Þjóðviljinn - 28.02.1974, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 28.02.1974, Qupperneq 3
Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. t»JÓDVILJINN — SIÐA 3 Helgi Tómasson. Þriðjudaginn f immta mars n.k. kemur hingað til lands á vegum Þjóðleik- hússins ellefu manna dansflokkur frá New York City Ballet undir forustu Helga Tómassonar. Hér á landi dvelur flokkurinn til ellefta mars og sýnir á þeim tima daglega i Þjóðleikhúsinu og suma daga tvisvar, en alls verða sýningarnar sex. New York City Kay Mazzo. ballet er nú almennt talinn meðal þeirra bestu í heimi, og Helgi Tómasson er tvimælalaust meðal bestu túlkandi listamanna, sem islendingar hafa cignast. 1 grein i New York Times nýlega var hann talinn meðal fjögurra bestu baliettdansara, sem nú eru uppi. Mótdansari Helga verður Kay Mazzo, sem einnig er meðal frestu listdansara i heimi. Hún er fædd i Chicago, hefur starfað við New York City Ballet siðan 1962 Mesti ballettviðburður hérlendis: Helgi Tómasson kemur við ellefta mann frá New York og verið þar sólódansari siðan 1965. Hún hefur fengið margs- konar viðurkenningu fyrir list sina, fékk til dæmis Mademoiselle Merit Award 1970. Aðrir dansarar með i förinni eru einnig úr hópi þeirra bestu, sem ballettinn hefur á að skipa. A efnisskránni hjá þessum heimsfræga dansflokki i Þjóðleik- húsinu eru meðal annars verk eftir George Balanchine, Jerome Robbins og John Clifford við tón- list eftir Donizetti, Debussy, Stravinsky, Tsjaikovský og fleiri. Meðal verkanna er Siðdegi skógarpúkans eftir Robbins, við tónlist eftir Debussy, en efalaust kannast einhverjir við það siðan Ballet USA sýndi það i Þjóðleik- húsinu fyrir fimmtán árum. Balanchine er einn mesti dans- hönnuður okkar tima og á heiður- inn af þvi öllum öðrum fremur að hafa mótað New York City Ballet, sem nú er fremsti ballett i Banda- rikjunum. Þá Robbins ber nú hæst meðal danssmiða þar i landi, en ferill þeirra hefur verið gerólikur. Balanchine hefur alltaf byggt á klassiskum ballett, en grundvöllur Robbins var negra- tónlistin. Öhætt mun að fullyrða að hér sé um að ræða mesta ballettviðburð hérlendis til þessa. — Aðgöngu- miðasala á sýningar dansflokks- ins'hefst kl. 1.15 á föstudag, og hafa styrktarfélagar tslenska dansflokksins forgangsrétt að miðunum. ÁLIT MANNA Á KJARASAMNINGUNUM Sitt sýnist hverjum Verkamannafélagið Dagsbrún hélt fund um samningana í Háskóla- bíói á þriðjudaginn var eins og kunnugt er, en þar voru samningarnir samþykktir með öllum greiddum atkvæðum gegn 28. Nokkur hundruð verkamenn höfðu safnast til staðar og var mikið um samningana rætt I anddyri biósins áður en fundur hófst. t anddyrinu var Verkfalls- verðinum dreift, fjölrituðu blaði um samningamálin, svo og áliti Kommúnistasamtak- anna, en það álit bar yfir- skriftin: Segjum neivið svika- Guðinundur Hallvarðsson samningunum! Tökum málin i eigi@ hendur! Blaðið spurði tvo verka- menn álits á samningum, þá Guðmund Hallvarðsson og Andrés Guðbrandsson. Kerfisbundinn af- sláttur á kaupkröfunum Guðmundur Hallvarðsson sagði, að eftir þeim upplýsing- um, sem hann hefði aflað sér, sýndist honum að 1200 króna kauphækkunin að viðbættum átta prósentunum gerði um 16,4% hækkun á 1. og 8. taxta með þeim taxta tilfærslum sem gert væri ráð fyrir. Þetta sagði Guðmundur að hefði verið afsláttur frá upphaflegu kröfunni um allt að 24 prósentustig þvi að upphaf- lega hækkunarkrafan var 40% og 35 þúsund króna lágmarks- mánaðarlaun. — Þetta er léleg útkoma, sagði Guðmundur, og ástæðan Andrés Guöbrandsson er meðal annars sú, að það var ekki ætlunin að beita samtök- um verkalýðsins, og til verk- falls þann 19. átti aldrei aö koma. Þessi kerfisbundni afsláttur á kaupkröfunum, sem verka- lýðsforystan gaf meðan á samningunum stóð, er eðlileg afleiðing þeirrar stefnu verka- lýðsforingjanna að nota ekki mátt verkalýðsfélaganna til að knýja á um betri kjör. Það er dæmigert fyrirniður- lægingu