Þjóðviljinn - 15.05.1974, Síða 9

Þjóðviljinn - 15.05.1974, Síða 9
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 15. mai 1974. Miðvikudagur 15. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 SÉÐ YFIR ELDRI HÚSIN í ÓLAFSVÍK ■ Rafstööin er aö veröa of lítil vélum, en þar er ekki um fram- tiðarlausn að ræða þar sem keyrsla þeirra er svo dýr, en kw.- stundin til húsahitunar er aðeins seld á 1,12 kr. en til almennra heimilisþarfa á 4,60 kr. — Og hver er framtiðaráætlun- in hjá ykkur? — Það er lina frá Landsvirkj- un, linan Reykjavik, Akranes, Andakilsárvirkjun og þaðan lina á Snæfellsnesið. Áætlað er að i ár verði hafist handa um lagningu linunnar, en þetta verk tekur það langan tima, að fyrirsjáanlegt er að við verðum að fá fleiri disel- stöðvar næsta haust ef við eigum að anna raforkuþörfinni næsta vetur. — Hefur ekki komið til greina að virkja fleiri vatnsföll hér á Snæfellsnesinu? — Jú, það hefur verið talað um slikt og það hefur raunar verið rannsakað, en ekki þótt hag- kvæmt, og þvi hefur ekkert orðið úr þvi. — En hvernig list þér á sam- tenginguna, landslinuna sem svo mjög hefur verið umdeild? — Mér list afar vel á hana, það virðist ekki önnur lausn betri né hagkvæmari fyrir hendi. — Verða þá þessar gömlu vatnsafls- og diselstöðvar lagðar niður þegar búið verður að tengja? — Nei, þær verða allar áfram sem varastöðvar. — Þið fóruð illa útúr linusliti og staurabrotum i óveðrinu 12. feb. sl.. — Já, mjög illa, sennilega hef- ur ástandið óviða verið jafn slæmt. Hér á okkar svæði brotn- uðu 73 staurar frá Breiðuvik i menn velji þá vinnu frekar og ekki hvað siður vegna þess að okkar starf er oft á tiðum óhemju erfitt og erilsamt. Þvi að einmitt þegar veðrið er hvað verst, þá er mest að gera hjá okkur við að lag- færa bilanir. Við þurfum oft að ganga með linunni i blindhrið klukku- stundum saman yfir fjallvegi og ófærur með tól okkar á bakinu og leita að bilunum. Að visu höfum við nú orðið snjósleða, en það er bara ekki alltaf hægt að koma honum við, þannig að þetta er óskaplegt erfiði hjá okkur þegar bilanir verða á linu eða staurum. — En svo við snúum okkur aft- ur að Rjúkandavirkjun; er ekki möguleiki á að stækka hana? — Nei, það er ekki hægt, vatns- magnið i ánni er notað til hins ýtr- asta. Þegar þessi stöð var byggð var haldið að hún myndi duga og meira en það um alla framtið, en hún var orðin of litil eftir 3 ár. — Og stóð hún af sér frosta- kaflann i vetur? — Já, fullkomlega. Að visu dró nokkuð úr afköstum hennar smá tima, en það var ekkert til að tala um, og eins og ég sagði áðan þurftum við aldrei að gripa til skömmtunar. Það sem truflar okkur einna mest er krap og mosi sem setjast vill i inntakið og þá þurfum við að fara hér uppá fjall- ið og hreinsa þetta út, það getur bæði verið erfitt og seinunnið verk. — Hvað ert þú búinn að vera stöðvarstjóri hér lengi, Sigurður? — Það er nú ekki langur timi, ég tók við hér haustið 1972, en hinsvegar var ég búinn að vinna Rafmagnsmálin hafa verið mjög I brennidepli hér á landi i vetur er leið, vegna rafmagns- skorts vlða um land vegna óvenju langs frostakafla i nóvember til janúar, og er óþarft að rekja þau mál nánar hér, þau eru öllum kunn. En þegar komið er til Ólafsvikur er ekki hægt að ganga þar um hlað án þess að lita við I rafmagnsstöðinni, sem sér nær öllu Snæfellsnesi fyrir rafmagni. Rafveitustjóri i Rjúkandavirkj- un, en svo nefnist virkjunin i