Þjóðviljinn - 20.03.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.03.1974, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 20. marz 1974.ÞJÓÐVILJINN — StÐA Alþýðubandalagið í Reykjavík : Þrír umræðufundir Alþýöubanda lagiö í Reykjavík heldur á næst- unni þrjá umræðufundi um verkalýösmál. Fundirnir verða allir haldnir að Grettisgötu 3, og hefjast jafnan klukkan hálf niu að kvöldi. 1. fundurinn verður á morgun þann 21. mars. Þar mun Gunnar Guttormsson, hagræðingar- ráðunautur, fjalla um lýðrétt- indi verkafólks i atvinnulifinu. A fundinum mætir einnig Guð- jón Jónsson, formaður Málm- og skipasmiðasambands ís- lands. 2. fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 28. mars nk. Þar mun Snorri Jónsson, forseti Alþýðusam- bands tslands fjalla um störf trúnaðarmanna verkalýðsfé- laganna á vinnustöðum. 3. fundurinn verður fimmtudaginn 4. april nk. Þar mun Helgi Guðmunds- son, starfsmaður Verkalýðsfé- lagsins Einingar á Akureyri fjalla um stöðu verkalýðs- hreyfingarinnar og þjóðfélags- leg markmið hennar. Fundirnir eru opnir öllum sósialistum og öðru áhugafólki um verkalýðs- og þjóðfélagsmál. Stjórn Alþýðubandalagsins i Reykjavik Gunnar Guðjón Snorri Helgi Sauðárkrókur: íhaldið skelfíngu lostið Mikil skelfing hefur gripið u:;. sig meðal ihaldsforystunnar á Sauðárkróki vegna prófkosnin; a til uppstillingar bæjarstjórnar- listans i vor. Aðcins milli 70 og <S0 manns tók þátt i prófkjörinu en flokkurinn hlaut 291 atkvæði við siðustu bæjarstjórnarkosningar og i prófkjörinu fyrir þær kosn- ingar tóku þátt nær 200 manns. Astæðan fyrir þessari dræmu kjörsókn er áhugaleysi almenn ings fyrir íhaldinu þar nyrðra enda hefur verið mikil óánægjn með fulltrúa ihaldsins i bæjar- stjórn Sauðárkróks. Vinstri menn að störfum i Framsóknarhúsinu við Hringbraut i gær. Efsti maður á lista vinstri manna. Sigurður Tómasson, við töflu sem hlaðin er plakötum og dreifiritum með áróðri á báða bóga. STÚDENTARÁÐ: Kosið í dag Hœgri menn hafa fjármagniði en minna fer fyrir málefnunum Ekki drepur sekt- in maur og lús segir Jón Olafsson bóndi á Fifustöðum i Ketildala- hreppi um deilurnar vegna sauðfjárbaðanna i dag kjósa stúdentar við Hi til Stúdcntaráðs og i fyrsta sinn listakjöri,en eins og skýrt hefur verið frá var fyrirkomulaginu breyttfyrir þessar kosningar. Að- ur kusu deildirnar fulltrúa. Lista- kjörið er stórt spor i átt til aukins jöfnuðar meðal stúdenta hvað varðar áhrif á stjórnun sinna inála. Áður höfðu stúdentar i guð- fræði- og tannlæknadeild fjóra fulltrúa og voru samtals tæpt hundrað. Stúdentar i heimspeki- deild höfðu jafnmarga en eru um 700. Náðist algert samkomulag meðal vinstri og hægri manna i skólanum um þessa breytingu. 1 fyrrakvöld var haldinn fram- boðsfundur i skólanum. Skiljan- lega sýndist báðum aðilum þeir hafa betur i umræðum þeim sem þar urðu og i gærmorgun flugu dreifirit um sali skólans þar sem menn reyndu að túlka útkomuna sér i hag. En i kvöld kemur i ljós hver hefur betur i þessum slag. Báðir aðilar hafa lagt á sig mikið kosn- ingastarf en af misjöfnum efnum þó. Vökustaurar hafa á bak við sig gilda sjóði ihaldsins i landinu og koma eflaust til meö að virkja glæsilegan bilaflota feðra sinna til að aka væntanlegum atkvæð- um á kjörstað. Stúdentar hafa þó væntanlega næga dómgreind til að sjá í gegnum þann lúxus eins og allan þann moðreyk og óhróð- ur sem hægri menn hafa þyrlað upp i lygum sinum um starfsleysi vinstri meirihlutans i Stúdenta- ráði. Ætti að vera hægur vandinn fyrir stúdenta að lita aftur til þeirra ára sem hægri menn réðu mestu i málum stúdenta. Sá sam- anburður er vinstri mönnum mjög svo i hag. Hér á siðunni birtum við mynd- ir sem ljósmyndari blaðsins tók i gær af þvi sem fram fer i Háskól- anum þessa dagana. —ÞH Blaðamenn eru nieð lausa samninga þessa stundina, og hafa reyndar verið það nú um alManga hrið. Samningamál þeirra við