Þjóðviljinn - 15.05.1974, Síða 7

Þjóðviljinn - 15.05.1974, Síða 7
Miðvikudagur 15. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 olafsvik hefur um ára raðir verið mestur útgerðarstaður á Snæfellsnesi og um leið stærsti kaupstaðurinn á nesinu. Þar var sem i öðrum útgerðarstöðum á Snæfellsnesi unnið nótt og dag að kalla, virka daga sem helga, meðan vetrarvertið stóð yfir, og þannig var það er við heimsóttum olafsvík í prentaraverkfallinu á dögunum. Þar sem mikið er unnið og þá um leið mikilla pen- inga aflað er einnig mikið framkvæmt og þannig er það í Ólafsvík, uppbyggíng til lands og sjávar. Opinberar framkvæmdir eru miklar og aldrei hefur annað eins verið byggt af íbúðarhúsum þar og á síöasta ári. Utlit er fyrir að það met verði slegiö i ár og að þá verði þar meira um íbúðabyggingar en nokkru sinni. ólafsvíkurbúar eru greini- lega bjartsýnir á framtíðina og nú er það úr sögunni að unga fólkið flytjist þaðan burt, þvert á móti vill það og raunar margt aðkomufólk setjast þar að enda er óvíða búsældarlegra en i ólafsvik. En heyrum nú hvað fólk þar haföi aö segja um háanna- tímann, miðja vertið. ÓLAFSVÍK Hermann Hjartarson hrepps- ' nefndar- maður í Ólafsvík Til að fá fréttir af því sem er að gerast í ólafsvík leituðum við til Hermanns Hjartarsonar sem á sæti i hreppsnefnd ólafsvíkur- hrepps og báðum hann segja okkur undan og ofan af þvi sem þar er að gerast. Stækkun hafnarinnar er okkar stóra mál” * Hér er svo sem sitthvað á döf- inni, en segja má að mál málanna hjá okkur nú sé stækkun hafnar- innar, en framkvæmdir við það verk hefjast i sumar og verður þá unnið fyrir um 40 miljónir sem þegar er búið að veita til verks- ins. Þetta verður fyrsti áfangi i fjögra ára áætlun um stækkun hafnarinnar. Það sem gert verður i sumar er að reka niður stálþil við syðsta grjótgarðinn og að koma upp viðleguplássi fyrir bátana, sem er mjög aðkallandi orðið, en flotinn stækkar hér ár frá ári. — Hvað eru margir bátar gerðir út frá Ólafsvik nú? — 1 vetur hafa verið gerðir út 24 stórir bátar, sem er meira en nokkru sinni áður, og eru þeir allir á netum. Einnig eru gerðir út smærri bátar sem stunda rækju- veiðar á Breiðafirðinum. — Og fiskverkunarstöðvar, hvað eru þær margar hér? — Frystihúsin eru tvö, sem þó eru rekin sem eitt, og svo þrjár saltfiskverkunarstöðvar. — En svo við snúum okkur aftur að opinberum fram- kvæmdum i Ólafsvik, hvað er þá næst fyrir utan hafnargerðina? — baðeru nokkur stór verkefni sem hreppurinn vinnur að og má þar nefna áframhald á varanlegri gatnagerð en byrjað var i fyrra að steypa götur og var þá lokið við500m kafla af aðalgötunni. 1 ár verður unnið fyrir 5-6 miljónir i gatnagerðinni. Nú, þá er verið að endurbyggja vatnsveituna og verður komið upp 400 rúmmetra vatnstanki, en hér er allmikill vatnsskortur einkum meðan vertiðin stendur sem hæst. Undir- búningur að nýjum gagnfræða- skóla er hafinn og er verið að teikna hann og hanna. Ég get ekki sagt hvenær verður byrjað að byggja hann á þessu stigi máls- ins. En skólabyggingin er orðin mjög aðkallandi enda búa nú orðið um 1100 manns i Ólafsvik og fjölgar alltaf heldur en hitt. — Er þá ekki húsnæðisleysið vandamál hér sem annarsstaðar á Snæfellsnesinu? — Jú, hér er mikið húsnæðis- leysi, og mér er óhætt að fullyrða að hér byggju mun fleiri ibúar ef nægt húsnæði væri fyrir hendi. Það er greinilega mikill áhugi hjá mörgum að flytjast hingað. Þess vegna hefur hreppurinn ákveðið að gangast fyrir byggingu fjöl- býlishúss með 5-6 ibúðum sem fyrirhugað er að leigja út. Hreppurinn mun leggja fram i þessu