Þjóðviljinn - 15.05.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.05.1974, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 15. mai 1974. ÞJÓÐVÍLJINN — SIÐA 5 Nokkrir fundarmanna á aualfundi Samvirkis. Samvirki — framleiðslusamvinimfélag rafvirkja Greiðir hæst kaup rafiðnaðinum Aðalfundur SAMVIRKIS — framleiðslusamvinnufélags raf- virkja var haldinn að Hótel Sögu laugardaginn 11. mai sl. Ásgeir Eyjólfsson, formaður félagsins, flutti skýrslu stjórnar- innar, en I henni kom m.a. fram að velta féla£sins 1973 varð lið- lega 7 miljónir króna, og er af- koma þess góð. Félagið, sem er fyrsta starf- andi framleiðslusamvinnufélag i iðnaði hér á landi, var stofnað 22. febrúar 1973 að frumkvæði Félags islenskra rafvirkja, og hafa jafn- an verið náin tengsl á milli félag- anna. SAMVIRKI er löggiltur verktaki, en stendur utan sam- taka meistara i iðngreininni, enda tekur það afstöðu með laun- þegum og kjarabaráttu þeirra. Hóf það rekstur i maimánuði 1973. Fyrst i stað unhu aðeins 3 rafvirkjar hjá félaginu, en hafa nú verið 10 um nokkurt skeið. Félagið greiddi starfandi raf- virkjum 35% álag ofan á dag- vinnukaup sl. ár og greiðir nú 45% álag, þannig að ekkert fyrirtæki i rafiðnaði greiðir jafnhátt kaup, eða kr. 431,00 á timann i dag- vihnu. Þrátt fyrir þetta hefur fé- lagið tekið þátt i allmörgum út- boðum og boðið viðskiptavinum sinum hagstæð kjör. 1 rafvirkjadeild félagsins voru um áramót 32 félagar, en 50 i fé- laginu. Úr stjórn rafvirkjadeildar átti að þessu sinni að ganga Ingv- ar Elisson, en var endurkjörinn. Fundurinn samþykkti að greiða starfandi rafvirkjum 5% auka- launauppbót á vinnustundir árs- ins 1973. Jafnframt samþykkti hann sérstakar þakkir til Ásgeirs Eyjólfssonar fyrir farsæla fram- kvæmdastjórn, til Hannesar Jónssonar fyrir aðstoð við stofnun og skipulagningu félagsins og til Hrafns Magnússonar fyrir störf hans i þágu félagsins. Ennfremur samþykkti fundurinn að verja kr. 50.000,00 af hagnaði sl. árs til styrktar Blindrafélaginu. Fundarstjóri á aðalfundi raf- virkjadeildar var Kristinn Snæ- land, en ritari Gisli Þ. Sigurðsson. Akveðið er að~ aðalfundur a]- mennu deildar félagsins verði haldinn 30. mai að Hótel Esju og að i framhaldi af honum fari fram almenn kynning á framleiðslu- samvinnu. Verður iðnsveinum úr ýmsum öðrum iðngreinum boðin þátttaka i fundinum, en Hannes Jónsson, félagsfræðingur, mun flytja þar erindi um framleiðslu- samvinnu sem efnahagslegt skipulagsúrræði, en Ásgeir Eyiólfsson, formaður SAM- VIRKIS, mun flytja erindi um hagnýta reynslu af starfi fram- leiðslusamvinnufélags rafvirkja og svara fyrirspurnum. Félagið er nú til húsa i Barma- hlið 4 i Reykjavik, og er Guðmundur Magnússon löggiltur meistari þess. Danskennsla fyrir blinda Blindrafélagið œtlar að efna til sumarleyfisferðar til Fœreyja Síðastliðinn vetur hefur tóm- stundastarf verið blómlegt hjá fé- lagi blindra að Hamrahlíð 17. Námsflokkar Reykjavíkur önn- uðust námskeið i hnýtingum og annarskonar föndri, sem margir félagsmanna. sóttu og margt fai - ilegra og eigulegra muna var unnið af þátttakendum. Fyrir velvild skólastjóra námsflokkanna og þeirra, sem veittu tilsögn á þeirra vegum var tekið tillit til sérþarfa blindra og þeim ekki gert að sækja tima i bækistöð námsflokk- anna i Laugarlækjaskóla. Námskeiðið fór fram i hinni rúmgóðu nýbyggingu Blindrafé- lagsins að Hamrahlið 17, en með