Þjóðviljinn - 06.10.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.10.1973, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÉÐA 7 Togstreita á Bandaríkjaþingi um Fækkun í her- liði erlendis Hermálaráðuneytiö i Washington, hin S-hyrnda bygging Fentagon. Nær 500 þúsund manns eru nú i herþjónustu i Evrópu á vegum I’entagons, en helmingur þingmanna i öidungadeild telur aft um 200 þúsund þeirra ætti aft kveftja heim, þar sem þeir komi ekki aft neinu gagni fyrir öryggi Bandarikjanna. Mike Mansfield Tekst Mansfield aö lokum aö knésetja Nixon? Mikla athygli vöktu at- kvæðagreiðslur í öldunga- deild Bandaríkjaþings í sl. viku um niðurskurð á her- afla Bandarikjamanna er- lendis. Um tíma leit út fyrir að þingdeildin mundi sam- þykkja að fækka í erlend- um herstöðvum um 190 þúsund menn, en á síðustu stundu tókst erindrekum forsetans að koma i veg fyrirþað. i staðinn varþess krafist að niðurskurðurinn næmi 110 þúsund manns fyrir árslok 1975. Það var leiðtogi stjórnarand- stöðuflokksins, demókrata, Mike Mansfield, sem beitti sér harftast fyrir minnkandi herafla erlendis. Auk hans unnu þeir Hubert Humphrey (sá sem tapaði naum- lega fyrir Nixon i forsetakosning- unum 1968) og Stuart Symington (varaformaður hermálanefndar- innar) dyggilega fyrir sama mál- stað. Mansfield hefur oft áður vakið máls á þvi að Bandarikjastjórn héldi úti allt of miklu herliði er- lendis, sjálfsagt væri að leggja niður margar herstöðvar og fækka verulega i öðrum. Hann hefur hingað til þótt tala fyrir heldur daufum eyrum i þinginu hvað þetta snertir. Fyrir tveim árum voru tillögur hans um að fækkað skyldi i herliði Atlantshafsbandalagsins felldar með 61 atkvæði gegn 36 og 54 atkvæðum gegn 39. Um dagihn gengu upphaflegar tillögur hans i þá átt að dregið skyldi úr herafla Bandarikjanna erlendis um helming, 50%, á næstu þrem árum (orðalagið er „overseas troops”, og er þá að venju átt við lið i Evrópu, fremur en i öðrum löndum „handan hafs- ins”), Til þess að ná betri sam- stöðu um málið breytti Mansfield tillögunni á siðustu stundu þann- ig, að niðurskurðurinn skyldi nema 40%. Fyrst var framkvæmd at- kvæftagreiösla um þetta ,,til revnslu” efta gerft skoöanakönn- un. Reyndust þá 49 öldungadeild- armenn fylgjandi tillögu Mans- fields, en 46 voru á móti. (5 þing- menn virftast ekki hafa tekift þátt efta setift hjá.) Upphófst nú mikið irafár i deildinni, þvi að staðfesting á þessari niðurstöðu hefði þýtt „stærsta ósigur fyrir Nixon i allri hans forsetatið” eins og stórblað- ið Washington Post orðaði það. Það er ekkert efast um það þarna vestra, að núverandi Bandarikja- forseti og stjórn hans eru stað- föstustu málsvarar hernaðar- stefnu i landinu, þeirrar stefnu að sitja yfir hlut annarra þjóða með hervaldi. En i landinu er ,,minni- hlutastjórn” ef litið er á hlutina augum Evrópumanns. Repú- blikanaflokkur Nixons er i minni- hluta i báðum þingdeildum, og þvi þarf mikið spilverk og reip- drátt til að stjórnin komi fram stefnu sinni. 1 aðalatriðum reynir stjórn Nixons að ganga fram hjá þinginu i eins rikum mæli og unnt er og stjórna með sérfræðingum og ráðunautum, sem svo reynast hinir mestu óbótamenn eins og hefur sýnt sig i Watergate-mál- .inu. Hún á þó fjárveitingar undir þingið að sækja, og einmitt i sið- ustu viku voru f jármálahliðar hermálanna á dagskrá. Þess eru einnig dæmi að þingið taki að eigin frumkvæði upp mál til að þvinga vilja sinum upp á rikisstjórnina, og er skemmst að minnast þess hvernig Banda- rikjaþing neyddi Nixon með itrekuðum samþykktum til aö hætta lofthernaðinum i Kambó- diu. En þótt Nixon þætti sú hýðing sár, er talið að það hefði þótt smávægilegt gagnvart þvi „ódæði og ábyrgðarleysi" að kalla heim annan hvern dáta úr Evrópu. Amerisku blöðin segja að með „þrýstingi og fortölum” hafi Nix- on-stjórninni tekist að sigla fram hjá þessum Ijóta boða sem tillaga Mansfields var. Vift fullnaftarat- kvæftagrciftslu hlaut lillagan um 40% nifturskurft á herafla crlend- is 44 atkvæfti, cn 51 þingmaftur sncrist á móti og fclldi hana þannig fyrir Mansfield. Virftast þvi 5 