Þjóðviljinn - 20.03.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.03.1974, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN MiOvikudagur 20. marz 1974. UOOVIUINN MAÍ-GAGN SÓSIALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgcfandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Eysteinn Þorvaldsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) :Prentun: Blaðaprent h.f. EF ÍSLENDINGAR REYNDU AÐ BJARGA SÉR SJÁLFIR... Nú um helgina birtist i dagblaðinu Visi grein eftir Sigurð Lindal, prófessor, er hann nefnir ,,Varnarmál og þjóðarvilji”. Þar húðstrýkir Sigurður Lindal forsvars- menn samtakanna Varið land svo ræki- lega að lengi verður i minnum haft. Það er full ástæða til að hvetja menn til að lesa vandlega þessa ádrepu Sigurðar Lindal og fróðlegt verður að sjá, hvort samkennarar prófessorsins úr hópi 13-menninganna, eða aðrir af þvi sauða- húsi, gera tilraun til að bera hönd fyrir höfuð sér og svara, eða hvort þeir kjósa sem sannir fulltrúar hins „þögla meiri- hluta” að hafna öllum rökræðum og taka þegjandi við vandarhöggunum. Sigurður Lindal segir m.a.: „Fjöldi íslendinga hefur stórhagnast á viðskiptum við varnarliðið, góðgerða- og hjálparstarf þess er alkunnugt, enda spara innlendir málsvarar þess i hópi blaðamanna og stjórnmálamanna ekkert erfiði til að tiunda það sem vandlegast. Eru jafnvel dæmi um, að islensk málgögn hafi tekið það óstinnt upp, ef íslendingar reyndu að bjarga sér sjálfir og afþökkuðu aðstoð varnarliðsins. Loks er varnarliðið einn helsti skemmtikraftur landsins, auk þess sem það heldur uppi skörulegri risnu fyrir gesti og gangandi. Þetta er óvenjuleg aðstaða i varnarmálum. Sýnist þvi mega spyrja, hvort einmitt þetta hafi ekki frem- ur ruglað dómgreind hinna um það bil 55 þúsund undirskrifenda. Hafa ekki ábata- og þægindasjónarmiðin: hermangið, hjálparstarfið, hermannasjónvarpið og veisluboðin hreinlega hlaðið undir skeyt- ingarleysi og léttúð, þannig að undir- skriftaáhuginn sé ekki annað en vitnis- burður um hvatir, sem varla er hægt að hafa i hámælum af velsæmisástæðum, og umhyggjan fyrir öryggi lands og þjóðar yfirvarp eitt”. Þetta voru orð Sigurðar Lindals i grein hans i Visi, og vist væri það ærið fróðlegt að heyra pólitiska forystumenn Sjálf- stæðisflokksins segja álit sitt varðandi þá mjög svo athyglisverðu spurningu, sem þarna er borin fram af manni, sem lengi taldist góður og gildur flokksmaður i Sjálfstæðisflokknum, hvað sem nú er orð- ið. En ef til vill þykjast þeir Geir Hall- grimsson og Gunnar Thoroddsen hafa komið sér upp slikri viggirðingu, með hin- um mörgu undirskrifendum, að þeir þurfi ekki að eiga orðastað við Sigurð Lindal, né hlusta á aðrar raddir en þær, sem syngja þá i svefn sljórrar vanahugsunar. En hver er þá hlutur rikisstjórnarinnar i herstöðvamálinu? Hefur hún af nokkru að státa, nema fögrum orðum i málefna- samningi? Þvi miður verður það að segjast eins og er, að ennþá hefur yfirlýsingum stjórnar- sáttmálans um brottför erlends hers frá íslandi i engu verið fylgt eftir, og jafnvel hermannasjónvarpið verið látið halda á- fram sinni múgsefjunarstarfsemi á is- lenskum heimilum i þvi skyni að rækta