Þjóðviljinn - 20.03.1974, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 20.03.1974, Blaðsíða 17
Miövikudagur 20. marz 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 53 keppinautar 5»/"" — Þú hefðir átt að heyra hvernig hún sagði það, urraði hann. — Það er raddhreimurinn fremur en orðin sem skiptir máli. Hún sagði ekki: Elskan, mikið er þetta indælt eftir allan hávaðann i London. Hann hermdi eftir Myru á mjög áhrifamikinn hátt. — Hún segir það — já, hvað skal segja — hún segir eiginlega ekkert af eigin hvötum og ef ég spyr, þá horfir hún bara á mig tómlegum augum og segir: Hér er svo frið- sælt, finnst þér þakki? Ég leit forvitnislega á hann. — Er ekki fullfljótt að láta hana fara i taugarnar á þér undir eins? spurði ég. — Þú ert ekki einu sinni gifturhenni ennþá. Þið lifið i synd eftir allra bestu forskriftum, og þú ert strax orðinn hræddur um að henni leiðist þú. Hverju bjóstu — Ég er alls ekki hræddur um að henni leiðist ég, greip hann fram i og sýndist sármóðgaður. — Það er yfirleittt alls ekki til um- ræðu. Auðvitað er hún ekki leið á mér. En ég er einn af þeim sem vilja hafa hreinar linur og reglu á hlutunum. Þegar ég veit að vandamál er á næsta leiti, fer ég ævinlega að ihuga hvernig beri að leysa það i tíma, stundum áður en það hefur stungið upp kollinum. — Það gefst sjálfsagt ágætlega i kaupskapnum, en ég er ekki viss um að hægt sé að beita þeirri aðferð i tilfinningamálum, sagði ég- — Nei, ég bjóst auðvitað ekki við að þú héldir það, sagði Ned háðslega. — Auðvitað ert þú lika draumóramaður og skýjaglópur. Það er kannski hranalega sagt, en ég held að undir niðri' sért þú alveg eins ringlaður og — já, eins og Róbert. Hann einblindi á mig til að sjá hvernig ég tæki þessu, en hann græddi litið á þvi , vegna þess að ég var með höndina fyrir andlitinu og reyndi að kveikja mér i sigarettu. — Það er heimskuleg hjátrú, hélt hann áfram, — að tilfinningar hliti eigin lögmálum. Þvert á móti eru þær háðar sömu skilyrðum og allt annað, lika kaupsýslan. — Þú átt við hagnað og tap, sagði ég hæðnislega. — Ég á einmitt við það, urraði hann. — Ég sé mætavel að þú ætlar að fara að gera gys að mér, en þér skal ekki takast það. Þú heldur að það beri vott um efnis- hyggju mina, þegar ég fullyrði að hægt sé að leysa tilfinninga- vandamál á sama hátt og þegar hagnaður og tap er vegið og metið i viðskiptalifinu — Hann var orð- inn kafrjóður i framan. — Þarna kemur hluti af hagnaði þinum, sagði ég og horfði út á grasflötina. — Ég vildi óska að ég gæti nælt mér i eitt eða tvö hlutabréf i þvi fyrirtæki. Hann leit upp. Myra kom vagg- andi i áttina til okkar. Hún var búin að skipta um kjól, vist ekki i fyrsta skipti þann dag j ég varð að viðurkenna að valið var ekki slor- legt. Hann féll svo vel að mjöðm- unum að hægt var að sjá lögunina á naflanum. Hann var i laginu eins og dálitil skel. — Ertu búinn að segja Jóa frá áætlunum okkar, elskan, spurði hún og teygði báðar hendurnar i áttina til Neds, eins og hún vildi að hann tosaði henni upp úr sund- laug. — Það er farið að kólna. Þið verðið að koma inn. — Hann hefur ekki sagt orð um neinar áætlanir, sagði ég. — Ég ætlaði að fara til þess, en hann leiddi mig á villigötur, sagði Ned. Hann sneri sér að mér og það hafði glaðnað sýnilega yfir honum. — Hlustaðu nú á, Jói. Við erum búin að skipuleggja þetta i öllum smáatriðum. Ég rak upp ruddalega hláturs- roku og Myra hrökk við, rétt eins og hún væri göfug kynbótahryss. — Við höfðum um tvennt að velja, byrjaði hann eins og á fyrirlestri. — 1 fyrsta lagi að iáta gifta okkur i kyrrþey og gera ekkert veður út af þvi. 1 öðru lagi að fara hina leiðina og efna til stórkostlegrar veislu. — Og þú hefur auðvitað valið friðsældina, sagði ég. — Fjandakornið sem ég gerði það, hrópaði Ned. — Ég tók þann möguleika ekki einu sinni alvar- lega. Það tók mig varla nema tiu minútur að komast að niðurstöðu — og Myra sagði já, var það ekki, vina min? — Elskan, þú veist að ég vil helst af öllu láta þig um allt þess háttar. — Þegar við giftum okkur, sagði Ned við mig með ógnandi röddu, rétt eins og hann ætlaði að tilkynna mér hvað hann ætlaði að gera við mig ef hann kæmi - nokkurn tima framar að mér i garðinum