þingmenn hafa skipt um skoftun frá þvi könnunin var gerft fyrr þann sama dag. Ekki er hægt að segja annað en að Mansfield hafi mikið unnið á siðustu tvö árin. Hann hefur nú upp undir helming þingmanna með sér i staðinn fyrir rúman þriðjung þá. Daginn eftir afgreiðsluna á til- lögu Mansfields lagði Hubert Humphrey fram aðra tillögu i sama anda. F'jallaði hún um það að kvcftja skyldi hcim fyrir árslok 1975 110 þúsund hermenn úr hcr- stöftvum erlendis, en þeir eru taldir vcra nú um 471 þúsund. Þessi tillaga hlaut samþykki öld- ungadeildarinnar mcft 48 atvkæft- um gegn 36,Var þessi niðurstaða túlkuð sem sigur fyrir andstæð- inga Nixons forseta. Röksemdir meö og móii Mike Mansfield flutti það m.a. fram,máli sinu um niðurskurð til stuðnings, aft öryggis Bandarikj- anna vegna þyrfti ekki aft halda hinum fjiilmörgu svcitum banda- risks lifts uppi sem nú eru erlcnd- is.bæði i Evrópu og annars stað- ar. Þetta herlið gleypti ógrynni fjár á sama tima sem miklir erfiöleikar eru á þvi að ná endum fjáriaganna saman og verðbólgan magnast heima fyrir, en það gerði mjög erfitt fyrir um fjár- veitingar tii brýnna félagsmála. Mansfieid las á þingfundi upp úr þingtiðindum frá 1951 þar sem fjallað var um tillögur um aö hafa fjórar herdeildir (divisjónir) setuliðs i Evrópu. Þá fullyrtu þeir Dean Aeheson utanrikisráðherra og George Marshall hermálaráð- herra að þessi ákvörftun um setu- Ameriski hermafturinn vill taka undir þessa almennu kröfu heims- byggftarinnar: Kanar farift heim! Útgjöld Bandaríkjanna til her- mála eru félagslega sinnuftum Bandarikjamönnum þyrnir i augunt, þvi peninganna væri brýn þörf til aft bæta úr ófremdar- ástandi i félagsmálum. Nú eru á leiftinni i gegnnm Bandarikjaþing tillögur um heimildir lianda stjórninni til aft verja 20,9 miljörftum dollara til hcrmála á na’sta Ijárhagsári. Súluritift sýnir aft þetta mundi nálgast mjög hcrkostnaftarm etift frá 1969, þegar Bandarikjamenn voru blóftugir upp aft öxlum i Vietnam.llvaft skyldi Nixon ætla aft gera vift alla þessa iniljarfta á næsta ári? lift i Kvrópu væriekki nauftsynlcg vcgna NATO-samningsins sem sliks, og það væri engin heilög skuldbinding að hafa einmitt fjór- ar herdeildir þar. En hvað sögðu varðhundar Nix- ons i þinginu um þessa voðalegu tillögu Mansfields? Einn af þeim helstu sem gegna þvi hlutverki er John Tower frá Texas. Hann var- aði eindregið við niðurskurði og kvað hann leiða beint til einangr- unarstefnu þeirrar sem kennd er við „virkið Ameriku”. Tower kvað fækkun i herliði Bandarikjanna erlendis grafa undan N ATO-skuldbindingum Bandarikjastjórnar og verka uppörvandi á Rússa til að vera með hótanir i garð smáþjóða sem mundu þá ekki lengur finnast þær njóta öryggis, vegna þess að bandariskir hermenn væru nú illa fjarri. Þá kvað Tower slika fyrirskip- un af hálfu Bandarikjaþings um heimkvaðningu hermanna, ef samþykkt yrði, kippa grundveil- inum undan tilraunum Banda- rikjastjórnar til að semja um gagnkvæma fækkun i herliði austurs og vesturs i Evrópu, en þá mundu Bandarikjamenn og Rússar kveðja heim samtimis eitthvað af núverandi herliði sinu. Hljóð úr NATO-homi Fljótlega eftir þá afgreiðslu mála i Bandarikjaþingi sem nú hefur verið lýst kom hljóð úr horni NATOs i Brússel. 30. september sagði New York Times að þetta „hafi kastað skugga yfir vandasamar viðræður sem nú eru i gangi i höfuðstöðvum Atlants- hafsbandalagsins”. Ekki vildu forsvarsmenn NATOs láta hafa neitt eftir sér um það að 23% niðurskurðurinn sem samþykktur var að tillögu Humphreys hafi valdið úrslitum um það að gera NATO veikara gagnvart Rússum, en hitt létu þeir á sér skilja að nú kynni að verða enn erfiðara en áður að fá bandamennina i Evrópu til að axla stærri hluta af byrðunum við bandariska herliðið i Evrópu en áður. (011 venjuleg röksemda- færsla mundi ganga út á það, að auðveldara væri að fá aðra til að létta undir með sér, ef byrðin er i heild ekki jafn þung og áður. En það sannast hér sem oftar, að herforingjar NATOs eru hinir verstu út i allar breytingar. hj—

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.