Þjóðviljinn - 06.10.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.10.1973, Blaðsíða 1
MuÐVUHNN Laugardagur 6. október 1973. — 38. árg. »229. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON k i Brottför hersins: SAMNINGAR I RVÍK 1 NÓV. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá i gær lauk i fyrrakvöld tveggja daga könnunarvið- ræðum Einars Ágústssonar við bandariska ráðamenn i Washington um herstöðva- málið. Sú varð niðurstaða þessara funda, aö samningaviðræður munu hefjast i Reykjavik snemma i næsta mánuði. Einar Ágústsson, utanrikis- ráðherra, sagði i viðtali sem útvarpað var i gær við frétta- mann islenska rikisútvarpsins að aðaltilgangur Bandarikja- manna á fundunum hafi virst sá að sannfæra sig um nauð- syn setu erlends hers á Is- landi, en er Einar var spurður. hvort þetta hefði tekist svar- aðr hann þvi afdráttarlaust neitandi, og itrekaði enn, að áhyggjur Bandarikjamanna vegna herstöðvarinnar hefðu örugglega ekki minnkað við þessar viðræður. Utanrikisráðherra upplýsti, að það hefði komið fram, að hægt er að reka þá starfsemi, sem fram fer á vegum hersins á Keflavikurflugvelli annars staðar, en það verður kostnaðarsamara fyrir Bandarikjamenn. Mok-rækju- yeiði > í ísafjarðar- djúpi Rækjuveiöi byrjaöi i ísa- fjarðardjúpi á þriðjudag, aö þvi er Gisli Hjartarson, fréttaritari Þjóðviljans á isafiröi, sagði okkur á föstudagskvöld. Sagöi Gisli að mokveiði væri af rækju. Bátarnir hafa fengið upp i tvö og hálf tonn af rækju yfir dag- inn. Bátarnireru frá 6 tonnum að stærð og þeir stærstu nær 30 tonn. Tveir menn eru á hverjum báti. Rækjan er mjög göð. —úþ Forsaetisráðherra um að slakað hafi verið á við landhelgisgæsluna „Bara buU” Þjóðviljinn hafði tal af forsætisráðherra, Ólafi Jó- hannessyni.i gær og spurði hann nokkurra spurn- inga varðandi landhelgisgæsluna. Fyrst var ráð- herra spurður hvað liði kaupum eða leigu á hrað- bátum til landhelgisgæslu, en talað hefur verið um að fá slika báta frá Möltu, og hafa teikningar af þeim verið sýndar yfirmönnum á varðskipunum, og likaði þeim þær vel. „Til álita haf einnig komið bát- ar frá Póllandi”, sagði Ólafur. „Það er rétt að það skip, sem nú hefur verið gerður samningur um hefur verið látið ganga fyrir, og það hefur ekki verið tekin nein á- kvörðun um þessa hraðbáta. Það voru nú einu sinni, rétt eftir striðið keyptir hraðbátar hingað, og varð óttalega slæm reynsla af þeim, og það er nú eins og það sé skrekkur i mönnum ennþá út af þvi. Þeir bátar reyndust óhæfir til gæslustarfa, þoldu ekki þá sjóa sem hér eru. Annars er þetta mál i athugun og ekkert endanlegt i þvi enn”. „Er eitthvað hæft i þvi að þú, sem æðsti yfirmaður landhelgis- gæslunnar, hafir fyrirskipað mildari aðgerðir gegn breskum landhelgisbr jótum vegna breyttra viðhorfa?” „Það er bara bull. Enda er mér sagt að þeir hifi núna þegar varð- skipin nálgast, og eru tiltölulega fáir hér við landið”. — úþ Flýja varðskipin í DAG í dag verður opnuð sýning i Kjarvalsstöðum ú 233 verkum eftir Sverri llaraldsson, og má sjá þarna myndir frá 1342 (þegar listamaðurinn var I2ára) fram til dagsins i dag. Sjá nánar 3. siðu. Pablo Neruda i minningu nóbels verðlauna- skáldsins Pablo Neruda frá Chile. Sjá opnu. Herstöðvar Banda- ríkjanna erlendis A Bandarikjaþingi vex and- staðan gegn hernaðarútþenslu- stcfnu Nixons. Sjá siðu 7. N or ðanmenn ætla að# semja sjálfir Þjóðviljinn hafði tal af Óskari Garibaldasyni for- manni Vöku á Siglufirði og spurði hann hvort norðan- menn hygðust sjálfir semja fyrir sig í næstu kjara- samningum. „Við neitum náttúrlega ekki að vera með heildarsamtökunum i samningum