Þjóðviljinn - 15.05.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.05.1974, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 14. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Listamanna- þing krefst brottfarar herliðsins Laugardaginn 27. aprfl var háð Listamannaþing 1974 I Reykja- vik. Umræðuefni þingsins var: „Frelsi listamannsins gagnvart þjóðf éla gs v a ldin u ”. Frummælendur voru: Matthias Jóhannessen skáld, Hjörleifur Sigurðsson listmálari, Ólafur Haukur S'imonarson rit- höfundur, Thor Vilhjálmsson rit- höfundur og Hannes Kr. Daviðs- son arkitekt. Meðfylgjandi þrjár ályktanir voru samþykktar samhljóða i lok þingsins, en þær hafa verið send- ar réttum aðilum: Herstöðvamálið „Listamannaþing 1974 lýsir þvi yfir, að óþolandi sé að erlendur her sé á islenskri grund”. Um lista- og menningarstofnanir „Listamannaþing 1974haldið til að ræða stöðu listamannsins gagnvart þjóðfélagsvaldinu, beinir þeirri áskorun til rikis- stjórnar Islands, að hún hlutist til um að endurskoðaðar verði regl- ur og lög um lista- og menningar- stofnanir á Islandi, með það fyrir augum að útilokuð verði flokks- pólitisk áhrif á starfsemi þeirra.” Skoðanakúgun sovéskra „Listamannaþing 1974 mót- mælir harðlega skoðanakúgun sovéskra stjórnvalda gagnvart þarlendum listamönnum, sem kemur m.a. fram i þvi að fiytja rithöfundinn Alexander Soltsjenytsyn nauðugan úr landi og meina honum að birta verk sin fyrir þjóð sinni”. Schereiber styður d’Estaing PARIS 14/5 — Jean-Jacques Schreiber, aðalritari svokallaðs radikal-sósialistaflokks i Frakk- landi, sagði i dag að stjórn flokks hans hefði ákveðið að styðja ihaldsframbjóðandann Valery Giscard d’Estaing i forseta- kosningunum. Radikal-sósialist- ar þessir munu telja sig einskon- ar milliflokk. Servan-Schreiber sagðist telja að sjötiu af hundraði fylgismanna flokksins myndu hlýða kalli for- ustunnar og styðja ihaldið, en hinir myndu kjósa Mitterand, frambjóðanda vinstrifylkingar- innar. „Kann aö vera að ég sé ekki nógu duglegur” Við höfðum spurnir af því að Svavari Guðna- syni hefði verið falið að gera mynd fyrir Reykjavíkurborg og slógum við þvi á þráðinn til Svavars til að spyrj- ast nánar um þetta. — bað er rétt, ég hef verið beðinn að gera mynd i sam- bandi við ellefu hundrað ára hátiðahöldin. Þetta verður nokkuð stór mynd, um 4 fer- metrar. — Veistu hvar myndinni verður valinn staður? — Mér skilst að það komi til greina ýmsir staðir, jafnvel súkrahús eða bókasafn. — Hvað er langt siðan þú hefur unnið verk fyrir opin- bera aðila? — Ég gerði fyrir nokkrum árum mynd fyrir danska rikið og er hún á stúdentaheimili i Árósum. Svo gerðl ég stóra mynd fyrir Búnaðarbankann og er hún i nýjum húsakynn- um bankans við Hlemm. Myndin, sem ég gerði fyrir Dani, er stærsta mynd sem ég hef gert — heilir tiu fermetrar. — Er von á einkasýningu hjá þér á næstunni? — Ég hef ekki ákveðið neitt slikt. — Þú sendir við og við myndir á sýningar i Dan- mörku? — Ég hef skrópað dálitið i þvi núna upp á næstuna, en hygg nú gott til þess að fara utan um áramótin næstu og taka þátt i Grönningen-sýn- ingu. — Selurðu þá dálitið heima- við? — Ég get selt miklu meira en ég get málað, góði, en hitt kann að vera að ég sé ekki nógu duglegur. Ætli það liggi ekki i þvi hvað ég er orðinn gamall og ónýtur... o Birgir Thorlacius: „Mikil fjárfestingarþörf á framhaldsstiginu” MT flyst í Vogaskóla - Tækniskólinn fœr inni við Höfðabakka - Ekkert gert fyrir MR — Það er griðarlega mikil fjár- festingarþörf á framhaldsskóla- stiginu, sagði Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri i menntamála- ráðuneyti er blaðið spurði hann eftir húsnæðismálum Mennta- skólans við Tjörnina og annarra framhaldsskóla. En eins og blaðið greindi frá i gær er i bigerð að MT fái þann hluta húsnæðis Voga- skóla scm hýst hefur gagnfræða- deildirnar. — Það hefur náðst samkomulag milli ráðuneytisins og fræðslu- ráðs Reykjavikur um að MT yfir- taki þennan hluta Vogaskólans i áföngum, þannig að hann verði fluttur þangað allur haustið 1976. Þetta á þó eftir að taka fyrir i borgarstjórn. Birgir taldi upp það sem menntaskólastigið vantaði til fjárfestingar og var það á þá lund að eftir væri að fullgera þrjá skóla, MH, M1 og ML og að byggja þyrfti yfir þrjá til viðbót- ar. MT,skólann á Austurlandi og þann i Kópavogi. Þessi lausn á húsnæðisvanda MT er þannig hugsuð að með þvi að fresta þvi að byggja yfir skól- ann á lóð þeirri sem honum hefur verið úthlutað i Laugardal og koma honum fyrir i Vogaskóla væri hægt að leggja meiri