Þjóðviljinn - 20.03.1974, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 20.03.1974, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 20. marz 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 Kostur og löstur á tónlistarhnupli rramfarir i gero segul- bandstækja hafa m.a. haft i för með sér tónlistarhnupl i mjög rikulegum mæli. Um allar trissur er verið aö lauma litlum segulbandstækj- um inn i hljómleikasali og siðan gert afþrykk af upptök- unum og þær seldar. Þessi framleiðsla er að sjálfsögðu ódýr þvi ekki þarf að greiða neitt til hinna dýru hljóm- sveita eða til heimsfrægra söngvara. Listafólkið og framleið- endur hljómplatna eru tiltölu- lega varnarlaus gagnvart þessum ..sjóránum”. En á hitt má benda, að hnuplararnir hafa að ýmsu leyti jákvæöu menningarhluthverki aö Slæmt ár fyrir Frá Hongkong berast þær fróttir, að siðastliöiö ár hafi verið slæmt ár fyrir eiturlyfjasmyglara i Sauð- austur-Asiu. Alls tókst yfirvöldum að komast yfir um 25 tonn af ópi- um. Barátta gegn eiturlyfja- verslun á þessu svæöi hefur oröið að miklum mun auö- veldari eftir aö Thailand féllst gegna. Jafnvel heimstrægir söngvarar og pianistar flytja ekki nema hluta af þvi, sem þeir túlka, á plötur. Og þó ekkert sé til sparað aö gera hljómplötur sem best úr garöi þá er liklegt, aö best frammi- staöa listamanna verði ekki til i hinum kaldranalega tækni- heimi upptökustúdiós heldur i hita bardagans — m.ö.o. and- spænis áheyrendaskara sem hefur sin mannlegu ,,móttöku- skilyrði” i besta lagi. Hér koma hnuplararnir til sögu sem skrá feril listamannanna á góðum stundum og vondum, bjarga yfir til framtiðarinnar miklu meira og fjölbreyttara tónlistarefni en hinn dýrseldi plötuiðnaður. eiturlyfjasmygl á að taka þátt i alþjóðlegu samstarfi um þetta mál. En i Thailandi var ópiumrækt mikil i höndum leyfa hers Sjang Kæsjeks, sem haföi hörfað til Burma og Thailands ■ eftir ósigurinn fyrir Maó. t Honkong sjálfri geröi lög- regian upptæk um 600 kg af ópium i fyrra. Leiöast börnum leikföng? þeirra sem sérstakar Leiðinlegt: talandi brúðan kann sex setningar. örfandi: best er að búa eitthvað til úr tilfallandi hráefni. Það er ekki að efa að leik- fangaframleiðendur leita ráða hjá sérfræðingum, til að mynda sálfræðingum. En svo virðist scm þessi þekking sé fyrst og fremst notuð til að koinast að þvf, hvað það er sem foreldrar halda að börnin vilji. Kæstum dettur i hug að spyrja börnin sjálf. Eða sú varð niðurstaðan þegar um tveir tugir barna fengu að skoða og prófa 30 nýjar tegundir leikfanga sem fram komu á leikfangavöru- sýningu i Miínchen. Þau töldu aöeins eitt leikfang ,,gott” — og var það kubbakerfi. Meö þeim fyrirvara þó, aö þaö væri bara fyrir einn, byði ekki upp á að mörg börn léku sér saman. Nálægur þessa prófun var dr. Georg Schottmeyer, sem er sérfræðingur i leikföngum. Hann var ekkert hissa á út- komunni. Leikfangaiðnaður- inn hagar sér eftir þörfum og smekk foreldranna, ekki barnanna. Og þau vilja i fyrsta lagi að börnin hafi allt i röö og reglu og i öðru lagi aö leikföngið hjálpi þeim til að „verða eitthvaö” hvort sem er „litil húsmóðir” eða „litill visindamaður ” . Og barnaherbergin lita oftar en ekki út eins og litil leik- fangaverslun, þar sem dýr en af mörgum ástæðum óskemmtilegur varningur hleðst upp. Glæsigripirnir frá siðustu jólum eru ónýtir orðnir eða þá það er varla snert á þeim. Flest leikföng endast illa. Þau koma i stórfeng- legum umbúðum sem vekja vonbrigði þegar innihaldið kemur i ljós. Þrátt fyrir margra ára umtal og áróður uppeldisfræðinga, rauðsokka og fleiri, er haldið áfram skiptingu i stráka- og stelpu- leikföng. Þar fyrir utan er hugmyndaflugiö ótrúlega litið hjá leikfangaframleiðendum. Helstu afrek þeirra eru fólgin i þvi að tæknibrellum er fjölgað: talandi dúkkan segir i ár sex setningar, en fjórar i fyrra. Athugun sú, sem áður var nefnd og allmargir stúdentar tóku þátt i, beindist einnig að þvi, að hverju börn vildu helst leika sér. Niðurstaöan var bæði gömul og ný: helst aö hlutum sem ekki eru tilbúin leikföng; allra best gengur, þegar heill hópur getur ráðist i að búa eitthvað til i sam- einingu úr pappakössum, spýtum, virum og þar fram eftir götum. 