Ólafsvik, er ungur maður, Sig- urður Rúnar Eliasson að nafni. Viö hittum hann að máli og báð- um hann að segja okkur dálitið frá rafmagnsmálum á Snæfells- nesi. Sagöi Siguröur Rúnar rafveitustjóri í Ólafsvík 7'-’--v — Já, Rjúkandavirkjun er vatnsaflsvirkjun, 840 kw., og var straumi frá henni hleypt á árið 1951. Arið 1962 var svo byggt við stöðina, og eru nú i notkun tvær diselrafstöðvar, önnur 500 kw. og hin 600 kw., enda er virkjunin fyrir löngu orðin of litil. Þessi, sem var samtengd við rafstöðina i Stykkishólmi 1970, sér öllu svæðinu frá Álftafirði austur að Ökrum á Mýrum fyrir rafmagni. — Var raforkuskortur hjá ykk- ur i vetur? — Nei, við þurftum aldrei að skammta rafmagn, en hinu er ekki að leyna að stöðin, virkjunin og diselvélarnar tvær þola ekki meira álag en nú er og er þar um nokkuð alvarlegt mál að ræða þar sem öll hús sem byggð eru hér á Snæfellsnesi eru hituð upp með rafmagni, enda er það til muna ó- dýrara en oliukynding. Að visu er hægt að leysa vandann með dísel- Hér vantar léttari störf fyrir elsta fólkiö — Jú, ég er fæddur hér i Ólafs- vik, en fluttist siðan að Fögruhlið i Fróðárhreppi og átti þar heima i 46 ár. Fyrst bjó ég þar með for- eldrum minum, en siðar tók ég við jörðinni ög bjó þarna þar til fyrir 7 árum, að ég fluttist aftur til Ólafsvikur. Það er Sigurður Brandsson verkamaður hjá fiskverkunar- stöðinni Hróa s/f i Ólafsvik sem þetta sagði er við ræddum við hann þegar hvað mest gekk á i fiskverkunarstöðinni á miðri ver- tið. — Hvers vegna hættirðu bú- skap, Sigurður? — Jörðin var of litil og út- þenslumöguleikar hennar engir, og þvi varð ég alltaf að fara á ver- tið meðan ég bjó þarna. Það lenti þvi á konunni og börnunum aö sjá um búskapinn yfir veturinn og þessi skipting var orðin ómöguleg að mér fannst, svo við ákváðum að hætta bara búskapnum og flytjast á mölina. Ég var sjómað- ur á mörgum vertiðum en sl. 20 ár hef ég alfarið unnið i lar.di yfir vertiðina. Þetta, að skipta sér svona, vinna við fiskinn yfir ver- tiðina en búskapinn á sumrin og haustin,er nokkuð sem enginn ætti að gera. Þetta er slikt erfiði, að engu tali tekur. Við getum tek- ið bara sem dæmi, að ef eitthvert fri gafst á vertiðinni og maður gat skroppið heim dag og dag, þá var þar meira en nóg að gera, svo að um hvild var hreint aldrei að ræða, þótt vinnufélagar manns gætu slappað af dag og dag i land- legum. — Hvort likaði þér betur bú- skapurinn eða vinnan á vertið- inni? — Ég veit nú ekki hvað ég á að segja um það. Hinsvegar er ég ekki i nokkrum vafa um það, að ef maður getur helgað sig búskapn- um eingöngu, þá er það mun skemmtilegra starf og betra en önnur þau sem ég hef kynnst. En aftur á móti er betra að vera al- Sigurður Brandsson farið i kaupstað ef maður þarf að skipta sér svona á milli þessara starfa eins og ég varö að gera. — Nú ert þú orðinn fullorðinn maður Sigurður, er ekki erfitt að vinna 14 stundir á sólarhring vik- um saman eins og þið gerið núna? — Jú, þetta er mjög erfitt að vinna svona, en hér er ekki um neitt annað að velja. Fólk verður að gera þetta. Hér i Ólafsvik og raunar á öörum verstöðum, þar sem litið eða ekkert er um aðra vinnu en i fiskvinnslustöðunum, vantar tilfinnanlega einhver létt- ari störf fyrir eldra fólkið sem ekki getur unnið jafn langan vinnudag i fiskvinnunni og nauð- synlegt er á þessum stöðum. Það er staðreynd, að eldra fólkiö þolir ekki svo langan vinnudag.en hvað á það að gera