Þjóðviljinn - 28.02.1974, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 28.02.1974, Qupperneq 16
WOÐVIUINN Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöldsimi blaðamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Kvöld-, nætur- og helgarvarsla lyf jabúðanna i Reykjavik, vikuna 22.-28. febrúar verður i Reykja- vikurapóteki og Borgarapóteki. Slysavarðstofa Borgarspitalans* ,er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Franska stjórnin fer frá PARIS 27/2 — Talsmaður Pompidous Frakklandsfor- seta kunngerði i dag að rikis- stjórn landsins hefði sagt af sér. Siðar um daginn fékk svo hinn fráfarandi forsætisráð- herra,Pierre Messmer, það hlutverk að mynda nýja stjórn. Stjórnarkreppa þessi kom mjög á óvart, svo og að Messmer skyldi vera falin stjórnarmyndum. Upp á sið- kastið hefur þvi verið hvislað að Pompidou væri miðlungi ánægður með Messmer og fyrst eftir að afsögn stjórnar- innar var tilkynnt var alveg eins búist við að Valery Giscard d’Estaing, fjármála- ráðherra, yrði valinn i stað- inn. Mótmœli til stuðnings Trœdal OSLÖ 27/2 — Nefnd til stuðn- ings Narve Trædal efndi i dag til mótmælagöngu til stjórnar- bygginganna og stórþinghúss- ins, og afhenti nefnd mót- mælafólksins fulltrúum for- sætisráðherra og þingforseta yfirlýsingu, þar sem mótmælt er dómnum yfir Trædal. Dómurinn var kveðinn upp i Bodö á þriðjudaginn. 1 yfirlýsingunni er þvi fast- lega haldið fram að Trædal hafi verið ranglega dæmdur og af pólitiskum ástæðum. Að yfirlýsingunni standa sextiu og niu verkalýðsfélög, nokkur samtök önnur og auk þess hafa skrifað undir hana nokkrir menn sem gegna her- þjónustu. Vily a banna síldveiðar ÞRANDHEIMI 26/2 — Norska hafrannsóknastofnunin hefur mælt með þvi að spærlings- veiði verði takmörkuð á mið- unum við Lófóten og að allar sildveiðar við strendur lands- ins verði bannaðar ef tryggja á veiðar þessara fisktegunda i framtiðinni. 1 skýrslu stofnunarinnar fyrir árið 1973 segir enn- fremur að hætta sé á að sildar- stofninn i Norðursjó sé i mikilli hættu vegna gegndar- lausrar veiði ungsildar. Segir að hrygningarmöguleikar sildarinnar hafi minnkað um 75% siðan 1965. Verði ekki settar alþjóðareglur um tak- mörkun á veiðinni, sé hætta á slikri ofveiði á fullvaxinni sild að stofninn nái ekki að endur- nýjast. BUNAÐARÞINGI SLITIÐ Búnaðarþingi var slitið i gær, og gerði það Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri. Að venju samþykkti þingið fjöldann allan af ályktunum. Má þar til nefna ályktun um byggingu einangrunarstöðv- ar i Hrisey. Felst i henni stuðningur um stofnun slikrar stöðvar fyrir holdanaut, og að verkinu verði hraðað til að unnt verði að flytja þangað sæði úr Galloway nautum frá Skotlandi þegar á næsta vetri. Einnig mætti nefna ályktun um að treysta verði til fram- búðar byggð á Hólsfjöllum ásamt Möðrudal og Viðidal. Ef til vill verður þess kostur siðar meir að birta ályktanir þingsins. Þessi mynd er frá upphafi siðasta fundar þingsins, en það er Asgeir Bjarnason i As- garði sem stendur fyrir miðri mynd. —-úþ. Ljósm. A.K. BRETLAND: Fylgi íhaldsins niinnk- ar jafnt og þétt Frjálslyndum spáð oddaaðstöðu LUNDtlNUM 27/2 — í þingkosn- ingunum, sem fara fram i Bret- landi á morgun, verður kosið um 635 þingsæti i neðri deild, og er það fimm þingsætum fleira en á siðasta þingi. Fjölgunin stafar af breytingum á kjördæmaskipan. Kosið er til fimm ára og situr við það, nema forsætisráðherra ákveði kosningar fyrr, eins og nú kom á daginn. Siðustu þingkosn- ingar i Bretlandi fóru fram átjánda júni 1970. x 2.134 frambjóðendur leiða sam- an hesta sina að þessu sinni, og er það met. 633 þeirra eru frá ihald- inu, 623 úr Verkamannaflokkn- um, 517 frá Frjálslyndum, 70 frá Skoska þjóðarflokknum, 36 af hálfu velskra þjóðernissinna (Plaid Cymru), 54 frá Þjóðfylk- ingunni og 44 frá Kommúnista- flokknum. Þegar siðasta þing var leyst upp hafði Ihaldsflokkurinn 322 þingmenn i neðri málstofunni, Verkamannaflokkurinn 287, Frjálslyndi flokkurinn 11, Skoski þjóðarflokkurinn tvo, Lýðræðis- legi verkamannaflokkurinn einn, sósilademókratiski verkamanna- flokkurinn einn, Sambandssinnar af mótmælendatrú einn, Banda- lagsflokkurinn einn, Einingar- flokkurinn einn og óháðir einn. Þar við bætist sæti þingforseta og eitt sæti sem var autt vegna dauðsfalls. I kosningunum 1970 fékk fhaldið þrjátiu og eins þingsætis meiri- hluta, en hefur siðan tapað fimm- tán sætum i aukakosningum. 