Þjóðviljinn - 28.02.1974, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 28.02.1974, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. Lán Framhald af bls. 1 — Það má segja að það hafi tekist á siðasta ári þrátt fyrir mjög þröngan fjárhag, og með þeim ráðstöfunum sem verið er að gera, meðal annars með samningum við verkalýðsfélögin, vonumst við til að það takist einnig á þessu ári og fjárhagur sjóðsins muni batna. — Eru lán til kaupa á eldri ibúðum helmingur láns til byggingar nýrra ibúða? — Heimildin i lögum er sú, að lán til kaupa eldri ibúða sé allt að helmingur af fullu láni, en láns- upphæðin til þeirra nota er tak- mörkuð við 80 miljónir, þannig að ekki hefur tekist að lána út á eldri ibúðir i samræmi við heimild lag- anna. Þau lán hafa aðeins verið 200-250 þúsund. — Hefur húsnæðismálastjórn bæst nýir tekjustofnar? — Það er ekki hægt að segja að svo sé ennþá, en með þeim yfir- lýsingum sem rikisstjórnin gaf þegar kjarasamningarnir voru gerðir standa vonir til þess að fjárhagur sjóðsins batni mjög Frá F imleikasambandi r Islands Námskeið fyrir iþróttakennara og þjálf- ara hefst laugardaginn 2. mars n.k. og verður alla laugardaga i mars. Kennslugrein: Stigakerfi i áhaldafimleik- um. Kennarar: Olga B. Magnúsdóttir Þórir Kjartansson. Upplýsingar á skrifstofu F.S.I. fimmtudag 28. feb. og föstudag 1. mars kl. 3—5 e.h. Simi 83402. Stjórnin Atvinna Deildartæknifræðingur öryggiseftirlit rikisins óskar að ráða bygginga- eða véltæknifræðing. Hann skal hafa umsjón með sérstöku starfssviði i Reykjavik og úti á landi. Laun sam- kvæmt kjarasamningi rikisstarfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist til öryggiseftirlits rikisins fyrir 1. april n.k. Öryggismálastjóri Lyftaramenn Viljum ráða nú þegar 2 menn til starfa á lyftara. Talið við Halldór á afgreiðslunni. Kassagerð Reykjavikur, Kleppsveg 33. Vanur ritari Viljum ráða vanan ritara nú þegar. Um er að ræða bréfritun, einkum á ensku og islensku. Starfsmannahald. ^ SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA UR UU SKAHIGF.IFIH KCRNF.LÍUS JONSSON SKÓLAVOROUSIIG 8 BANKASIR4116 æ»"^1H«>H8-18600 VIPPU - BltSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm - 210 - x - 270 sm Aðrar sterðir.snlðaðar eftir beiðnL GLUGQA8 MIÐJAN Slðun4. 12 - Sfaoi 38220 verulega bæði með framlagi úr lifeyrissjóðunum svo og með launaskattinum. —úþ Byggðasjóður Framhald af bls 5. Til sveitarfélaga voru á sl. ári veitt 39 lán alls að upphæð 41.5 milj. kr. Arið 1972 námu þessar lánveitingar 22.2miljr. kr. og tala lána 33. önnur lán en hér hafa verið greind voru s.l. ár að upphæð 30.9 milj. kr. og lántakendur voru 39. Sömu lán 1972 voru 15.9 milj. kr. og tala iána 17. Auk þess sem hér hefur verið talið veitti Byggðasjóður vaxta- styrki vegna raflinulána sveita- býla, sem námu 0,7 milj. kr. 1973 og 1.4 milj. kr. 1972. Útborguð lán Byggðasjóðs 1973 urðu alls 380.0 milj. kr. en 1972 305.0 milj. kr. Allmikil tilfærsla verður jafnan milli ára á veittum og útborguðum lánum. Viðtal Framhald af bls. 4. kunnugt að þetta var okkar krafa. Þegar svo var komið að almennur rammasamningur hafði verið frágenginn til undirritunar, átt- um við enn okkar mál óleyst. Við töldum þvi óhjákvæmilegt að láta reyna á það frekar, hvort hægt væri að fá fram betri árang- ur i okkar sérmálum og aflýstum þvi ekki vinnustöðvun. Svo virtist sem atvinnurekendur i málm- iðnaði væru tiibúnir að koma til móts við kröfur okkar, en mikil andstaða væri gegn þvi hjá öðrum aðilum innan Vinnuveitendasam- bandsins. Mál snerust ekki sist um það, að við vildum festa i samnings- bundnum launum þær yfir- borganir, sem tiðkast hafa i greininni, en algengt hefur verið að borga mönnum um 20% um- fram samningsbundið kaup i þvi skyni, að menn hyrfu ekki til ann- arra og betur launaðra starfa. Niðurstaðan varð svo sú að lok- um, að samið var um sérstaka 10% kauphækkun hjá okkar félagsmönnum, og jafnframt er þvi lýst yfir, að yfirborganir muni haldast hinar sömu og þær voru 19. febrúar s.l. Ég vil svo taka fram að lokum, að við máliðnaðarmenn erum þakklátir öðrum félögum okkar i verkalýðshreyfingunni fyrir þá þolinmæði, sem þeir sýndu vegna okkar mála þessa siðustu nótt á samningnum. 