Þjóðviljinn - 20.10.1973, Side 7
Laugardagur 20. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Aö skrifa
sig frá
þunglyndi
Sigurður Guðjónsson.
Truntusól. Skáldsaga.
Helgafell 1973.
Bókin Truntusól (heitið er
dregið af taugalyfi) er einhverra
hluta vegna kölluð skáldsaga. En
það er ekki ástæða til að nema
lengi staðar við þá nafngift. Bókin
hefur ekki aðeins yfirbragð
skýrslu. Hún er skýrsla ungs
manns, sem hefur átt ,,við and-
lega vanheilsu að etja um skeið”
eins og segir i bókarkynningu.
Hann kemur „miðvikudaginn 21.
október 1970” á geðdeild Mikla-
spitala,sem hann kallar svo, —
feluleikur skáldsögunnar virðist
reyndar aðeins virkur i sambandi
við heiti, ef til vill nöfn einnig. En
hver maður má kenna af siðum
bókarinnar Borgarspitalann og
siðan Hvitabandið. Sigurður segir
frá dvöl sinni á þessum stöðun..
Hann lýsir fjölmörgum félögum
sinum og verður úr allmikið
persónusafn. Hann gerir grein
fyrir hugmyndum sinum um
þjóðfélag og samband þess við
heilbrigði og óheilbrigði. Hann
gefur fyrst ogfremstsjálfslýsingu
manns i sérstæðum en alls ekki
óalgengum vanda i viðskiptum
við sálfræðinga og lækna. Hann
lýsir þeirri hópterapíu, sem hann
hefur vantrú á,og þeim þolinmóðu
einkasamtölum við tiltekinn
lækni, sem hann telur gefa góða
raun við að „blása út úr hausnum
á mér öllum hleypidómum, rang-
skilningi og villu er náð hafði að
festa rætur i huga minum eins og
illgresi i vanhirtum garði”. Og
annað er það sem hann telur hafa
haft hin bestu áhrif — bókin sjálf:
,,Ég ætlaði að skrifa bók. Þessa
bók. Mér finnst gaman af að
skrifa og skyndilega var þvi
hvislað að mér að lýsa reynslu
minni af þeim stofnunum sem
fvrir augum flestra manna eru
dularfullar og ógnvekjandi og
meira misskildar en flest annað.
Atakanlégt dæmi þess er hið hyst-
eriska ástand sem varð meðal
ibúa á Laugarásvegi er Klepps-
spitalinn keypti þar hús fyrir
nokkra sjúklinga sina. Það var
þessi ákvörðun sem lyfti huga
minum úr dimmu bölsýnisdjúpi i
sæmilega bjartsýni og lifs-
löngun.”
Barnið mitt,
allir erum við að nokkru
lcyti hestar
hver okkar er hestur á
sinn hátt.
Majakovski
Fyrst af öllu er það ljóst að Sig-
urður Guðjónsson kann vel að
skrifa. Þessi frumraun er oft vel
stiluð, byggð á góðum orðaforða
ogstuttumsetningum, þótt i henni
séu endurtekningar og stundum
viss kyrrstaða, finnst lesanda
hann ekki glima við málaleng-
ingar og önnur leiðindi. Sjálfs-
aumkun er ósjaldan fylgifiskur
innvirðulegra sjálfslýsinga, en
þeim vanda er mjög i skefjum
haldið. Höfundi kemur i hug
hnyttilegur samanburður. Ein
kunningjakona þans er „löng og
mjó eins og Vesturgatan á Akra-
nesi”. Viðtöl hans við lækninn
Ragnar „færðustöll i aukana eins
og Morgunblaðið þegar sést hefur
til rússneskra flugvéla”. Hann er
mjög hneigður fyrir ofhvörf i lýs-
ingum á viðbrögðum sinum við
öðru fólki og umhverfinu, vill
nota hin sterkustu orð, afdráttar-
lausar staðhæfingar. Hann „gæti
drepið mann” fyrir bolla af góðu
kaffi. Að sjálfsögðu gengur ekki
minna á þegar ástin er nálæg:
,,ég var eins og gjósandi eldfjall
sem spúði eldi og eimyrju þegar
ég heyrði hana smokra sér i
rúmið svo brakaði i”. En þessi of-
hvörf eru ekki bókmenntalegir
tilburðir, heldur blátt áfram
partur af sjálfslýsingunni —
Sigurður er einn þeirra manna
sem búa við það ofnæmi, sem
likja mætti við það að hafa enga
húð. Það þarf ekki meira til en að
konugarmur segi við hann i óvin-
samlegum tón, að hann sitji i sæti
hennar, að hann „þaut upp af
stólnum. Og þarna stóð ég eins og
limdur við gólfið og óskaði helst
ab vera kominn eitthvaö oralangt
burtu frá þessu helvíti”.
Þegar Sigurður lýsir hugar-
heimum sinum og skoðunum
beitir hann einnig sterkum litum,
en það verður ekki sagt með réttu
að hann sletti þeim i agaieysi.
