Þjóðviljinn - 20.03.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.03.1974, Blaðsíða 1
umnum Miðvikudagur 20. mars 1974 — 39. árg. — 66. tbl. Stjórnin flytur tillögu um söluskattsbreytingu 4% í stað 5% hækkunar Hvernig bregst stjórnarandstaðan við i lokameðferð málsins, sem liklega fer fram i þinginu i dag? Skattkerfisbreytingin kemur enn é dagskrá neðri deildar i dag, eftir að hafa farið i gegnum þrjár um- ræður í báðum deildum eins og rakið hefur verið. 1 upphafi umræðunnar i dag mun fjármálaráðherra flytja þá tillögu rikisstjórnarinnar að sölu- skattshækkunin verði fjögur prósentustig i stað fimm stiga. Þessi tillaga er flutt i framhaldi af viðræðum sem átt hafa sér stað milli stjórnar og stjórnarand- stöðu i gær og i fyrradag um mál- ið. Forsætisráðherra boðaði for- ustumenn allra þingflokkanna á sinn fund i fyrradag og var þar rætt um skattamálin og lyktir þeirra i þinginu. Var þá ákveðið að flokkarnir könnuðu viðhorfin til málsins og á ný var haldinn fundur i gær. Þar mun ekki hafa náðst samkomulag, en, eins og áður segir, mun tillaga um 4% hækkun söluskattsins verða flutt i dag. Verður þá enn fróðlegt að sjá hver verða endanlega viðhorf stjórnarandstöðuflokkanna, en þeir héldu fundi i þingflokkum sinum i gær. Svo bregðast krosstré . . . Buckley skor- ar á Nixon að segja af sér WASHINGTON 19/3 — James Buckley öldungar- deildarþingmaður, sem lengi hefur verið einn tryggustu fylgismanna Nixons, skoraði í dag á hann að segja af sér. Sagði senatorinn við blaða- menn að forsetinn kæmist hjá þvi Enn er metveiði undan Jökli Það var létt hljóðið I þeim hjá loðnunefnd siðdegis i gær, ekk- ert lát á veiðinni undan Jökli. Um kl. 18 i gærdag höfðu 25 skip tilkynnt um afla samtals um 7000 tonn, en sólarhringinn á undan varð aflinn 9500 tonn sem 42 skip fengu. Þá er heildaraflinn kominn fast að þvi sem hann varð alla vertiðina i fyrra, en þá varð hann 440 þúsund lestir en mun nú vera kominn vel yfir 430 þús- und lestir. Löndunarstaðirnir i gær voru Bolungarvik og Vestmannaeyj- ar. Allt var að fyllast i Bolung- arvik en rúm fyrir einar 8 til 9 þúsund lestir er enn fyrir hendi i Eyjum, enda eru Vestmanna- eyjar „alvöru útgerðarstaður” sögðu þeir hjá loðnunefnd. —S.dór að honum yrði stefnt fyrir rikis- rétt ef hann léti af embætti af frjálsum vilja. Hann benti á að ef forsetanum yrði stefnt, myndi það stórauka öll vandræði Banda- rikjanna út af Watergatemálum bæði á innlendum og erlendum vettvangi, og væru þau þó ærin fyrir. — Ég vona að forsetinn átti sig á þvi að mesti greiðinn, sem hann úr þessu getur gert föðurlandi sinu, er að segja af sér heimsins tignasta embætti, sagði Buckley, sem er ekki einungis repúblikani, heldur og i hægra armi þess flokks. Stjórnmálasérfræðingar eru á einu máli um að þessi at- laga Buckleys sé sérstaklega al- varleg fyrir Nixon einmitt nú, þegarhann hefur mesta þörf fyrir stuðning frá þingflokki repúblik- ana i Watergate-málum. Astæðan til þess að Buckley snýst svo heiftarlega gegn samherja sinum og lánardrottni mun vera sú, að repúblikanar eru skjálfandi á beinunum af hræðslu við fylgis- hrun i þingkosningunum i haust af völdum þess álitshnekkis, sem flokkurinn hefur orðið fyrir i allri Watergate-hrærunni. Er