1 gærkvöld var svo haldinn félagsfundur hjá járniðnaðar- mönnum. Félagið samþykkti kjarasamningana og var verk- falli aflýst. UMSK Framhald af bls. 11. Félagatala UMSK er nú á 3.þús- und. UMSK starfrækir skrifstofu að Klapparstig 16, Rvk., og er hún opin frá kl. 17.00 til 19.00 virka daga. Formaður núverandi stjórnar UMSK er Ölafur Oddsson Neðri Hálsi Kjós, og varaform. Páll Aðalsteinsson Bjarkarholti Mos- fellssveit. Aðrir i stjórn eru: Sól- veig Sveina Sveinbjörnsdóttir, Grétar Tryggvason, Magnús Sig- urðsson, Þorgeir ólafsson, Þórð- ur Guðmundsson, Ingvi Guð- mundsson og Jónas Jóhannsson. SKIPAUTG6RB RIKISINS M/s Baldur fer frá Reykjavik föstudaginn 1. mars til Snæfellsness og Breiðaf jarðarhafna. Vörumóttaka fimmtudag og föstudag. Gjafir og áheit Gjafir og áheit til Hallgrimskirkju i Reykjavik: K.Þ. kr. 1000,00, Nina kr. 500,00, Unnur kr. 500,00, Lilja kr. 500,00, G.G.K. kr. 500,00, St. E. kr. 5000,00, Aldis Björk kr. 5000,00, P.G. kr. 500,00, Gunnar Björnsson kr. 10.000,00, S.G., minningargjöf um foreldra kr. 30.000,00, Guð- munda Júliusdóttir kr. 2000,00, Bjarni Kolb. kr. 1000,00, St. I. kr. 1000,00, B.J., til minningar um Sigfús M. Johnsen kr. 10.000,00, J. Sig. kr. 1000,00, Þ. Gr. kr. 2000,00, Kona i Grindavik kr. 1000,00, P. Beck kr. 5000,00, Skirnarbarn kr. 500,00. Viðurkennist með einlægu þakklæti. jakob Jónsson prestur. Fjórir unnu Forintos Ungverski skákmeistarinn Forintos tefldi fjöltefli á Akranesi 26. febrúar. Hafði meistarinn hvitt á móti helming andstæðinga sinna, en svart gegn hinum. Forintos vann 17 skákir, gerði 6 jafntefli og tapaði 4 skákum. Þeirsem unnu meistarann voru Guðmundur Guðnason, Þráinn Sigurðsson, Páll Leó Jónsson og Leó Jóhannesson. (Frá T.A.) HM Framhald af bls. 11. an hesta sina og vissulega getum við Islendingar veriö bjartsýnir á okkar gengi I þeirri þar- áttu. Sigurinn gegn Norð- mönnum hefur vakið mikla at- hygli, og andstæöingar okkar I riðlinum hafa mjög sennilega tekið mið af þeim úrslitum. Greinilegt er, að okkar riðill er erfiður, Tékkar eru jú fyrrver- andi heimsmeistarar, og Danir hafa löngum veriö okkur erfiður ljár I þúfu. En ekki er , ástæða til annars en að reikna með hinu besta, strákarnir eru i góðri æf- ingu og miklum ham og munu án efa berjast grimmilega fyrir sem lengstri dvöl i A-Þýskalandi. H j úkrunarlög A alþingi i gær var samþykkt frumvarp til hjúkrunarlaga, en hjúkrunarlögin höfðu verið til meðferðar i þinginu vegna ákveð- inna breytinga sem rétt þótti að gera á þeim. Hjúkrunarlögin svo breytt voru samþykkt samhljóða. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG SkótavörSuhæð Rvlk t$;u66ran&£tc.tcfu Símt 17805 LENGRI LÝSING 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN l Heildsala Smásala Einar Fð’estveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 . —m mmmmmirtim Nýkomin indversk bómullarefni og mussur i miklu úrvali. Jasmin Laugavegi 133 JW i8S MMðHlffluHllflffi: Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vin- áttu við fráfall og útför JÓHANNESAR FINNSSONAR Bjarnfrfður Leósdóttir Hallbera Jóhanncsdóttir Steinunn Jóhannesdóttir Einar Karl Haraldsson Leó Jóhannesson móðir og systkini hins látna. Bróðir okkar HÁKON JÓNSSON Ilringbraut 82 andaðist 26. þ.m. Fyrir hönd aðstandcnda Guðbjörg Jónsdóttir Gislina Gísladóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.