hér það hugarfar, að ameriski herinn á Keflavikurflugvelli sé jafn sjálfsagður hlutur og slysavarnafélagið eða slökkvi- liðið. Þessar staðreyndir eru ákaflega alvar- legar, og þess er engin von, að unga fólkið á íslandi eða Sigurður Lindal og aðrir Sjálfstæðismenn, sem ekki kikna undir nafni hrópi húrra fyrir rikisstjórninni meðan svo er ástatt. Enginn efast um afstöðu Alþýðubanda- lagsins til þessara mála, en það er ekki eitt i ráðum. Forsenda fyrir þátttöku Alþýðubanda- lagsins i núverandi rikisstjórn var i upp- hafi sú, að ákveðið yrði, að hér yrði ekki erlendur her né erlend herstöð. Um þetta var gefið skýlaust fyrirheit, og nú er það forsenda fyrir frekari þátttöku í ríkis- stjórninni af hálfu Alþýðubandalagsins, að við þetta fyrirheit verði staðið. Von okkar er sú, að um framkvæmd þessa fyrirheits náist samkomulag i rikis- stjórninni næstu daga, en bregðist það eru forsendur samstarfsins brostnar. Einhver kynni að segja sem svo, að þetta hafi nú verið sagt áður, — en hér skal á það minnt, að fyrir liggja skýlausar yfirlýsingar frá Ólafi Jóhannessyni, for- sætisráðherra.um, að hafi samningar ekki tekist við Bandarikjamenn um brottför hersins áður, þá verði það alþingi sem nú situr, látið skera úr um, hvort heimila skuli rikisstjórninni, að segja upp her- námssamningnum frá 1951. Nú eru aðeins fáar vikur þar til þingi lýkur, og þess vegna eru siðustu forvöð nú,en ekki síðar. „Yarnarmál og þjóðarvilji 59 Sýking þjóðarlíkamans og óeðlilegt áhrifavald Bandaríkjahers er ályktunin sem að dómi Sigurðar Líndals ber að draga af undirskriftasöfnun VL legan þjóðarvilja um um- hyggju fyrir öryggi lands og þjóðar, og hvað þær segja mikið um andlegt og siðferðilegt ásigkomulag undirskrifendanna. Bandaríkin hafa með her- setu sinni seilst hér til mik- illa áhrifa og slævt sið- ferðisstyrk þjóðarinnar. Múgmennskan er orðin út- breitt fyrirbæri og gæti með tilstyrk hersins ráðið niðurlögum lýðræðislegra stjórnarhátta í landinu. Hinn þögli meirihluti bíður nú aðeins leiðtoga sins, er hin dapurlega niðurstaða próf. Sigurðar Hér verður þess freistað að endursegja í stuttu máli kjarnann úr máli Sigurðar Lindals. Almenn undirskriftasöfnun til Verðlaun fyrir skákþrautir Mikla athygli vöktu greinar Sigurðar Líndals prófessors í Vísi um síð- ustu helgi, „Varnarmál og þjóðarvilji". Þar ræðir hann undirskriftasöfnun „Varins lands", eðli henn- ar og hugsanlegar afleið- ingar. Sigurður bendir á það, hvað undirskriftirnar segja lítið um raunveru- Timaritið Skák efndi i sam- vinnu við Flugfélag íslands tii samkeppni um lausnir á skák- þrautum sem Arni Stefánsson bjó til. A laugardaginn var þeim, sem leystu öll dæmin rétt, boðið I kaffi á Óðal og þar var dregið um aðal- verðlaunin, sem er ferð með Flugféiagi tslands til útlanda ásamt vikuuppihaldi. Verðlaunin hlaut Frank Her- lufssen, kennari á Olafsvik, en aðrir fengu í verðlaun bókina „From Morphy to Fischer”, en sú bók er eftir A1 Horowich og kom út i fyrra. Bókin hefur fengið góða dóma erlendis, m.a. i Herald Tribune. Þeir sem leystu þrautirnar ásamt Frank voru Cesil Haraldsson, skólastjóri á Neskaupstað, Matthias Kristins- son, kennari á