áherslu á byggingu fjölbrautarskóla i Breiðholti en sá skóli mun verða á menntaskólastigi. Gagnfræðadeildir Vogaskóla eiga að flytjast i Langholtsskóla en til þess að það verði hægt þarf að ljúka við að byggja hann. Væri það mun ódýrara og hentugra en að byrja á nýrri byggingu fyrir MT. Námsflokkar Reykjavikur munu svo yfirtaka gamla Mið- bæjarskólann eftir þvi sem hann losnar. Blaðið innti Birgi eftir þvi hvað fyrirhugað væri að gera til lausn- ar á húsnæðisvanda Tækniskól- ans. Sagði hann að á fjárlögum væri heimild til að selja núver- andi húsnæði skólans við Skipholt til að standa straum af leigu á nýju húsnæði og stofnkostnaði. Væri nú svo til afráðið að taka á leigu hluta af stórhýsi við Höfða- bakka á Ártúnshöfða og væri skólastjórn Tækniskólans sam- þykk þeirri ráðstöfun. Ekki kvað Birgir neinar úrbæt- ur fyrirhugaðar á húsnæðisvanda Menntaskólans i Reykjavik. Lóðarrými leyfði ekki nýbygg- ingu og svo væri stefnt að þvi að fækka i skólanum þegar MT væri kominn i nýtt húsnæði. Blaðið reyndi að ná i rektor MT. Björn Bjarnason, og spyrja hann álits á nýja húsnæðinu en hann hafði þá brugðið sér úr borginni. —ÞII ítalskur harmoníku- snillingur á ferð „Ég er byltingarsinnaður tónlistarmaður - samfélagsvitund min gerir mig að tónlistarmanni” „Tónlistarmenn ættu að vinna á meðal fólksins og nota tónlistina til að breyta þjóðfélaginu — breyta viðhorfi fólks til tónlistar Jarðskjálftar í Júgóslavíu BELGRAD, HONGKONG 13/5 Samdægurs varð vart allsterkra jarðskjálftakippa i Júgóslaviu og Kina. I Kina hefur jarðskjálfti sem mældist 7,1 stig á Richter valdið allmiklu tjóni á fólki og mannvirkjum i Júnanhéraði i suðvesturhluta landsins. í Skoplje i Júgóslaviu fundust kippir upp á 5—6 stig, en ekki hafa þeir valdið teljandi tjóni. Skoplje lagðist að verulegu leyti i rústir i miklum jarðskjálftum 1963. — ég er byltingarsinnaður tón- listarmaður”. Það er italski tónfræði- og tón- smiðaprófessorinn Salvatore di Gesualdo, sem þannig talar. Salvatore di Gesualdo er stadd- ur hér á landi núna og hefur með sér harmoniku sina, sem hann leikur á sigilda tónlist af ýmsu tagi, tónlist eftir gömlu meistar- ana, núlifandi snillinga og sjálfan sig, sem rétt er að telja til þeirra siðarnefndu. Gesualdo heldur af' stað i tón- leikaför um landið næstu daga og mun leika á Akranesi, Akureyri, Húsavik, Neskaupstað og ef til vill viðar. Sl. laugardagskvöld lék hann i Þjóðleikhúskjallaranum, en áheyrendur voru fáir og að sögn umboðsmanns Gesualdo hér á landi, mjög dónalegir sumir. „Fólk kann ekki að meta harmonikuna”, sagði Gesualdo, „það telur hana afþreyingartæki, og hún er yfirleitt notuð sem slikt tæki, notuð til að græða á pen- inga. Ég mótmæli slikri notkun á þessu hljóðfæri og tek upp þráð- inn frá Segovia. Segovia gerði git- arinn að verðugum fulltrúa i fjöl- skyldu hljóðfæranna. Hann leikur sigilda tónlist á gitarinn og gerir það stórfenglega. Ég reyni það sama með harmonikuna”. Þeir sem heyrt hafa Gesualdo leika, eru margir á þvi, að hann verðskuldi að honum sé likt við Segovia. Hann starfar við Cheru- bini tónlistarháskólann i Flórens, en við og við fer hann i hljóm- leikaferðir. Hann kom t.d. til ts- lands árið 1972 — og segir um landið: „Ég er mjög hrifinn af Salvatore di Gesualdo — tón- fræðiprófessor frá Flórens sem ferðast um landið og heldur tón- lcika. landinu. Það höfðar mjög til mins suðræna eðlis, landslagið, litirnir, þetta er allt stórfenglegt — ég skynja landið af djúpri tilfinn- ingu. Ég vildi aðeins óska þess, að ég næði eins góðu sambandi við fólkið i landinu gegnum harmoik- una mina”. — Tónlist og pólitik — hvernig fer það saman? „Ég vil gera tónlistina að póli- tisku tæki. Ég er ekki aðeins tón- listarmaður — ég er frekar bylt- ingarsinnaður tónlistarmaður. Og sem slikur, þá mun ég alla tið berjast gegn stofnuninni. Stofn- unin á Italiu er kapitalisminn. og kapitalisminn stendur i vegi fyrir listinni. List, öll góð list, öll sönn menning, kemur frá vinstri — kemur frá fólkinu i hverju landi — og þvi verður byltingarsinnaður tónlistarmaður að berjast við stofnunina, alveg eins og bvlt- ingarsinnaður málari eða rithöf- undur. Þess vegna notfæri ég mér sfölna tónlistarhefð, jafnframt þvi sem ég sem verk min út frá minni pólitlsku vitund”. Salvatore di Gesualdo hefur leikib inn á band fyrir Rikisút- varpið, hann hefur komið fram i islenska sjónvarpinu, og 1972. er hann var hér á ferð. hélt hann fjölsótta tónleika i Norræna hús- inu. —GG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.