Þjóðviljinn - 15.05.1974, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 15.05.1974, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. mai 1974. 63 I' r°% f3t 1 ifov' Skáldsagá eftir idU LCll John Wain veitingastaði og spyrja eftir Pepinu. Hann veit ekki ættarnafn hennar. Til taks, Jói! Þú þarft bara að teikna hring með fimm hundruð metra radius, inni i honum eru fjögur hundruð itölsk veitingahús með svo sem sex Pepinum starfandi i hverju. Ég byrjaði á þvi að skjótast inn ikaffihúsið sem ég hafði af tilvilj- un stansað fyrir utan. Ég fékk mér kaffibolla og spurði gestgjaf- ann, hvort hjá honum ynnu nokkrir Italir. Hann neitaði þvi. Ég vissi ekki hvort hann laug eða sagði satt. Hann var enskur og það voru þjónustustúlkurnar tvær bersýnilega lika. Ég borgaði kaff- ið og fór. Ef til vill var Pepina frammi i eldhúsi að þvo upp. Ég vissi ekki hvernig ég átti að ganga úr skugga um það. Ég fór inn á næsta stað og fékk mér meira kaffi. Þar sýndust vera ótal Tyrkir. Var gestgjafinn einn þeirra? Ég spurði stúlkuna sem afgreiddi mig hverrar þjóðar starfsfólkið væri. Hún hörfaði undan skelkuð og ég sá að hún gekk að svolalegum náunga og gaut augunum til min. Hann kom að bragði og spurði hvers ég ósk- aði. Ég sagðist vera að leita að stúlku. Hann sagði að það væri nóg af stúlkum, en ekki hérna hjá honum og hvort ég vildi gera svo vel að fara héðan út. Ég sagði að hann misskildi mig. Ég væri að leita að ákveðinni stúlku, hún héti Pepina. Hann kipraði saman ann- að augað eins og hann ætlaði að fara að segja mér brandara, en svo þreif hann allt i einu i hand- legginn á mér og fór að toga mig til dyra. Ég flækti fótinn i borð- löppinni og minnstu munaði að ég dytti á hrammana. Ég varð dauð- skelkaður og ég sá mig í anda liggja á gólfinu meðan Tyrkir gerðu árás úr öllum áttum og spörkuðu mig i hel. Svo var ég kominn út á gangstétt og rölti að næsta veitingastað. Ég fór inn og pantaði kaffi. Ég var búinn að fá ógeð á kaffi og þvi drakk ég það ekki þegar það kom. Ég lét mér nægja að borga það og tala við framreiðslustúlkuna. Hún sýndist grisk. Ég hafði ekkert upp úr henni. Það var nokkuð liðið á morgun- inn, klukkan næstum ellefu, en þann tima dags kalla sumir „kaffitlma". Ég hef vist stundum tekið mér það orð i munn, en eftir þennan dag I London hefur það aldrei komið yfir minar varir. En þá var það sem ég fékk góða hug- mynd. Ég var með blaðamanna- kortið mitt I vasanum, nú var kjörið tækifæri til að sannreyna hvort máttur hins þrykkta orðs væri eins mikill og orð fór af. 1 næstu veitingahúsum ætlaði ég að veifa kortinu minu framani fólk og spyrja hvar Pepina væri niður komin. Og gestgjafar og þjónar, fatageymslustúlkur og eldabusk- ur kæmust i sjöunda himin yfir þvi að geta hjálpað blaðamanni i von um að eitthvað af fræeðar- ljómanum skini á þau lika. Þannig var kenningin min. Ef satt skal segja gerði ég aðeins eina tilraun til að sannprófa hana. Ég æddi inn á fyrsta matbarinn sem ég sá og gerði boð fyrir eig- andann. Feikilega loðinn náungi birtist og sagðist vera hann. Hann var með stórt og úfið yfirskegg, mikið hár á höfði, höndum og handleggjum svo langt sem sást. Þegar hann fór úr