Þjóðviljinn - 20.10.1973, Qupperneq 1
UOmiUINN
Laugardagur 20. október 1973. —38. árg. —241. tbl.
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA í KRON
RAGNAR ARNALDS:
Afgerandi breytingar
frá tillögum Breta
verða að fást fram
Málmiðnaðarmenn afhentu
kröfur sinar í gœrdag
t gær gengu fulltrúar Málm- og
skipasmi&asambandsins á fund
atvinnurekenda i húsi Vinnu-
veitendasambands ns (Vinnu-
þiggjendasambandsins?) i
Garðastræti og afhentu þeim
kröfur sinar i væntanlegum
kjarasamningum.
Guðjón Jónsson formaöur
Málm- og skipasmiðasam-
bandsins sagði að þar sem
atvinnurekendur hefðu ekki enn
haft tima til að yfirfara
kröfurnar væri ekki hægt að birta
þær fyrr en eftir helgina.
Myndin hér að ofan er af
fuiltrúum málm- og skipasmiða
Að sögn Hafsteins Hafsteins-
sonar hjá landhelgisgæslunni var
hreint ekkert að frétta af veiðum
landhelgisbrjóta i islensku fisk-
veiðilandhelginni i gær.
Hafsteinn var að þvi spurður
hvort landhelgisgæslunni væri
kunnugt um það hvar bresku her-
hægra mcgin við borðiö, en
fulltrúar atvinnurekenda til
vinstri. S. dór.
skipin héldu sig núna, og hvort
vera kynni að þau biöu við 50
milna mörkinalbúalbúin þess að
ráðast inn fyrir, ef ekki semdist i
landhelgisdeilunni. Hann kvað
gæslunni ekkert um það kunnugt.
Herskipin væru ekki lengur á
áhrifasvæði hennar.
Ekkert að frétta
Olafur Jóhannesson á blaðamannafundi:
„Ekki hægt að kalla
þetta úrslitakosti,
— en að visu sá grundvöllur sem Bretar telja að þurfi
að vera fyrir hendi til þess að nokkrar likur séu á
samkomulagi",
„Ég tel nú að vísu ekki
rétt að kalla þetta úrslita-
kosti, en þetta er að visu sá
grundvöllur sem Bretar
telja að þurfi að vera fyrir
hendi til þess að nokkrar
likur séu á þvi að sam-
komulag fáist."
Þannig komst Olafur Jóhannes-
son forsætisráðherra að orði á
blaðamannafundi, sem hann
efndi til i stjórnarráðinu siðdegis i
gær. Hafði fundarins verið beðið
með mikilli eftirvæntingu, en þar
voru birtar skýrslur frá um-
ræðunum i London. A 3. siðu
blaðsins er nákvæm frásögn af
fréttamannafundi forsætisráð-
herra, en á 4. siðu er skýrslan frá
Lundúnaviðræðunum birt i heild.
Niðurstöður af samningaviðræðum ólafs
Jóhannessonar, forsætisráðherra við mr. Heath
forsætisraðherra Breta hafa nú verið birtar opin-
berlega.
Eins og fram hefur komið i Þjóðvilianum hefur
þingflokkur Alþýðubandalagsins gert samþykkt,
þar sem lýst er yfir, að flokkurinn telji samningstil-
boð Breta ekki aðgengilegt óbreytt.
Þjóðviljinn hafði i gær tal af Ragnari Arnalds,
formanni Alþýðubandalagsins, og innti hann frétta
varðandi ákvörðun og afstöðu þingflokksins.
Ragnar sagði:
Tilboð Breta er i allmörgum at-
riðum óhagstæðara Islendingum
en þær lokatillögur, sem íslenska
rikisstjórnin lagði fram i
samningaviðræðunum i mai i vor,
bæði hvað snertir lengd
samningstimabils og fjölda
stórra togara, en þó sérstaklega i
sambandi við veiðihólfin og fram-
kvæmd samkomulagsins. Sam-
kvæmt fyrirliggjandi tillögum
Breta er ekki að sjá að ís-
lendingar hafi óskorað vald til að
svipta brotlega togara veiði-
heimild.
Alþýðubandalagið hefur ávallt
veriðþeirrar skoðunar, og er enn,
að réttur Islendinga i þessum efn-
um verði að vera ótviræður, ef
samningar eigi að koma til
greina. Þingflokkur Alþýðu-
bandalagsins gerði samþykkt
siðastliðinn miðvikudag, þar sem
þessi sjónarmið koma skýrt fram
og var samstarfsflokkunum i
rikisstjórn um leið tilkynnt að
Alþýðubandalagið gæti ekki
fallist á tilboð Breta, eins og það
liggur fyrir.
Ég vil hins vegar taka skýrt
fram, að nokkur munur er á þeim
tillögum, sem Ölafur Jóhannes-
son lagði fram i London og nú
hafa verið birtar, og svo hins veg-
ar þessu siðasta tilboði Breta. Má
þar nefna, að Bretar halda uppi
þeirri kröfu að mega á hverjum
tima veiða i 5 hólfum af 6, en á
það vildi Ólafur Jóhannesson ekki
fallast i London, en hélt fast við,
að 2 hólf væru lokuð á hverjum
tima.
Enda lýsti Ólafur Jóhannesson
þvi yfir við heimkomuna, að hann
væri algerlega óbundinn af þvi
tilboði er Bretar settu fram á
lokastigi viðræðnanna i London.
Það hefur nú einnig komið fram,
að forsætisráðherra telur, að ekki
sé um úrslitakosti að ræða af
Breta hálfu. Málið er þvi nú til
meðferðar hjá stjórnarflokkun-
um, og er þess að vænta, að sam-
staða náist um að knýja fram þær
breytingar á tilboði Breta aö við
verði unað.
Dean játar
Washington 19/10 — John Dean,
fyrrum lögfræðilegur ráðunautur
Nixons forseta játaði það i dag, að
hann væri sekur um aðild að inn-
brotinu i Watergate-bygginguna.
Mesta refsing sem hann getur
fengið er 5 ára fangelsi og 10
þúsund dollara sekt. Dean heldur
þvi fram að Nixon hafi hylmt yfir
með sökudólgum Watergate--
málsins frá upphafi.
í DAG
Sjóminjasafn
og farskólar á
dagskrá i opnu