Þjóðviljinn - 20.03.1974, Síða 7

Þjóðviljinn - 20.03.1974, Síða 7
Miövikudagur 20. marz 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 'l Abraham Ottósson Dr. Róbert IN MEMORIAM Þegar góðir menn deyja, er best að hafa hemil á harmatölunum. Þær eru sjaldnast i þeirra anda. í afmælis- hófi, sem söngsveitin Filharmónia hélt Róbert sextugum, var honum flutt erftirfarandi ávarp. Þótt andlát hans geri einstök ummæli þess timaskökk, er það birt hér óbreytt, svo að sjá megi, hvernig til hans var hugsað fyrir tæpum tveim árum meðan hann var enn á meðal okkar. Kæri Róbert, kæra Guðriður, og þið öll hin. Þið vitið það öll eins vel og ég, að afmælisbarnið okkar er fæddur i Berlin, stundaði sitt tónlistarnám einkum þar o'g i Paris, kom til Danmerkur árið 1934 og hingað til Islands árið 1935, fyrir 37 árum. Enda er ekki ætlunin að rekja hér æviatriði eða afrekaskrá dr. Róberts Abra- hams óttóssonar. Bæði er að slik upptalning gæti orðið ærið löng og við Róbert vitum báðir af reynslu, að svoddan athæfi er ekki nema miðlungi vinsælt i gleðifagnaði. Og svo er lika nógur timi til að fremja þá tiundargjörð á 100 ára afmælinu, og siðan svo- sem einu sinni til tvisvar á öld úr þvi, en þá mun væntanlega einnig verða hægt að lesa sér til um þessi atriði á þykkum bókum. Þvi að ég er illa svikinn af hyggjuviti minu, ef þættir úr ævistarfi Róberts eiga ekki eftir að verða efni i fleiri en eina háskóla - prófsritgerð i Isl. menningar- sögu, sem svo ugglaust endar á þvi, að einhver snöfurlegur fræðimaður verður doktor i doktor Róbert. Auk þessa þekki ég Róbert ekki eins vel né lengi persónulega og margir aðrir gera. Það eru vist ekki nema rúm sex ár, siðan við áttum fyrst tal saman, þegar hann fyrir æfingarnar á 9. sinfóniunni prófaði rödd mina, sem var vist nokkurnveginn i lagi, og svo taktinn, sem hefur ævinlega verið minn höfuð- verkur. Og það er eiginlega i eina skiptið, sem ég hef vitað Róbert slaka á listrænum kröfum, þegar hann sleppti mér i gegnum það próf. En reyndar eigum við þaö sameiginlegt fyrir utan islensk fræði, að Róbert er ein Berliner- kind, og ég þykist með nokkrum hætti vera fórstursonur Berlinar og geta sagt með meira rétti en ég heyrði John heitinn Kennedy segja á svölum Schöneberger ráðhússins hérna um árið: Ich bin ein Berliner. Annars er mér það fyrst i barnsminni, þegar mynd af þessum manni með framandlegu nafni birtist á forslðu Útvarps- tiðinda, sem bárust til okkar upp i sveitina, og siðan hef ég haft meira og minna veður af honum eins og raunar flestir i þessu landi. Og þar sem aðalstarf mitt á að vera fólgið i söfnun og varð- veislu þjóðlegra fræða, þá teldi ég við hæfi, að ég reyndi að nefna örfá dæmi þess, hvernig Islenska þjóðin, hinn hljóði meirihluti, sem ekki skrifar i blöð og ekki heldur ræður, hvernig hún hefur skynjað og meðtekið þennan tápmikla og stundum óstýriláta fósturson sinn. Þvi að stundum eru munn- mælin vitrari en sagnameistar- arnir, eins og annað afmælisbarn þessa vors, Halldór frá Laxnesi, hefur komist að orði. En þesskonar sýn þjóðarinnar er einatt blandin nokkurri eljara- glettu, ekki sist gagnvart þeim sem henni eru hvað hugstæðastir, hvort sem það er Staðarhóls-Páll, Hallgrimur Pétursson, Sigurður Breiðfjörð eða Þórbergur Þórðarson. Það er eins og Islend- ingum veitist erfitt að gleyma sér og gagntakast i fögnuði, hrifningu eða tilbeiðslu, — eins og þeir séu sifellt búmannslega á verði gagn- vart tilfinningum sinum, sein- teknir, sagnafáir og svarakaldir, og þessa eiginleika hefur Róbert einmitt mátt berjast við, þegar hann hefur verið að reyna að koma okkur til að syngja af innlifun og hamingju. Mér er mjög i minni eitt atvik þessu skylt, þegar við vorum að æfa 9. sinfóniuna i fyrra sinnið. Eins og menn muna, þá átti kórinn á vissum hljómi i 4. þætti að standa upp — allir