Þjóðviljinn - 24.03.1974, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN
UOOVIUINN
MAÍ.GAGN SÓSIALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Otgefandi: tltgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastióri: Eysteinn Þorvaldsson
Ritstjórn, afgrelösla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaöaprent h.f.
GRÆN LEIKTJÖLD
Nú eru rétt um tveir mánuðir, þar til
fram fara borgarstjórnarkosningar i
Reykjavik og kosningar til bæjarstjórna
og hreppsnefnda i kaupstöðum og kaup-
túnum landsins. Enda þótt sérmálefni
hinna einstöku byggðarlaga hljóti jafnan
að ráða miklu um úrslit slikra kosninga,
þá þarf samt ekki að efa að i þessum kosn-
ingum verður ekki hvað sist tekist á um
hin stóru pólitisku mál, sem efst hafa ver-
ið á baugi i landsmálabaráttunni að und-
anförnu. .
í þessum kosningum mun koma i ljós,
hvernig stjórnmálaviðhorf islenskra kjós-
enda hafa þróast þau nær þrjú ár, sem lið-
in verða frá þvi almennar kosningar fóru
hér siðast fram, en það voru alþingiskosn-
ingarnar sumarið 1971.
Þá guldu Sjálfstæðisflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn mikið afhroð sem kunnugt
er, Sjálfstæðisflokkurinn fékk hlutfalls-
lega minna fylgi en nokkru sinni i a.m.k.
siðustu 40 ár, og Alþýðuflokkurinn tapaði,
hvorki meira né minna en einum af hverj-
um þremur kjósendum sinum frá næstu
þingkosningum á undan, og má slikt kall-
ast hrun.
í kosningunum nú i mai munu augu
manna ekki hvað sist beinast að Reykja-
vik. Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið
með meirihlutavöld i marga áratugi og
mun óhætt að fullyrða, að vart er hugsan-
legt þyngra áfall fyrir flokkinn en það að
tapa þessu meirihlutavaldi i höfuðborg-
inni.
Völd sin yfir málefnum Reykjavikur-
borgar hefur Sjálfstæðisflokkurinn mis-
notað út i æsar i þágu flokksins og gæðinga
hans. Það mun til dæmis alveg öruggt, að
leita verður til landa, sem búa við eins-
flokkskerfi til að finna dæmi um að yfir
90% af mönnum i hærri embættum hjá
einni höfuðborg tilheyri allir einum og
sama stjórnmálaflokknum, eins og hér á
sér stað i Reykjavik.
Það er svo sannarlega kominn timi til,
að Reykvikingar hristi af sér eins flokks
kerfið i stjórn höfuðborgarinnar og veiti
lögfræðingum og heildsölum Sjálfstæðis-
flokksins lausn i náð frá stjórnarstörfum á
sama hátt og gert var i alþingiskosningun-
um. í siðustu borgarstjórnarkosningum
fékk Sjálfstæðisflokkurinn minnihluta
greiddra atkvæða i Reykjavik, eða 47,8%,
enda þótt hann hlyti meirihluta borgar-
fulltrúanna.
Frá borgarstjórnarkosningunum 1970 til
alþingiskosninganna 1971 lækkaði svo
hlutfallstala flokksins úr 47,8% niður i að-
eins 42,6%, en samkvæmt úrslitum þeirra
kosninga hefði Alþýðubandalagið hlotið 3
fulltrúa, ef um borgarstjórnarkosningar
hefði verið að ræða.
Það á þvi siður en svo að vera ofverk
fyrir vinstri menn i Reykjavik að tryggja
á vori komanda þanrt ósigur ihaldsins,
sem sköpum skiptir. Samstarf andstæð-
inga Sjálfstæðisflokksins i borgarstjórn
Reykjavikur hefur á þvi kjörtimabili, sem
nú er að ljúka.verið það náið, að þeim er
ekkert að vanbúnaði að taka sameiginlega
við stjórn borgarinnar. M.a. hafa flokk-
arnir haft algera samstöðu við afgreiðslu
á fjárhagsáætlun borgarinnar undanfarin
ár. Glundroðakenningin, sem oft hefur
dugað ihaldinu hvað best, er þvi bitlaust
vopn.
