Þjóðviljinn - 20.03.1974, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.03.1974, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 20. marz 1974. GAG N FRÆÐASKÓLIN N Húsnæöi af skornum skammti Krakkarnir I Gaggó eru brosmildir þar sem þeir snæöa nesti sitt I samkomusalnum. Salurinn er reynd- ar einnig eknnslustofa. Óneitanlega er nokkuö þröngt um hálft fimmta hundrað nemenda á matartima. Gagnfræðaskóli Garða- hrepps er örtvaxandi skóli. Nú eru nemendur i skólan- um um það bil 450, en árleg fjölgun er i kringum 50 nemendur. Skólinn hefur alla tíð verið í leiguhús- næði, en teikningar af nýju skólahúsi eru tilbúnar og er vonast til að fram- kvæmdir við það hefjist sem fyrst. Gunnlaugur Sigurðsson hefur verið skólastjóri gagnfræðaskólans allt frá upphafi. í hópi skóla- manna er hann þekktur fyrir að hafa bryddað upp á ýmsum nýjungum í skólastarfi í Garðahreppi. Við höfum því fullan hug á að kynna okkur starf skól- ans nú, og höfðum tal af Gunnlaugi. — bað er nokkuð þröngt um ykk- ur hérna, Gunnlaugur. — Já, en vonandi stendur það til bóta. I Garðahreppi er án efa hæsta hlutfall skólaskyldra barna og unglinga miðað við ibúatölu. Arleg fjölgun i skólanum er einnig gifurlega mikil miðuð við stærð skólans, um það bil 40 til 60 nemendur á ári. Húsnæði hefur engan veginn aukist i takt við fjölgun nemenda, og þrengslin eru þvi orðin geigvænleg. En fjöl- mennir skólar krefjast ekki ein- vörðungu mikils húsnæðis. Stjórnunarþáttur skólastarfsins þarf að vaxa i réttu hlutfalli við nemendafjöldann og jafnvel örar. — Er skólinn hjá ykkur ein- setinn? — Ja, það er nú það. Hér er kennt i öllum stofum frá þvi snemma á morgnana fram til klukkan fjögur eða fimm á dag- inn, svo að um raunverulega ein- setningu er að ræða. Stundatafla nemenda vill verða nokkuð götótt, þó að mikið hafi breyst i þeim efnum nú frá þvi sem var i haust. Hreppurinn hef- STALVIK hf. GARÐAHREPPI. — SÍMI: 51900 BRAUTRYÐJENDUR í SMÍÐI SKUTTOGARA Á ÍSLANDI. ur gert leigusamning við eig- endur hússins að Lyngási 12, og þar áttu þrjár kennslustofur að vera tilbúnar i haust er leið. En húsnæðið var ekki tilbúið fyrr en eftir áramót. Þessi dráttur hafði þau áhrif á skólastarfið, að fram til jóla voru að jafnaði þrir bekkir i frii hverja kennslustund. — En nú hafið þið nóg húsnæði eða hvað? — Við fullnýtum það húsnæði, sem fyrir hendi er. Við kennum i samkomusal skólans um það bil 20tima á viku, en þennan sal not- um við lika sem matstofu nem- enda. Lesstofa, sem er hér i tengslum við hreppsbókasafnið, er einnig nýtt til kennslu. A göng- um höfum við komið fyrir skáp- um og geymslum, svo að hér er starfað i hverri rá. — Þið hafið löngum haldið uppi starfi utan við þrengsta ramma fræðslulaganna, hvað viðkemur bæði kennslu og félagslifi. Verðið þið ekki að lækka seglin nú vegna þrengsla? — Rúmt húsnæði er auðvitað skilyrði fyrir almennri flokka- kennslu og hópvinnu, en einnig er nauðsyntegt að hafa nóg af sér- menntuðu starfsliði. Það er mikill skortur á sérmenntuðum hjálpar- og stuðningskennurum. Eg er mjög ánægður með starfsemi bókasafnsins hér, þvi að það ásamt með lesstofu gerir okkur kleift að beita mjög æskilegum vinnubrögðum . En sem sagt, okk- ur skortir sérþjálfað fólk, og vissulega kreppir nú að með hús- næðið. Við reynum að miða starf okkar nokkuð við að flytja i nýja byggingu innan tiðar, t.d. með þvi að hafa sérstaka mat- stofu, sem reyndar er einnig kennslustofa og samkomusalur. Samkvæmt áætlun verður fyrsti áfangi nýja skólans tekinn i not- kun haustið 1976, og við bindum allar vonir okkar við að sú áætlun standist. Verslunin Garðaborg Snyrtivörur, ilmvötn, steinkvötn, hreinlætisvörur, gjafavörur, barnafatnað- ur, gallabuxur, sokkar og sokkabuxur, sundföt, garn og lopi, leikföng o.fl. Verslunin Garðaborg Garðaflöt 16-18 Garðahreppi — Verður nýi skólinn þá nógu stór? — Byggingin er hönnuð sem 600 Framhald á bls. 13 Þorgeir Sigurðsson trésmiður er formaður Alþýðubandaiagsins I Garðahreppi. Hann vinnur ásamt sonum sinum á litlu vcrkstæði að heimili sinu Goðatúni 14. Þorgeir sagði, að vissir örðugleikar væru á kröftugu félagsstarfi i hreppn- um. Straumur aðkomufólks væri mikill og félagsleg tengsl kæmust ekki á fyrr en fólk hefði búið nokkurn tirna saman i sveitarfé- lagi. Hann var bjartsýnn á úrslit væntanlegra s veitarstjórnar- kosninga. Alþýðubandaiagið á nú cinn af fimm mönnum i sveitar- stjórn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.