Þjóðviljinn - 18.05.1974, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.05.1974, Blaðsíða 9
Laugardagur 18. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 STYKKISHÓLMUR — í jafnt ört vaxandi bæ sem Stykkishólmi má segja að verkefni sveitar- félagsins séu ótæmandi, sagði Einar Flygenring, sveitarstjóri í Stykkis hólmi er við báðum hann að segja okkur frá því helsta sem þar er á döf- inni frá hendi hins opin- bera á þessu ári. — Það verða mörg og dýr verkefni sem unnið verður að á þessu ári. íbúum i Stykkishólmi hefur fjölgað jafnt og þétt siðan 1970, og er þar um að ræða meira en meðalfjölgun i þorpum á landinu, þar sem ibúar voru hér 1033 árið 1970 en eru nú 1103. Það gefur þvi auga leið að margt kallar að i verklegum framkvæmdum hjá 'sveitarfé- laginu. Höfnin í Stykkishólmi er ein sú besta á landinu frá náttúrunnar hendi, en nú er hún oröin of litil. Verkefni nær ótæmandi í svo ört vaxandi bæ Einar Flygenring Það sem þar ris einna hæst i ár er að ljúka framkvæmdum við vatnsveitulögnina. A sl. 2 ár- um hefur verið unnið fyrir 20 milj. við þessa vatnsveitu, sem er eflaust sú dýrasta á öllu land- inu miðað við ibúafjölda. Hún verður 9 km löng, lögð yfir holt og hæðir. Hennar er orðin mikil þörf, enda er hér vatnsskortur verulegur, einkum yfir vertið- ina, en þá verður að loka fyrir vatnið frá kl. 23.30 á kvöldin til kl. 8 á morgnana. Gamla leiðsl- an flytur alls ekki nóg vatn á þessum árstima, enda er vatns- notkun þá mikil. Þá er og al- gengt að vatnslitið sé eftir há- degið i þeim húsum sem hæst standa i þorpinu. Með lagningu nýju vatnsveit- unnar leysum við tvennt i einu, fáum gott vatn og nóg vatn, en það verður tekið úr Svelgsár- hrauni. Eins og áður sagði var byrjað á verkinu 1972, en haust- ið 1973 gekk verktakinn, sem tók það að sér að leggja leiðsluna, frá verkinu þannig að nú verð- um við að taka við þvi sjálfir og ljúka þvi i sumar. Þetta er mjög dýr framkvæmd. En samkvæmt lögum greiðir rikið helming af kostnaði við lagningu veitunnar að bæjarlandinu, en eftir það verðum við að taka við, og sveitarfélagið greiðir allan kostnað við dreifinguna innan- bæjar. Við vonumst fastlega til þess, að geta lokið þessu verk- efni á árinu 1974. Þá er næst til að taka, að i ár er áætlað að verja 4,5 milj. kr. til byrjunarframkvæmda við nýtt skólahús i þorpinu. Það skólahús sem nú er notað fyrir skyldunámið var byggt árið 1934, og geta þvi allir séð hve mikil þörf er orðin á nýju hús- næði. Byrjað er að teikna nýja húsið, og við vonumst til að geta byrjað að grafa grunn þess i ár. Þá er að nefna það, að hér er i byggingu stórt og glæsilegt fé- lagsheimili sem auk þess á að verða hótel þar sem verða 28 2ja manna herbergi. Húsið er orðið meira en fokhelt, og hefur þegar kostað 37 milj. kr., og ég hygg að annað eins vanti til að ljúka byggingu þess. Um hótelið hefur þegar verið stofnað hlutafélag, en ýmis félög hér á staðnum standa að félagsheimilinu. 1 sumar verður hafist handa um undirbúning fyrir varanlega gatnagerð i Stykkishólmi og er sveitarfélagið þar i samvinnu við hin þorpin á nesinu, sem ætla að hafa samvinnu um var- anlega gatnagerð i þorpunum. En hér er afar vont að leggja oliumöl, vegna þess að götur liggja hér yfir holt og kletta, og þarf þvi eflaust mikið að sprengja fyrir götum eða þá að skipta mikið um jarðveg, en hvort sem er verður afar dýrt. En alla vega verður hafist handa um undirbúning i sumar. — Er ekki mikið byggt af ibúðarhúsum hér sem annars staðar á Snæfellsnesi? — Jú, mikil ósköp, hér er mikið byggt. Á sl. ári voru 17 ibúðarhús i byggingu hér, og ég reikna með að úthlutað verði um 25 lóðum á þessu ári. Við er- um nýbúnir að skipuleggja nýtt ibúðarhúsahverfi fyrir 20 hús, sem byggt verður að einhverju