Þjóðviljinn - 20.10.1973, Qupperneq 16
Laugardagur 20. október 1973.
Almennar upplýsingar um lækna-
þjónustu borgarinnar eru gefnar i
simsvara Læknafélags Reykja-
vlkur, simi 18888.
Kvöldsími blaöamanna er 17504
eftir klukkan 20:00.
Nætur-, kvöld- og helgarþjón-
usta apótekanna i Reykjavík
vikuna 19.-25. október er i
Borgarapóteki og Reykjavikur-
apóteki.
Slysavaröstofa Borgarspítalans
er opin allan sólarhringinn.
Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á
Heilsuverndarstöðinni. Simi
21230.
Hálfur mánuður í dag síðan striðið braust út
Tvennar vígstöðvar
eru Israelsmönnum erfiðar
KAÍRO BEIRUT 19/10 — Bardagar skriðdrekasvcita halda áfram af
jafn mikilli hörku og fyrr, báöum megin Súez-skuröar. Samtimis
ráðast sveitir frá mörgum Arabalöndum á stöövar israelsmanna I
Gólanhæöum.
Egyptar segjast hafa útrymt afgangingum haldi þeir i herkvi.
hluta af þvi liði lsraelsmanna Heimildir i Damaskus segja að
sem komast vestur fyrir skurð, en sókn Araba á norðurvigstöðvun-
Sovéskar Sam-2-eldflaugar i
Kairó.
Blaða-
vagninn
sprakk
í loft
upp
1 fyrrakvöld varð mikil
sprenging i blaðavagninum á
Akureyri sem stendur á Ráð-
hústorginu, með þeim af-
leiðingum að eigandi hans
meiddist nokkuð og var fluttur
á sjúkrahúsiðá Akureyri, þar
sem hann varð að vera um
nóttina til meðferðar. Við
sprenginguna kom upp eldur i
vagninum og brann hann
alveg.
Orsök sprengingarinnar
mun hafa verið sú, að eig-
andinn notar kósangs til upp-
hitunar og var hann að kveikja
á tækinu sem sprakk i loft
upp. -S. dór
1. des.-kosningar
TVÆR DEILDIR
STYÐJA VERÐANDI
i dag verður kosið í 1.
des.-nefnd stúdenta. Fara
kosningarnar fram í and-
dyri Háskólabíós að aflokn-
um almennum stúdenta-
fundi og hefjast klukkan
14.
Mikið dreifiritastrið hefur verið
háð milli Verðandi og Vökupilta.
1 gær dreiföi Vaka fagurprentuð-
um fjórblöðungi með myndum af
frambjóðendum og ræðu-
mönnum, en eins og kunnugt er
tefla þeir „lýðsræðissinnar” fram
hinu skýrt afmarkaða viðfangs-
efni: Maðurinn og báknið.
1 fjórblöðungi þessum tekst
semjendum á snilldarlegan hátt
að troða umhverfisvernd undir
vigorð sitt. Er þar m.a. rætt af
einlægri fyrirlitningu um „mal-
bikað borgarlif” og af jafn
einlægri aðdáun á hinu frjálsa
framtaki einstaklingsins.
Náttúrfræðinemar brugðu við
hart er þeir sáu pésann og
svöruðu þvi i öðru dreifiriti.
Benda þeir réttilega á að um-
hverfisvernd hér á landi hefur
verið fólgin i baráttu félagslegra
sjónarmiða við einkaframtakið,
svo afstaða Vökupilta til þessara
mála er ansi loðin.
Náttúrufræðinemar ljúka
dreifiriti sinu með þvi að lýsa
fullum stuðningi sinum við fram-
boð Verðandi. Sama hafa félags-
Aftökur og
landflótti
SANTIAGO 19/10 —
Fimmtán vinstri sinnar
voru teknir af lifi i Chile
á þriðiudaginn var, seg-
ir í opinberri tilkynningu
herforingjanna i Santi-
ago. Voru þeir kallaðir
hættulegir öfgamenn
Utanrfkisráðherra stjórnarinn-
ar, kontraaðmiráll að nafnbót,
segir að nærri þvi 5 þúsund
manns hafi leitað hælis i erlend-
um sendiráðum sem pólitiskir
flóttamenn að undanförnu. 3.100
manns hafi þegar komist úr landi,
en 1.780 dveljist enn i sendiráðun-
um. 119 hafi ekki enn fengið
tryggingu fyrir þvi að fá að fara
úr landi.
ALÞÝÐU BAN DALAGIÐ
MANNLÍF OG SAMFÉLAG
Starfshópur borgarmálaráðs um mannlif og samfélagshætti i borg-
inni heldur umræðufund á mánudagskvöld 22. okt. kl. 20.30 að Grettis-
götu 3.
Borgarmálaráð
Alþýöubandaiagiö I Reykjavik
Alþýðubandalagið á Akranesi
Félagsfundur verður haldinn i Rein laugardaginn 20. október kl. 2 e.h
Kosning fulltrúa á flokksráðsfund og fleiri mál. — Stjórnin.
Fundur um Palestinu
Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins efnir á mánudag til fundar um
Palestinu. Frummælendur þar verða þeir Rögnvaldur Finnbogason og
Dagur Þorleifsson en á eftir verða umræður.
Fundurinn verður haldinn að Grettisgötu 3 og hefst klukkan 21. Nánar
auglýst I helgarblöðunum.
fræðinemar samþykkt á fundi i
félagi sinu. Hafa þvi tvær heilar
námsbrautir lýst stuðningi við
baráttumál vinstri manna: Is-
land ur Nató — herinn burt!