blaðaútgefendur eru þó ekki enn komin fyrir sátlasemjara. Magnús Finnsson er formaður launamálanefndar Blaðamanna- félagsins og sagði hann i gær, að ekki hefðu verið umræður um launamálin nú um nokkurt skeið vegna fjarveru eins útgefandans úr landinu. Mikil deila er risin upp milli hóps bænda á Vestfjörðum og yfirdýralæknis, sem er yfir- umsjónarmaður sauðfjárbað- anna, en það er einmitt út af þeim sem deilan er upp kom- in. Telja bændur algerlega óþarft að baða sauðfé nú orðið, þar sem bæði kláðamaur og færilús finnst ekki lengur i sauðfé. Einn af þeim sem skrifaði undir álitsgerð vegna þessa máls, sem birtist í Þjóð- viljanum I gær, er Jón Ólafs- son bóndi á Fifustöðum i Ketildalahreppi og við höfð- um tal af honum i gær til að fregna meira af þessu máli. — Við erum nú búnir að baða tveir til að losna við lög- reeluaðeerðir sem sennilega hefði verið beitt ef við hefðum ekki baðað, en ég á von á þvi að einn eða tveir láti reyna á þetta með þvi að baða ekki. Ég lenti nú i þvi fyrir einum þremur árum að geta ekki baðað vegna frosta og kulda fyrr en komið var að sauð- burði. Og þar sem ég álit böðin fara illa með kindur sem komnar eru að burði lét ég það vera i það sinnið. Nú, þeir urðu aðvitað illir, og dýralæknir sagði böðin ekkert gera kindunum til þótt komið væri að burði en ég sat við minn keip.Þetta endaðisvo með þvi að ég var látinn borga 5000 kr. sekt og mér varð nú að orði þá, að ekki dræpi sektin kláðamaurinn og færilúsina ef þessi óþrif væru fyrir hendi, en þeir hljóta að hafa verið á öðru máli ráðamennirnir fyrst þeir voru að sekta mig. Ann- ars var sektin ekki hærri en ég hefði orðið að greiða i kostnað við böðunina, þannig að ég var ekki svo óánægður með út- komuna. — Eruð þið sannfærðir um Blaðamenn gera töluverðar kaupkröfur og lögðu þær fram fyrir áramótin ásamt með sér- kröfum. Gagntilboð hefur ekki enn borist frá útgefendum. Hins vegar sagði Magnús að blaða- menn hefðu fengið gagnkröfur, en slikt væri i hæsta máta óalgengt. Blaðamannafélagið hefur ekki enn boðað til verkfalls, og enginn viðræðufundur hefur verið boðað- ur á næstunni. —úþ að óþrifin á fénu séu úr sög- unni? — Já við erum það. Eg hef til að mynda ekki séð færilús i mörg ár og kláði hefur ekki fundist á fé i áraráðir. Það kostar miklu minna að fá mann til að fara um svæðið og kanna hvort nokkursstaðar finnast óþrif, fyrst menn trúa okkur ekki, heldur en að standa i böðun, sem er bæði dýr og timafrek. Ég hygg að þáð séu um 300 kindur að meðaltali á bæ hér i nágrenn- inu og það þarf 3 til 4 menn til að baða á hverjum stað. Við vorum 4 sem böðuðum hér hjá mér og náðum að baða 40 kindur á klukkustund. Við höf- um að visu ekki fullkominn út- búnað við böðunina, þurfum að dýfa kindunum niður i, en i nýtisku fjárhúsum er hægt að reka þær niður i stórt ker, sem er bæði fljótlegra, léttara og þrifalegra. — Baðið þið tvisvar á vetri? — Nei, ekki núna. Við erum látnir baða bara einu sinni sem hefur ekkert að segja til að drepa kláðamaurinn. En fyrir tveimur árum var látið baða tvisvar og þá hefur allur kláðamaur verið drepinn hafi hann á annað borð verið fyrir hendi. — En fyrst þið eruð nú búnir að baða fíestir, hvernig hugsið þið ykkur að fylgja máiinu eft- ir i framtiðinni? — Ja, þetta er auðvitað bara byrjunin. Við látum reyna á þetta hjá einum eða tveimur og sjáum hvað setur. Ef það tekst ekki verðum við að berjast fyrir afnámi þess- arar vitleysu á öðrum vett- vangi. En við gefum þetta ekki uppá bátinn, það skaltu vita. — S.dór. BLAÐAMENN MEÐ LAUSA SAMNINGA Garðahreppur Afgreiðslutimi Kaupfélagsbúðarinnar að Garðaflöt 16—18. Fyrst um sinn verður af- greiðslutiminn þannig: Virka daga kl. 9— 17,30. Laugardaga lokað Kvöld- og helgarsalan: Virka daga kl. 17,30 — 20. Laugardaga kl kl. 10 — 20. Sunnudaga kl. 10 — 20. Kaupfélagið Garðaflöt 16 - 18.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.