Þjóðviljinn - 15.05.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.05.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVIL.JINN Miftvikudagur 15. mai 1974. CAPRICHOS KENJAR Mynd: Francisco Goya y Lucientes Mál: Guðbergur Bergsson 39. Jafnvel afi hans Asninn allstóri athugar ættatöluna sina, og hann kemst að raun um það, sér til mikillar ánægju, að hann er hreinkynjaður asni. Ættfræðingar og herkonungar hafa látið vesalings asnann ganga af göfl- „Ættfræðingar og herkonungar hafa látið vesalings asnann ganga af göfl- unum. Uann er ekki sá eini”,segir P- handritið. Tvær frumteikningar hafa fundist, önnur er rauð blekteikning. Á henni eru fætur asnans undir borði, og skjaldarmerki ættar hans sést óljóst. Á hinni teikningunni, pennateikningu, stendur: „Bókmenntaasninn”. Þar situr asnakjáninn i bókaherbergi við lestur eða aðra bókmenntaiðju. Hann horfir beint fram með stór, útbreidd eyru likust vængjum. Höfuð hans virð- ist vera á flugi á asnaeyrunum af ein- tómri andagift fagurbókmenntanna, bæði útblásinn og innblásinn asni, klæddur flosjakka. Hann situr i höfð- inglegum leðurstól, studdur púðum, og j fagurt kniplingahálshnýti skýlir rim- þýðum barkanum. Á veggnum hangir mikið og flúrað skjaldarmerki ættar- innar. Á koparstungunni er asninn aðeins einn af þeim venjulegu ösnum, sem rýna i ættartöluna sina, fremur alþýð- legur asni. En kannski er hann kominn af einhverri mikilli presta/hrossaætt að norðan, sem sendir krakkana sina i æðriskóla menntanna, til þess að þeir geti riðlast þar á öðrum ættstórum krökkum, þannig að ættarblóð hans blandist öðru stórættarblóði, uns þétt- riðinn ættarvefur tengir með þráðum sinum alla forustumenn þjóðarinnar, og blóðbönd binda saman allt heila „klabbið”, en hengja alþýðuna annað hvort hreinlega, eða við þrældóminn, ellegar i halann á sér, eins og tiðkast hérlendis, svo að útkoman verður múl- asnamúgur; þaðer afkvæmi hrossa og asna. ÞROUNARSYNING ATYINNUYEGANNA Haldin í Laugardalshöll í sumar Akveðið hefur verið aö einn þáttur þjóðhátfðarhaldsins i sum- ar verði veigamikil sýning, er lýsi þróun atvinnuveganna og þjóðlífs í landinu, frá upphafi byggðar fram á þennan dag, auk þess sem reynt verður að bregða upp mynd af liklegri framþróun næstu ára. Sýningin verður i Laugardals- höllinni i Reykjavik og næsta um- hverfi hennar. Ætlað er, að hún standi dagana 19. júli til 19. ágúst. Þjóðhátiðarnefnd hafði fyrir meira en ári siðan forgöngu um að kalla saman fulltrúa frá sam- tökum höfuðatvinnuveganna. Stöðugt hefur verið unnið að und- irbúningi sýningarinnar siðan. Auglýsingastofa Kristinar Þor- kelsdóttur gerði tillögur um aðal- tilhögun sýningarinnar og voru þær lagðar fram i janúar s.l. Þá var endanlega myndað fast sýningarráð með einum fulltrúa frá hverjum aðila, sem að sýning- unni stendur. Sýningaraðilar verða þessir: 1. 1 aðalsal Laugardalshallar- innarverða höfuðatvinnuvegirnir fimm með sinar deildir. Landbúnaður á veguip bænda- samtakanna og sölusamtaka bænda. Iðnaður — á vegum samtaka iðnaðarmanna og iðnrekenda. Verslun— á vegum Verslunar- ráðs og samvinnuverfilnnarinnar Samgöngur — á vegum sam- gönguráðuneytisins. 2. Auk þess hefur Reykjavikur- borg sýningarsvæði fyrir miðju i aðalsalnum og á sviðinu, og verð- ur þar sýnt likan af borginni og annað, er sýnir þróun borgarinn- ar og framtiðaráform. 3. 1 anddyri hallarinnar verður sýningardeild á vegum rikis- stjórnarinnar, er sýna á framlag rikisins til atvinnuveganna og örvun þess við atvinnuuppbygg- inguna i landinu. 4. 1 kjallara undir anddyri verður sýningardeild á vegum menntamálaráðuneytisins, þar sem sýnd verður þróun skóla- kerfis landsins og þáttur þess til örvunar og framfara atvinnu- lifsins. 1 aðalsal, þar sem atvinnuveg- irnir rekja sögu, þróun og fram- tiðarmöguleika, verður gamla býlið með búskap, útvegi og handiðnaði, þar sem allt var áður unnið á einum stað, miðpunktur og upphafspunktur allra hinna sýningardeildanna. Þetta gamla býli á að vera meö öllum helstu húsum, sem tilheyrðu stórbýli, þar sem jafnframt var stundað útræði. Þar verður einnig gömul verslun. Það er ætlun þeirra, sem að sýningunni standa, að hún verði fræðandi um sögu og þróun at- vinnulifs i landinu. Sýni unga fólkinu nú, hvaða óhemju breyt- ingar hafa orðið á timum þeirra eldri, sem enn lifa, og frá þeirra uppvexti. Jafnframtá sýningin að kenna fólki á öllum altíri nokkuð um það, hvar islenskt atvinnulíf er nú á vegi statt. I þriðja lagi á sýningin að bregða upp framtiðarmyndum og sýna hvað fyrirhugað er og hvað liklegt þykir, verði á næstu áratugum. Þessi sýning verður á tvennan hátt frábrugðin þeim sýningum, sem áður hafa verið i Laugar- dalshöllinni og öðrum stórum sýningum, sem hér hafa verið. 