tilkomu þeirrar byggingar hefur öll aðstaða til félagsstarfa batnað að mun, sem m.a. kom fram i þvi að nú var efnt til danskennslu fyr- ir blinda. I tilefni þjóðhátiðarárs voru æfðir þjóðdansar undir leið- sögn kennara frá Þjóðdansafélagi Reykjavikur. Kennaranum til að- stoðar voru nokkrir nemendur frá Þjóðdansafélaginu og mæltist þessi nýbreytni vel fyrir. Þátttak- endur á báðum námskeiðunum kunna öllum þeim, er gerðu þessa starfsemi mögulega bestu þakkir. Framundan er nú sumarleyfis- ferð til Færeyja. Verður farið héðan sunnudaginn 18. ágúst nk. og komið til baka fimmtudaginn 22. s.m. Séð verðuf fyrir gistingu i Færeyjum, hópnum að kostn- aðarlausu og velunnarar blindra þar hafa lagt á ráðin um hvernig heppilegast mundi að ráðstafa timanum þannig að sem mest fengist út úr ferðalaginu hvað skemmtun og fróðleik áhrærir. Mikill áhugi er fyrir ferðinni og mun nú nær fullbókað i eina flug- vél. Til undirbúnings ferðinni hefur félagið i hyggju að efna til Fær- eyjavöku i Blindraheimilinu i kvöld miðvikudaginn 15. mai og hefst hún kl. 20:30 (half niu). Samstarf hefur tekist með Blindrafélaginu og félaginu Is- land-Færeyjar, og mun formaður þess, Árni Johnsen, annast um- sjón og stjórn vökunnar. Ólafur Halldórsson mag. art. mun flytja erindi um Færeyjar, sögu þeirra og menningu,en Árni segja frá þvi hvernig það er að koma til eyj- anna sem ferðamaður. Ennfrem- ur verður tónlist, kaffiveitingar og skyndihappdrætti. Aðgangur að Færeyjavöku Blindrafélagsins er öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Aðgangur kostar kr. 150.00 og eru veitingar innifaldar. Kór Oldutúnsskóla Tók þátt i norrœnni söngkeppni i fyrrakvöld kom barnakór öldutúnsskóla i Hafnarfirði heim úr söngför tii Finnlands þar sem hann tók þátt i keppni norrænna barnakóra. Söng kórinn tvivegis og sjálfri keppninni var útvarpað beint um öll Norðurlönd nema ís- land og Færeyjar. Ferðalag kórsins hófst á föstu- daginn og var þá flogið til Turku i Finnlandi þar sem keppnin fór fram. A laugardaginn sungu kór- arnir fimm frá Danmörku, Svi- þjóð, Noregi, Finnlandi og Islandi i dómkirkjunni i Turku. Fékk is- lenski kórinn góðar viðtökur þar. Á sunnudaginn fór svo sjálf keppnin fram. Finnski kórinn Auglýsinga síminn er17500 varð hlutskarpastur, en ekki var greint á milli hinna fjögurra. Að sögn annars fararstjórans hlaut fslenski kórinn einnig mjög góðar viðtökur þar og eitt besta hljóðið af öllum kórunum. A mánudaginn var svo flogið heimleiðis með við- komu i Kaupmannahöfn. 1 kórnum eru 24 börn á aldrin- um 10—18 ára og var hann sá fá- mennasti af kórunum fimm. Með i förinni var söngstjórinn, Egill Friðleifsson, Maria Steingrims- dóttir kennari við skólann, Guðmundur Gilsson frá Rikis- útvarpinu og Herdis Oddsdóttir sem átti sæti i dómnefnd keppn- innar fyrir tslands hönd. Á söngskrá kórsins voru ein- göngu islensk lög og má þar nefna Öljóð eftir Jón Ásgeirsson, Máriuvers, Abbalabbalá o.fl. Viðmælandi blaðsins var mjög ánægður með ferðina og kvað skipulagningu alla hafa verið til fyrirmyndar. —ÞH Setjum upp botnyörpur og önnumst viðgerðir á þeim. NETAGERÐIN SIGURÐUR H/F. ÓLAFSVÍK - SÍMI 93-6351 STAKKHOLT H/F. ÓLAFSVÍK þakkar starfsfólki sinu gott starf á liðinni vetrarvertið. Gleðilegt sumar! SALTFISKVERKUN SKREIÐARVERKUN BAKKI S/F v/Ennisbraut - Ólafsvik - SÍMI 93-6267

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.