Þjóðviljinn - 24.03.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.03.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. marz 1974. Kvikmynda- gerðarmenn á stofnþingi Engin kvikmynda löggj öf til hér á landi Dagana 19.—21. febrúar, siðast- liðinn var haldinn i London stofn fundur alþjóðlegra samtaka er nefnast International Federation of Audio-Visual Workers Unions (IFAVWU). Ná samtökin til allra þeirra, sem vinna við fjölmiðlun á myndum og hljóði, s.s. kvik- myndagerðarmanna, sjónvarps- og útvarpsstarfsmanna. Stofnfundinn sóttu fulltrúar 18 þjóða, en þar af voru fulltrúar frá 16 löndum Evrópu. Af fslands hálfu sátu fundinn f.h. F.K. Gisli Gestsson og Sigurður Sverrir Pálsson. Astæðan til stofnunar samtak- anna er hin aukna fjölmiðlun á myndum og hljóði með fjarskipt- um og framtiðarþróun þessarar miðlunar. Eru samtökin stofnuð til þess að sporna við þeirri þró- un, að einstakar menningarheild- ir glati séreinkennum sinum i þeim myndflaumi, sem flæðir yfir öll lönd án takmarkana. í ályktun þingsins eru sett fram helstu markmið samtakanna, en þau eru: 1) Að verja atvinnuréttindi þeirra, sem vinna við mynd- og tónmiðlun. 2) Að berjast fyrir bættri vinnu- aðstöðu og bættum kjörum. 3) Að verja þjóðlega menningu hvers lands i samræmi við sam- þykkt UNESCO frá 4.11. 1966. 4) Að stuðla að frjálsri listtúlk- un (hverrar einstakrar þjóðar). Fyrir utan þessi grundvallar- atriði munu samtökin beita sér fyrir upplýsingamiðlun milli hinna mismunandi fagfélaga, en þau geta siðan snúið sér til fram- kvæmdanefndar samtakanna hverju sinni, með vandamál, sem þau telja aðheyri undir samtökin. Þess er vænst, að fagfélög fleiri landa gerist meðlimir i samtök- unum, en þau starfa á svipuðum grundvelli og alþjóðasamtök leik- ara (FIA) og tónlistarmanna (FIM). Bæði þessi samtök telja nú milli 30 og 40 aðildarfélög. Félag kvik- myndagerðarmanna á tslandi telur sér mikinn styrk að þvi, að vera aðili að slikum samtökum, ekki sist þegar á það er litið, að hér á landi er ekki til nein kvik- myndalöggjöf og enginn laga- bókstafur um innlenda kvik- myndagerð yfirleitt. neOex 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Simi 16995 KENJAR Mál: Guðbergur Bergsson 36. Óblíð nótt „Þvilik ósköp verða þær ungmeyjar að þola, sem fremur kjósa götuna en það að sitja heima hjá sér”, segir P- handritið um þessa koparstungu. Og A-handritið bætir við: „Slælega ganga viðskiptin, ef það er vindurinn, sem þarf aö fletta upp kjól- faldi góðra kvenna, en ekki peningarn- ir”. A frumteikningunni hvilir einhver ógnþrunginn skuggi, i arnar- eða drekaliki, yfir stúlkunni. Og þar eru fleiri skuggar, sem eru svo óljóst dregnir, að ógerlegt er að greina, hvað þeir „eiga að merkja”, eins og fólki er svo tamt að spyrja. Kannski eru skuggarnir algerlega merkingarlaus- ir, aðeins linur, eða eitthvert flökt, sem málarinn hefur siðan fært á koparinn og gert úr þvi storm, en jafn- framt undarlega hjúpun likamans. Spænskir málarar voru meistarar i að mála klæði, einkum Velazquez og Zurbaran; hvor með sinum hætti gerðu þeir fötin að aðalatriði, en þeir þurrkuðu aldrei út persónuna, eins og Goya gerir á koparstungunni. Hér nálgast manneskjan það að vera bögg- ull; og hin kvenveran, sem kúrir sig niður, er i raun og veru aðeins fata- böggull. bannig hjúpun er oft að finna i nútimalist, bæði i nútimadansi og hjá listamanninum Christo, sem hjúpar raforkuver, fjöll og firnindi. Sem betur fer hefur Baula i Borgarfirði eða Gull- foss eða Bessastaðir aldrei verið vafin innan i plastdúk! Hins vegar mættu is- lenskir listamenn vera duglegri við að afhjúpa en þeir eru. Áhrif Stanislavskís þrátt r fyrir tískustefnur r LEIKHUS GORKIS OG TSJÉKHOFS 75 ÁRA Stanislavski, Gorki og leikkonan Lilina — myndin er tekin árið 1900. Eitt þekktasta leikliús heims, Listaleikhúsið i Moskvu, á 75 ára afmæli um þessar mundir. Við vöggu þess stóðu tveir frábærir leikhúsmenn, Stanislavski og Nemirovits j-Dant jsenko, og tveir ágætustu rithöfundar Itúss- lands, Anton Tsjekhof og Maxiin Gorki. iiér voru frumsýnd hin ljóðrænu og anddramatisku raun- sæisverk Tsjekhofs og svo leið- angrar Gorkis niður i botnfail mannfélagsins (,,i djúpunum”) eða inn i stéttabarátluna („óvinir”). Stanislavski var höfundur sér- staks kerfis i uppeldi leikara og leikrænni túlkun, sem siöan er við hann kennt. Hafa aðferðir hans mótað leikhúsið allar götur siðan, en sjálfur lést hann skömmu fyrir siðustu heimsstyrjöld. Aðferðin byggist mjög á nákvæmri og þaulunninni eftirlikingu veruleik- ans, baráttu við hverskonar ýkjur og ónáttúrulegheit i túlkun og svo á innlifun magnaðri, sem gagn- rýnir menn kenna við sefjun. Listaleikhúsið hefur mörg lönd heimsótt og fengið frábærar mót- tökur. bað er nýlega flutt i ný húsakynni og tekur hinn nýi salur 1400 manns i sæti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.