verjast. Á 87. minútu voru KR-ingar enn nálægt þvi að skora er Hörður Hilmarsson bjargaði á linu, en þá höfðu KR- ingar sótt mjög stift um tima, þar eð Valsmenn lögðu alla áherzlu á að verjast og halda 2ja marka forskoti. En fleiri urðu mörkin ekki, og verður þessi sigur Vals að kallast sanngjarn miðað við marktækifæri liðanna i leiknum. Hörður Hilmarsson var að min- um dómi bezti maður Vals-liðsins og hann ásamt Jóhannesi Eðvaldssyni, sem einnig átti mjög góðan leik, átti mestan þátt i sigri Vals. Þá áttu Bergsveinn Alfonsson og Helgi Benediktsson góðan leik. Hermann fór mjög illa með tilvalin marktækifæri, en markið sem hann skoraði var lag- lega gert. Magnús Guðmundsson var maður KR-liðsins, og hann bjargaði liði sinu frá enn stærra tapi með góðri markvörzlu. Þá átti Halldór Björnsson góðan leik, sem og þeir Alti Héðinsson og Björn Pétursson. —S.dór. Lúðvík Framhald af 9. siðu. Allar þjóðir, sem stunduðu veiðar á fiskimiðunum við Island, aðrar en Bretar og Vestur-Þjóð- verjár, hafa i reynd viðurkennt 50 milna landhelgi okkar. Og afli Breta og Vestur-Þjóðverja hefur stórlega minnkað og þó sérstak- lega sé miöað við sambærilega sókn fyrir og eftir útfærsluna. Vestur-Þjóöverjar fiska hér orðið sáralitiö, flest skip þeirra eru að yfirgefa miðin. Og Bretar munu fljótlega gefast upp, á þvi leikur enginn vafi. íslenzkir sjómenn i fylkingarbrjósti Sá timi nálgast nú óðum, að við Islendingar fáum i okkar hendur fullnaðarstjórn á nýtingu fiski- miðanna við landið. Það vald þurfum við að fara vel með. Við verðum að sýna, aðvið getum hagnýtt fiskimiðin við landið af fyrirhyggju, þannig að öruggt sé, að aldrei sé tekið meira af neinum fiskistofni, en hann getur gefið með eðlilegum hætti. Nú er unnið að því, að við setjum okkar fyrstu reglúr um þessa hagnýtingu. Hætt er við, að einhverjúm þyki sinn hlutur skertur frá því sem verið hefur, fyrst i stað, en reynslan mun sýna okkur, að það er hagkvæmast fyrir alla, þegar til lengdar læt- ur, að fastar friðunarreglur séu virtar og fiskistofnarnir nýttir samkvæmt ráðleggingum okkar færustu fiskifræðinga. Barátta okkar fyrir stækkun fiskveiðilandhelginnar og fyrir verndun fiskistofnanna við land- ið, er landvarnar og sjálfstæðis- mál. Með 50 milna landhelgi eig- | um við að geta tryggt að dýrmæt- ustu auðlindir landsins verði hag- nýttar skynsamlega og i þágu þjóðarheildarinnar. A þann hátt erum við að treysta efnahagslegt sjálfstæði þjóöarinnar á komandi árum. Góöir Islendingar. A þessum hátiðisdegi sjó- mannastéttarinnar, sem um leiö er hátiðisdagur allrar þjóðarinn- ar, treystum við raðir okkar i landhelgismálinu, þjöppum okk- ur enn fastar saman og sýnum þeim, sem við eigum i höggi við, að á okkur er enginn bilbugur, — að við erum sigurviss og höldum ótrauð áfram okkar baráttu. Sú stefna, sem við höfum mark- að okkur og allir islenzkir sjó- menn styðja af alhug er skýr. Við tryggjum þjóðinni óum- deilanlegan rétt yfir auðæfum hafsins i kringum landið. Fyrsti áfangi okkar er 50 milna fiskveiðilandhelgin. Við leggjum grundvöll að aukn- um fiskveiðum, án ofveiði; Við endurnýjum fiskiskipaflota okkar og dreifum honum sem hyggileg- ast um landið með það fyrir aug- um að nýta öll okkar fiskimið, og koma jafnan með góðan afla að landi og vinna hann þar á full- komnasta hátt. Við höfum þegar gert stórátak i þessa átt. Og nú einbeitum við okkur að endurnýjun frystihúsanna og efl- ingu f iskiðnaðarins i öllum sjávarbæjum landsins. A þennan hátt ætlum við að margfalda okkar framleiðslu, stórauka þjóðartekjurnar og skapa grundvöll að auknum framförum og bættum lifskjörum allra