Þjóðviljinn - 15.05.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.05.1974, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. mal 1974. Þannig hefur Adda Bára sfðustu árin bæði starfað á vett- vangi borgarmála og i sjálfu stjórnarráðinu og þess vegna er upplagt að ræða um hvort tveggja. Fyrst spyrjum við hana um störf hennar i ráðuneytinu i til- efni þess að nú er lokið sögulegu þingi. Einskonar rammi — Það er vandasamt að taká nokkur mál útúr, þótt óneitan- lega séu ýmsir máiafiokkar minnisstæðari en aðrir. Þegar þessi rikisstjórn kom til valda var strax komið á tekju- tryggingu handa öldruðum og öryrkjum. Það gerðist með Rœtt við Öddu Báru Sigfúsdóttur, sem skipar 2. sætið á framboðslista Alþýðubandalagsins við borgarstjórnarkosningarnar Adda Bára Sigfúsdóttir skipar 2. sætið á borgarstjórnarlista Alþýðubandalagsins. Adda Bára hefur átt sæti i borgarstjórn tvö kjörtimabil; fyrst 1962-1966, siðar 1970-1974. Hún er þvi gjör- kunnug borgarmálunum og er þekkt að vand- virkni og glöggskyggni i starfi sinu sem borgar- fulltrúi og stjórnmálamaður. Adda Bára Sigfús- dóttir er varaformaður Alþýðubandalagsins. Þegar núverandi rikisstjórn var mynduð, gerðist Adda Bára aðstoðarmaður Magnúsar Kjartanssonar ráðherraog hefur hún starfað sem slik i heilbrigðis- og tryggingaráðunéytinu. Það þarf sterka vinstri samstöðu í borgarstjórninni þeim hætti að Magnús Kjart- ansson heilbrigðis- og tryggingaráðherra gaf út bráðabirgðalög um þetta efni. Og eitt af allrasiðustu frum- vörpunum sem fráfarandi alþingi afgreiddi nú á dögunum sem lög var frumvarp um breytingu á almannatrygging- unum. Það má segja að þessi tvenn lög séu eins konar rammi um það löggjafarstarf, marg- þætt og viðamikið, sem heil- brigðis- og tryggingaráðuneytið hefur beitt sér fyrir á þessum starfstima vinstri stjórnar- innar. Ég litmeð mikilli ánægju á þá gjörbyltingu, sem hefur átt sér stað á kjö'rum gamals fólks og öryrkja á þessum árum, einkum þeirra sem að loknum vinnudegi á gamals aldri eiga engan annan rétt en þann sem almannatryggingakerfið gerir ráð fyrir. 285% — 56% 1 júll 1971, þegar ríkisStjórnin var mynduð, átti þetta fólk rétt á 4.900 á mánuði. Það gat að visu hugsanlega fengið meira.en þurfti þá að snúa sér til viðk. sveitarfélags, hér í Reykjavfk til borgarinnar, og aðeins með beiðni frá framfærsluyfir- völdum var unnt að fá viðbótina. Gamla styrkþega- sjónarmiðið var semsé rikjandi og margir skirrðust við að biðja um það sem þeim fannst vera náðarbrauð. Þessu var breytt strax í ágúst 1971, þannig að réttur til uppbótar varð óháður sveitarfélaginu. Nú er elli- lifeyririnn 12.215 kr. á mánuði og þeir, sem ekki hafa aðrar tekjureiga rétt á uppbót sem nemur 6671 kr. á mánuði. A þesum tima hefur þvi almennur ellilifeyrir hækkað um 149% og bótaréttur þeirra sem engar aðrar tekjur hafa um Aflgjafi s 285%. Framfærsluvlsitalan hefur hins vegar hækkað um 56% á sama tlma (þ.e. frá júni 1971 til april 1974.) Hér er um mjög stórfelldan ávinning að ræða fyrir gamla fólkið. Enda hefur fjöldi aldraðra haft samband við mig og haft á orði að aldrei áður hafi alþýða þessa lands búið við jafn góð kjör. Rýmri réttur til tekjutryggingar En eins og ég sagði áðan endaði þetta þing með þvi að samþykktar voru breytingar á almannatry ggingalögunum, sem feJa i sér mjög rýmkaðan rétt til tekjutryggingarupp- bótar. Breytingin felst i þvi að menn halda fullri uppbót á lifeyririnn, þo að þeir hafi árstekjur sem nema 37.500 kr., en siðan skerðist uppbótin um helming þeirra tekna sem umfram það eru. Full uppbót á ári er 80.000 kr. Hún byrjar að skerðast „ þegar aðrar tekjur fara yfir ' 37.500kr., eins og ég sagði aðan. Hafi bótaþeginn t.d. 39.500 kr. skerðist uppbótin um 1000 kr., og hún heldur áfram að lækka um 1000 kr. fyrir hverjar 2000 kr. sem bætast við af öðrum tekjum, þar til komið er ofan i núll, þegar aðrar tekjur ná 197.500 kr. á ári. Þó að uppbótin hverfi þegar þessum tekjum er náð halda menn eftir sem áður óskertum grunnlifeyri, 12.215 kr. á mánuði. Þessi breyting kemur einkum til góða þvi fólki, sem hefur smávægilegar atvinnu- tekjur eða lágar greiðslur úr lifeyrissjóðum. Grundvallarsigur — En i þessu nýsamþykkta frumvarpi voru einnig mikilvæg atriði um tannlækningar og lyfjagreiðslur. — Já, hér er um að ræða grundvallarsigur hvað snertir tannlækningar. Þærhafa hingað til verið algerlega utan við tryggingakerfið, en nú koma þær inn i áföngum. Frá 