þegar ekki er um önnur störf að ræða? — Er ekki eitthvað um það að menn eigi smábáta og rói á þeim yfir sumarið hér i ólafsvik? — Jú, það er nokkuð um það. Smábátaútgerð er hér nokkur, og það er einnig nokkuð um það að menn eigi smáskektu sem þeir róa á yfir sumarið sér til gamans. — Og hér er næg vinna fyrir alla allt árið? — Já, meira en nóg, við gerðum ekki meira en hafa undan i fyrra, og mér list á að þannig verði það einnig nú. Annars sýnist mér sem bátarnir séu orðnir of margir hér miðað við það vinnuafl sem hægt er að fá i landi. Það er til að mynda mjög mikill vinnuafls- skortur hér nú og hefur kannski aldrei verið meiri. Þessi fisk- verkunarstöð sem ég vinn hjá, Hrói h/f, er stærsta saltfiskverk- unarstöð landsins, og hér skortir mjög vinnuafl. — Þú segir þessa stöð stærsta; hvað unnuð þið mikinn afla á sið- ustu vertið? — Það voru 4800 tonn uppúr sjó, og mér er ekki kunnugt um að önnur stöð hafi verið með jafn mikið eða meira. — Ég hef heyrt, að það sé vænni fiskur sem veiðist nú en mörg undanfarin ár; ert þú sammála þessu? — Já, þetta er alveg rétt. Ég man ekki eftir svo vænum fiski i mörg ár. Þetta er áberandi stærri fiskur en við höfum verið að vinna i mörg ár. — Og eru bátarnir ekki á svip- uðum slóðum og áður? — Jú, mikil ósköp. Þeir leggja á svo kölluðum Fláka, en það eru mið sem liggja nær Snæfellsnes- inu en Barðaströndinni og eru mjög kunn mið. — Kunna menn skýringar á þvi, að stærri fiskur veiðist nú en und- anfarin ár? — Það eru sjálfsagt margar skoðanir á þvi. Sumir halda þvi fram, að þetta séu leifar af sterk- um árgangi frá 1964, aðrir að þetta sé að þakka ákveðnum frið- unaraðgerðum, en hvort heldur er, þá er það staðreynd að fiskur- inn sem nú berst á land er mun stærri en undanfarin ár. Kannski þróunin sé að snúast við, það væri óskandi. —S.dór SAGÐI SIGURÐUR BRANDSSON VERKAMAÐUR í ÓLAFSVÍK Sigurður Kúnar Staðarsveit. Við vinnum 5 hér við Rjúkandastöðina og verðum að sjá um allar lagfæringar i svona tilfellum, en að þessu sinni var um svo stórfellda bilun að ræða að við urðum að fá hjálp við við- gerðirnar. — Eruð þið þá ekki of fáliðaðir hér, aðeins 5 menn sem þurfa að sjá um eftirlit stöðvarinnar, linu- eftirlit og viðgerðir? — Jú, vissulega erum við alltof fáliðaðir, en það er bara enga menn að fá hér. Vinnuaflsskort- urinn er slikur. Við getum ekki keppt við fiskiðnaðinn i launum, þar sem um ómældd- aukavinnu er að ræða mestan hluta ársins, og þvi er ekki nema eðlilegt að við stöðina i ein 15 ár, þannig að ég var orðinn hnútum kunnugur og vissi að hverju ég gekk, en ég hygg að varla geti erilsamara starf en þetta. Það er verið að kvarta allan sólarhringinn, og þó alveg sérstaklegaa yfir vetrar- mánuðina. Þá eru það smá-bilan- ir hingað og þangað, og við verð- um að sinna þessu hvenær sólar- hringsins sem er. En þetta fylgir starfinu, maður veit að hverju maður gengur, svo hér er ekki um neinar kvartanir að ræða. Það eina sem að er hjá okkur er hvað við erum fáliðaðir. Ef við gætum fengið nægan mannskap, þá horfði málið allt öðru visi við. —S.dór RÆTT VIÐ ÞRJÚ UNGMENNI Á | VERTÍÐ í ÓLAFSVÍK Frá vinstri: Freyja Bergþórsdóttir, Ragnheiður Björnsdóttir og Magnús Guðjónsson. Aö safna fyrir íbúð eða bara einhverju öðru Þegar búið er að segja manni að fólk hafi þetta 35 til 40 þúsund kr. á viku þá mest er að gera á vertíð- inni, verður manni strax hugsað til þess hvað unga og ógifta fólkið gerir