Tökum til dæmis þennan kafla:
„Þunglyndiö hrjáði mig oft. Það
hagaði sér dálitið mismun-
andi.Stundum var það aðeins
huglæg þreyta og svolitill tregi
sem gaf tilverunni þungan og
harmrænan blæ. E'n það gat lika
tekið á sig iskyggilega mynd. Þá
varð það hnausþykkt og biksvart
eins og dimm og köld vetrarnótt.
Ég sá engan tilgang i neinu. Það
var allt einskis vert. Mér þótti
sem ég hefði glatað öllum tæki-
færum lifs mins en eftir væri
aðeins þjáningin, altæk, hreyf-
ingarlaus og miskunnarlaus.
Þetta þunglyndi var stundum svo
kalt og lilbreytingarsnautt og það
var sem'strengir sálar minnar
væru hættir að titra og hugurinn
greyptur i isfjötra. Það var engin
tilfinning fyrir neinu og ekkert lif
i kringum mig, aðeins nistandi
þögn sem þó eins og hrópaði i sál
minni. ” Lesanda finnst að hér fái
allt staðist, þótt hann kannski
hnjóti um ekki meira en svo vel-
komna bóklegheitagesti (strengir
sálarinnar). Fyrr en siðar fer
hann að hugsa til Þórbergs
Þórðarsonar, enda kemur hann
siðar fram i bókinni sem fyrir-
mynd og meistari. f lýsingum
Sigurðar á þunglyndi, kviða, ótta,
sýnum, áster Bréf til Láru jafnan
yfir vötnunum, og þá ekki siður
þegar hann fellir afdráttarlausa
dóma i pólitik, trúmálum.
„Leiðarar blaðanna eru rusla-
kista mannlegrar hugsunar”.
„Þessi guðshugmynd er ekki
aðeins frámunalega heimskuleg,
heldur einrng hættulega siðlaus.
Hún hefur dregið úr trú mannsins
á sjálfum sér og heft hann i and-
legum þroska... Þeir (sem trúa að
þeir séu syndugir) eru fjötraðir i
eigin smæðartilfinningu.”
...„Rómítntik er stækkun á lifinu.
Þess vegna er ég mikið með henni.
Mér leiðast kaldir og svalir
menn.” Hér er hin afdráttarlausa
kjarnyrðastefna Bréfs til Láru
ekki aðeins stilræn fyrirmynd.
Hugsanir þeirrar bókar fylgja
með.
Sigurður Guðjónsson er næsta
ófeiminn við að láta i ljós rót-
tækar skoðanir á mörgum
hlutum. En fróðlegast er að lesa
um þær hugmyndir, sem hann
gerir sér og tileinkar sér um sam-
band geðheilsu við rugláð og
fáránlegt mat á lifsgildum og
verðmætum. Itann rékur, i stuttu
máli sagt, vanda sinn og margra
annarra lyrst og fremst til þess,
að þeir geti ekki játast undir þau
lifsgildi > sem þjóðlélagið boðar
með skráðum lögum og óskráð-
um, og takist ekki að finna neitt
annað i staðinn: „Ég hélt þvi
fram, að i okkar þjóðfélagi væri
nú ástandið orðið slikt, að þeir
sem heilbrigðirteldust væru and-
lega truflaðir og afskrærndir af
hvers kyns mannfjandsamlegum
öflum, en hið óeðlilega, sem talið
væri, sýndi aðeins og sannaði, að
einstaklingar þeir sem óeðlinu
væru haldnir væru einfaldlega
óspilltir og óeitraðir af efnis-
hyggju og maskineringu þjóðfé-
lagsins og brygðust við sam
kvæmt þvi... Hinn „afbrigðilegi ”
einstaklingur er hinn eðlilegi
óspillti og heilbrigði maður. En
hinn venjulegi „normali” maður
er ægilegasti sjúklingurinn i þjóð-
félaginu.”.
Þelta er stór alhæfing og þvi
mikil einföldun, en samt mun
Sigurði Guðjónssyni, ef i það fer,
koma ýmislegur stuðningur við
þessa kenningu. En þeir hlutir og
reyndar margir aðrir eru betur
komnir i höndum sérfróðra
manna. Leikmaður dregur hins-
vegar þá ályktun helsta af þessari
bók, að hún minnir rækilega á
það, að skilin milli hins
„normala” og „ónormala” geta
ekki verið glögg. Að heimur geð-
flækju, ofurnæmis, einæðis,
klofnings,er miklu nær okkur sem
höfum ekki komið inn ú geðdeildir
Frh. á bls. 15
Fjarskipti án metnaðar
laugardags
psöfll
BLAÐALESENDUR hafa nú
þegar komist að þvi, hver
verður metsólubókin i ár. Engin
bókmenntaleg snilld á öðrum
vettvangi mun koma i veg fyrir
það, að það verði miðilsbókin að
norðan um fjölskylduvandamál
Brynjólfs biskups, en þau mál
hafa verið hugstæðari Islend-
ingum en flest önnur slys,
þriggja alda gamlir andar hafa
sameinast um að koma þessum
málum á hreint með aðstoð vel-
viljaðrar konu á Akureyri. Þeir
eru kurteisari miklu og elsku-
legri en nútimafólk — taka til
dæmis fullt tillit til vinnutima
viðkomandi fólks, eru stundvis-
ir með afbrigðum og tala nú-
timamál öllum til hægðarauka.
