Þjóðviljinn - 20.03.1974, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 20.03.1974, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Miövikudagur 20. marz 1974. Glæsilegur árangur hjá siglfirsku unglingunum Þaö verða sjálfsagt ekki mörg ár þangað til að Siglufjörður verður orðinn slíkt stórveldi i badminton að Reykjavík geri ekki betur en halda í við hann. Þetta kom glögglega fram á unglingameistaramótinu um síðustu helgi, þar sem siglfirsku unglingarnir sópuðu að sér titlum og verðlaunum. Og þótt þar hafi margur efnilegur unglingurinn komið fram hygg ég að engum sé gert rangt til þótt fullyrt sé að hinn stórefnilegi bad- mintonmaður Þórður Björnsson frá Siglufirði hafi vakið mesta athygli. Þar er á ferðinni piltur sem hefur flest það til brunns að bera sem prýða má góðan badminton- mann. Hann verður ef laust farinn að storka þeim bestu hér á landi strax næsta ár, þ.e.a.s. um leið og hann hefur aldur til að keppa í flokki fullorðinna. En nóg um það og snúum okkur þá að úrslitum mótsins. Yfir 100 unglingar tóku þátt i mótinu og voru leiknir 138 leikir en mótið fór fram i iþróttahúsi Vals á laugardag og sunnudag. t einliðaleik pilta 16 til lí’. ára léku þeir til úrslita Jónas Þ. Þórisson KR og Þórður Björnsson TBS. Sigraði Þórður með miklum yfirburðum, 15:1 og 15:12. 1 ein- liöaleik stúlkna sigraði Svanbjörg Pálsdóttir KR Ragnhildi Páls- dótturTBR 12:11 og 11:0.1 tviliða- leik pilta 16 til 18 ára sigruöu Sigl- firðingarnir Þórður Björnsson og Sigurður Blöndal þá Ottó Guðjónsson TBR og Jónas Þ. Þórisson KR 13:18 — 15:9 og 15:5. Þær Svanbjörg Pálsdóttir og Ragnhildur Pálsdóttir sigruðu Guðrúnu Guðlaugsdóttur og Auði Erlendsdóttur 15:8 — 9:15 og 17:15 i tviliðaleik stúlkna 16-18 ára. Þær siðarnefndu eru frá Siglufirði. Jónas Þ. og Svanbjörg sigruðu þau Þórð Björnsson og Guðrúnu Guðlaugsdóttur TBS i tvenndarkeppninni 15:8 og 15:9. 1 drengjaflokki 14-16 ára sigraði Friðrik Arngrimsson TBR 'Sigurð Blöndal TBS 11:3 og 11:8 i einliðaleik. En i tviliðaleik 14-16 ára sigruðu þeir Friðrik og Gunnar Aðalbjörnsson TBR þá Jóhann Kjartansson og Sigurð Kolbeinsson TBR 12:15 — 18:13 og 15:4. 1 tvenndarleik sigruðu þau Jóhann Kjartansson og Kristin Kristjánsdóttir þau Sigurð Blöndal og Sóleyju Erlendsdóttur TBS 15:2 og 15:10. 1 telpnaflokki 14-16 ára sigraði Kristin Kristjánsdóttir TBR Sóleyju Erlendsdóttur frá Siglufirði i ein- liðaleik 11:0 og 12:10. 1 tviliðaleik sigruðu þær Sóley og Lovisa Hákonardóttir TBS þær Kristinu og Margréti Adolfsdóttur 2:15 — 15:12 og 15:3. Erlendu knattspyrnuþjálfararnir Hverjum þykir sinn fugl fagur Öllum félögunum líkar sérlega vel við sinn þjálfara — mikill áhugi hjá leikmönnum og allir ætla sér auðvitað íslandsmeistaratitilinn Nú eru allir erlendu þjálfararnir komnir til starfa hér á iandi hjá l.-deildarliðun- um i knattspyrnu en sem kunnugt er þá hafa 7 lið af 8 ráðið til sin erlenda þjálfara fyrir komandi keppnistimabil. Og hvernig likar svo liðunum við þessa þjálfara? Komin er töluverö reynsla á þá flesta ol allir sem við höfum talaö við hæla sinum manni i hástert, segja hann frábæran þjálfara. Við höfum samband við Harald Sturlaugsson formann knattspyr juráðs IA og spurðum hann hvernig þeim Skagamönnum likaði við enska þjálfarann Kirby, sem sagt er að sé sá færasti af þeim Englendingunum sem komu hingað. Haraldur sagði að hann væri frábær þjálfari og góður félagi utan vallar. Ahugi Skagamanna er mikill á knattspyrnunni um þess ar mundir og sagði Ilaraldur að 34 menn hefðu stundað æfingar rcglulega hjá mfl. ÍA siðan Kirby kom til landsins Sagði haraldur að mest áhersla hefði verið lögð á þrekæfingar og boltaæfingar fram að þessu en lítið verið farið út I leikskipulag ennþá, en senn færi að líða að þvi. Skagamenn hafa enn ekki leikið neina æfingaleiki en Haraldur sagði að þcir væru nú að reyna að fá nokkra slika áður en litla bikarkeppnin hefst um miðjan apríl. Erikur Þorstcinsson einn besti maður Vikingsliðsins sagð fyrir nokkrum dögum að þeim Vikingum likaði afar vel við sinn þjálfara, Sanders. Hann væri emð erfiöar en skemmtilegar æfingar, nokkuð frábrugðnar þeim sem scm Vikingar hafa átt að ve^- ast undanfarin ár. Alveg sömu sögu er að scgja af KR-ingum, leikmenn liðsins liæla sinum þjálfara mikið og segja hann vera mjög góðan. Hafsteinn Guðmundsson formaður IBK sagði að þeirra þjálfari væri greinilega mjög fær i sinu starfi, ekki siður en Hooley, þótt skapið væri stilltara og heflaðra. Kefl- vikingar æfa mikið og æfingarsókn er mjög góð. Valsmenn eru enn sem fyrr jafnhrifnir af sovéska þjálfaranum sem þeir hafa en hann var scm kunnugt er einn- ig með liöiö i fyrra og þvi kom- in reynsla á hæfileika hans sem enginn dregur i efa. Þá eru Akureyringar einir eftir en danski þjálfarinnn sem þeir hafa fengið er svo nýkominn að litil reynsla er enn kominn á hann en þó eru Akureyringar hrifnir af hon- um það litla þeir hafa kynnst honurn. —S.dór Sigurður Kolbeinsson TBR sigraði i flokki 14 ára og yngri i einliðaleik. Hann vann Kristinn Helgason KR 11:4 og 11:3. 1 tvi- liðaleik sigruðu þeir Agúst Jónsson og Jón B. Þórisson KR þá Framhald á 18. siðu. Gull- og silfurverðlaunahafar I flokki 16 til 18 ára á u-meistaramótinu I badminton. Þórður Björnsson er fyrir miðju i aftari röð. Verðlaunin Þetta er hið glæsilega hikarsafn sem Steypustöð Breiðholts h/f hefur gefið til bikarkeppni HSÍ sem hefst 30. mars nk. Þetta eru 14 litlir bikarar til eignar handa leikmönnum sigurliðsins, einn til eignar fyrir félagið og svo stóri bikarinn sem er farandgripur I 5 ár. Badminton:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.