Þjóðviljinn - 20.03.1974, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.03.1974, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 20. marz 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 GARÐAHREPPUR Garðahreppur er að mörgu leyti einstakt sveit- arfélag. Undanfarna ára- tugi hafa Reykjavík og Hafnarfjörður verið að breytast úr tveimur byggð- arkjörnum í eina sam- fellda heild. Fyrsta stóra skrefið á þessari þróunar- braut var uppbygging Kópavogs. En löngu eftir að Kópavogur var orðinn að fjölmennu bæjarfélagi var byggðin sunnan hans, allt suður undir Hellisgerði i Hafnarfirði mjög strjál, eitt og eitt hús á stangli og sums staðar engin mann- virki, eins og enn er á norð- anverðu Arnarnesi. Fyrir um það bil 20 árum reis eitt fyrsta einbýlis- húsahverfið i hreppnum. Það var í Silfurtúni. Þá var Garðahreppur enn svo fjarri stórborgarskarkal- anum, að landeigandinn í Silfurtúni bannaði ibúum húsanna að hafa hunda eða ketti, því að slikt húsdýra- hald gæti skaðað fuglalíf- ið. 1. desember síðastliðinn bjuggu i Garðahreppi 3624 íbúar, og er hann því lang- fjölmennasti hreppur landsins. Gifurlegur fjöldi húsa hefur verið byggður síð- trúi Alþýðubandalagsins í flokkurinn þrjá. hreppsnefnd, en Garð- Fyrir skömmu höfðum hreppingar hafa þrátt við samband við Hallgrím fyrir íbúaf jölda ekki nema og röbbuðum við hann um 5 manna hreppsnefnd. mannlifið í þeim hreppi, Framsóknarmenn eiga Garðahreppi, og hefst það einn mann, en Sjálfstæðis- viðtal á forsiðu blaðsins. Hressir og kátir krakkar i Barnaskóla Garðahrepps. ustu tvo áratugina. Þar sem áður voru blómleg tún og melabörð, eru nú oliu- malarvegir og einbýlishús. Það er reyndar einkenni á nýbyggðinni i Garða- hreppi, að svo til ekkert annað en einbýlishús hafa verið byggð á þessum tima. Hallgrimur Sæmunds- son, yfirkennari Barna- skóla Garðahrepps, er full- Nauðungarsamningar Hailgrímur Sæmunds- son, yfirkennari Barna- skóla Garðahrepps,er full- trúi Alþýðubandalagsins í hreppsnefnd Garðahrepps. Hallgrímur hefur lengi bú- ið í hreppnum og þekkir því vel til allra mála þar, bæði vegna starfs síns við barnsskólann og og þátt- töku í sveitarstjórn Fyrir skömmu höfðum við samband við Hallgrím og spurðum hann, hvað helst væri á döfinni i Garðahreppi og hvort nokkuð væri f rásagnarvert af sveitarstjórnarmálum. Einstefna í byggingamálum — Hverjir eru helstu erfiðleik- arnir við stjórnum sveitarfélags á borð við Garðahrepp, Hallgrim- ur? — Garðahreppur er liklega það sveitarfélag á Islandi, þar sem hlutfallsleg fólksfjölgun hefur verið hvað mest á undanförnum árum. Þessi öra fjölgun hefur auðvitað vissa erfiðleika i för með sér, einkum hvað viðkemur fé- lagslegri þjónustu. En sérstæð aldrusdreifing eykur á vanda sveitarstjórnar. Hér eru nær eingöngu byggð einbýlishús. Um siðustu áramót voru 243 ibúðarhús i smiðum hér, en i þeim eru ekki nema 246 ibúð- ir. Nú er það ljóst, að i einbýlis- húsum búa fyrst og fremst barn- margar fjölskyldur. Það er þetta sem veldur þvi, að hlutfall skóla- skyldra barna miðað við heildaribúðafjölda er liklega hvergi hærra hér á landi en i Garðahreppi. — En er þetta ekki vandamál, sem liður frá? Eldist ekki byggð- in? — Nei, ég held ekki, að meðal- aldur hreppsbúa hækki verulega á næstu árum. Það er mjög al- gengt að fólk selji hús sin, þegar það hefur komið börnunum upp, enda vill það þá komast i minna húsnæði, en um það er tæplega að ræða hér i sveit. Þetta hefur gerst i miklum mæli við götuna sem ég bý við. I stað þess fólks, sem flyst brott, kemur ekki nýgift barn- laust fólk, þvi að ekki er á færi þess að kaupa eða taka á leigu einbýlishús. Flestir þeirra, er hingað flytjast,eru á milli þritugs og fimmtugs, en það er sá aldur, er menn búa við mesta ómegð. Vegna þessa þyrfti að leggja enn meir i félagslega þjónustu hér en annars staðar. En þvi mið- ur hefur þess ekki verið gætt sem skyldi. Sú stefna að úthluta eingöngu lóðum til byggingar