landsmanna. Sjómannastétt okkar á að njóta aukins öryggis á betri skipum, á að fá bætt launakjör með vaxandi framleiðslu, á að njóta viður- kenningar og virðingar fyrir hennar þýðingarmiklu störf i þágu þjóðarheildarinnar. A þessum hátiðisdegi sjó- manna, vil ég flytja þeim öllum minarbeztu árnaðaróskir um leið og ég þakka þeim fyrir mikið og gott starf. Sérstaklega vil ég flytja sjómönnum frá Vest- mannaeyjum, sem i vetur urðu að yfirgefa heimabyggð sina, minar beztu óskir um að þeir megi flytja sem fyrst heim aftur og hefja þaðan sin fyrri störf. Ég veit að islenzkir sjómenn hafa staðið, og munu standa i fylkingarbrjósti i baráttu okkar fyrir fullum sigri i landhelgismálinu. Það mun þvi vera að þeirra skapi, að i dag stigum við öll á stokk og strengj- um þess heit, að i landhelgismál- inu, lifshagsmunamáli þjóðarinn- ar, skulum við öll standa saman sem einn maður, og vikja frá okk- ur öllum efasemdum, öllu hiki, öllum úrtölum, en stefna mark- visst að fullum sigri, — aö full- kominni viöurkenningu á okkar 50 milna fiskveiðilandhelgi. Samgönguáætlun Framhald af bls. 3. framari við fyrirhugað fiskiðjuver á Siglufirði. Þá er hugmyndin að stórbæta hafnaraðstöðu á Drangsnesi, en þaðan eru gerðir út nokkrir rækjubátar. Eftir kjördæmum skiptist heildarfjármagniö þannig: Vest- fjarðarkjördæmi 7%, Norurland vestra 54% og Norðurland eystra 39%. Framkvæmdaþörfin er látin ráða án tillits til sérstakra hags- muna kjördæma eða héraða. Ragnar Framhald af bls. 16. stofnuninni i Osló flutti mjög skeleggt erindi um ýmsar hættur i sambandi við þessa öryggisviðleitni. Til dæmis varaði hann við þvi, að stór- veldi notuðu niðurskurð á hefðbundnum vigbúnaði til að hefja kapphlaup á sviði enn ómannúðlegri vopna. Hann varaði einnig við þeirri hættu að menn settu niður deilur austurs og vestur með þeirri niðurstöðu helztri, að það myndaöist enn dýpra bil og andstæður milli hins rika norðurs og hins fátæka suðurs. Meðal þeirra sem tóku þátt i umræðum voru Norð- maðurinn Sigmund Kvalhöj sem ræddi samstarfsmál i íengslum við umhverfismál, Jónas Arnason sem ræddi um friðlýsingarhugmyndir, Finn Gustavsen frá Noregi og Urban Karlsson, sænskur þingmaður, tóku vel undir islenzkan málstað i land- helgismálum og svo að þvi er varðar fr i ð 1 ýsingar- hugmyndir. 1 gærkvöld áttu að starfa þrjár nefndir. Átti ein að fjalla um tillögur um umræðuefni á ráðstefnu friðarafla i Moskvu i haust, önnur um ályktun fundarins, hin þriðja um séris- lenzk málefni. 1 dag er full- trúum boðið til forseta Islands, en i kvöld lýkur ráð- stefnunni. Læknaritarar Stöður læknaritara á ýmsum deildum Borgarspitalans eru lausar til umsóknar. Umsækjcndur þurfa að geta hafið starf 1. júll n.k. Stú- dcntspróf eða önnur hliðstæð menntun svo og vélritunar- kunnátta áskilin. Laun skv. kjarasamningi. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf svo og meðmæli, ef fyrir hendi eru, sendist skrifstofu Borgar- spitalans fyrir 14. júni n.k. Reykiavik, 4. júní 1973. Borgarspitalinn. Sjúkraliðaskóli verður starfræktur á vegum Borgarspitaians og hefst 1. október n.k. Námstimi er 12 mánuðir. Upplýsingar gefnar og umsóknareyðublöð afhent á skrif stofu forstöðukonu. Umsækjendur skulu vera fullra 18 ára og hafa lokið lokaprofi skyldunáms. Umsóknir skulu hal'a borizt forstöðukonu spitalans fyrir 25. júni n.k. Reykiavik, 4. iúni 1973. Heilbrigðismálaráð Reykiavikurborgar. öllum þeim, sem sýndu mér vinarhug i tilefni af áttatiu ára afmæli minu 20. marz sl„ sendi ég beztu þakkir og kveðjur. ÁSMUNDUR SVEINSSON myndhöggvari

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.