Þjóðviljinn - 15.05.1974, Side 16

Þjóðviljinn - 15.05.1974, Side 16
MOÐVIUINN ■'_•_;__. Miövikudagur 15. mai 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöldsimi blaðamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Kvöld-, nætur- og helgidaga- varsla lyfjabúöa i Reykjavik 10.-16 mai veröur I Ingólfs- apóteki og Laugarnesapóteki. Slysavaröstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Kron i nýja miðbænum Aðalfundur KRON var haldinn á Hótel Sögu iaugardaginn 27. april. Fundinn sóttu 110 fulltrúar. Fundarstjórar voru Sigurður Guðgeirsson og Guðmundur Illugason, en fundarritarar Her- mann Þorsteinsson og Hermann Pálsson. Ragnar Ólafsson formaður fé- lagsins flutti skýrslu stjórnarinn- ar. I ræðu hans kom m.a. fram að KRON hefur fengið fyrirheit um lóð undir vöruhús á nýja mið- bæjarsvæðinu i Kringlumýri. Sagði hann að strax yrði hafinn undirbúningur að framkvæmd- um. Ingólfur Ólafsson kaupfélags- stjóri flutti skýrslu um rekstur fé- lagsins á s.l. ári. Heildarvelta fé- lagsins var 547 miljónir króna og hafði aukist rúmlega 40% miðað viö árið áður. Látlaus skothríð í Golanhæðum DAMASKUS OG JERÚSALEM 14/5 — fsraelsmenn og Sýrlend- ingar héldu áfram að skjótast á i Golanhæðum I dag og hafa nú haldið þvi áfram sextiu og fjóra daga i röð. tsraelsmenn segjast einnig hafa gert nýjar árásir á stöðvar palestinskra skæruliða syðst i Libanon. Rekstrarafgangur var rúmlega 1 miljón króna, þegar búið var að afskrifa eignaliði eins og fyrn- ingarreglur heimila og veita fé- lagsmönnum 10,4 miljónir króna i afsláttiformi 10% afsláttarkorta. Félagsmenn KRON eru nú 12.768 og fjölgaði þeim um 1.363 á s.l. ári. Or stjórn áttu að ganga Hall- grimur Sigtryggsson, Guðjón Styrkársson og Friðfinnur Ólafs- son og voru þeir allir endurkjörn- ir. Páll Bergþórsson var kosinn i stað Guðmundar Hjartarsonar, sem lét af stjórnarstörfum við siðustu áramót. Gunnar Grims- son var endurkjörinn endurskoð- andi félagsins. Þá voru kjörnir 17 fulltrúar á aðaifundi Sambands tslenskra samvinnufélaga, sem haldinn verður að Bifröst 6. og 7. júni næstkomandi. I upphafi fundar flutti Karl Kristjánsson fyrrv. alþingismað- ur erindi er hann nefndi „Gamla tsland og nýja Island samvinnu- manna”. 1 stjórn KRON eru nú: Ragnar Ólafsson, Adda Bára Sigfúsdóttir, Friðfinnur ólafsson, Guðjón Styrkársson, Böðvar Pétursson, Hallgrimur Sigtryggsson, ólafur Jónsson, Guðmundur Ágústsson og Páll Bergþórsson. Endurskoðendur félagsins eru Gunnar Grimsson og Björn Svan- bergsson. Spínola settur inn í forsetaembættið LISSABON 14/5 — Antonio de Spinola hershöfðingi, sem stóð fyrir stjórnarbyltingunni i Portúgal 25. april, verður á morg- un settur inn i embætti sem forseti landsins. Að sögn tals- manns Spinola hefur hann ráð- herralista bráðabirgðastjórnar sinnar tilbúinn, en ekki veröur hann birtur fyrr en á fimmtudag- inn. Talið er aö Adelino Palma Carlos, sextiu og nlu ára gamail lagaprófessor og heldur ihalds- samur, verði forsætisráöherra. Herforingjarnir sem gerðu stjórnarbyltinguna hafa ákveðið að bráðabirgðastjórnin sitji í ár, en þá verði kosið bæði i forseta- embætti og á þjóðþing i frjálsum og almennum kosningum. Hin nýja stjórn fær við ærinn vanda að glima, og eru nýlendustriðin þar efst á blaði. Varðandi þau eru hinir ýmsu aðilar siður en svo á einu máli, bæði frelsishreyfing- arnar i nýlendunum, hvitir land- nemar þar og svo hinir ýmsu stjórnmálaflokkar og hagsmuna- hópar i Portúgal sjálfu. Talsmaður Spinola fór hrósyrð- um um friðartillögur þær, sem frelsishreyfing Gineu-Bissá hefur lagt fram, og taldi að þær gætu greitt leiðina til friðar þar i landi. Alþýöubandalagiö G-listinn Selfossi Kosningaskrifstofa G-listans á Selfossi er opin frá kl. 17 til kl. 22 dag- lega. Skrifstofan er i Þóristúni 1, niðri, simi (991-1888. Stuðningsmannafundur á Selfossi Fundur verður haldinn i Hótel Selfossi, litla salnum, með stuðnings- mönnum G-listans annað kvöld, fimmtudaginn 16. mai kl. 20.30. Fundarefni: Sveitarstjórnarkosningarnar. Aiþýðubandalagið Selfossi. G-listinn, Hafnarfirði Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins i Hafnarfirði er opin frá kl. 17—22 alla daga. Skrifstofan er að Suðurgötu 7, Góðtemplarahúsinu. Siminn er 53640. Aiþýðubandalagið i Neskaupstað Félagsfundur fimmtudaginn 16. mai. Fundarefni: Bæjarmálastefnuskráin. Kjördæmisráðið i Austurlandskjördæmi Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins i Austurlandskjördæmi heldur fund á Reyðarfirði laugardaginn 18. mai kl. 14. Dagskrá: 1) Stjórn- málaviðhorfið. Frummælendur Lúðvik Jósepsson og Helgi Seljan. 