Og þótt andar beri, að Ragn-
heiður hafi þvi miður sofið hjá
Daða á röngum tima og þvi
svarið rangan eið, þá kemur það
fram, „að hún sér ekkert eftir
þvi að hafa sængað hjá Daða”.
Þetta er reyndar hinn besti boð-
skapur, hvað sem öðru liður, og
ber sætleika syndarinnar fagurt
vitni.
MARGIR VERÐA sjálf-
sagt til að hneykslast á
þessari nýjung i bókagerð
(reyndar ekki frumraun, þvi að
var það ekki einmitt Guðmund-
ur Kamban,sem hingað til hefur
haft siðastaorðið i Skálholtsmál-
um, sem skrifaði á ungum aldri
niður spánný ævintýri eftir
Jónas Hallgrimsson og H.C.
Andersen? ).En ég held það taki
þvi ekki, satt að segja. 1 fyrsta
lagi verða menn af þjóðræknis-
ástæðum að sýna spiritisma
nokkra kurteisi, þvi hann er ó-
umdeilanlega trúarbrögð
þjóðarinnar, en hvorki
lútherska né neitt annað i þá
veru. 1 öðru lagi geta lesendur
bóka látið sér i léttu rúmi liggja,
hvernig texti þeirra er til orð-
inn. Það skiptir ekki máli i
sjálfu sér hvort miðlar tala inn á
segulband eða rosknir aflakóng-
ar, hvort ljóð er til orðið undir
þakglugga og hauststjörnum
eöa í brennivínsgufum á vafa-
samri búlu. Það er spurt að
niðurstöðum. Er sagt frá ein-
hverju sem máli skiptir og á
þann hátt að eftirminnilegt
verði? Og þannig verður vist
einnig að nálgast þá útlistun á
vandkvæðum Ragnheiðar
Brynjólfsdóttur sem við nú eig-
um von á.
ÞAÐ VERSTAvið miðlabækur
hingað til hefur verið það, að
þær eru blátt áfram svo dauð-
ans leiðinlegar. Til eru undan-
tekningar — þegar menn eins og
Þórbergur koma til skjala. En
vel gerð frásögn kemur ekki
heldur i veg fyrir að lesandinn
spyrji sjálfan sig að þvi, hvernig
I ósköpunum á þvi standi, að
hann sé alltaf að horfa á storm i
vatnsglasi. Hlutur tekst á loft og
skellur i vegg. Andi kemur og
segir að giftingarhringurinn
týndi sé i efstu kommóðuskúff-
unni neðst til vinstri. Annar
kemur og biður kærlega að
heilsa og fer i þúsundasta sinn
með hina almennu formúlu um
sálarþroskann og ljósið, al-
mennt hjal sem þýðir i sjálfu sér
ekki neitt og getur með engu
móti komið neinum við, nema
þeim sem i hverju tilviki halda
að þeir séu að fá fréttir af vinum
og ættingjum. Maður undrast
ekki það út af fyrir sig, hve
margir eru spiritistar, heldur
það framar öllu hve litilþægir
þeir eru.
ÞAÐ ER ÞVl mjög i anda
fyrri hefðar, að þegar spiritistar
fara að nota simasamband sitt
við annan heim (þeir segja
Akureyringar, að þeim gangi
ekki verr að hóa i sautjándu-
aldarfólk en að hringja á Mogg-
ann) — þá er þessi lina notuð til
þess eins að setja saman
tveggja binda doðrant um ó-
timabæra falleringu innan
biskupsfjölskyldu einnar fyrir
austan fjall. Það er aldeilis
hörmulegt að horfa upp á það,
hve metnaðarlitill spiritisminn
er. Sjálf lifsskoðun þjóðarinnar.
Aldrei dettur neinum miðli i hug
að hringja til dæmis i Gissur
Þorvaldsson og spyrja hvaða
skilning hann eiginlega leggi i
Gamla sáttmála. Eða þá kalla á
einhvern annan fróðan þrett-
ándu aldar mann og biðja um
lausn á þeirri leynilögreglu-
gátu, sem mest er á Islandi:
hver er höfundur Njálu? Svo að
nefnd séu tvö litil dæmi, og
getur hver og einn bætt við að
vild. Þess i stað eigum við von á
upplýsingum „sem ekki er vitað
að fram hafi komið fyrr, eins og
til dæmis hve góður söngmaður
Sigurður Björnsson, skrifari
Brynjólfs og siðar lögmaður,
var.”...
Menn geta vist ekki einusinni
lyft brún yfir stórtiðindum i ei-
lifðarmálum á þessu hausti
heimsku og lágkúru og morða,
sem er kórónað með þvi að veita
fræg friðarverðlaun Henry
Kissinger fyrir það eitt, að hon-
um skildist seint og um siðir að
Vietnamar mundu aldrei gefast
upp, hve miklu stáli og eldi sem
væri yfir þá dembt.
Arni Bergmann