fötunum hlaut hann að vera eins og api sem hafði rakað á sér andlitið. Ég spurði eftir Pepinu og sýndi kort- ið mitt. — Á hnotskóg eftir hverju? spurði hann rólega. Hann talaði næstum lýtalausa ensku en spar- aði sagnorðin. Ég sagðist vera að leita að Pepinu. Málið væri mjög flókið og ég væri sendur frá blað- inu minu. — Af hverju i matstofuna mlna? spurði hann. — Hver — — O, bara upp á von og óvon. Við — — Von og óvon, endurtók hann eins og hann vildi festa sér i minni nöfnin á bessum tveim övinum sem gefið höfðu upp nafnið á hon- um. — Það væri kannski réttara að segja — — Ekkert i minni matstofu, greip hann fram I og hristi loð- kollinn. — Já, en — Fyrsta flokks matur. Fyrsta flokks þjónusta. Allt fyrsta flokks. Ekkert fyrir lögreglu. — Nei, auðvitað ekki, sagði ég ákafur. — Ekkert fyrir lögreglu. — Engin lögregla. Fyrsta flokks þjónusta! hrópaði hann og góndi framani mig. — Engin blöð. Engar spurningar! Engin lög- regla! Allt fyrsta flokks. — Já, en hamingjan góða, má ég ekki — byrjaði ég aftur. Þegar hér var kómið var ég sannfærður um að matstofan væri yfirvarp fyrir hónikassa og eigandihn væri logandi hræddur við allt umtal. En ég varð að fá að vita, hvort Pepina væri þarna. — Pepina, sagði ég. — ftölsk stúlka. Það varð dropinn sem fyllti mælinn. Ég veit ekki hvernig á þvl stóð, en þegar ég nefndi orðið „Itölsk" missti hann alveg stjórn á sér og æpti og gólaði eins og óð- ur maður: — Allt fyrsta flokks, engin lögregla, engin blöð, fin þjónusta, finn matur. Það var eins og geðshræringin ýtti hár- lubbanum lengra fram á ennið. Ég sá fram á að andlitið myndi bráðum hverfa. — ítalir, nei! æpti hann. — Allt fyrsta flokks. — Allt i lagi, ég trúi yður, sagði ég og flýtti mér út. Eftir þetta hafði ég blaðamannakortið mitt Arður til hluthafa Samkvæmt ákvörðun aðalfund- ar Samvinnubanka tslands hf. þann 23. marz s.l., greiðir bank- inn 9% arð p.a. af innborguðu hiutafé fyrir árið 1973. Arðurinn er greiddur I aðalbankanum og úti- búum hans gegn framvisun arðmiða ársins 1973. Athygli skal vakin á þvi, að rétt- ur til arðs fellur niður, sé hans ekki vitjað innan þriggja ára frá gjalddaga. Reykjavik 25. marz 1974 Samvinnubanki íslands h.f. kyrrt i vasanum og gaf þessa stórmerku áætlun mina upp á bátinn. Ég hætti að fara inn á veitingahúsin, ég lét mér nægja að horfa inn um gluggana. Stund- um laumaðist ég inn I port og gægðist inn í eldhús og afkima, ég lagði meira að segja lif mitt i hættu með þvi að klifra upp i járnstiga. Það var komið fram yfir hádegi og hitinn óskaplegur. Ég skildi frakkann minn eftir i fatageymslunni á brautarstöðinni við Leicester Square. Fólk himdi upp við húsveggi, grænmetið vísnaði á bökkunum. Yfir húsa- þökunum var himinninn skær- blár. Þetta óvenjulega veður átti sinn þátt i þvi að gera þetta allt svo óraunverulegt. Hafið þið ekki tekið eftir þvi, að allar enskar borgir verða eins og leiktjöld I sólskini? Göturnar verða eins og atriði I kvikmynd, fólk minnir á statista sem ganga upp I hlut- verkum sinum af llfi og sál, húsin virðast gerð af bókurum og minna á stórar brúðkaupstertur með brúnni sykurbráð. Loks varð mér ljóst að siðustu tengsl min við raunveruleikann