þar sem það er nauðsynlegt”, sagði óskar, „en við ætlum örugglega að semja sjálfir. Það verður ekki samið um neitt fyrir okkur, nema sú samninganefnd, sem við setjum á laggirnar, leggi blessun sina yfir það. Við ætlum ekki að fara aftur, eins og við erum búnir að fara, tveir menn, og láta þá fyrir sunnan kæfa okkur i kösinni. Við höfum 12 manna samninganefnd, sem við ætlum að láta vera ráö- andi, og það verður hún sem semur. Hvort hún semur að einhverju leyti með þeim fyrir sunnan eða engu leyti, það get ég ekki sagt um nú. Þessi nefnd á að semja fyrir verkalýðs- félögin á Norðurlandi, eða félagssvæði Alþýðusambands Norðurlands”, sagði Óskar að lokum. —-úþ Landhelgisgæslan lét fljúga gæsluflug á fimmtu- dag. Kom þá i Ijós að bresku togurunum viö landið hefur fækkað/ og halda þeir sig mun utar en áöur. Þegar varöskipin hafa nálgast hafa togar- arnir híft inn veiðarfærin og margir þeirra siglt út fyrir 50 milurnar. Blaðafulltrúi Landhelgisgæsl- unnar neitaði aö rétt væri sem hermt er i breskum fréttum að varðskip hafi gert árangurslausa tilraun til að skera á togvira bresks togara. Sagði blaðafulltrú- inn að til þess hefði ekki þurft að koma, þvi togararnir hafa tekið upp og farið þegar varðskip nálg- ast þá, sumir ótilkvaddir, aðrir eftir viðvörun. —-úþ WASHINGTON 4/10 — Hernaðar- legur áfrýjunardómstóll hóf i dag málarekstur i máli Calleys lið- þjálfa sem dæmdur var i tuttugu ára fangelsi fyrir fjöldamorðin i My Lai sem vöktu óhug og viðbjóð fólks um allan heim á sínum tlma. Verjandi Calleys, J. Houston Gordon, segir skjólstæðing sinn aðeins hafa hlýtt fyrirskipunum yfirmanns sins Nýr vegur fyrir Hvalfjarðarbotn: Hraðbrautin til F ramkvæmdir hafnar Grindavikur t| • ii • tilbúin i Br y n j udalsmegm nóvemberlok Eins og áður hefur komið fram i fréttum er á- kveðið að leggja nýjan veg fyrir Hvalf jarðarbotn, þ.e. yfir Brynjudals- og Botnsdalseyrar um það bil 300 m frá þeim stað þar sem vegurinn liggur nú. Framkvæmdir við þessa vegarlagningu eru nú þegar hafnar Brynjudalsmegin, þ.e. nær Reykjavik, og er nú verið að vinná i Brynjudals- hlið. Ætlunin er að leggja veginn yfir Brynjudal i vetur og vor. Hinsvegar standa enn yfir vist- fræðirannsóknir i Botnsdalsvogi, þannig að ekki hefur verið endanlega ákveðið hvernig vegurinn mun liggja þar. En að þeim loknum verður haldið áfram með veginn norður yfir Botnsdalsvog. Um það bil 2/3 hluta hraðbrautarinnar frá Keflavikurvegi til Grindavíkur er nú lokið og hefur sá hluti þegar verið tekinn i notk- un. Er það kafli sem liggur frá Keflavikurvegi. Áætlaðerað verkinu verði lokið i nóvember, og taldi Sigfús örn Sigfússon hjá vegagerð- inni að sú áætlun myndi standast. Tilboð verktakans i verkið var um 70 milj: kr. en eflaust verður kostnaður eitthvað meiri vegna verð- hækkana á tímabilinu. Hafist var handa við vegargerðina i mai- mánuði sl. Þessi hraðbraut til Grindavikur er 13 km. Þá er einnig langt komið lagningu oliumalar á veginn frá Keflavik til Sandgerðis og er áætlað að þeirri vegagerð verði lokið á svipuð- um tima og Grindavikurvegurinn. Vegurinn frá Keflavlk til Sand- gerðis verður 7.2 km og þegar er búið að opna 5km kafla. Næsta stórverkefni vegargerðarinnar mun að öllum likindum verða lagning vegar yfir Borgarfjörð, undan Hafnarfjalli til Borg- arness, og verður að öllum likindum hafisthanda við hana næsta ár. Þá er einnig fyrirhugað að leggja slitlag á veginn frá Keflavik út i Garð. Annars verður vegaáætlun endurskoðuð nú á næsta alþingi, þann- ig að hún getur tekið einhverjum breytingum frá þvi sem nú er. S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.