-ÞH.
um sé viðtækustu árásir vélaher-
deilda á israelskar stöðvar siðan
Egyptar héldu yfir Súezskurð
fyrir 13 dögum. Litur út fyripað
Arabar vilji kreppa verulega að
Israelsmönnum á norðurvig-
stöðvunum þegar stór hluti hers
þeirra er bundinn á . suðurvig-
stöðvunum.
Bandariskir ráðgjafar
Það litur út fyrir að USA
ætli sé að hlutast æ meira til
um striðið i Austurlöndum nær.
Nixon Bandarikjaforseti hefur
ákveðið að biðja þingið um
marga miljarða dollara i fjár-
veitingu til hernaðaraðstoðar við
ísrael. Vitnast hefur að „tak-
markaður fjöldi” bandariskra
hermanna hefur verið sendur til
Israels til þess að aðstoða við
móttöku á öllum þeim hergögn-
um og öðrum dtbúnaði, sem
Bandarikjastjórn sendir nú
Israelsmönnum.
Tekið er skýrt fram, að „ekki
komi til mála að þessir Banda-
rikjamenn taki þátt i bardögum
við hlið Israelsmanna.” En
svipuðum yfirlýsingum muna
menn eftir frá Vietnam.
Staðfest er i Moskvu að Kosigin
hafi verið nokkra daga á fundum
með Sadat i Kairó. Sovésk blöð
skrifa á þá lund um alþjóðamál
nú, að fréttaskýrendur telja að
Sovétmenn vilji friðsamlega
lausn á deilunum fyrir botni
Miðjarðarhafs.
Bandarikjamenn hafa nú „upp
götvað” vietnamska sjálfboða-
liða með herjum Araba, en áður
höfðu þeir fundið nokkra Norð-
ur-Kórverja i þvi liði. Segja
þeir að það sé ekki einleikið, hvað
Sýrlendingum gangi vel að skjóta
niður flugvélar og þar hljóti Viet-
namar að hafa komið til hjálpar.
Þeir hafa nefnilega reynsluna af
þvi að glima við bandariskar vél-
ar.
Systkini hætt komin
í eldsvoða á Akureyri
t fyrrinótt kom upp eldur i
húsinu númer 16 viö Noröurgötu á
Akureyri. t ibúöinni, þar sem eld-
urinn kom upp sváfu tvö systkini,
maöur 27 ára og kona 23ja ára.
Varö að senda reykkafara inn til
þeirra. Tókst meö naumindum aö
bjarga þeim út, og voru þau mjög
hætt komin. Þau voru flutt á
sjúkrahúsiö á Akureyri, en siöan
um hádegisbiiiö I gær meö
sjúkraflugvél á Landspitalann i
Reykjavik.
Húsið Norðurgata 16 er kjallari,
tvær hæðir og ris. Eldurinn kom
upp i ibúð á 2. hæð i vesturenda
hússins. Eftir að tekist hafði að
bjarga systkinunum gekk nokkuð
greiðlega að slökkva eldinn, en
húsið er með steyptum útveggj-
um.
Ibúðin, sem systkinin voru i
skemmdist mikið af eldi, reyk og
vatni, en aðrar ibúðir I húsinu
skemmdust nokkuð af vatni og
reyk og munu óibúðarhæfar fyrst
um sinn. Eru um 20 manns hús-
næðislaus á meðan.
Siðla dags i gær fengum við
þær upplýsingar á Landspitalan-
um að systkinin væru bæði i lifs-
hættu enn. —S. dór
Frá setningu iönnemaþings i gær. Rúnar Bachmann formaöur INSl i ræöustól. (Ljósm. A.K.)
31. þing INSl
sett í gser
31. þing lönnemasambands ls-
lands var sett i gær kl. 14 á Hótel
Esju, en þaö mun starfa fram á
sunnudagskvöld. Rúnar Bach-
man förmaöur INSÍ setti þingið
og aö setningu lokípni ávarpaöi
þingiö Magnús Torfi óiafsson.
Þingið sækja um 80 fulltrúar frá
flestum félögum iðnnema á
landinu. Er fjöldi þingfulltrúa
meiri en verið hefur þar sem
fimm ný iðnnemafélög hafa verið
stofnuð á þessu ári.
Helstu málaflokkar þingsins
eru iðnfræðslumál, kjaramál og
skipuíagsmái INSl en fyrir þing-
inu liggur tillaga um breytingu á
uppbyggingu sambandsins.
A vegum INSI hefur að undan-
förnu starfað nefnd til að gera til-
lögur um skipan iðnfræðslu i
framtiðinni én þau mál eru ofar-
lega á dagskrá núna og m.a.
starfar nefnd á vegum mennta-
málaráðuneytisins að endur-
skipulagningu hennar. Mennta-
málaráðherra lét i ræðu sinni i
ljós þá ósk sina, að nefndin lyki
störfum sem fyrst svo unnt
reyndist að leggja frumvarp um
iðrifræðslu fram áður en alþingi
lýkur störfum i vor.
Rúnar Bachman drap á það i
setningarávarpi sinu að INSl
bærist i bökkum fjárhagslega.
Stafar það helst af þvi að lög sem
sett voru i mai 1972 og kváðu svo á
að sambandið fengi ákveðið gjald
af hverjum námssamningi i
landinu til starfsemi sinnar eru
ekki enn komin til framkvæmda.
Mun framkvæmd þeirra hafa
dagað uppi einhvers staðar i
skriffinnskubákninu.
Blaðamaður ræddi stuttlega
við tvo þingfulltrúa af lands-
byggðinni og birtast þau i blaðinu
á morgun. Nánar verður svo
greint frá störfum þingsins eftir
helgina. -ÞH.