Þjóðviljinn - 15.05.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.05.1974, Blaðsíða 1
ÞAÐBORGARSIG AÐ VERZLA í KRON Miðvikudagur 15. maí 1974 — 39. árg. —75. tbl. IPOTEK OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 7, | NEMA LAUQARDAGA TIL KL. 2. SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 SlMI 40102 BÓTARÉTTUR ÞEIRRA SEM ENGAR TEKJUR HAFA: Hækkun 285% á valda- tíma vinstristjórnar Framfœrsluvísitalan hefur á sama tíma hœkkað um 56%. Almennur ellilífeyrir hefur hœkkað um 149% Adda Bára Alþýðubandalagið FÉLAGS- FUNDUR Alþýðubandalagið i Reykja- vik heldur félagsfund i kvóld kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn að Grettisgötu 3. DAGSKRÁ: 1. Kosin kjörnefnd vegna al- þingiskosninganna, stjórnar- kjörs i Alþýðubandalaginu i Reykjavik og kjörs fulltrua á landsfund Alþýöubandalags- ins. 2. Adda Bára Sigfúsdóttir segir frá starfi borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins á þvl kjörtimabili, sem nú er senn á enda. 3. önnur mál. Stjórnin OLAFSVIK I blaðinu i dag segjum við frá heimsókn okkar til hins blómlega útgerðar- bæjar Ölafsvíkur, en þang- að brugðum við Þjóðvilja- menn okkur f yrir skömmu. Þar ræddum við við hreppsnefndarmann, raf- veitustjórann og fólk í fiskvinnu. Sjá bls. 7-8-9 og 10. *, - - . * • >>• — *Ti> -*,T,«if,y>-.~y'¦• ¦¦¦¦'¦:,.¦- ¦¦ ,r- a^aas " "&3S& t»%s3**";" Það kemur fram i við- tali sem Þjóðviljinn birtir i dag við öddu Báru Sigfúsdóttur, sem skipar 2. sætið á fram- boðslista Alþýðubanda- lagsins i borgar- stjórnarkosningunum, að geysileg hækkun hef- ur orðið á bótarétti al- mennra ellilifeyrisþega Fimm skip komin á Norðursjóinn Fimm islensk sildveiðiskip eru þegar komin til veiöa i Norður- sjóniim og eru farin að fá afla og hafa selt fyrir allgqtt verð. Skipin sem komin eru á miðin eru Guðmundur RE. Börkur NK, Loftur Kahivin:. .n,HWga RE og Faxaborg. Guðmundur RE seldi fyrstur hinn 7. mai sl. 150 tonn af sild fyr- ir 4,2 milj. kr. eða um 30 kr. með- alverð fyrir kg. Þann 11. mai seldu Helga RE og Guðmundur RE samtals 323,1 tonn fyrir 5,8 miljónir eða um 15 kr. meðalverð fyrir kg, en þess ber að geta að stór hluti aflans fór i bræðslu. Næst seldu Helga, Guðmundur og Börkur samtals 230 tonn fyrir 6,8 milj. eða um 30 kr fyrir kg. Frá 1. febrúar til 15. júni mega islensku skipin veiða samtals 2500 tonn i Norðursjónum. Frá 15. júni til 1. júli eru engin kvótamörk, en frá 1. júlí til 1. febrúar mega skip- in veiða 30 þúsund lestir. I fyrra fóru milli 40 og 50 skip til veiða I Norðursjónum, og er búist við að þau verði fleiri I ár vegna þess að ekki verður um neina humarveiði að ræða i sumar. Það er þvi ekki óliklegt að milli 50 og 60 skip fari til sildveiðanna i Norðursjónum i sumar og haust. Þótt 5 skip séu þegar farin til veiða er ekki búist við að skipin fari almennt fyrr en um næstu mánaðamót. —-S.dór og þó sérstaklega á bótarétti þeirra sem engar tekjur hafa, og fá nú svonefnda tekju- tryggingu. 1 viðtalinu segir Adda Bára: „í júli 1971, þegar rlkisstjórnin var mynduð átti þetta fólk rétt á 4.900 á mánuði. Það gat að visu hugsanlega fengið meira en þurfti þá að snúa sér til viðkomandi sveitarfélags, hér I Reykjavík til. borgarinnar, og aðeins með beiðni frá framfærsluyfirvöldum i Reykjavik var unnt að fá viöbót- ina. Gamla styrkþegasjónarmið- ið var semsé rikjandi og margir skirrðust við að biðja um það sem þeim fannst vera náðarbrauö. Þessu var breytt strax I ágúst 1971, þannig að réttur til uppbótar varð óháður sveitarfélaginu. Nú er ellilifeyrinn kr. 12.215 á mánuði og þeir sem engar aðrar tekjur hafa, eiga rétt á uppbót, sem nemur 6670 kr. á mánuði. A þessum tima hefur þvl al- mennur ellillfeyrir hækkað um 149% og bótaréttur þeirra sem engar aðrar tekjur hafa um 285%. Framfærsluvisitalan hefur hins vegar hækkað um 56% á sama tima (þ.e. frá jiini 1971 til aprll 1974)". Viðtalið við öddu Báru er á 4. siðu. nn iiii i»í 111 I II I SOL OG SUMARYL Krakkarnir undu sér vel I Hljómskálagarðinum i gær að lokinni skólavist, vikur náöi hámarki meðsólrlkum og hlýjum degi. (Ljósm. AK) Veðurbliðan undanfarnar Undirskriftir gegri börnum! ibúar einbýlishúsahverfis við Hábæ I Arbæjarhverfi hafa tckið sig saman og safnað undirskriftum gegn þvi, að rekið verði barnaheimili i einu einbýlishúsanna. Hópur foreldra, sem ekki hefur getað fengið inni fyrir börn sin á dagheimilum borg- arinnar, hefur tekið umrætt hús á leigu og hafið undirbún- ing að rekstri dagheimilis fyr- ir börnin með samþykki og til- styrk borgarinnar samkvæmt nýju lögunum um dagvist- unarstofnanir og þátt rikisins i rekstri þeirra. Þegar undirbúningurinn hófst þótti fólkinu viðkunnan- legra að láta nágranna húss- ins vita hvað til stæði og kynna þeim væntanlega starfsemi. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa: undirskriftum var safnað undir mótmæli og þau send borgarráði. Börn eru semsé greinilega óvelkomin i þetta rikismanna- hverfi og minna þessar að- gerðir óhugnanlega á undir- skriftasöfnun i öðru sliku hverfi fyrir nokkrum árum, þar sem ibúarnir ætluðu að koma i veg fyrir, að fyrrver- andi sjúklingar fengju húsa- skjól. —vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.