1970 var tala þeirra er neyttu kosn- ingaréttar sins 28.257.499, sem var 72% kosningabærra manna. íhaldið fékk þá 46.4% greiddra at- kvæða, Verkamannaflokkurinn 43%, Frjálslyndir 7.4% og aðrir 3.2%. Mesta þátttaka i breskum þjóð- þingskosningum til þessa var 1950, þegar 83.9% kosningabærra manna greiddu atkvæði. 1 þetta sinn eru um fjörutiu miljónir manna á kjörskrá, eða allir sem orðnir voru átján ára 16. febr. s.l. Siðusiu þrjár vikurnar hafa skoðanakannanir bent til þess að fylgi Ihaldsflokksins væri þremur til fimm prósentum fyrir ofan Verkamannaflokkinn, en Verka- mannaflokknum virðist jafnt og þétt aukast fylgi og siðustu kann- anir benda til að forskot ihaldsins sé komið niður ihálftannað pró- sent. Niðurstöður könnunar, sem Opinion Research Centre kunn- gerði i dag, gefa ihaldinu 36.5% og Verkamannaflokknum 35%. Báð- ir stóru flokkarnir eru með lifið i lúkunum út af þvi að Frjálslyndir fái oddaaðstöðu á hinu nýkjörna þingi, og þeir Heath og Wilson hafa báðir svarið fyrir að til greina koma að þeir myndi sam- steypustjórn með Frjálslyndum. Jeremy Thorpe, leiðtogi Frjáls- lyndra, vonast til að fá sextiu þingsæti og segist reiðubúinn að mynda minnihlutastjórn. Segir hann hvorugan þeirra Heaths og Wilsons njóta þess trausts að þeir geti fengið þjóðina til að samein- ast undir forustu sinni, og báðir eigi þeir pólitiskan dauða visan, ef flokkar þeirra tapi i kosningun- um. Sýrlendingar af- henda fangalista WASHINGTON 27/2 — Sýr- yrðum þeim, er Israelsmenn lendingar hafa gengið að skil- settu fyrir þvi að samningaum- ALÞÝÐU BAN DALAGIÐ Borgarnes Alþýðubandalagið i Borgarfiröi heldur fund um atvinnumál, skipulags- mál og heilbrigðismál héraðsins. Fundurinn verður laugardaginn 2. mars klukkan 2 I Snorrabúð Borgarnesi. leitanir hæfust þeirra á milli um aöskilnað herja þeirra á vigstöðv- unum í suðvesturhluta Sýrlands. Af hálfu Hvita hússins hefur verið tilkynnt að Kissinger, sem snemma I dag kom til Tel Aviv frá Damaskus, hafi haft með sér lista yfir sextiu og fimm israelska striðsfanga i vörslu Sýrlendinga. Ennfremur kváðu Sýrlendingar hafa samþykkt að fulltrúar Alþjóðarauðakrossins mættu heimsækja israelsku fangana þegar á föstudag. Litið er á þetta sem mikilvægt skref i átt til friðar i Austur- löndum nær. Mun hér um að ræða niðurstöður viðræðna þeirra Kissingers og Hafesar Assads, forseta Sýrlands. Eþíópska stjórnin fallin Uppreisnin breiðist út um landið ADDIS ABEBA 27/2 — Eþiópska rikisstjórnin sagði af sér i kvöld, þegar ljóst var orðið að upp- reisnin innan hersins breiddist stöðugt út, en herdeildir viðs- vegar um allt landið hafa nú að sögn gengið i lið með uppreisnar- mönnum. Vitað er að deild úr flughernum var komin með I uppreisnina og hafði tekið á vald sitt flugvöll aðeins fimmtiu kilómetra frá höfuðborginni. Hluti sjóhersins hefur tekið i sama streng og ■ hertekið Massava, helstu herflotahöfn keisaradæmisins. Meðan sjónvarpið i Addis Abeba tilkynnti afsögn stjórnar- innar flugu herþotur lágt yfir borgina, og er giskað á að þær hafi verið frá uppreisnar- mönnum. Haile Selassi, hinn áttatiu og tveggja ára gamli keisari landsins, skoraði i dag á landsmenn að sýna samheldni, en greinilegt er að sú áskorun hefur engin áhrif haft á uppreisnar- menn. Að sögn hófst uppreisnin vegna óánægju hermanna með launakjör, og byrjuðu þeir með þvi að hertaka Asmara, aðra mestu borg keisaradæmisins, til að leggja áherslu á kaupkröfur sinar. Liðþjálfi nokkur i land- hernum kvað hafa orðið fyrstur til að hvetja til aðgerðanna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.