Þjóðviljinn - 24.03.1974, Page 1
múÐvunNN
Sunnudagur 24. mars 1974 — 39. árg. — 70. tbl.
Síðasta
blað fyrir
verkfall?
t dag er Þjóðviljínn aðeins
12 siður. Ástæðan er sú, að
Grafiska sveinafélagið boðaði
verkfall frá miðnætti aðfara-
nótt siðastliðins laugardags.
Vegna yfirvofandi verkfalls
var óhjákvæmilegt að vinna
allt efni i þetta sunnudagsblað
fyrr en ella og hið siðasta
strax á fimmtudag. Þessa
sjást ugglaust nokkur merki á
efni blaðsins i dag, og biðjum
við lesendur vel að virða.
Þegar þetta er skrifað á
fimmtudegi er ekki vitað,
hvort til verkfalls hefur kom-
ið, en jafnvel þótt deilan leys-
istá siðustu stundu fyrir boðað
verkfall, gefst ekki tækifæri til
að ganga frá þessu sunnu-
dagsblaði með eðlilegum
hætti.
Hafi komið til verkfalls,
verður þetta siðasta blað
Þjóðviljans, sem út kemur uns
verkfallið leysist.
Spasskí
svarar
spurningum
Þjóðviljans
„Þegar ég tókst á við Fischer
I Reykjavik, tefldi ég einatt á
mörkum þess sem kraftar
leyfðu, enda kom ég þreyttur
til leiks. Ef ég mætti Fischer
aftur, myndi ég geta sneitt hjá
ýmsum fyrri yfirsjónum og
mæta honum með allt öðru
skapi en þá.”
Svo segir Boris Spasski,
fyrrum heimsmeistari I skák,
i svörum við spurningum
Þjóðviljans.
Sjá 6. síðu
ur a
Góu
Á þriðjudaginn var leit vorið aðeins við hjá okkur hér á
norðurhjaranum og við brugðum okkur út i góða veðrið
með myndavél til að festa á filmu þennan fyrsta vordag
ársins. Árangurinn má sjá á baksiðu blaðsins i dag og á
hessari mvnH af börnum að Jeik i fjörunni við Ægis-
vitr (T.iiSsm S diSr'i
Kosningabomba framsóknarmanna á Akureyri springur
Nauðungin skal verða
dæmi um framtakssemi
bœjarfulltrúa Framsóknarflokksins
Dagur á Akureyri,
málgagn frímúrara-
hreyfingarinnar nyrðra og
f ramsóknarmanna á
Akureyri, gefur þann 13.
mars forsmekkinn af þvi,
hvert eigi að verða upp-
sláttarmál framsóknar-
manna fyrir bæjar-
st jórnarkosningarnar í
vor, og um leið lýsandi
dæmi um snilli þeirra,
djörfung og hug.
A forsiðu blaðsins er greinar-
korn undir fyrirsögninni — Koma
Spánartogararnir? — . Siðan er
með talsverðum rangfærslum
rakin saga togarakaupa
Akureyringa, en eins og menn
muna var i upphafi ætlunin, að
togarar yrðu smiðaðir þar nyrðra
fyrir Akureyringa, en úr þvi varð
ekki og þess i stað voru gerðir
smiðasamningar við Spánverja,
þá hina sömu og smiðuðu td. hinn
endemisfræga togara Bjarna
Benediktsson. Og þar sem
fulltrúar framsóknar og ihalds á
Akureyri eru siður en svo smáir i
sniðum, var ákveðið að smiðaðir
skyldu frekar tveir en einn
þúsund lesta togari, og gengið frá
samningum um þá smiði.
Næst gerist það, að fyrrnefndir
ráðamenn á Akureyri verða
gripnir losta miklum til fær-
eyskra togara tveggja, og var þá
öllum fyrri samningum kastað
fyrir róða, ráðuneyti skrifað og
Spánartogararnir afþakkaðir og
keyptir þeir færeysku.
Allt er þetta gott og blessað og
vitnar um stórhug, þvi hver getur
mælt þvi i mót, að togarar sem
strax komast til veiða séu mun
betri togarar en hinir sem ósmið-
aðir eru?