leyti i sumar. — Er mikið um það að fólk ut- an af landi vilji koma hingað og setjast hér að? — Já, það stendur ekki á þvi. Ég er viss um að hér væri ekki vinnuaflsskortur ef nóg ibúðar- húsnæði væri fyrir hendi, en á það hefur vantað, svo ekki sé sterkara til orða tekið. — Er ekkert um það að fólk byggi hér fjölbýlishús? — Nei, það hefur ekki verið neitt um það fyrr en nú i ár, að sótt hefur verið um lóð fyrir 8 ibúða hús. Og þessi umsókn hefur nýverið hlotið samþykkt, og má búast við að sá aðili sem sótti um þessa lóð hefjist handa nú i vor um byggingu hússins. Þá hafa 12 sótt um ibúðir i verkamannabústöðum, en enn- þá hefur ekki verið hafist handa um byggingu verkamannabú- staða hér, en það gæti þó orðið á þessu ári. — Þurfið þið ekki að hefjast handa um nýjar hafnarfram- kvæmdir á næstunni? — Jú, þess er orðin mikil þörf. Það hefur verið ákveðið að endurgera höfnina, en þau mál öll eru enn i höndum hafnar- málastjóra. En við vonumst til að geta byrjað á þessu verki strax i ár, enda var til þess veitt á siðustu fjárlögum 17,3 milj. kr., en áætlað er að endurgerðin kosti milli 37 og 47 milj. kr. Eins og ég sagði áðan er þörfin orðin mikil, enda eykst flotinn ár frá ári, og höfnin'hér, þótt góð sé frá náttúrunnar hendi, er orðin allt- of litil. — En ef við snúum okkur dá- litið að ferðamálunum. Stykkis- hólmur er mjög vinsæll ferða- mannabær, eruð þið með nokkr- ar áætlanir á prjónunum um að gera ferðamannastauminn að stórri atvinnugrein hér i Stykkishólmi? — Ekki get ég sagt það. Stykkishólmur er vissulega orð- inn mjög vinsæll ferðamanna- bær, og hér er afar mikil umferð yfir sumarið. Sumarhótelið sem hér hefur verið starfrækt hefur verið fullbókað undanfarin sumur. Ég veit ekki hvað væri hægt að gera sérstaklega til þess að gera ferðamálin að stærri atvinnugrein hér en þau eru. Þó er ljóst að gera mætti meira i þvi að skipuleggja ferðir út i Breiðafjarðareyjar yfir sumarið. Þær eru mjög vinsæl- ar, og eflaust verður eitthvað gert til að skipuleggja þær betur en verið hefur. Hins vegar er á það að lita, að ferðamannatima- bilið stendur svo stutt hér hjá okkur, kannski 3 til 4 mánuði á ári, að mjög erfitt er að byggja upp stór þjónustufyrirtæki að- eins fyrir ferðamenn. Hvað á svo að gera við þau hina 8 til 9 mánuði ársins? Ef hægt væri að nýta þau þann tima lika, þá væri það engin spurning að koma hér upp ýmsu sem ferða- málunum viðkemur. Það er til að mynda eitt sem við höfum haft mikinn áhuga fyrir, en það er að fá hingað til Stykkishólms eitthvað af þeim erlendu ferðamannaskipum sem koma til Reykjavikur ár hvert. Og nú standa vonir til að þessi ósk okkar rætist i ár. Mér er sagt að nú sé væntanlegt hingað i sumar skemmtiferða- skip og ég held ég megi segja að öllum hér finnist þetta mjög góð hugmynd og vonandi að fram- hald geti orðið á þessu i framtið- inni. — Ef við snúum okkur þá að- eins að atvinnuástandinu i Stykkishólmi? — Já, þvi er fljótsvarað, hér er yfirdrifin atvinna allan árs- ins hring og vinnuaflsskortur mikill, einkum yfir vetrarmán- uðina. Og það er sama sagan hér og viðar á Snæfellsnesi, okk- ur vantar ibúðarhúsnæöi. Ef það væri fyrir hendi, væri vandalaust að fá fólk til að flytj- ast hingað og starfa. — Er það algengt hér, að hús- mæður vinni utan heimilis? — Já, mjög svo. Það er óhætt að fullyrða, að þær séu uppi- stöðuvinnuaflið i fiskiðnaðinum. og án þeirra gæti til að mynda frystihúsið ekki starfað og ekki heldur skelvinnslan. En það dugar samt ekki til, þótt þær vinni utan heimilisins. okkur vantar hér fólk i flestar starfs- greinar og fáum það ekki fyrr en húsnæðismálin hafa verið leyst. —S.dór. Rætt yið Eínar Flygenring sveitarstjóra í Stykkishólmi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.