Það hefur verið föst regla hjá borgar-
stjórnarihaldinu að setja upp Potemkin-
tjöld fyrir hverjar kosningar og strá um
sig fögrum orðum og fyrirheitum. Reynd-
in hefur hins vegar yfirleitt verið sú, að
sömu loforðin hafa gengið aftur kosningar
eftir kosningar, vegna þess að svikist var
um að efna þau. Eitt af mörgum dæmum
um slik vinnubrögð eru ibúðirnar, sem
ihaldið var að leggja til i vetur að byggðar
yrðu á vegúín borgarinnar, en i ljós kom
að þarna var um að ræða sömu ibúðirnar
og lofað hafði verið að byggja kringum
kosningarnar 1966 en aldrei verið fram-
kvæmt. — Nú voru enn að nálgast kosn-
ingar eftir 8 ár.
Greinilegt er, að i ár verða leiktjöldin,
sem ihaldið setur upp græn og Bláa bókin
væntanlega lika. Nú er lofað grasi og
grænum lundum i stað malbiksins og talað
um „kaffihús og pylsustaði” fyrir börn,
allt samkvæmt 10 ára áætlun, sem borgar-
stjóri kynnti blaðamönnum með pompi og
prakt, án þess borgarfulltrúar hefðu einu
sinni fengið að sjá plöggin áður.
Að sjálfsögðu eru bætt skilyrði til úti-
vistar, verndun umhverfis innan borgar-
markanna og fegrun borgarinnar brýnt
nauðsynjamál, sem fyllsta þörf er að
sinna af myndarskap.
Þessi nauðsyn er fyrst og fremst brýn,
vegna stórkostlegrar vanrækslu og alvar-
legra glapa i stjórn borgarinnar á liðnum
árum. Þar hefur margur skaði orðið, sem
ekki verður bættur, Og enn flaggar
borgarstjórnarihaldið með hið fræga
„Aðalskipulag Reykjavikur” stolt sitt frá
fyrri kosningum,en framkvæmd þess væri
af mörgum ástæðum i hrópandi andstöðu
við alla viðleitni til að skap manneskju-
legra umhverfi i borginni.
Hin grænu leiktjöld borgarstjórnar-
ihaldsins, sem nú hefur verið brugðið upp,
munu ef að likum lætur, eiga sinn þátt i
þvi að opna augu fleiri manna fyrir glöp-
um og vanrækslu liðinna ára i umhverfis-
málum, og vel sé þeim fyrir það.
En dettur mönnum i hug, að fulltrúum
peningavaldsins og hins óhefta einka-
framtaks, sem ábyrgð bera á óbætanleg-
um umhverfisspjöllum undanfarinna ára,
sé nú allt i einu best treystandi til að gera
hér á bragarbót?
Svarið við þeirri spurningu liggur trú-
lega i augum uppi.
Friðrik Brynjólfsson bóndi Austurhlíð:
Ein skák í valdatafli
Það er furðulegt, að í valdatafli
stjórnmálamanna okkar þjóðar,
skuli langdregnasta skákin og að
þvi er virðist sú harðsnúnasta,
snúast um það hvort við Islend-
ingar eigum að búa einir i landi
okkar eða ekki.
beir, sem stjórna hvitu mönn-
unum i þessari skák, vilja láta
herinn hverfa úr landinu og að
njösnastöðin (eftirlitsstöðin)
verði lögð niður og þar með verði
lagt lóð á vogarskál til aukins
friðar i heiminum, meðal annars.
En þó fyrst og fremst til þess að
binda endi á það ástand, sem
neytt var upp á þjóðina með til-
komu hersetunnar, þvi það var
þáverandi valdamönnum okkar
fullkomlega ljóst, að allur þorri
Islendinga var algjörlega andvig-
ur erlendri hersetu i landinu og
hefðu aldrei samþykkt hana ef
þáverandi rikisstjórn hefði þorað
að láta fara fram þjóðartkvæði
um það mál, sérstaklega.