Isafirði, Lýður Pálsson og Sverrir Norðfjörð, báðir úr Reykjavik. bar sem þrautirnar voru tengd- ar Flugfélagi Islands og slagorðið „Með Föxunum hefst það” fylgdi þrautunum, þá var i öllum dæm- unum um riddaraleik að ræða sem fyrsta skrefið i mátfléttunni. Þarna fóru fram fjörugar um- ræður, bæði i ræðum og samtöl- um manna, um gildi skákarinnar, og sagði Guðmundur G. Þórarins- son við þetta tækifæri, að listgildi skákarinnar væri ekki sist fólgið i þrautum á borð við þær sem Árni Stefánsson hefði lagt fyrir les- endur timaritsins og hvatti hann til frekari þróunar á þvi sviði. —SJ STOKKHÓLMI 19/3 — Sænski bankaræninginn Jan-Erik Olsson var i dag dæmdur til tiu ára fang- elsis i þingrétti Stokkhólms l'yrir þátt sinn i átburðum i banka við Norrmalmstorg i ágúst s.l., er tveir afbrotamenn tóku nökkra bankastarfsmenn i gislingu og hótuðu þeim bráðum bana nema þvi aðeins að þeir fengju miklar fjárfúlgur og ferðaleyfi úr landi i fullum griðum. Hinn ræninginn, Clark Olofsson, var dæmdur til fangelsisvistar i sex og hálft ár. stuðnings við eitthvert málefni orkar tvimælis i landi lýðræðis- legra stjórnarhátta og gegn henni mæla sömu rök og gegn atkvæða- greiðslu i heyranda hljóði, en hún er þar á ofan ónákvæm aðferð og býður misferli heim. Þjóðarat- kvæðagreiðsla i framhaldi slikrar undirskriftasöfnunar bryti gegn grundvallarreglum lýðræðis. Mjög óljóst er, hver meiningin er i texta undirskriftaskjalsins og er vist að undirskrifendur hafa lagt i það mismunandi merkingu. Undirtektir við VL bendir til þess að fólk hafi brugið við af létt- úð og ruglaðri dómgreind, og á bak við hafi búið óljóst hugboð eða óttablandnar tilfinningar. Hér eru hvort sem er engar eigin- legar landvarnir. Hermál og varnarmál eru þess eðlis að almenningur á um fátt að velja annað en treysta forystu- mönnum sinum, og i venjulegum löndum rikir togstreita milli stjórnmálamanna og manna hersins. Almenningur vill i sem rikustum mæli losna við herbyrð- arnar, en hér bregður svo við að fólk biður um her. Hvernig á að skilja það? Afstaða Islendinga er mjög sér- stæð: útlendur her á að sjá um varnirnar, en þjóðin sjálf ekki að bera neinar byrðar. En margir leitast við að hafa hið margvis- legasta hagræði al' veru hersins, og hann er þannig orðinn gildur þáttur i þjóðlifinu. Sigurður Lindal Þvi spyr Sigurður hvort ábata- og þægindasjónarmiðin hafi ekki ráðið i undirskriftunum undir VL, annig að þær sýni framar öllu ann fjölda sem orðið hefur múg- sefjuninni að bráð. Hve margir hefðu skrifað undir það að þeir vildu taka á sig kvaðir eins og þær þjóðir gera sem halda uppi eigin her? Undirskriftasöfnunin er ekki beinlinis likleg til að breyta af- stöðu islenskra stjórnvalda til brottfarar hersins, en hún getur breytt afstöðu bandariskra aðila til þeirra krafna sem Islendingar gera. Bandarikjamenn geta með skirskotun til undirskriftanna orðið svo óliðlegir i samningavið- ræðum að þeir setji islenskum stjórnvöldum kosti. Þeir gætu jafnvel haft lif rikisstjórnarinnar i hendi sér, en það er óréttlætan- legt að þiggja „aðstoð varnar- liðs” til að fella rikisstjórnir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.