sinum, — þá verður haldin veisla og hún ekki af lakara taginu. — Jæja, sagði ég aumingja- lega. — Ekki af lakara taginu, endurtók hann. Hann góndi á mig. Það var orðið hálfrokkið og and- litsdrættir hans útmáðir. Sjálfum var mér að verða kalt og mig var farið að langa i eitthvað að borða og drekka. — Eigum við ekki að koma inn fyrir? sagði ég. — Allir,sem voru boðnir i fyrri veisluna, eiga lika að koma i mina veislu, tilkynnti Ned og lyfti andlitinu upp i átt að heiðum kvöldhimninum eins og hann vildi kalla alla engla til vitnis. Ég var að byrja að segja: — Fyrri — ? þegar mér varð allt i einu ljóst hvað hann átti við. Hann ætlaði sem sé að halda brúðkaup Myru hátiðlegt með fullum hornablæstri, eins og hann væri með þvi að sanna að fyrra skiptið hefði verið eins konar lokaæfing: nú fyrst væri Myra að gifta sig I alvöru. Ég gleymdi kulda, sulti og þorsta. Þetta var svo slæmt að ekkert annað komst að. — Já, en það geturðu ekki, sagði ég skelkaður. — Biddu bara og sjáðu, svaraði Ned hátignarlega. — Ég sneri mér að honum, viljalaust eins og leikbrúða. Ég reyndi að átta mig á þvi hvað hefði hlaupið i hann. Það hlaut að vera eitthvað óhugnanlegt, þvi að það var eins og það græfi undan þeirri mynd af honum sem ég þekkti. Þrátt fyrir allt hafði Ned alltaf verið maður sem ég leit á vissan hátt upp til — og nú ætlaði hann að gera þá ruddalegu og fáránlegu reginfirru að ég varð alveg miður min. — Er það i raun og veru ætlun þin, sagði ég, — að þú ætlir að hleypa af stokkunum endur- tekningu á þessari fjandans leik- sýningu, með sömu gestunum og hvað eina? — Sömu gestunum og nokkrum i viðbót, sagði hann brosandi. — En i guðs bænum, Ned, sérðu ekki — Ég starði á hann og opnaði munninn nokkrum sinnum. Hvaða orð gat ég eiginlega notað til að koma honum i skilning um þetta? Ef ég segði að það væri ruddalegt, myndi hann aðeins hlæja. Astæðan fyrir þvi að hann fékk þessa hugmynd hlaut að vera sú að fjandinn hafði hlaupið i hann og gleypt það sem þar var fyrir af almennri sómatilfinn- ingu. Ef ég segði, að hann yrði til athlægis, hefði það trúlega áhrif á hann, en aðeins þau að hann yrði fokreiður. Hann tæki það svo að ég væri öfundsjúkur og reyndi að spilla saklausri gleði hans. Ég leit af honum á Myru sem sat á bekknum við hliðina á honum. Hvað sagði hún? Andlitið á henni sagði að minnsta kosti ekki neitt, en ef til vill var það vegna þess að farið var að skyggja. Hún sat eins og vera bar, ekki of kæruleysislega, ekki of yfirspennt. Það var ekki aðeins rökkrið sem gerði þaö að verkum að ég gat ekkert lesið úr andliti hennar. Þar var ekkert að sjá annað en reglulega andlits- drætti, tær augu, alla þá full- komnun sem var i rauninni til- gangslaus þegar allt kom til alls. Ég var öldungis magnþrota og samt gat ég ekki haldið áfram að sitja þarna eins og glópur. Ég fylltist likamlegri vanliðan, varð næstum óglatt. Þegar ég rifja þetta upp eftir á, held ég að það hafi verið vonleysiö sem heltók mig. Mér fannst bókstaflega ekkertunnið viðaðlifa lengur. Ég hafði ógeð á Ned og um leið ósjálfrátt á Róbert. A morgni ald- anna hafði ég hafið mynd þeirra upp i æðra veldi og kropið I auð- mýkt i duftið fyrir henni. Það voru þeir sem voru miklu mennirnir sem höfðust eitthvað að, höfðu þýðingú en ég var bara ----ég gat ekki þolað tilhugsun- ina um sjálfan mig. Ég hafði svo mikinn viðbjóð á sjálfum mér, að mig sveið undan þvi, næstum eins og svipuhöggum. Allt þetta við- bjóðslega gervikjaftæði um ró- lega og jafnlynda manninn sem hélt sér á mottunni af þvi aö það átti best við hann.trygga kjöltu- rakkann — allt var þetta viðhorf sem hægara var að temja sér en reyna að taka baráttuna upp gegn Ned og Róbert, þessum náungum sem voru sniðnir eftir stærri mælistiku. Og svo var þetta öll stærðin. Það var þetta sem ég, Jói sauður, hafði ekki haft hugrekki til að keppa um ásamt þeim. Sam- keppnin um innantómt tákn. Brúðkaup Þann 9/2 voru gefin saman i hjónaband i Dómkirkjunni af sr. Óskari J. Þorlákssyni Elna Sigrún Sigurðardóttir og Guðjón Már Gislason. Heimili þeirra verður að Hraunbæ 60, Reykja- vfk. (Ljósm.st. Gunnars Ingimars) Þann 26/1 voru gefin saman i hjónaband i Frikirkjunni af sr. Þorsteini Björnssyni Guðrún Þórey Þórðardóttir og Þorvaldur Kári Þorsteinsson. Heimili þeirra verður að Miklubraut 44. Reykja- vík. (Ljósm.st. Gunnars Ingimars) Miövikudagur 20. mars 1974 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7,00 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7,20. Fréttir kl. 7,30, 8.15 (og forustugr. dabl.) 9,00 og 10.00: Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Þorleifur Hauksson heldur áfram að lesa söguna „Elsku Mió minn” eftir Astrid Lindgren (17). Morgunleikfimikl. 