verkalýðshreifingar- innar, að ráðherrar skyldu hafa svo mikil afskipti af þessari samningsgerð nú, sagði Guðmundur að lokum. Stendur til bóta — Ég er ánægður með það sem ég hef séð og heyrt af samningunum, sagði Andrés Guðbrandsson, en ég hef að visu ekki farið náið i þá enn sem komið er. Best lýst mér á taxtatil- færslurnar, og er það mikil lagfæring fyrir þá sem unnið hafa og vinna i fiski. Þetta stendur allt til bóta, sýnist mér, með þessum samning- um. Ég held að vel hafi verið unnið að þessum samningum. Nú eru allir samningar búnir þegar upp er staðið og ekki þarf aðevinna að málunum eftirá. 48 STOFNA FÉLAGIÐ LISTIÐN í janúar sl. var stofnad í Reykjavík félagið Listiön og voru stofnendur 48, list- iðnaðarmenn, iðnhönnuðir og arkitektar. Meðal starfsheita félaga má nefna arkitekta, auglýs- ingateiknara, tískuteikn- ara, húsgagnaarkitekta, gullsmiði, leirkerasmiði, vefara, textilhönnuði og Ijósmyndara. A fundi með fréttamönnum ræddu stjórnarmenn tilgang fé- lagsins, en hann er m.a. að stuðla að bættu listmati og betri fram- leiðsluháttum islensks listiðnað- ar; kynna islenskan listiðnað hér á landi og erlendis með sýning- um, útgáfustarfsemi og annarri fræðslu; og stuðla að bættum skil- yrðum til menntunar i listiðnum hér á landi. Ennfremur að gæta hagsmuna þeirra er starfa að is- lenskum listiðnaði. Listiðnaöarmiöstöö Félagið hyggst með ýmsum ráðum vinna að þessum mark- miðum og telur æskilegt að sem fyrst verði komið upp listiðnaðar- miðstöð, þar sem ólikum sjónar- miðum i listiðn, iðnhönnun og iðn- aði verði stefnt saman til umræðu og úrbóta og nýrra hugmynda leitað. 1 raun verði slik miðstöö jákvæður starfsvettvangur, sem stuðlaði að betri framleiðslu og auknum listrænum gæðum. Listiðnaðarsýning Félagið hyggst einnig koma upp vandaðri listiðnaðarsýningu, sem yrði eins konar úttekt á stöðu listiðnaðar i landinu, þar sem al- menningi gæfist kostur á að kynn- ast þvi, sem best er gert á þessu sviði listar hérlendis. Einnig mun félagið leitast við að taka þátt i sambærilegum sýningum erlend- is. 1 fyrstu stjórn félagsins eiga sæti: Hörður Agústsson formað- ur, Gisli B. Björnsson gjaldkeri og Guðmundur Kr. Kristinsson meðstjórnandi. 1 varastjórn eiga sæti Sigriður Jóhannsdóttir og Stefán Jónsson. Heimilisfang fé- lagsins er að Skipholti 1. Segja má að þessi félagsstofnun hafi verið lengi á döfinni, en tvisvar áður hafa verið stofnuð félög sem höfðu svipað markmið — það fyrra árið 1952, Myndlist og listiðnaöur h.f.,og hið siðara, Is- Þau ræddu viö fréttamenn, taliö frá vinstri: Sigrlöur Jóhannsdóttir, Höröur Agústsson, Tove Kjarval, Stefán Snæbjörnsson og GIsli B. Björnsson. lensk listiön, árið 1955. 1 félagið geta fleiri gengiö en þeir sem hafa til þess próf, og ef slikt fólk óskar eftir inngöngu i fé- lagið leggur það fram verk sin og‘ mun sérstök matsnefnd úrskurða um hæfni umsækjandans. Þar sem félagið er svo mjög tengt Myndlista- og handiðaskól- anum verður eitt af verkefnum þess að hraða uppbyggingu skól- ans og vikka starfssvið hans.sj Lítil veiði Allar loðnubrœðslur farnar í gang Engin loönuveiði var I fyrrinótt vegna brxlu á miöunum. 1 gær var þó farið að lægja og fengu fjórir bátar afla undan Suðausturlandi. Voru nokkrir bátar þá farnir að kasta á Faxa- flóa. Fyrir austan fengu Eldborg 500 tonn og Jón Finnsson 400 og fóru bæði skipin á Austfjarða- hafnir, einnig fóru Hanna og Ásver með slatta til Eyja i fr.ystingu. Allar verksmiðjur á landinu eru nú farnar i gang aftur eftir verk- fall. Siðust varð sildarverksmiðja rikisins á Seyðisfirði sem fór i gang á hádegi i gær. Tafðist vinnsla þar nokkuð vegna bilunar. Litið þróarrými er nú laust. 1 gærdag var rými fyrir 1800 tonn i Þorlákshöfn, 2800 á Raufarhöfn og 1500 i Reykjavik en aðrir staðir með minna rými. Verður þvi litið um dýrðir ef fer að veiðast og hætt við að löndunarbiö lengist. —ÞII KDRNELfUS JÚNSS0N

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.