Þjóðviljinn - 15.05.1974, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 15.05.1974, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. mai 1974. 'IOWIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Otgefandi: (Jtgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann llitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Kitstjórn, afgreiðsla. auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. VINSTRI STEFNA VELTIR ÍHALDSKERFINU 26. MAÍ OG OPNAR SIGURRRAUT FÓLKSINS Siðustu vikur hefur alþjóð haft einstakt tækifæri til að fylgjast með stjórnmálaat- burðum á alþingi og fella eigin dóma um menn og málefni óháð fréttaskýringum blaðanna. Jafnframt gátu blaðalesendur eftir að verkfallið leystist séð og afhjúpað fréttafalsanir Morgunblaðsins og gifur- yrði, sbr. „valdarán”, og að Ólafur hafi ,,losað sig við þingið” o.s.frv. Á alþingi gaf að lita sjálfheldu vegna breyttra valdahlutfalla og ábyrgðarleysi stjórnarandstöðu er hún neitaði efnahags- frumvarpinu um þingræðislega meðferð og þorði ekki að sýna eigin tillögur um að- gerðir i efnahagsmálum vegna yfirvof- andi kosninga. Þeir foringjar stjórnar- andstöðunnar, Gylfi og Geir, er skreyttu sig með fagurmælgi um ábyrgðartilfinn- ingu, þeir gátu ekki tekið þinglega á efna- hagsmálunum er þeir sjálfir töldu að gera yrði ráðstafanir i, ef atvinnulifið ætti ekki að sigla i strand. Það eina sem fyrir þeim vakti var að komast i pólitisk hrossakaup um myndun hægri stjórnar. Þetta ráða- brugg valdamannanna i viðreisnarflokk- unum ásamt meðreiðarsveinunum Birni og Hannibal átti að ráða til lykta innan raða hinna hrokafullu valdhafa, sem telja sig hafna yfir fólkið. Allt átti að ske án þess að þjóðin væri tilkvödd. í sjónvarpi fékk almenningur siðan að sjá hina van- stilltu og vonsviknu valdamenn, Gylfa, Geir og Hannibal, setja á svið fræðilega deilu og sefasýkishróp þess á milli, eftir að við þeim blasti að standa frammi fyrir dómi þjóðarinnar i almennum alþingis- kosningum. Sú ákvörðun vinstri stjórnar- innar að leggja gerðir sinar undir dóm þjóðarinnar hefur verið fagnað, það hefur skýrt linurnar i stjórnmálunum og auð- veldað fólki valið, þvi berstripaðir standa hinir hrokafullu valdhafar sérhagsmuna- klikunnar eftir hrossakaup og úrræða- og ábyrgðarleysi i efnahagsmálum. Á hinn bóginn eiga kjósendur auðvelt með að gera upp hug sinn til þeirrar vinstri stefnu og stjórnar, sem nú skirskotar i nafni lýð- ræðisins til þjóðarinnar. En fólkið i landinu hefur siðustu vikur ekki fengið tækifæri til að sjá annan þátt þess valdatafls, sem sérhagsmunaklik- urnar i Sjálfstæðisflokknum eru bendlað- ar við. I hálfa öld hefur Reykjavikurborg verið höfuðvaldamiðstöð ihaldsins. Þar hefur hreiðrað um sig forystulið ihaldsins og nær 40 dyggir flokksmenn i embættis- kerfinu. Ekki hefði verið vanþörf á, að sjónvarpsljósum hefði verið beint að þvi valdakerfi; slikur framhaldsþáttur hefði svipt hulinhjúp af þeim hagsmunaklikum sem ihaldið hefur alið upp umhverfis sig hjá Reykjavikurborg, þar sem lögmál einkagróðans hefur ráðið rikjum. Gegn þvi rotnaða og spillta valdakerfi hálfrar aldar ihaldsstjórnar i höfuðborg landsins verður fólkið einnig að risa. Það þarf að hrikta i þessu „musteri” einkagróða- flokksins i borgarstjórnarkosningunum 26. mai i vor, sigra þetta vigi Sjálfstæðis- manna og ryðja þannig braut fyrir rót- tæka félagshyggjustefnu i borgarmálefn- um. Aðeins heilsteyptur vinstri flokkur, Alþýðubandalagið, róttækur félags- hyggjuflokkur, getur skapað afl gegn i- haldi. Ef róttæk vinstri stefna veltir ihald- inu úr borgarstjórn þann 26. mai væri jafnframt rudd braut fyrir stórfellda sigursókn Alþýðubandalagsins i alþingis- kosningunum þann 30. júni, þegar fólkið hefur valdið til að velja vinstri stefnu. KQSNING AST ARFIÐ: Starf sem byggist á fóm- fýsi og stuðningi fólksins Mér er það ekkert launungarmál, að okkur hér á kosningaskrifstof- unni finnst vera frekar létt undir fæti i þeirri kosningabaráttu sem nú er nýhafin. Það er áberandi mikill hugur í flokksfólki og öðrum stuðningsmönn- um, það er ekki hægt að segja að fólk liggi á