19. SÍÐAN UMSJÓN: ÁB Fríður utanríkis- ráðherra Elisabet af Toro heitir þessi friða kona og hefur það sér til frægðar að vera i senn prins- essa og utanrikisráðherra hjá Idi Amin i Uganda. Hún er lögfræðingur og hefur verið bæði leikkona og sýningar- dama og fulltrúi lands sins hjá Sameinuðu þjóðunum. Idi Amin, sem ekki hefur neitt framúrskarandi orð á ,sér, að ekki sé meira sagt, skipaði Elisabet ráðherra eftir að Ondoga, fyrrum utanrikis- ráðherra, fannst dauöur i Nil. Auglýsing um notkun heimildar i 60. tl. 3. gr. laga nr. 6/1974 um tollskrá o.fl. lláðuneytið tilkynnir hér með þeim aðilum.sem hlut eiga að máli, að það hefur ákveðið, skv. heimild i 60. tl. 3 gr. laga nr. 6/1974 um tollskrá o.fl., að af vélum og hráefnum til iðnaðar, tollafgreiddum á timabilinu 1. janúar til 5. mars 1974, skuli endurgreiða eða fella niður gjaldamun eins og hann reiknast vera af vörum þessum annars vegar skv. eldri tollskrárlögum nr. 1/1970 og hins vegar skv. ný- settum tollskrárlögum nr. 6/1974. Endurgreiðslubeiðnir skulu sendar ráðuneytinu i skrif- legu erindi óg hafa borist eigi siðar en 15. april 1974. Að- eins verðurum niðurfellingu eða endurgreiðslu gjaldmun- ar að ræða til fyrirtækja, sem leggja stund á framleiðslu iðnaðarvara. Endurgreiðslubeiðnir iðnfyrirtækis skulu studdar eftir- farandi gögnum: 1. Frumriti tollreiknings (ekki ljósriti), ásamt vörureikn- ingi (faktúru). 2. Utreikningi aðflutningsgjalda á viðkomandi vörum, samkvæmt lögum um toilskrá o.fl. nr. 6/1974, er gerður sé á venjulegri aðflutningsskýrslu. Sal skýrslan fyllt út eins og fyrri skýrsla, að öðru leyti en þvi, að reikna skal út gjöld með hinum breytta tolli. 1 erindinu skal tilgreina sérstaklega útreiknaðan gjalda- mun skv. lögum nr. 6/1974 og lögum nr. 1/1970 um tollskrá o.fl. Jafnframt skal i erindinu vera yfirlýsing endur- greiðslubeiðanda um, að hann stundi iðnrekstur og að við- komandi vörur séu eingöngu ætlaðar til framleiðslu iðnaðarvara. Nú hefur innflytjandi iðnaðarhráefni eða iðnaðarvél I birgðum hinn 15. april 1974, sem tollafgreidd hafa verið á timabilinu 1. janúar til 5. mars 1974, og skal þá heimilt að endurgreiða gjaldamun af fyrrgreindum vörum, enda hafi sala þeirra innanlands til nota við framleiðslu iðnaðar- varaáttsér stað fyrir 15. maink. Iðnfyrirtæki eða iðnrek- andi, sem keypt hefur vöruna, skal þó sækja um endur- greiðsluna, sbr. framanritað. Endurgreiðslubeiðnir, sem berast ráðuneytinu eftir 1. júni 1974, verða ekki teknar til greina. Fjármálaráðherra skipar 3 menn, þar af einn eftir til- nefningu Félags isl. iðnrekenda,til að fjalla um endur- greiðsluhæfi endurgreiðslubeiðna. Úrskurður þeirra er fullnaðarúrskurður i hverju þvi máli, sem fjallað verður um skv. ákvæðum auglýsingar þessarar. Fjármálaráðuneytið 19. mars 1974. Orðsending frá Hótel Húsavík Getum enn tekið að okkur fundi og ráð- stefnur. Nokkrir dagar lausir fyrri partinn i júni, einnig i april og mai. Kynnið ykkur okkar glæsilegu aðstöðu. Hringið i sima 96-41220. Hótel Húsavik býður ykkur velkomin. Hótel Húsavik Fyrirlestur um Norðurlandamenntun á sviði leikhúss og fjölmiðia i Norræna húsinu fimmtudaginn 21. mars kl. 20:30. líertil Lauritzen forstjóri frá Dramatiska institutet i Stokkhólmi flytur fyrirlestur um þá menntun, sem hægt er að fá á Norðurlöndunum til að starfa við leikhús, útvarp, kvikmyndir og sjónvarp. Verið velkomin. Norræna húsið. NORRÆNA HÚSIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.