2) Kjör uppstillinganefndar fyrir alþingiskosningarnar. Alþýðubandalagið á Reyðarfirði Kosningaskemmtun G-listans á Reyðarfirði verður laugardaginn 18 mai og hefst kl. 21. Stöðug verkföll i S srtsíalHpmrtkröti Danmörku Vinstri flokkarnir krefjast kosninga KAUPMANNAHÖFN 14/5 — Þúsundir danskra verka- manna eru enn i verkfalli í mótmælaskyni við söluskatts- frumvarp rikisstjórnarinnar, og eru verkamenn i skipa- smiðastöðvum einna fremstir i flokki. Um hádegið i dag tóku þrjú búsund verkamenn þátt i mót mæiafundi i Alaborg. A fund- inum töluðu fulltrúar frá sósialdemókrötum, Sósialiska þjóðarflokknum og kommún- istum og mæltu allir með nýj- um þingkosningum. Tveir stærstu flokkar þings- ins, sósialdemókratar og Framsóknarflokkur Glistrups, eru á móti sölu- skattsfrumvarpinu, en hugs- anlegt er þó talið að afstaða þeirra siðarnefndu breytist. Veltur það þvi liklega á Glistrup hvort nýjar þing- kosningar verða i Danmörku 11. júni n.k. SKREIÐARSALAN: Nægur markaður og ágætt verð en mjög litið er til af skreið i landinu Að sögn Braga Eiríkssonar hjá Samlagi skreiðarframleiðenda er nú nægur markaður fyrir skreið á italiu og verður einnig innan tiðar i Nigeríu, þar sem vitað ér að ts- lendingar fá leyfi til skreiðarsölu á ný þar i landi. Þar ofan á bætist að verð á skreið er nú með allra hæsta móti á italiu, jafnvel hærra en I fyrra, en þá var það hæst sem þaö hefur orðiö, 250 kr., fyrir kg af bestu tegund, en þess má geta að 6 kg af blautfiski þarf til að ná einu kg af skreið. En þá kemur það, að mjög litið er til af skreið i landinu. 1 fyrra voru framleidd um 2000 tonn, og að sögn Braga verður magnið sennilega minna i ár. Bragi sagði að verð yrði mun lægra á markaðnum i Nigeriu, en þó mjög gott, miðað við fyrri ár. Astæðan fyrir þvi hve litið er til af skreið i landinu er fyrst og fremst sú hve vertiðin var léleg hér á landi i vetur og eins sjálf- sagt hitt að skreiðarmarkaður okkar hefur verið heldur þröngur undanfarin ár eftir að Nigeriu- markaðurinn lokaðist fyrir 5 til 6 árum. Skreið þykir mjög góður matur á ttaliu. Þar bleyta menn skreið- ina upp og flaka fiskinn og sjóða. Siðan er hann kryddaður á marga vegu og er mjög góður matur að sögn Braga. Má segja að hægt sé að fá skreið á flestum matsölu- stöðum á Italiu. —S.dór Batnandi sambúð Líbýu og So vétríkj anna MOSKVU 14/5 — Adbel Salam Djallúd, forsætis- ráðherra Líbýu, kom í opinbera heimsókn til Moskvu í morgun, og tóku á móti honum á flugvellin- um þeir Aleksei Kosýgin forsætisráðherra Sovét- ríkjanna og Andrei Sadat vill ekki sættast við Libýu KAIRÓ 13/5 — Egypsk stjórnvöld hafa opinberlega visað á bug málalcitan Gaddafis, ieiðtoga Libýu, um bætta sambúð rikj- anna. En sú sambúð hefur verið I kaldara lagi siðan gert var tilræði við Sadat Egyptalandsforseta i fyrra mánuði — leikur grunur á að erindrekar Libýu hafi verið við það riðnir. Sagt er að ýmislegt i orðsend- ingu Gaddafis sé beinlinis móðg- andi fyrir Egypta — t.d. sé látið að þvi liggja að þeir hafi sýnt Libýumönnum siðlausa fram- komu. Eitt helsta miskliðarefni rikjanna er það allnána samstarf sem Egyptar hafa tekið upp við Bandarikjamenn um friðargerð við Israel. Grómýko utanríkisráð- herra. Með heimsókninni eru Libýu- menn taldir vilja sýna að þeir stefni nú að auknu samstarfi við Sovétrikin, svo sem til mótvægis við stöðugt nánari samstöðu Bandarikjanna og Egyptalands. Heimsóknin þykir einnig vottur þess að Djallúd sé nú mestur valdsmaður i Libýu en ekki Múammar el-Kaddafi, sem kunn- ur er að fjandskap við kommúnista. — Djallúd komst svo að orði i viðtali við Tass að aukin vinátta Libýu og Sovét- rikjanna myndi leiða til sókn- ar i baráttunni gegn heims- valdastefnunni og afturhalds- öflum i Austurlöndum nær. Kaddafi. Svo er að sjá að stjórnartaumarnir hafi nú að miklu leyti veriö dregnir úr hönd- um hans. Kópavogur Sameiginlegur fundur allra flokkanna Efntverður til sameiginlegs fundar allra flokkanna sem bióða fram við bæjarstjórnarkosningarnar i Kópavogi. Fundurinn verður haldinn annað kvöld og héfst kl. 20.30 i Vighólaskóla. Stuðningsmenn G-listans eru hvattir til að fjölmenna á fund- inn.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.