En um einn þátt málsins yfir-
sást forráðamönnum Akureyrar-
bæjar. Þeir höfðu nefnilega skrif-
að undir kaup- og smiðasamning
og þvi skuldbundnir til þess að
standa við hann og taka við
Spánartogurunum hvað sem taut-
ar og raular.
En nú voru sjóðirnir tómir.
Nokkra björgun vildi veita for-
sprakki togarasmiða á Spáni og
umbi þeirra togarakaupa sem
þaðan hafa verið gerð, Sveinn
Benediktsson, og lét þvi sam-
þykkja að Bæjarútgerð Reykja-
vikur skyldi kaupa kaupa annan
tveggja Spánartogara, sem i
smiðum var fyrir Akureyringa
suður á Spáni, og mun sú ósk
ganga boðleið til ráðuneytisins
sem um málið fjallar, þvi þár er
litið svo á, að Akureyringar séu
skuldbundnir til að taka togar-
ana, svo fremi engir aðrir séu
þeim ólmari i þá.
Sá togari sem Spánarumbi vill
fá handa BOR verður væntanlega
afhentur i haust, siðla.
En þá er eftir einn.
Enginn aðili hefur lýst vilja á
að fá þann togara keyptan, og þvi
greinilegt að Akureyringar koma
til með að sitja uppi með hann
nauðugir viljugir, en hann á að
afhendast i júni eða júli.
Og þá varð ráðið til. Nauðung
skyldi breytt i frjálsa töku, á-
kveðna af framfarasinnuðum og
stórhuga framsóknarmönnum i
bæjarstjórn Akureyrar!
Og i trausti þess að enginn hafi
vitað, né heldur fengið að vita, aö
nauð rekur, skrifa framsóknar-
menn eftirfarandi i málgagn sitt,
Dag: ,,Og Akureyringar treysta
þvi, að opinberir aðilar veiti
nauðsynlega fyrirgreiðslu, og
þeir treysta þvi einnig, að fram-
sóknarmenn i bæjarstjórn og utan
hennar vinni jafn ötullega að
kaupum Spánartogaranna og
kaupum á færeysku skuttogurun-
um, sem allar líkur benda til að
verði happaskip”.
Að svo búnu óskar Þjóöviljinn
akureyrskum framsóknarmönn-
um tilhamingju með frumlegustu
gerðaf kosningabombu sem fram
hefur komið hin siðari ár.
—úþ
Félagsfrœðileg
könnun á
28 efnisflokkum
dagblaðanna:
Féiagsfræðideiid Háskólans
framkvæmdi fyrir nokkru könnun
á efni og útbreiðslu dagblaðanna i
Reykjavik. Þjóðviljinn hefur
aflaö sér upplýs nga um það
hvernig niðurstaðan varð að þvi
er varöaði efni dagblaðanna og
áhuga iesenda á efninu. Spurt var
um einstaka efnisflokka og gefinn
Minnstur áhugi á
framhaldssögum
Iþróttafréttirnar í 22, sœti, innlendar ogerlendar
fréttir eru vinsœlustu efnisflokkarnir „mniendar fréttir”, og 69,s% seg-
ist alltaf lesa erlendar fréttir.
kostur á þremur svörum, þ.e. legt — einnig fyrir lesendur Fréttirnar eru mest lesnu efnis-
hvort menn lesa viðkomandi efni sjálfa, svo og alla þá sem við fjöl- flokkarnir i blöðunum. t þriðja
alltaf, stundum eða aldrei. Þjóð- miöla starfa. sæti er efnisflokkúr sem i könnun-
viljinn veit að þctta efni er fróð- 88,1% lesenda kveðst alltaf lesa inni kallast „frægt fólk”. 66% lesa
þennan efnisþátt alltaf, 24,5%
stundum en 7,5% aldrei.
Dagskrá sjónvarpsins er fjórða
vinsælasta blaðaefnið. 62,9% lita
alltaf i sjónvarpsdagskrána, en
Framhald á 10. siðu.