Þjóðviljinn - 15.05.1974, Side 10

Þjóðviljinn - 15.05.1974, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. maí 1 i)74. OLAFSVIKINGAR SNÆFELLINGAR! HÖFUM FYRIRLIGGJANDI í URVALI byggingavörur, málningarvörur, útgerðarvörur. Einnig vinnu- og skófatnað. VERSLUNIN VÍK S/F v/Ólafsbraut — Ólafsvík simi 93-6271. BRAUÐ OG KÖKUR Brauðgerð Ólafsvíkur s/f Ólafsvík — sími 93-6119 KARLMANNAFATNAÐUR KVENFATNAÐUR UNGLINGAF ATNAÐUR BARNAF ATNAÐUR • 9 VERSLUNIN SUNNA ÓLAFSBRAUT 32 - ÓLAFSVÍK SÍMI 93-6232 V Kaupum allan fisk, til verkunar. HRAÐFRYSTIHÚS ÓLAFSVÍKUR H/F ÓLAFSVÍK ÓLAFSVÍK Rætt viö Harald Kjartansson í fiskverkunar- stöðinni Hróa hf. í f iskverkunarstöðinni Hróa h/f hittum við að máli tvo verkamenn, sem unnið hafa þar um árabil. Þeir heita Haraldur Kjart- ansson og Sigurður Brandsson. Þeir voru þarna í önnum eins og allir i fiskverkuninni í Ólafsvík en gáfu sér þó tíma til að lita upp og rabba við okkur augnablik. Við tókum Harald fyrst tali og báðum hann að segja okkur dálítið frá sjálfum sér. llaraldur Kjartansson Þreytan kemur ekki fyrrentörninnilýkur — Það er nú svo sem ekki mikið að segja. Ég er fæddur og uppalinn hér í Ölafsvik og hef stundað héðan sjóinn alla tíð þar til f yrir tveim árum að ég f ór í land og hef unnið hérna hjá Hróa h/f síðan. — Þetta er mikil törn hjá ykkur núna yfir vertiðina? — O, já, þvi er ekki að neita. Það er ansi strembið að vinna frá kl. 8 á morgnana til kl. 23 á kvöld- in 7 daga vikunnar eins og verið hefur undanfarið og verður sjálf- sagt út vertiðina. Það var til að mynda i fyrra, þá unnum við svona í 6-8 vikur samfleytt. — Verður fólk ekki úrvinda úr þreytu i svona törnum? — O, blessaður vertu, auðvitað eru menn þreyttir. En það er svo merkilegt, að maður finnur ekki svo mjög fyrir þessu meðan á törninni stendur, hinsvegar kem- ur þreytan yfir fólk þegar vertiðin er úti og slakað er á. Þá er maður dauðuppgefinn. Maður er að visu ansi lúinn fyrstu dagana sem maður vinnur svona langan vinnudag, en svo er eins og þetta komi uppi vana. En eftir á finnur maður hvað þetta hefur verið mikið erfiði. — Hvila menn sig ekki vel eftir vertiðina? — Ekki er það nú almennt. Vinnan heldur áfram þótt vinnu- timinn sé skaplegri yfir sumarið, aðeins unnið i 10 tima á dag. Svo taka margir orðið eitthvert sum- arfri, nokkra daga að minnsta kosti. Ég tel það alveg nauðsyn- legt að fólk sem vinnur svona mikið, eins og við hér i verstöðv- unum á Snæfellsnesi, taki sér gott fri einhvern tima á sumrinu. — Og hér er gott að búa, Har- aldur? — Já, mjög gott. Hér er alltaf nóg atvinna og afkoma manna hér eins góð og hún getur orðið i útgerðarbæ. — Þegar maður verður vitni að svona miklu vinnuálagi er ekki nema eðlilegt að hugleiða þann möguleika að koma á vaktavinnu i fiskiðnaðinum. Hvað segir þú um það? — Ég hef ekki trú á að það sé nokkur vegur. Það gera sveifl- urnar og vinnuaflsskorturinn. Við verðum að athuga, að þótt það sé okkar daglega vinna að bjarga verðmætunum, þá koma dagar sem ekki gefur á sjó og svo er afl- inn misjafnlega mikill frá degi til dags. Ég held þess vegna að vaktavinna komi ekki til greina, auk þess sem það virðist nógu erfitt að fá fólk til vinnu eins og er hvað þá ef fjölga þyrfti þvi um allt að helming. Hitt er annað mál að við sem erum orðin fullorðin vildum eflaust flest vaktavinnu- fyrirkomulag til að minnka þetta mikla vinnuálag. Það er ekki auð- velt fyrir eldra fólkið að vinna svona langan vinnudag. — En myndu þá ekki líka margir hætta að vinna i fiskinum ef ekki væri þessi langi vinnutimi sem vissulega gefur mikið i aðra hönd? — Það má vera að unga fólkið gerði sig ekki ánægt með vakta- vinnuna. En svo er á hitt að lita, að heimilishald er mun dýrara hjá manni þegar unnin er svona langur vinnudagur. Einnig er það staðreynd að allt að helmingur af þvi sem maður vinnur sér inn i eftir- og næturvinnu fer i skatta. Ég er þvi ekki viss um að þeir séu mjög margir sem raunverulega vilja vinna þetta mikið. Við verð- um að gera þetta til að bjarga verðmætum sem annars myndu skemmast. Það er aðalástæðan fyrir þvi að fólk leggur þetta á sig. — Þegar unninn er þetta lang- ur vinnutimi, minnka þá ekki af- köst manna? — Það held ég ekki. Það er kannski fyrst á morgnana að fólk er strit, kannski svona framundir hádegið, én siðan fer þetta allt i fullan gang, eða það finnst manni að minnsta kosti. — Eftir að hafa nú verið 2 ár i landi, hvort likar þér betur á sjónum eða i landi? — Uss, þvi er ekki samlikjandi, það er miklu betra að vera á sjón- um, en annars eru þetta svo ólik störf að það er ekki hægt að bera þau saman. Það er oft á tiðum ekki minna erfiði að vera á sjó til að mynda þegar mikið fiskast, þá er það erfitt. Og þá er vinnutimi sjómanna ekki styttri en i landi, en einhvern veginn er það svo að mér likar betur á sjónum. — Hvers' vegna fórstu þá i land? — Ja, ég veit ekki hvað skal segja, ég var búinn að vera sjó- maður i 22 ár og kannski var það löngunin eftir að breyta til og að geta verið meira heima hjá sér en sjómenn eiga almennt kost á. Annars er ekki gott að svara svona spurningu, það er hægt að gera það á svo marga vegu. —S.dór Herbergi óskast 2 herbergi með húsgögnum og aðgangi að simaóskast til leigu fyrir danska sjúkraþjálfa, helst i nágrenni Land- spitalans. Nánari upplýsingar veitir Ásta Claessen, yfir- sjúkraþjálfi, Landspitalanum, simi 24160.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.