1 fyrsta lagi er þetta ekki sölu- sýning eða auglýsingasýning. Hver atvinnuvegur kemur fram sameinaður og sýnir hvað hann gerir og getur. Enginn einstakur framleiðandi sýnir vöru sina sér- staklega. Það kemur fram hvað islenskur iðnaöur getur og gerir, islensk verslun og islenskur sjáv- arútvegur, o.s.frv., óháð þvi hvaða einstök félög eða fyrirtæki standa að hverju og einu. 1 öðru lagi sýna hér allir höfuð- atvinnuvegirnir saman. Það á að sýna okkur órofa tengsl þeirra og gagnkvæmt mikilvægi, og mikil- vægi atvinnulifsins sem heildar i þjóðfélaginu. 1 sýningarráði eru: Fyrir sýningardeild rikisins Jónas Jónsson, sem var kosinn formaður. Fyrir Reykjavikurborg Aðal- steinn Guðjohnsen, varaformað- ur, fyrir landbúnað Agnar Guðna- son, fyrir sjávarútveginn Guð- mundur Ingimarsson, fyrir iðn- aðinn Björn Guðmundsson, fyrir verslunina Hilmar Fenger, fyrir samgöngur Brynjólfur Ingólfs- son, fyrir menntamálaráðuneytið Ilelgi Eliasson. Framkvæmdastjóri sýningar- innar hefur verið ráðinn Agnar Guðnason og arkitekt Einar Tryggvason. Skemmtiatriði verða á sýning- unni, sennilega öll kvöld, og hefur þjóðhátiðarnefndum hvarvetna um landið verið boðið að koma með það besta úr þeim hátiðar- dagskrám, sem verða á hátiðum þeirra. Auk þess verður fleira viðhaft, sem of snemmt er að skyra frá. Kjörskrá til Alþingiskosninga i Reykjavik, sem fram eiga að fara 30. júni n.k., liggur frammi almenningi til sýnis i Manntals- skrifstofu Reykjavikur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 2. hæð,frá 16. mai til 8. júni n.k., frá kl. 8.20 til 16.15 mánudaga til föstudaga. Kærur yfir kjörskránni skulu berast skrif- stofu borgarstjóra eigi siðar en 8. júni n.k. 14. maí 1974 Borgarstjórinn i Reykjavik Úrslit ítölsku þjóðaratkvaeða- gréiðslunnar: Rokna- áfall fyrir kirkjuna og íhaldið RÓM 14/5 — Mikill fögnuður rikti um ítalíu endilanga I gærkvöld og nótt, eftir að kunnugt varð um niðurstöður þjóðaratkvæða- greiðslunnar um hjónaskilnaðar- löggjöfina. 59,1 af hundraði þeirra, sem atkvæði greiddu, voru ineð því að iögin, sem leyfa itölskum hjónum að skilja, skyidu vera i gildi áfram, en þau lög hafa nú vcrið i gildi í þrjú ár. Niðurstöður atkvæðagreiðsl- unnar og fagnaðarlætin i kjölfar hennar eru talin alvarlegur ósig- ur fyrir Kristilega demókrata, hægri flokk þann sem er stærsti stjórnmálaflokkur Italiu. Lika eru þetta miklar hrakfarir fyrir kaþólsku kirkjuna, en bæði Kristsdemókratar og kirkjan, sem eru I nánu bræðralagi, höfðu lagt áherslu á, að fá skilnaðarlög- gjöfina fellda úr gildi. Eins og kunnugt er, leggur kaþólska kirkjan blátt bann við hjónaskiln- aði, enda hjónavigslan sakra- menti samkvæmt kaþólskum skilningi. Geysifjölmenn blysför var i gærkvöld farin eftir götum Róm- ar til þess að fagna úrslitunum. Blysfararnir söfnuðu saman miljónum dreifiblaða gegn skiln- aðarlöggjöfinni og brenndu þau á báli. Talið er að úrslit atkvæða- greiðslunnar geti leitt til þess að stjórn Marinos Rumors, sem var ekki of sterk á svellinu fyrir, verði að segja af sér. 20. sýning á Kerta-logi í kvöld verður 20. sýning á Kertalogi, leikriti Jökuls Jakobs- sonar. Leikritið hefur verið mjög vel sótt — uppselt á flestar sýn- ingar. Leikurinn fjallar um tvær ungar manneskjur sem hittast á geðspitala og reyna að losa sig undan hleypidómafullu umhverfi og skapa sér sitt eigið sjálfstæða lif. Með aðalhlutverkin fara Anna Kristin Arngrimsdóttir og Arni Blandon. Sú breyting hefur orðið á hlutverkaskipan, að Soffia Jakobsdóttir hefur tekið við hlut- verki Brynju Benediktsdóttur, sem hefur leikið móður piltsins, en Brynja er á förum til Þýska- lands til að starfa við sviðsetn- ingu á Lýsiströtu i þýsku leikhúsi. Lausasölu- verð 35 krónur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.