Þjóðviljinn - 20.10.1973, Page 10

Þjóðviljinn - 20.10.1973, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. október 1973. Það cr oft mikið þolinmæðisverk að vera strætisvagnastjori, ekki slst hér í gamla bænum. Hér hefur einkabill stansað á versta stað og auðvitað algjörlega ðlöglega. í*að var ekki fyrr en flautukonsértinn var orðinn nær óbærilegur að cinkabfliinn mjakaðist af staö, og bilstjórinn sem cr stoltur eigandi P 111!» hefur áreiðanlega orðiö alveg gáttaður á öllum þessum látum. Prentarar áminna stjórnvöld Leiðréttið skatta og vísitölubætur Fundur i Hinu islenska prentarafélagi, haldinn 10. október 1973, bendir á, að þær brevtingar, sem gerðar voru á skattalöggjöfinni i upphafi valda- timabils núverandi rikisstjórnar, urðu siður en svo til þess að rétta hlut launastéttanna. Það er þvi vonum seinna, að þau stjórnvöld, sem borin voru til valda af launa- stéttunum, framkvæmi gagnger- ar breytingar á skattalöggjöfinni, breytingar, sem tryggi verulega lækkun skatta hjá launafólki, og að tryggt verði að eignamenn og atvinnurekendur greiði skatta i samræmi við raunverulegar tekj- ur og eignir. Fundur i Hinu islenska prentarafélagi, haldinn 10. 10. 1973, bendir á, að á meðan visital- an er reiknuð á þriggja mánaða fresti, biður launafólk bótalaust i 3 mánuði eftir verðlagsuppbót. Það er þvi eindregin skoðun fundarins að reikna beri kaup- gjaldsvisitöluna mánaðarlega. Atvinna LAUS STAÐA hjá Radiótæknideild Staða skrifstofufólks IV (15. lfl. við fulla starfsþjálfun). Verslunarpróf eða hliöstæö menntun æskileg, en einnig kemur til greina að ráða mann meö tækniþekkingu. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum sendist póst- og simamálastjórninni fyrir 22. oktöber n.k. Lausar lögr egluþ j ónsstöður Umsóknir skulu stilaðar á sérstök eyðu- blöð er fást i skrifstofu minni. Umsóknarfrestur er til 30. október. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 21 til 30 ára, hafa lokið gagnfræðaprófi eða hafa aðra hliðstæða menntun. Þeir er áður hafa sótt um lögreglustarf skulu endurnýja umsóknir sinar. Lögreglustjórinn Keflavikurflugvelli 18. október 1973. Björn Ingvarsson Landskeppni íborð- tennis við Færeyinga fer fram á morgun A morgun kl. 14 hefst landskeppni í borðtennis milli islendinga og Færey- inga í Laugardalshöllinni. Þessi keppni átti i upphafi ekki að fara fram fyrr en um næstu helgi en vegna flugferða varð að flýta henni um viku, annars hefði færeyska landsliðið ekki komist til islands. Þetta erönnur landskeppni þjóðanna í borðtennis, hin fyrra og var um leið fyrsta landskeppni þjóðanna í þessari íþróttagrein. 5:$:i Islendingar unnu nokkuð ör- jSijí uggan sigur i landskeppninni i iyrra og gera sér vonir um að geta endurtekið það nú. tslensk- um borðtennismönnum hefur far- ið mikið fram sl. 2 á eða svo og hafa sennilega aldrei verið betri en einmitt nú. Þeir hafa allir æft mjög vel aö undanförnu, en þó al- veg sérstaklega landsliðsmenn okkar,sem munu taka þátt i NM i borðtennis i Danmörku um miðj- an nóvember. Islenska landsliöið sem leikur gegn Færeyingum á morgun verður þannig skipað: Hjálmar Aðalsteinsson KR Ólafur H. ólafsson Erninum Ragnar Ragnarsson Erninum Jón A. Kristjánsson Erninum Birkir Þ. Gunnarsson Erninum. Þá verður einnig leikið á tveim borðum unglinga og u-landsliðs- menn tslands eru Gunnar Þ. Finnbjörnsson Erninum og Jón Sigurðsson IBK. Reykjavíkurmótiö í handknattleik heldur áfram í dag Keppni i yngri flokkum Reykja- vikurmótsins i handknattleik heldur áfram i dag. Keppt verður i 1. og 2.fl. karla. I l.fl. eigast við Þróttur og IR, Fram og Vlkingur, KR og Valur. I 2.fl. eigast við KR og IR, Armann og Fylkir, Fram og Vikingur, Þróttur og Valur. Aðrir leikir eru ekki i Reykja- vikurmótinu um helgina en það heldur svo áfram um næstu helgi með þrem leikjum i meistara- flokki kvenna. Hjálmar Aðalsteinsson islands- meistari i borðtennis leikur á 1. borði. Ólafur H. Ölafsson leikur á 2. borði. | Fyrsta Reykjavíkurmótið í blaki: ÍAðeins tvö félög (taka þátt í mótinu Fyrsta Reykjavikurmótið i íjijij: blaki verður háð í dag. Það er að ijíijij visu heldur fátæklegt, þar sem ijijijij: aðeins tvö félög hafa tilkynnt jijijijí þátttöku, Vikingur og ÍS. Það jijijijij verður þvi aðeins um einn leik aö jjjijijij ræða og hefst hann kl. 15.30 f dag i ijijijí Réttarholtsskólanum. ijjjjjjjj Vikingur er fyrsta félagið af iijijijij hinum eldri og grónari iþrótta- ijijijjjj félögum I Reykjavik sem tekur ijijijiji blak á stefnuskrá sina. Sennilegt jijijiji má telja að stærri félögin taki ijijijij þessa grein upp innan tiðar, en jijijij; þvi miður virðist það vera al- jijijiji mennt meðal forráðamanna jjjjjjjj Reykjavikurfélaganna að óttast ijijijij nýjar greinar og má i þvi sam- iijijiji bandi nefna að enn hafa ekki öll jijijijj Reykjavikurfélögin tekið körfu- ijijijiji knattleikinn upp, þrátt fyrir að 5;i;i;i; hann hefur verið iðkaður hér I tæp M 30 ár. Flest þau félög sem hafa tekið þátt I blakamótum hafa verið skólafélög en eftir að Islandsmót- ið kom til sögunnar var það ekki hægt og gengu þá skólaliðin yfir i ungmennafélögin sem hafa svo tekið þátt i Islandsmótinu. Til þessa hefur aðeins eitt félag i Reykjavik iðkað blak, IS, og þvi hefur ekki verið hægt að halda Reykjavikurmót fyrr en nú að fé- lögin eru orðin 2. Vonandi að þeim félögum fjölgi sem mest, sem taka þessaþþrótt upp —S.dór Reykjanesmótiö held- ur áfram um helgina Reykjanesmótið i handknatt- leik heldur áfram um helgina og fara eftirtaldir leikir fram á morg un. Keppni hefst kl. 14. 2.fl. 2.fl. A-rið. A-rið. F.H.-H.K. IBK-Stjarnan 2.fl. B-rið. l.fl. l.fl. M.fl. A-rið. M.fl. A-rið. M.fl. B-rið. M.fl. B-rið. Haukar-Aft.eld. F.H.-Breiðabl. Haukar-Grótta IBK-Haukar Breiðabl.-Stj. Aft.eld.-Viðir F.H.-Grótta

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.