Þeir, sem stjórna svörtu mönn-
unum virðast vera búnir að
gleyma þvi, að á Islandi býr fólk,
sem heyrir undir sömu lög og
þeir. Þeir komu i veg fyrir að
fólkið fengi að greiða atkvæði um
hersetuna þegar til hennar var
stofnað, sumir hverjir undir þvi
yfirskini, að herinn færi strax,
þegar styrjöldinni, sem þá var,
lyki. En brátt fóru stjórnendur
svörtu mannanna og aðstoðar-
menn þeirra að hagnast f járhags-
lega á veru setuliðsins og það svo
að um munaði. Einnig fór að bera
á braski og fjármálaspillingu alls
konar og það svo að aðstoðar-
menn og stjórnendur svörtu tafl-
mannanna urðu svo háðir þessu
aðskotakvikindi i þjóðfélaginu,
hernum, að þeim fannst fjárhags-
afkoma sin vera háð einum hel-
vitamiklum vixli, sem myndi ef
tilvillfalla, ef þeir gætu ekki með
einhverjum hætti komið i veg
fyrir að stjórnendur hvitu tafl-
mannanna næðu yfirhendinni i
skákinni.
En nú voru góð ráð dýr hjá
svörtum: Þá datt einhverjum
þeirra það snjallræði i hug að fara
af stað með undirskriftalista ef
einhver auraráð skyldu nú vera
fyrir hendi til þess að standa
straum af þvi, sem til þess þyrfti,
svo som að koma upp skrifstofum
vitt og breitt um allt land með
viðeigandi pompi og prakt. Þessi
undirskriftasöfnun skyldi sem sé
gilda sem nokkurs konar þjóðar-
atkvæðagreiðsla i þá veru, að
stjórnendur svörtu taflmannanna
gætu notað þetta „almennings-
hyski” til þess að skýla sér á bak
við i þeirri viðleitni sinni að láta
herinn ekki fara úr landi um ó-
fyrirsjáanlega framtið. Þá myndi
nú fjarhag og áframhaldandi
spillingu þessara broddborgara
nú aldeilis vera borgið. Þetta var
gert, og einhvern veginn tókst að
öngla saman aurum i þetta og það
Stjorn Menningar- og friðar-
samtaka Islenskra kvenna beinir
þeirri áskorun tii allra Islenskra
stjórnmálaflokka, að þeir velji
konum örugg sæti á listum sinum,
viö næstu bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningar.
Rétt er að benda á það, að
Mannréttindanefnd Sameinuðu
þjóðanna helgar árið 1975, rétt-
indamálum kvenna. bvi mun
hlutfallsleg fulltrúatala kvenna i
meira að segja svo, að með aðstoð
manns sem er á fullum launum
hjá amerisku eftirlitsstöðinni, en
er Islenskur, þó, var öllum lista-
nöfnunum dembt i tölvu til sér-
hverra þeirra nota sem með þarf
á islensk-ameriskum vettvangi.
Haldið að það sé nú munur á þvi
herrans ári 1974....
Stjórnendur hvitu mannanna
mega vera stoltir af sinni drengi-
legu baráttu fyrir heilbrigðu is-
lensku þjóðlifi, og ég er þess full-
viss að stjórnendur svörtu tafl-
mannanna munu gjalda afhroð
vegna hræsnisfullrar og ódrengi-
legrar aðferðar gagnvart al-
menningi i landinu.
Gjört I febrúar 1974.
Friðrik Brynjólfsson
Austurhlið, Blöndudal, A-Hún.
stjórnum bæja og sveita hjá þjóð-
um innan Sameinuðu þjóðanna
verða mjög til umræðu á næsta
ári, og talin nokkur mælikvarði á
stjórnmálalegt jafnrétti/misrétti
kynjanna hjá hinum ýmsu þjóð-
um heims.
M.F.t.K. heitir á flokk yðar að
gefa gott fordæmi á sviði jafnrétt-
ismálann, með þvi að láta konur
skipa virðuleg sæti á listum
flokksins við i hönd farandi kosn-
ingar.
Orðsending frá
Hótel Húsavík
Getum enn tekið að okkur fundi og ráð-
stefnur. Nokkrir dagar lausir fyrri partinn
i júni, einnig i april og mai.
Kynnið ykkur okkar glæsilegu aðstöðu.
Hringið i sima 96-41220.
Hótel Húsavik býður ykkur velkomin.
Hótel Húsavik
MFÍK:
Veljið konur
í örugg sæti