1. sept. næstkomandi eiga öll börn á aldrinum 6-15 ára að njóta ókeypis tannlækninga hjá skóla- tannlæknum, tannlæknum sem vinna á heilsugæslustöðvum eða tannlæknum á eigin stofum sem samið verður við. Sjúkrasam- lögin og sveitarfélögin eiga að greiða sinn helminginn hvor af þessari þjónustu. Hingað til hefur fyrirkomulag skóla-tann- lækninga verið með ýmsu móti. Sums staðar, eins og t.d. hér i Reykjavik, hefur þjónustan verið greidd að fullu fyrir 7-12 ára börn, en viða er um mjög takmarkaða þjónustu að ræða. Fyrsta janúar næsta ár eiga greiðslur frá sjúkrasamlögum einnig að ná til barna á for- skólaaldri, 16 ára unglinga, öryrkja, ellilífeyrisþega og van- færra kvenna. Sveitarfálög eiga hins vegar ekki að greiða neitt fyrir þessa hópa, þannig að þeir bera sjálfir helming kostn- aðarins. Lyfjaverð samræmt Þá er einnig i hinum nýju lögum ákvæði um breytta til- högun lyfjagreiðslna. Ég vil taka fram, að eftir sem áður munu lyf sem lifsnauðsynlegt er að nota að staðaldri, vera ókeypis. Af öðrum lyfjum greiðir notandinn alltaf fyrstu 125 krónurnar, ef lyfið er innlent, en fyrstu 200 kr. ef lyfið er innflutt. Hér er þvi um að ræða nokkurs konar allsherjar- útiöfnun á lyfjaverði. Sjúkra- samlögin munu greiða a sambærilegan hlut og áður, en hér er einfaldlega um að ræða samhjálp samlagsmannanna. Þessi ákvæði sem við höfum rætt eru ákaflega mikilvæg. En ef ég ætti að telja upp öll mál sem breyst hafa til batnaðar i heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu siðustumisserin tæki það alltof mikið riim. En ég vil aðeins minna á, að á þessu tímabili hefur verið lögfest algerlega nýtt skipulag heil- brigðisþjónustunnar í landinu, hvorki meira né minna. Geðdeild Landspitalans og hæli fyrir drykkjusjúka á Vífils- stöðum eru einnig minnisstæðir sigrar á þessu timabili. Góðæri af hálfu landsstjórnar — Nú ert þú hvorttveggja i senn borgarfulltrúi og starfs- maður I heilbrigðis- og trygg- ingamálum stjórnarráðsins. Sitthvað hefur gerst i sam- skiptum rikis og borgarstjórnar sem hefur haft mjög veruleg áhrif á borgarmálin. — Við vorum að tala um almannatryggingarnar.— Ein- mitt á þvi sviði hefur gerst mjög mikilvæg breyting, þannig að nú þarf borgin ekki að leggja fram fé til Hfeyristrygginga almannatrygginganna, og það eitt sparar borginni hundruð miljóna króna. Þá hafa verið sett ný lög um tekjustofna sveitarfélaga og hefur borgin aldrei haft rýmri möguleika til fjárfestingar en eftir tilkomu þessara laga. Þannig hefur meirihlutinn sem er við völd búið við góðæri af hálfu lands- stjórnarinnar, en mér þykir leítt að þetta góðæri hefur ekki verið hagnýtt i þágu borgarbúa sem skyldi. Þannig eru 900-1000 börn á biðlistum eftir leikskólaplássi, og á dagheimilum er ástandið þannig að þar eru ekki skráð á biðlista önnur börn en börn námsmanna, einstæðra foreldra eða foreldra með fráleitar aðstæöur. úr þessum hópum einum biða nú 300 börn. Og það er einnig dapurleg staðreynd að nú biða 500 gamalmenni i borg- inni eftir plássi á elliheimili. 15 borgarfulltrúar — Og nú fara kosningar i hönd og Sjálfstæðisflokkurinn fer hamförum með borgarstjóra sinn um alla borgina. — Sjálfstæðisflokkurinn byggir allan sinn áróður á því að hann bjóði upp á borgarstjóra og samhentan meirihluta. Frá sjónarmiði borgarfulltrúa er þetta tal um „samhentan meirihluta" i meira lagi spaugi- legt, þegar haft er i huga siðasta kjörtimabil. Þá hefur einn borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins komið fullkominni ringulreið á „samhenta meiri- hlutann" og sá reipdráttur, sem áður var tryggilega lokaður á bak við tjöldin, kemur nú i ljós, einkum þegar um það er rætt hverjir eigi að hljóta stöður á vegum borgarinnar. Mér er það til dæmis minnisstætt þegar fresta varð á tveimur borgar- stjórnarfundum að ákveða til- nefningu manns i stöðu fram- kvæmdastjóra heilsuverndar- stöðvarinnar — þvi hinn sam- henti meirihluti gat ekki komið sér saman. Birgir Isleifur Gunnarsson er að sjálfsögðu geðþekkur maður — og það eru raunar flestir menn sem betur fer. En að heill borgarinnar standi og falii með þvi að hann beri titil borgar- stjóra fæ ég engan veginn séð. 1 þessum borgarstjórnar- kosningum verður tekist á um það hvaða flokkar og sjónarmið marki framkvæmdir i Reykja- vfk næstu fjögur árin og til þess kjósum við fimmtán borgarfull- trúa. Þessir borgarfulltrúar Framhald á bls. 13 ^W

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.