skyni 12 miljónir en um 80% af kostnaði verða fengin ,gð láni hjá rikinu. Auk þess er svo fyrir- hugað að hef jast handa um bygg- ingu verkamannabúslaða samkvæmt nýju lögunum um þá. Nú, þessi húsnæðisskortur leiðir svo aftur af sér vinnuafls- skort. Segja má að það vanti fólk til allra starfa hér. Það er ekki óalgengt að 1 til 3 menn vanti á bátana, auk þess sem stórlega vantar fólk i fiskvinnuna i landi. Og á meðan við getum ekki boðið fólki uppá mannsæmandi aðbúnað yfir vertiðina leysist þetta mál ekki. — Er þá einnig næg atvinna hjá ykkur sumaar og haust? — Já, hér hefur um margra ára skeið verið næg atvinna allt árið. Nú hefur það hinsvegar gerst að búið er að loka fyrir trollveiðina á Breiðafirðinum og þvi er ekki að leyna að menn eru uggandi um að það geti haft alvarlegar afleið- ingarfyrir staðina hér á Snæfells- nesinu, einkum yfir sumarið og haustið. Það er þó engu hægt að spá um hverju fram vindur, en maður verður bara að vona að úr rætist með einhverju móti. — Þið eruð ekki með nein áform um skuttogarakaup hér i Ólafsvik? — Nei, ekki er það nú. Við höfum varla getað annað ölium þeim afla sem á land hefur borist á liðnum árum, svo það er ekki von til þess að menn hugsi til skuttogarakaupa hér. En ef friðun Breiðafjarðarins setur stórt strik i reikninginn þá gæti allt eins verið að menn færu að hugsa til slikra togarakaupa. ilermann Iljartarson Fiskverkunarstöðvarnar og frystihúsin hér hafa verið að stækka við sig undanfarið og mega illa viö þvi að afli dragist saman. — Hvaða fiskverkunarstöðvar eru i Ólafsvik? — Það eru frystihúsin Hóla- vellir h/f og Hraðfrystihús Ólafs- vikur og svo Viglundur Jónsson og Bakki s/f með saltfiskverkun. — Ég hef tekið eftir þvi að hér eru mjög mörg ibúðarhús i byggingu. Hvað var byrjað á mörgum húsum á sl. ári? — 20 lóðum var úthlutað og bygging milli 15 og 20 ibúðar- húsa hafin og ég á von á þvi að það verði annað eins sem byrjað verður á i vor og sumar. Annars er mjög erfitt að fá byggingar- iðnaðarmenn til starfa og stendur það mjög i vegi fyrir þvi að fleiri ráðist i að byggja. — Hvernig er með aðdrætti til ykkar hér i Ólafsvik, eru þeir allir iandleiðis? — Já, það má heita. Stórir vöruflutningabilar ganga á milli Ólafsvikur og Reykjavikur allt árið. Þeir anna fullkomlega þessum flutningum og veginum yfir Fróðárheiði er haldið opnum i það minnsta 2 daga i viku yfir vetrarmánuðina. — Segðu mér þá Hermann, hvernig er félagslifið i Ólafsvik? — Það er bara nokkuð fjörugt, einkum á sumrin og haustin, en eðlilega dofnar yfir þvi á vertið- inni vegna hinnar miklu vinnu sem þá er hér. Annars eru starf- andi hér klúbbar, leikfélag, tafl- og bridsfélag og svo er liflegt iþróttalif hér. — Tekur fólk hér almennt sumarfri, eftir hina miklu vinnu- törn yfir vertiðina? — Það hefur nú ekki verið almennt að fólk fari i sumarfri, en nú hin allra siðustu ár hefur það aukist mikið og mér er óhætt að segja að það sé orðið all almennt að fólk taki sér 2ja eða 3ja vikna fri yfir hásumarið. — Að lokum Hermann? — Ja, þetta er nú orðið æði langt spjall, en ég vil þó segja að það er mikill hugur i mönnum i Ólafsvik. Segja má að hér sé mikill uppgangur. Útgerðarmenn hafa verið að kaupa nýja báta, einn er nýkominn frá Akurevri og annar er þar i smiðum og Smári s/f er nýbúinn að kaupa stóran bát frá Noregi. Þá er nýlokið byggingu beitingarhúss með frystigeymslu sem auk þess verður geymsla fyrir veiðarfæri bátanna. Nei, það er ekki annað hægt að segja en að það sé hugur i fólki i Ólafsvik. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.