9.20. Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Úr játningum Ágústinusar kirkjuföður kl. 10.25: Séra Bolli Gústafsson i Laufási les þýðingu Sigur- björns Einarssonar biskups (16) Kirkjutónlist kl. 10.40. Tónlist eftir Igor Stravinský kl. 11.00: Gold og Fizdale leika Sónötu fyrir tvö pianói/ Coumbiu-hljóm- sveitin leikur „Koss álfkon- unnar”. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.30 Með sínu lagi Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum 14.30 Siðdegissagan: „Föstu- hald rabbians” eftir Harry Kamelmann Séra Rögnvaldur Finnbogason les (8). 15.00 Miðdegistónleikar: Norræn tónlist Fil- harmóniusveitin i Osló leikur Conserto Grosso Norvegese op. 80 eftir Olav Kielland: Höfundur stjórnar. Eyvind Möller leikur á pianó Chaconnu op. 32 eftir Carl Nielsen. Fil- harmónisveitin i Osló leikur Sinfóniu nr. 2 Bjarne Brustadt: Ovind Fleldstedt. stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15. Veðurfregnir. 16.25 Popphornið 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Óli og Maggi með gull- leitarmönnuin " eftir Ármann Kr. Einarsson. Höfundur les (6). 17.30 Framburðarkennsla í spænsku 17.40 Tónleikar. 18.00 Til umhugsunar Þáttur um áfengismál i umsjá Sveins H. Skúlasonar. 18.15 Tónleikar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19 00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Orð af orði Hefur rikis- stjórnin þingstyrk til áframhaldandi setu? Þorsteinn Pálsson stjórnar umræðum, en þátttakendur eru: Hjálmar Hannesson, Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðingur og Kjartan Ólafsson ritstjóri: 20.00 Kvöldvakaa. Einsöngur Jón Sigurbjörnsson syngur Islenzk lög: Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. b. Söguslóðir Sigvaldi Jóhannesson bóndi i Ennis- koti i Víðidal flytur erindi um landnám Ingimundar gamla: fyrri hluta. c. Liðins tima lýsigull Elin Gúðjóns- dóttir flytur annan hluta hugleiðingar Bjartmars Guðmundssonar frá Sandi um þingeyskar stökur og höfunda þeirra. d. Æviminningar Eiriks Guðlaugssonar. Baldur Pálmason les fjórða hluta frásögu húnvetnsks erfiðis- manns. e. Um islenzka þjóðhætti. Árni Björnsson cand. mag. talar. f. Kór- söngur Karlakór Akureyrar syngur: Áskell Jónsson stj. 21.30 Útvarpssagan: „Ditta mannsbarn” eftir Martin Anderson Nexö.Einar Bragi skáld byrjar lestur sögunnar i þýðingu sinni. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (33). 22.25 Framhaldsleikritið: „Hans hágöfgi” eftir Sigurð Róbertsson Fyrsti þáttur endurfluttur. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. 23.15 Nútimatónlist Halldór Haraldsson kynnir. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Miðvikudagur 20. marz 18.00 Skippi Ástralskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi Jóhanna Jóhanns dóttir. 18.25 Svona eru börnin — i Tyrklandi Norskur fræðslumy nda- flokkur um börn i ýmsum heimshlutum. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 18.45 Gitarskólinn Gitarkennsla fyrir byrjend- ur. 7. þáttur. Kennari Evþór Þorláksson. 19.20 lllé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Konan min i næsta húsi Breskur gamanmynda- flokkur. Hjúskaparafmælið Þýðandi Jón Thor Haralds- son 20.55 Krunkað á skjáinn Þáttur með blönduðu efni. Dmsjónarmaður Magnús Bjarnfreðsson. 21.30 „Myllan" Bandarisk ádeilumvnd byggö á heimildum með léttu ivafi. Myndina gerði Emil de Antonio um stjórnmálaferil Richards Millhouse Nixons. Bandarikjaforseta allt fram til ársloka 1971. Þýðandi og þulur Þrándur Thoroddsen. 23.10 Dagskrárlok 5óícS223*09 Nýkomin indversk bómullarefni og mussur i miklu úrvali. Jasmin Laugavegi 133 flNlfifcfSISMBlffl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.