einbýlishúsa skapar ýmislegan vanda. Ég vil minna hér á það, sem sagt var á sinum tima um Smáibúðarhverf- ið i Reykjavik. Sumir vildu meina að Reykjavikurborg hefði sloppið betur fjárhagslega, ef húseigend- um hefðu verið gefnar ibúðir i fjölbýlishúsi. Hvort sem þetta er rétt eða ekki, er vist, að kostnað- ur sveitarfélags af hverri ibúð (gatnagerð, vatns- og skolplögn) er mun dýrari ef um einbýlishús er að ræða. Sjálfstæðismenn hafa reyndar sumir sagt, að tekist hafi ,,að bjarga Garðahreppi frá blokk- um”, en ég held að einstefnan i byggingamálum hér hafi verið al- varlegt glappaskot. Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af blokka- hverfum, enda kemur ýmislegt annað en blokkir til greina. Vel mætti hugsa sér nokkurs konar keðjuhús, eða kjarnabyggð, þar sem ákveðinn hluti ibúðanna er i sameign. Þrengslin í skólunum og langur biðlisti á leikskólanum i Silfurtúni sýna að stefnubreytingar er þörf. Stefna þarf að þvi, að aldursdreif- ing ibúanna verði með svipuðum hætti og annars staðar. En mest liggur á að stórbæta alla félags- lega þjónustu við ibúana. Það er ekki nóg að úthluta lóðum i ný jum og nýjum hverfum. Hafa verður hugfast að i ný hús flytur fólk, og það fólk þarf ákveðna félagslega þjónustu. — Nú hefur hreppsnefndin i Garðahreppi staðið i samningum við Hitaveitu Reykjavikur. Hvernig miðar þeim samning- um? — Hreppsnefnd Garðahrepps hefur samþykkt slikan samning fyrir sitt leyti, en ég get með sanni sagt að hin mikla þörf á hitaveitu hafi rekið mig til að greiða samningnum i heild at- kvæði, svo meingallaður sem hann er. t honum er gert ráð fyrir að lögn dreifikerfis hjá okkur verði lokið á árunum ’76—’77, auðvitað að þvi tilskildu að H.R. hafi hin margumtöluðu 7% i Hallgrimur Sæmundsson yfir- kennari Barnaskólans er fuiltrúi Alþýðubandalagsins i hrepps- nefnd. rekstrararð. Það er mikið rætt um samskipti rikis og sveitarfé- laga á siðustu timum, en eftir að hafa fylgst með þessari samn- ingagerð við H.R. held ég, að ekki væri siður þörf á að taka til vand- legrar yfirvegunar hvernig sam- skipti sveitafélaga eigi að vera. Ég tel þennan samning og það, hvernig að honum hefur verið staðið,gott dæmi um það, hvernig slik samskipti eigi ekki að vera. Ég lagði til að samþykkt samn- ingsins yrði frestað þar til hann hefði verið kynntur á almennum borgarafundi, en meirihluti sjálf- stæðismanna i hreppsnefndinni felldi þá tillögu. — Hvað er það þá, sem þér hugnast ekki i samningsgerðinni og samningnum sjálfum? — Samningsgerðin er i aðalat- riðum þannig að H.R. setur fram sina kosti og segir siðan, ef þið viljið ekki ganga að þessu svona verður engin hitaveita lögð i Garðahrepp. Ég vil þessu til sönnunar vitna i fundargerð við- ræðunefndanna frá 22. jan., þar sem Steingrimur Hermannsson leyfði sér að vera á annarri skoð- un en viðræðunefnd H.R. Tók þá Albert Guðmundsson til máls og sagðist „vilja hætta umræðum um hitaveitu i Garðahreppi ef fara ætti inn á þessar brautir”. Það er að segja ræða málið með önnur sjönarmið i huga en hann hafði SPtt fram. Svona virðist nú Albert þessi vera frábær lýð- ræðissinni. Af göllum samningsins vil ég nefna: Sveitarfélag okkar fær enga stjórnunaraðild, enga eignaraðild og arðsemisprósenta af seldu vatni i Garðahreppi má ekki koma til umræðu fyrr en eftir 15 ár. H.R. fær einkarétt tíl jarðhita- leitar og jarðhitanýtingar i Garðahreppi um ófyrirsjáanlega framtið, þvi að samningurinn er óuppsegjanlegur. I þessu felst auðvitað það, að þó H.R. hafi enga tilburði til að leita eftir heitu vatni i Garðahreppi heldur hún þessum réttindum óskertum. Ég vona að þeir aðilar eigi eftir að komast til aukinna áhrifa i Reykjavik, sem hugsanlega verð- ur hægt að semja við i framtiðinni um leiðréttingar á þessum ein- strengingslega samningi. Það þarf auðvitað ekki að taka fram að ekkert verður úr fram- kvæmdum, nema rikissjóður sjái H.R. fyrir lánsfé.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.