með svo mikla peninga eða hvers vegna það leggur alla þessa vinnu og allt það erfiði sem henni fylgir á sig. Og i þessum hugrenningum bar svo vel i veiði að suður undir vegg hjá einni fiskverkunarstöð- inni i ólafsvik hittum við einmitt þrjú ungmenni, sem taka þátt i þessari miklu vinnu, og við sner- um okkur til þeirra og báðum um smáviðtal sem var auðfengið. Sá fyrsti sem við ræddum við heitir Magnús Guðjónsson, 17 ára gam- all og vann nú i fyrsta sinn á ver- tið. — Þú ert ekki frá Ólafsvik fyrst þú ert i fyrsta sinn á vertið, Magnús? — Nei, ég er frá Hrútsholti i Eyjahreppi. — Og hvernig likar þér? — Mjög vel, sérstaklega þegar nóg er að gera eins og núna. Það er litið varið I að vera hér þegar litið sem ekkert er að gera. — Ertu ekkert óhress yfir þess- um langa vinnutima? — Nei, siður en svo^ þetta gefur svo góðar tekjur. — Ertu að safna fyrir ein- hverju sérstöku, kannski bil? — Nei, nei, ég á bil. Nei, ég er ekki að safna fyrir neinu sérstöku enn sem komið er, ég legg bara peningana inná banka, það getur verið gott að eiga þá siðar. Við hliðina á Magnúsi vann ung stúlka, Ragnheiður Björnsdóttir, og við byrjuðum á að spyrja hana hversvegna hún legði á sig svo langan vinnudag. — Ég er trúlofuð og við ætlum að byrja að byggja i vor og þess vegna tekur maður alla þá vinnu sem býðst. — Ert þú frá Ólafsvik? — Nei, ég er úr Reykjavik en kærastinn minn er héðan og við á- kváðum að setjast hér að . — Er það ekki mikill munur að búa hér og i borginni? — Jú, þvi er ekki að neita að munurinn er ansi mikill. En mér likar mjög vel hér og vil alls ekki fara suður aftur. Það eina sem maður saknar úr Reykjavik er hið fjölbreytta skemmtanalif. — Er litið skemmtanalif hér á Snæfellsnesinu? — Nei, það er ekki hægt að segja það, en auðvitað er það ekki eins fjölbreytt og i Reykjavik. — Heldurðu að það sé auðveld- ara fyrir ungt fólk að koma sér áfram i litlum kaupstað eins og Ólafsvik en i Reykjavik? — Alveg áreiöanlega. Ef fólk getur það ekki hér, þá getur það hvergi komið sér áfram. — Hvað.ætlarðu svo að starfa þegar vertiðin er búin? — Ég er að hugsa um að kom- ast sem kokkur á bát. Það eru stelpur héðan sem hafa gert þetta og hefur likað vel, og ég er að hugsa um að reyna. Með þeim Magnúsi og Ragn- heiði var Freyja Bergþórsdóttir, 17 ára gömul, ættuð frá ólafsvik. — Ert þú kannski lika trúlofuð og i byggingarhugleiðingum? — Já, ég er trúlofuð, en við er- um nýbúin að kaupa okkur ibúð hér og stöndum i erfiðum afborg- unum. — Hvað gerir kærastinn þinn? — Hann er sjómaður. — Og ætlið þið að setjast að i Ólafsvik? — Já, við erum alveg ákveðin i þvi, það er hvergi betra að vera en hér. — Þegar þið nú vinnið til kl. 23 á hverju kvöldi, lika laugardaga og sunnudaga, ekki getið þið þá neitt stundað böll og aðrar skemmtanir þann tima sem ver- tiðin stendur? — Jú, blessaður vertu, það gera allir. Böllin byrja ekki fyrr en kl. 23 þegar unnið er svona lengi og við bara förum heim og tökum okkur til þegar vinnu er lokið og svo á ballið. — Jafnvel þótt þið þurfið að koma til vinnu næsta morgun kl. 8? — Já, já. Það er nú ekki mikið. — Ætlar þú kannski að verða kokkur á bát i sumar, eins og Ragnheiður? — Nei, ætli það, ætli ég vinni ekki bara i landi eins og undan- farin sumur. Það er nóg að gera. unnið til kl. 19 5 daga vikunnar. Það er alveg nóg eftir þessa miklu törn vfir vertiðina. — S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.