Þjóðviljinn - 20.10.1973, Síða 8

Þjóðviljinn - 20.10.1973, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. október 1973. Gisli heldur hér um hnýfilinn á 100 ára gömlum báti, smfbuðum á Alfta- nesi, ab öllum llkindum af Sveini skipasmibi í Sveinsbúb. „Viti maður af gömlum hlut er maður ekki rónni fyrr en hann erfenginn” SPJALLAÐ VIÐ GÍSLA SIGURÐSSON UM VÆNTANLEGT SJÓMINJASAFN í HAFNARFIRÐI — Þegar maður hefur verið jafn lengi i þessu og ég og lifir orðið fyrir þetta, þá er maður ekki i rónni, viti maður einhversstaðar af gömlum og sögulegum hlut, fyrr en hann er fenginn. Það er Gisli Sigurðsson, fyrrum lögregluþjónn i Hafnarfirði.sem sagði þetta er við löbbuðum með honum um geymsluherbergi, skúra og skúraloft og skoðuðum þá muni sem dregnir hafa verið saman fyrir væntanlegt sjóminjasafn i Hafnarfirði, en að þessum safnmálum hefur Gisli starfað allt siðan árið 1953 að stofnuð var nefnd til að koma á laggirnar sjóminjasafni i Firðinum. — Þvi miður hefur málinu ekki miðað betur en svo að enn eigum við ekkert safnhús, en aftur á móti eigum við orðið gott safn gripa,meira en nóg sem undirstöðu i safn. Þetta er sá merkilegi togari Coot, sá fyrsti sem islendingar eignubust. Ilann strandabi árib 1901 vib Keilisnes á Vatnsleysuströnd og nú er verib ab hirba úr lionum ýmsa merka hluti til sjóminjasafns i Hafnar firbi. Og hér segir Gisli vist ekki oi mikið. Sannleikurinn er sá at hann og þeir, sem með honum hafa unnið, hafa safnað munum sem yrðu meira en sjóminjasafn væri þeim komið fyrir i safnhúsi. Hér er kominn myndarlegur visir að byggðasafni Hafnarfjarðar Gisli sýndi okkur fyrst muni sem geymdir eru i húsi hafnarstjóra- embættisins, en Gunnar Ágústsson hafnarstjóri i Hafnar- firði er vinur Gisla og samstarfs- maður hans i safnmálunum og hefur lánað húsnði undir finni munina, sem ekki er hægt að geyma i skemmum eða á skemmulofti. barna gaf á að lita marga merka muni. Má þar nefna hundrað ára gamlan fána, bláan feld með fálkamerkinn i. Gisli sagöi að vitað væri um annar slikan fána vestur á Isafirði, en hann er minni en fáni þeirra Hafnfirðinga, sem er stór og vel á sig kominn þótt aldargamall sé Þarna eroggeymd fallbyssukúla. sem fannst i Hafnarfjarðarhöfn við uppgröft þar fyrir nokkrum árum. Er talið að hún sé frá 15 öld. Þarna eru og geymdir gamlir askar sem hafa mikið sögulegt gildi fyrir Hafnarfjörð, afar gamlar kistur, ljósmyndaplötu safn, og svo margt margt fleira sem alltof langt mál yrði að telja upp. — Þú sagðir mér Gisli að þif hefðuð byrjað 1953 að safna að ykkur munum . — Já það er rétt. Það ár var skipuð nefnd af bæjarstjórninni sem átti að hafa það hlutverk að koma á stofn sjóminjasafni i Hafnarfirði. Ég var skipaður i þessa nefnd strax og hef verið i henni siðan. Fyrstu munirnir stm við fengum bárust 3/5 1953, og siðan hefur hver hlutur verið skráður, komudagur og ár og hvaðan hann kom. — Hvern telurðu nú merkastani hlut i safni ykkat? — Það er nú ekki gott að segja Hér eru margir fallegir og sögu legir munir. Ég vil nefna til yfir 100 ára gamlan bát með Faxa- flóalagi, eins og það var kallað Ég tel hann hiklaust með merkari gripum okkar, og nú skulum við ganga út og skoða hann. Við héldum út i skemmu eina sem er við hlið slökkvi stöðvarinnar. Þar gaf á að lita svartan bát, tveggja manna far segir Gisli. Hver er svo saga þessa skips? — Jú, þennan bát átti Helgi Guðmundsson, góður og gegn Hafnfirðingur. Helgi átti hann i 30 ár og reri á honum. Hann keypti bátinn af Alftanesi 1918 og átti hann til ársins 1953. Helgi sagði mér að báturinn hefði verið æva- gamall þegar hann keypti hann og er talið að hann sé smiðaöur einhverntima á árunum 1870 til 1880. Sá sem átti bátinn á undan Helga var Isak á óseyri á Alfta- nesi, og sé sú tilgáta rétt, að hann sé siðan 1870 til 18880, þá hefur Sveinn iSveinshlið á Alftanesi smiðað bátinn, en hann var frægur bátasmiöur á þessum tima. A bátnum er þetta fræga Viöeyjarlag, sem sumir kalla Faxaflóalag. — Hvað heitir þessi bátur? — Hann heitir ekki neitt, og það veit enginn til þess að hann hafi nokkru sinni heitiö neitt, og er það merkilegt útaf fyrir sig, þar eð það var siður að skira alla bára. Þá er það og merkilegt að i þennan bát hefur aldrei komið vél, en mikið var gert af þvi að setja