liði sínu. En verkefnin vaxa með hverjum deginum sem nær færist kosningun- um og því vil ég hvetja fólk til þess að koma hér eða hafa samband víð okkur til að takaað sér verkefni nú við kosningaundirbúning- inn og á kjördag. Þetta sagði Sigurður Magnús- son formaður Alþýðubandalags- ins i Reykjavik er við litum innn til hans á skrifstofuna á Grettis- götu 3 i gærdag. Þar inni var lif og fjör og auðséð að skammt er nú til kosninga, og það raunar frekar tveggja en einna. Við Sigurður þurftum að leita skjóls i salnum uppi i risi húsins til þess að fá smá næðisstund. — Ég vil hvetja lesendur blaðs- ins til þess að fylgjast með þeim tilkynningum frá kosningastjórn og kosningaskrifstofum sem Þjóðviljinn birtir nú daglega. Þar er að finna upplýsingar um utan- kjörfundarkosninguna, en mið- stöð fyrir hana varðandi landið allt er að finna hér i húsinu. Þar er sérstakur simi, 2-81-24, auk al- menna skrifstofusimans hér, sem er 2-86-55. Starfsmenn utankjör- fundarmiðstöðvarinnar eru þeir Halldór Pétursson og úlfar Þor- móðsson. Það er mjög mikils virði að Al- þýðubandalagsfólk láti vita um þá stuðningsmenn sem það veit að ekki verða staddir i sinu sveitarfélagi á kjördag. Sumir bregða sér til útlanda, aðrir fara á sjóinn eða til ýmisskonar starfa fjarri heimilum sinum. Reglan er þessi: Ef liklegt er að þú veröir fjarri kjörstaö þinum á kosninga- dag, kjóstu þá utankjörfundar sem fyrst vegna þess að það skaðar aldrei! — Þá vil ég, heldur Siguröur áfram, minna á kosninguna er- lendis, en nú er hægt að kjósa óvenju viða. Við höfum hér full- komna skrá yfir kjörstaði er- lendis og þá tima sem þeir eru opnir, en það er aðeins i sendi- ráðunum sem unnt er að kjósa fram á kjördag. Ivámsmenn, fólk sem leitar sér lækninga erlendis og þeir sem eru í skammtima heimsókn eiga að jafnaði kosningarétt. Ilins vegar eru mikil brögð að þvi að fólk sé alls ekki á kjörskrárstofninum, en það er enn ekki of seint að fá fólk dæmtinn á kjörskrá, ef skjótt er við brugðið. Við getum hér á kosningaskrifstofunni annast þau mál, en þurfum þá að fá — auk nafns og dvalarstaðar ytra - upplýsingar um lögheimili á ís- landi og vottorð frá skóla, sjúkr- húsi eða húsráðanda erlendis. Það cr einkum fólk sem dvelur á Norðurlöndum sem hefur orðið fyrir þvi aö detta út af kjörskrá vegna samnorrrænna ákvæða um flutningsvottorð. En með dóms- máli i hverju einstöku tilviki er hægt að fá úrskurð um að kosningaréttur haldist. Þetta bið ég fólk að athuga, ef það veit af liklegum kjósendum Alþýðu- bandalagsins ytra sem svona stendur á um. — Ég sé hér mann við stöi*f i hverju horni. — Já, við höfum fólk, en það vantar eigi að siður sjálfboðaliða Sigurður Magnússon til ýmissa starfa. Það hlaðast upp verkefni hér, og margt þarf að gera úti i hverfunum sjálfum fyrir kjördag. Þess vegna vil ég hvetja fólk, sem hefur einhvern lausan tima á daginn eða á kvöld- in, að gefa sig hér fram — koma eða hringja. Við erum þegar farin að skrá niður fólk til starfa á kjördag. Þá verður mikið að snúast, þá þarf kjördeildarfólk, fólk á kosninga- skrifstofur úti um allan bæ og fólk sem gctur látið i té bíla og ekið. — Kostar þetta ekki mikið fé? — Þvi fleiri sjálfboðaliðar sem gefa sig fram, þvi minna fé þurf- um við. En þó er margt sem kost- ar peninga og ekki er hægt að komast undan. Siminn er dýr, prentunarkostnaður er orðinn hár, dreifing, auglýsingar, fundarhöld og áróður kostar sitt. Það riður þvi á miklu fyrir þessa starfsemi okkar, að fólk bregðist vel við fjárbónum okkar. Nýlega hafa vcrið sendir út miðar i kosningahappdrætti Al- þýðubandalagsins til ýmissa stuðningsmanna hér i Reykjavík, og ég vil eindregið hvetja fólk til þess að'gera skil hið fyrsta. Þeir sem ekki hafa fengið miða en vilja styðja okkur fjárhagslega, geri svo vel að gefa sig fram hér á Grettisgötu 3 — það verður tekið fagnandi á móti þeim! —hj Nýkomin indversk bómullarefni og mussur i miklu úrvali. Jasmin Laugavegi 133 Litið inn i aðalstöðvarnar á Grettisgötu 3 til Sigurðar Magnússonar, formanns Alþýðubandalagsins i Reykjavik

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.