sem einn. Það tók undir það hálft kvöld að æfa þetta i sjálfu sér ómúsikalska atriði hér úti I Melaskóla, aftur og aftur. Menn gátu ómögulega staðið upp samtimis, heldur var þetta likt og öldusjór. Hvað eftir annað brýndi stjórnandinn okkur, en sumir snýttu sér, áður en þeir komust á lappirnar, aðrir spruttu upp eins og stálfjöður, svo að næstu stólar ultu um koll. Loks reif Róbert i hár sér og faldi sig á bak við sviðið. Ekki man ég, hversu lengi hann dvaldi þar, og ekki veit ég, hvaða bæn hann bað þar, en þegar hann kom aftur, mælti hann nokkurnveginn á þessa leið: Ég kem frá landi, sem hefur mikið á samviskunni, tvær heimsstyrjaldir með meiru. En þetta land ykkar, það er blessað land, enginn her, ekkert strið, enginn heragi. Hér eru engar járnbrautarlestir, sem leggja af stað á sekúndunni, og skipin sigla eftir veðrinu. En þetta þýðir lika það, að hér er ekki til neitt, sem heitir Prazision. — Jæja, einu sinni enn, vinir minir. Og loksins tókst að fá okkur til að standa upp nokkurnveginn i takt, svo að það varð reyndar eitt af þvi, sem mörgum óvönum tónleika- gestinum þótti minnisstæðast, eftir að hafa ,,séð” þá Niundu, eins og maður heyrði það gjarnan 1 orðað. Ég held að það sé ekki sist þessi blanda af annarsvegar ofurkappi og óbilgirni, hinsvegar skilningi og sáttfýsi, sem hafi orðið Róbert notadrýgst við að tónmennta mörlandann. Það eru þegar orðnar til ýmsar þjóðsögur af þessum eðlisþáttum Róberts og viðbrögðum annarra við þeim, og frá sjónarmiði þjóð- sagnafræðinnar skiptir ekki öllu rrjáli að hve miklu leyti þær eru sannar eða uppdikaðar fremur en t.d. Isiendingasögur. — Ein er sú, að einhverntimann við óperu- flutning hafi hans absolúta heyrn numið rangan hálftón hj.á einum hljómsveitarmanna, skömmu fyrir hlé; og honum hafi orðið svo mikið um, að hann hafi slegið af. En primadonnan hafi stappað i gólfið og sungið atriðið til enda. Hann tekur saman sinar nótur og strixar út, — en gengur einn hring kring- um tjörnina, eins og mörgum hefur reynst vel, og eftir hléið var primadonnan á sinum stað og hann aftur kominn á pallinn með sprotann i hendi, eins og ekkert hefði i skorist. — Ég veit ekki hvað öðrum finnst, en einmitt slika þögula og mærðar- lausa sáttfýsi kalla ég og þjóð- sagan mannlega reisn, sem okkur þykir vænt um. En hrifnæmi Róberts og lifun augnabliksins hefur vist oftar en einu sinni orðið islenskum þúfna- gangsmönnum nokkurt hugmóðs efni. Hann ku geta átt það til að auka eða minnka svo snögglega hraða flutningsins eftir innblæstri stundarinnar, að þeir hljóðfæra- leikarar, sem helst vilja spila sofandi, rjúka upp með andfælum og þusa fyrir munni sér: hann Róbert getur bara allsekki slegið réttan takt! Þessi eiginleiki getur vist lika komið hrekklausum einsöngv- urum i opna skjöldu. Þeir hafa kannski búið sig undir sæmilega langa strófu, en allt i einu verður stjórnandinn svo hugfanginn af fegurð lagsins, að hann hægir á og treinir sér laglinuna til hins Itrasta, — og hvað verður þá um andþol veslings söngvarans? Guðmundur Jónsson segir mér, og það er engin þjóðsaga. heldur varðveitt á segulbandi, að einu sinni hafi hann sungið Sverri konung undir stjórn Róberts. og þá hafi stjórnandanum fundist músikin svo undursamleg, að þetta lag, sem venjulega taki um 4 minútur og 10 sekúndur að flytja, nái á þessari upptöku yfir 6 minútur og 15 sekúndur. 