litlar vélar i báta þegar menn fóru almennt að nota þær hér á landi. — Veistu um marga svo gamla báta á landinu? — Nei, mér er ekki kunnugt um að til séu svona gamlir bátar að visu höfum við þurft að laga hann nokkuð til. Við gengum að honum á sinum tima niðri i fjöru, og var hann þá orðinn ansi illa farinn. Viðgerðin tókst mjög vel, og ég hlakka til að koma þessum erka grip fyrir þegar við fáum safnhús hér. — Er von til þess á næstunni? — Já. loks hillir nú undir að við fáum svolitið safnhús.Næsta voi eða jafnvel seint i vetur er fyrir hugað að slökkviliðið flytji i nýtt húsnæði, og þá mun einnig á- kveðið að við fáum gamla húsið hér til að setja þar safnið okkar upp, og mikið hlökkum viö oröið til þess. — Nú hefur verið flutt þings- ályktunartillaga um að reisa sjó- minjasafn Islands hér i Hafnar- firði, hvernig list þér á það? — Já, ég var að heyra þetta, og ég skal segja þér að þetta eru ein- hver mestu gleðitiðindi sem ég hef heyrt lengi. Gils Guðmunds- son og Geir Gunnarsson eiga ó- mældar þakkir skildar fyrir að flytja þessa tillögu. — Myndi þá ykkar safn falla inn i þetta sjóminjasafn Islands? — Já, það hygg ég, sem sérstök deild eða eitthvað svoleiðis.En við skulum bara athuga það, að uppistaðan i sjóminjadeild Þjóð- minjasafnsins eru munir héðan úr Hafnarfirði, og raunar viðar að, en það var Hafnfirðingur sem safnaði þeim og gaf þá til Þjóð- minjasafnsins. Það var sá mikli og ötuli safnari Andrés Johnsen rakari frá Asbúð i Hafnarfirði. Taktu efti þvi þegar þú skoðar þessa deild i Þjóðminjasafninu, hve margir hlutir eru merktir As- búðarsafni en þannig merkti hann sina hluti . Andrés var vakinn og sofinn i þessum safnmálum. Hann bjói ósköp litlu húsnæði, en þangað bar hann alla þessa gömlu og merku hluti og fyllti alla króka og kima. Staflaði hlutum frá gólfi til lofts, þannig að iveru- plássið var ekki stórti Asbúð meðan allir gripirnir voru þar. Það væri þvi ekki margt að þvi að sameina þennan safnvisi okkar sjóminjasafn tslands sem reist yrði hér i Firðinum. — Hefur þú trú á, að enn sé að finna i Hafnarfirði merka gamla hluti, er ekki búið að þurrausa bæinn? — Nei ekki aldeilis. Það er sifellt verið að koma með gamla muni til okkar. Segja má að i nær hvert skipti sem tekið er til á háaloftum gamalla húsa komi i ljós einhver gripur sem er þess virði að hann sé geymdur. . Þá verður maður einnig var við að áhugi unga fólksins fyrir þessum málum er að vakna nú i seinni tið, auk þess sem almennur áhugi fyrir gömlum gripum og safnmálum hefur farið vaxandi. Stóran þátt i þessari vak-ningu hér i Hafnarf. tel ég mega rekja til þess, að við höfum lánað ýmsa gripi til sýninga hér. Til að mynda voru sýndir nokkrir merkir gripir 17. júni sl. sem vöktu athygli. Má þar nefna að blái fáninn með fálka- merkinu var dreginn að húni 17. júni við mikla hrifningu og þá voru auk þess sýndir nokkrir aðrir munir. Allt svona stuðlar að auknum áhuga unga fólksins og ef hann er fyrir hendi hjá þvi þá þarf engu að kviða. — Nú er þetta orðið miklu meira en sjóminjasafn hjá ykkur, Gisli, þetta er allt eins gott byggðasafn fyrir Hafnarfjörð. — Já,það má kannski segja það. Þegar maður tekur til við að safna svona gömlum gripum með sérsafn eins og sjóminjasafn i huga, þá kemur það eins og af sjálfu sér að maður tekur til handargagns annarskonar gamla og verðmæta muni og siðan gerist það einnig að fólk sendir okkur alls konar muni, þótt þeir séu i sjálfu sér ekki endilega i tengslum við sjóinn eða sjó- minjar. En gættu svo að öðru. Hafnarfjörður hefur alla tið átt allt sitt undir sjó og sjómennsku, og þvi má segja sem svo að allir munir héðan tengjist að einhverju marki sjóminjasafni. Þar á ég við þessa gömlu muni sem við erum að safna. Á þeim tima, fyrir þetta 50 til 100 árum eða meira, var hér allt miðað við sjó og sjósókn, og séu munirnir ekki tengdir sjónum beint, þá óbeint kannski, þannig að þeir þeru úr búi einhvers sjó- manns. Hinsvegar má segja að yngri munir, sem vissulega geta haft sögulegt gildi, séu ekki eins tengdir sjónum, enda hafa málin breyst á siðari árum eins og allir vita. En vissulega væri það gaman ef hér risu bæði sjóminja- safn og byggðasafn Hafnar- fjarðar. Efni til sliks er fyrir hendi. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.