væru rofin. í marga klukkutlma hafði ég getað hent reiður á aragrúa af smágöt- um — og nú fór allt I rusl! Ég reyndi að rif ja upp sérstök kenni- leiti: ég var búinn að koma á þessa krá, I þennan kaffibar, i matstofuna þarna? Eða var það misminni? Allt rann saman i ruglingslega bendu. A götuhorn- unum stóðu dökkar verur og höll- uðu sér upp að veggjunum og upp frá kjallaragluggunum stigu glefsur I mörgum tungumálum, matarlykt, gufa úr þvottahúsum, og ullarkennd þögn bylgjaðist um óngstrætin. Skuggarnir lengdust og ég var komin yfir siðustu landamærin og inn i draum. En það var draumur með gati i miðj- unni og I þvi gati hefði Pepina átt að vera. Þegar ég var búinn að vera á randi I næstum niu tima, var allt sokkið I skugga. Heitt og angandi kvöldið undir götuljósunum kom mér einhverra hluta vegna til að hugsa um Borneo. Mellurnar voru komnar á stjá, kettir lædd- ust fram og aftur, myrkrið i port- unum var kolsvart og við syntum öll og flutum I þokukenndu fiska- búri. Ég komst næstum ekkert á- fram. Ég var sjálfur orðinn ein af þessum dökku verum á götuhorni sem hallaði sér upp að húsvegg. Þreytan var eins og deyfilyf. Ég vissi ekkert i minn haus. Sam- hengislausir þankar liðu um huga minn. Ég fór að hugsa um heima- bæinn minn og göturnar þar, bræðsluofnana og gjallhaugana og sérvitringana og hálfvitana. Ég hugsaði um Róbert og Ned. Alla mína hundstlð hafði ég litið á þá sem eins konar mikilmennj. Annan I einu að sjálfsögðu: þeir komust ekki fyrir samtlmis. En þetta hafði breyst. Þeir höfðu rýrnað. Þeir komust nú fyrir i kollinum á mér báðir I senn. Þeir héngu uppi undir hvelfingunni og voru I áflogum og vindhöggin voru mörg. Nú var ég að komast að kjarna málsins og skuggar þeirra leystust upp ég ég hélt göngunni áfram einn. Ég var veikur. Sótthitinn logaði Iblóði minu, fossaði gegnum æðar minar og barðist um bakvið ennið á mér til að ryðjast út. Stundum lyfti ég lófunum til að geta gripið augun þegar þau þeyttust fram úr tóftunum. Mér þótti mikið við liggja að enginn kæmist að þvi að ég var veikur. Ég rölti smáspöl, stób siban kyrr og hallaði mér upp að vegg, gekk spölkorn, stóð aftur kyrr og hallaði mér. Ég reyndi að forðast mellurnar, þvi að ég var hræddur um að þær færu að vor- kenna mér. Inni i feitum kroppi mínum skrölti beinagrindin eins og málmgrind i tómri ferðatösku. Svitinn bogaði af mér. Heitur vindur lék um göturnar og ég þráði svala frakkann minn. Frakka með isfóðri! hugsaði ég. Hvilik uppfinning! Bara að bráð- Miðvikudagur 15. mai 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8,15 og 10.10. Morgunleikfhni kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8,15 (og forustugr. dagbl.), 9,00 og 10.00. Morgunbænkl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Oddný Thorsteinsson les „Ævintýri um Fávis og vini hans" eftir Nikolaj Nosoff (21). Morgunleik- fimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli atriða. Kirkjutónlist kl. 10.25 . Morguntónleikar kl. 11.00: David Oistrakh og hljómsveitin Philharmonia - leika Fiðlukonsert nr. 3 I C- dúr (K216) eftir Mozart/ Vladimir Horowitz leikur á pianó Tilbrigði eftir Robert Schumann við stef eftir Klöru Schumann/ Suisse Romande hljómsveitin leikur „Rósamundu", leik- hústónlist eftir Schubert. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.00 Með slnu lagi.Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Slðdegissagan: „Hús málarans" eftir Jóhannes Helga. Óskar Halldórsson les (5). 15.00 Miðdegistónleikar Wanda, Landowska leikur á sembal sónötur eftir Scarlatti. Pablo Casals leikur á selló Einleikssvitu nr. 1 I G-dúr eftir Bach. Wilhelm Kempff leikur Planósónötu nr. 2 i F-dúr op. 2 nr. 1 eftir Beethoven. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Tónleikar. Til- kynningar. 18.45. Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. ' 19.40 Þingsjá. Kári Jónasson fréttamaður sér um þáttinn. 20.00 Kvöldvakaa. Einsöngur Magnús Jónsson syngur lög eftir Sigfús Halldórsson, Markús Kristjánsson, Jón Þórarinsson, Arna Thor- steinson, Pál Isólfsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. b. Xjv bréfum til ólafsdals- hjóna: — siðari þáttur Ásgeir Ásgeirsson les bréf frá börnum Torfa Bjarna- sonar, er þau voru að heiman farin. c. Nátturu- myndir.Sigurður O. Pálsson skólastjóri flytur tvo frum- orta ljóðaflokka. d. Manns- barn og huldukona. Frá- söguþáttur eftir Sigriði Jónsdóttur frá Stöpum. Baldur Pálmason flytur. e. Báturinn I brimgarðinum. Guðrún Ingibjörn Jónsdóttir frá Asparvik flytur frásögu og fer með frumort kvæði: örlagatafl. f. Haldið til haga.Grimur M. Helgason forstöðumaður handrita- deildar Landsbókasafns Islands flytur þáttinn. g. Kórsöngur. Karlakórinn Fóstbræður syngur lög eftir Gylfa Þ. Glslason við ljóð Tómasar Guðmundssonar. Stjórnandi: Jón Þórarins- son. 21.30 Útvarpssagan: .Ditta mannsbarn" eftir Martin Andersen Nexö. Þýðandinn Einar Bragi les (24). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Til um- hugsunar. Sveinn H. Skúla- son stjórnar þætti um áfengismál. 22.45 Djassþáttur . Jón Múli Arnason kynnir. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 18.00 Skippi . Astralskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.25 Sögur af Tuktu.Kana- diskur fræðslumyndaflokk- ur um lifnaðarhætti Eski- móa fyrr á árum. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.45 Gitarskólinn.14. þáttur. Kennari Eyþór Þorláksson. 19.20 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Konan min i næsta húsi Breskur gamanmynda- flokkur. Flutningar I vænd- um. Þýðandi Heba Júlíus- dóttir. 21.05 A tlunda timanum.Að þessu sinni verður rætt við fólk, sem hlotið hefur stóra vinninginn i happdrætti, — fjallað um kvartanir, sem berast Neytendasamtökun- um vegna vöru og þjónustu, og rætt við mann, sem vinn- ur að þvl í tómstundum að rækta erlendar blóma- tegundir, áður óþekktar hér á landi. Þá verður sýnd syrpa gamalla kvikmynda og inn I hana fléttað viðtali við 100 ára konu og rimna- kveðskap. Umsjónarmaður Olafur Ragnarsson. 21.45 Kirkjan i Póllandi Austurrisk fræðslumynd um kaþólsku kirkjuna I Póllandi og stöðu hennar gagnvart stjórnarvöldunum. Þýðandi og þulur Öskar Ingimars- son. 22.45 Dagskrárlok Bókhaldsaðstoð með tékkafærslum BÚNAÐARBANKINN REYKJAVÍK AUGLÝSINGA SÍMINN ER 17500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.