50% álag. En einmitt þessi fögnuður augnabliksins hefur getað farið fyrir brjóstið á einstaka stétt- visum hljómlistarmanni, sem litur á hljómsveitaræfingar eins og hvern annan skurðgröft. Þaö er haft eftir einum slikum, sár- hneyksluðum, að eitt sinn hafi Róbert látið endurtaka einhvern kafla úr verki á æfingu. af þvi að þeir voru farnir að spila það svo vel.honum þótti þetta svo fallegt! Eins og maður sé að þessu að gamni sinu, sagði þessi maður. Nei, auðvitað hefði átt aö nota þennan tima til að fá lengra kaffi- hlé. En hér skilur á milli þeirra, sem hafa yndi af starfi sinu, og hinna. Þess sést oft getið bæði nú og fyrr, að Róbert hafi verkað einkar hvetjandi á islensk'; tónlistarlif. Þetta almenna orðí lag segir nú ekki öllum allteí mikið, en alþýða manna vill m.a. skilja það svo, að hvar sem þes:\ vigahnöttur hafi komið hér sveit. hafi hann annað tveggj? drifið upp kór til ögrunar þeim, sem fyrir var eða voru, en þeir þá kastað ellibelgnum og tekið £ð syngja eins og gamlir sima- staurar i kapp við Róberts kór, ellegar hann hafi stofnað kór, þar sem enginn var slikur fyrir, — en þá hafi fljótlega ristið upp annar samskonar kór til andófs, og svo hafi báðir blómstrað, og hvorugur getað dáið, meðan hinn lifði. En Ibúar bæjar- og sveitarfélaga hati skipst i öndverðar fylkingar, hvora með sinum kór likt og knattspyrnuliði og klögumálin gengið á vixl. Þetta telja menn semsé að hafs haft mjög örvandi og áfeng áhrif á tónlistariif þjóðarinnar, og þaó er reyndar von min, og ég leyfi mér að fullyrða okkar allra, að Róbert megi sem lengst halda áfram að vera þessi ögrandí óróavaki, sem gustar til i allri lognmoilu og lætur okkur engan frið fá. Ég er nú kominn nær lokum mins máls, og þá finn ég, að öli bein lofræða hefur vist lent i úti- deyfu. Ég er likiega svona þjóðlegur i mér, að mér er ósýnt um að flytja lofsöngva. nema þá helst á latinu. Og þvi vildi ég nú biðja ykkur að risa úr sætum ykkar, þó ekki endilega eins og þið væruð að syngja Niundu, og lyfta glösum ykkar, en áður en við súpum skál afmælis- barnsins, skulum v.ið hrópa i kór — ekki ferfalt húrra eins og venja er, - heldur TE ROBERTUM LAUDAMUS. Skál. Árni Björnsson • Ævi dr. Róberts var um margt undarleg. Ungur neyddist hann til að yfirgefa heimaland sitt. Það var mikil gæfa fyrir islensku þjóðina að hann skyldi setjast hér að. Hann varð meiri tslendingur en margir þeir sem eru hér bornir og barnfæddir. En samt fylgdi honum ávallt ilmur stórrar ver- aldar, hinnar miklu evrópsku menningar sem fóstraði hann. Gáfur hans voru óvanalega fjölþættar og menntun hans yfir- gripsmikil. 1 hlýlegri persónu rúmaðist skapmikill listamaður og gjörhugull fræðimaður. List- ræn afrek hans er óþarfi að telja upp. þvi þau eru snar þáttur is- lensks menningarlifs.Undir stjórn hans óg leiðsögn voru mörg flóknustu og erfiðustu stórvirki tónbókmenntanna flutt i fyrsta sinn hér á landi. Oft voru aðstæð- urnar erfiðar en dr. Róbert óx fátt i augum. Með undarlegu sam- blandi af sjarma, hörku og seiglu tókst honum að gera það sem þurfti. Fræðimannsstörf hans vorú kannski minna þekkt, en einnig þar vann hann stórvirki. Doktors- ritgerð hans um Þorlákstiðir er merkilegt verk og mikilvægur skerfur til islenskra fræða. Starf hans til eflingar kirkjusöng sam- tvinnaðist á margan hátt fræða- störfum hans, en dr. Róbert gegndi starfi söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar um árabil af miklum skörungsskap og atorku. Ég minnist einkum dr. Róberts sem frábærs kennara, ráðgjafa og vinar. Hann var fullur áhuga á islenskri tónlist eldri sem yngri. og ávallt var gaman að ræða við hann. þvi hann var afburða skemmtilegur, fordómalaus og stórfróður. Það er erfitt aö sætta sig við að dr. Róbert skuli vera horíinr, siónum vorum. En ég hugga mig við orð Tsjekovs: Þar sem hæfi leikar og list finnast. er hvorki elh né lasleiki, og jafnvel dauðans makt er aðeins hálf. Atli Heíniir Sveinsson. Eftir Róbert A. Ottósson Eldlúðrar duna — og draga skjótt dumbrauðan seim i þögn og nótt. Hvi mun þar eftir þrotinn dag þjóta á tindum slikt sólarlag? Af þvi að gleði unaðslöng yljaði blœ hans og fyllti söng. Nú kular óðum, og áuðn og tóm andar um fáein döggvuð blóm. Þorsteinn Valdimarsson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.