það ekki öruggur vorboði þegar strákarnir fara að dorga niðri á bryggju? Við skulum vona að svo sé. í það minnstavoru þeir byrjaðir í veðurbliðunni i gær þegar þessi mynd var tekin, Og i baksýn iná sjá Gunnar Jónsson VFi 500 koma drckkhiaðinn ioðnu inná Reykjavfkur- höfn (Ljósm. S.dór) Dubcek: Efling sósialisma var til- gangurinn PRAG 19/3 — Staðfest hefur verið að Alexander Dubcek, fyrrum leiðtogi tékkóslóvakískra komm- únista, hafi sjálfur skrifað bréf það, er i fyrri viku birtist i italska blaðinu Giorno-Via Nuove og vakti mikla athygli. Bréfið skrifaði Dubcek upp- runalega ekkju Josefs Smrkov- skys, fyrrum forseta tékkó- slóvakiska þjóðþingsins. í bréf- inu bendir Dubcek á að i Tékkó- slóvakiu hafi nú verið endurreist ólýðræðislegt stjórnarfar, er byggist á valdi i höndum fárra og skrifstofubákni. Birting bréfsins kom mjög á óvart i Prag, þar eð Dubcek hefur látið fara litið fyrir sér siðan hann var hrakinn frá völdum. Nú er hann deildarstjóri við opinbera stofnun i Bratislava. 1972 voru 46 menn dæmdir fyrir að hafa gagnrýnt stjórnina i dreifibréfum, en núverandi flokksleiðtogi, Gustav Husak, hefur sagt að ekki skuli koma til frekari pólitiskra réttarhalda. Þetta er skilið sem loforð fyrir þvi, að Dubcek verði ekki stefnt fyrir rétt fyrir bréfið. t bréfinu sagði Dubcek meðal annars að það væri eins og hver önnur f jar- stæða að hann hefði ætlað að endurreisa kapitalismann i land- inu. Þvert á móti hefði tilgangur hans verið að efla sósialismann með þvi að auka hlutdeild verka- manna i valdi flokksins. Allt að kafna i fiski * í Neskaupstað Að sögn Arna Þormóðssonar, framkvæmdastjóra Alþýðusam- bands Austurlands er allt að kafna i fiski i Neskaupstað. Skuttogararnir Barði og Bjart- ur komu þangað i gær og fyrra- dag með samtals 340 tonn af fiski. Var ætlunin að senda annan tog- arann til Seyðisfjarðar, en þar er nú verkfall, svo báðir lönduðu i heimahöfn. Unnið er við fiskverkun fram til klukkan 11 á hverju kvöldi þessa dagana. —úþ Verkfall á Seyðisfirði Eins og Þjóðviljinn hefur skýrt frá, felldu Seyðfirðingar sam- koniulag það, sem Alþýðusam- band Austurlands gerði á Egils- stöðum á dögunum, og er þvi komið til verkfalls þar, og hófst það á laugardaginn. Aðeins hefur enn verið hægt að halda fund i einu félagi til viðbót- ar, á Eskifirði, og þar var sam- komulagið samþykkt. Þjóðviljinn náði i gær tali af Arna Þormóðssyni, fram- kvæmdastjóra Alþýðusambands Austurlands. Arni sagði, að samningar þeir sem gerðir hefðu verið á Egilsstöðum væru að þó nokkru leyti frábrugðnir þeim sem ASl gerði á dögunum, en þó ekki verulega mikið. Arni sagði að Hornafjarðarfé- lagið hefði fengið sömu grunn- kaupshækkun og Dagsbrún, en aðra starfsniðprröðun, þá sömu og önnur Austf jarðafélög. Einnig hefði þar verið tekið inn ákvæðis- vinnufyrirkomulag við losun og lestun skipa, sem Arni taldi að ætti að vera veruleg kjarabót fyrir þá sem stunda hafnarvinn- una þar. Félagið i Neskaupstað er með sérsamning eins og venjulega sagði Arni, og samningagerð er þar i fullum gangi og búið að ganga frá verulegum hluta samn- ingsgerðarinnar. Vonskuveður hefur tafið það, að fundarhöld gætu hafist. — úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.