Þjóðviljinn - 18.05.1974, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.05.1974, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. mai 1974. STYKKISHÓLMUR jr~ •- v fiskvinnsla, og rækju- vinnsla þótt í litlum mæli sé. Það er því ekki að undra þótt viðhorf fólks sé með nokkuð öðrum hætti þar en í öðrum þorpum á nesinu. Þar er til að mynda að öllu jöfnu styttri vinnutimi hjá almenningi yfir ver- tíðina, og þeir sem ekki Stykkishólmur hefur mikla sérstöðu meðal þorpa á Snæf ellsnesi. Ekki einungis vegna þess að þar er bæjar- stæði fegurra en í öðrum þorpum á nesinu, já, kannski á öllu landinu, heldur fyrst og fremst af tvennu. Þar skal fyrst telja sögufrægð staðarins, vegna þess að Stykkishólmur var á einni tíð einn af stærri verslunarstöðum á land- inu, en þó ekki síður vegna þess að í dag er atvinnulíf í Stykkis- hólmi mun f jölbreyttara en í nokkru öðru þorpi á Snæfellsnesi. Enda þótt sjávarútvegur sé uppi- staða atvinnulíf sins þar, eru þar bæði trésmíða- Þaft er óvifta fegurra bæjarstæfti en i Stykkishóimi. verkstæði, húsgagna- vinnustofa, skipasmíða- stöð og, já, prentsmiðja, að vísu dálítið óvenju- leg, hún er rekin af nunnunum i klaustrinu. Þá er og í Stykkishólmi bílaverkstæði, hótel, af- greiðsla flóabátsins Baldurs, og þá erum við komin að því sem í framtíðinni á kannski eftir að verða stór þátt- ur í atvinnulíf inu, ferða- mannastrauminum, sem er mjög mikill orð- inn og fer sífellt vax- andi. Þá er útgerð og fisk- vinnsla fjölbreyttari i Stykkishólmi en á öðr- um stöðum á Snæfells- nesi. Þar er frystihús, saltf iskvinnsla, skel- vinna að fiskvinnslu vinnaaldrei jafn langan vinnutíma og sjálfsagt þykir í hinum þorpunum á nesinu. Það var þvi með a11- mikilli forvitni að við tókum fólk tali i Stykkishólmi, eftir að hafa áður heimsótt öll hin þorpin á Snæfells- nesi. Skipasmíöar eru rótgróin atvinnugrein í Stykkishólmi sagöi Hafsteinn Einarsson framkvæmdastjóri Skipavíkur hf, Skipasmíðastöðin Skipa- vík h/f í Stykkishólmi hef- ur nýverið flutt í nýtt hús- næði til nýskipasmíða í samnefndri vík rétt utan við þorpið sjálft, en allar slippviðgerðir fara enn fram í eldra athafnasvæði fyrirtækisins niðri við höfnina. Til að fræðast nánar um þetta fyrirtæki heimsóttum við Hafstein Einarsson framkvæmda- stjóra þess út i Skipavik. — Skipasmiðar eru rótgróin at- vinnugrein hér i Stykkishólmi, sagði Hafsteinn. Þær hafa verið stundaðar hér i áratugi, en til þess að stofna mætti þetta fyrir- tæki, Skipavik h/f, þurfti að sam- eina nokkra aðila sem unnið höfðu að skipaviðgei;ðum og ný- smiði, og útkoman varð þetta fyrirtæki. Allt tók þetta langan tima, en Skipavik tók til starfa árið 1969 og var þá með alla starfsemina niðri við höfnina i gamla slippnum. Fljótlega var farið i að koma upp betri aðstöðu fyrir nýsmiðina, og varð þá þetta athafnasvæði hér fyrir valinu og þetta hús hér byggt. bað var svo tekið i notkun áriö 1973. En þang- að til var starfsemin á mörgum stöðum i þorpinu. — Það er þá sjálfsagt allt önnur og betri aðstaða sem þið hafið núna eftir að þið fluttuð nýsmið- ina hingað? — Já, mikil ósköp, þetta er auðvitað allt önnur aðstaða. Hér fer öll nýsmiðin fram, en viðgerð- ir, sem við erum einnig með fara fram i slippnum við höfnina. Þetta nýja hús er svo stórt, að við getum lokið smiði þeirra báta sem við erum með algerlega inni húsinu, að segja auðvitað utan þess að reisa möstrin. Svo er það auðvitað mikill munur að hafa allt á einum stað undir einu þaki eins og nú er, en áður var þetta á mörgum stöðum. — Og er alltaf nóg eftirspurn eftir nýjum bátum hjá ykkur? — Nei, þvi miður virðist eftir- spurn eftir nýjum bátum af þeirri stærð sem viðsmiðum, (49 tonna tréskip) hafa dregist saman. — Hver hyggur þú, að ástæðan fyrir þvi sé? — Þær eru fleiri en ein. Nú er i tisku að kaupa skuttogara, það dregur eflaust eitthvað úr, þá vilja menn halda þvi fram að rekstur svona skipa eins og við smiðum sé óhagkvæmur um þessar mundir og siðast en ekki sist er afar erfitt að manna þessa báta og jafnvel þótt þeir væru nokkuð stærri. bað virðist þvi vera stefnan nú að kaupa annað hvort mun stærri báta, þetta 100 til 400 tonna skip, eða þá mun minni báta til rækjuveiða eða skelfiskveiða. Það er þvi alveg ljóst að við verðum innan skamms að taka ákvörðun um hvort heldur við tökum fyrir smiði þessara litlu báta eða þá að smiða 100 tonna báta sem er vel hægt hér hjá okk- ur. Ég er ekkert hræddur um, að verkefnin verði ekki næg á kom- andi timum, það er aðeins spurn- ingin um, hvaða bátastærð er hagkvæmast að smiða og selja. — Hvað hafið þið smiðað marga báta hér? — Við erum nú með 14. bátinn i smiðum og þessir bátar hafa ver- Hafsteinn Einarsson ið þetta frá 14 tonna og uppi 50 tonna. — Hvað getið þið verið með marga báta i smiðum i einu inni húsinu? — Ef við miðum við 50 tonna báta, getum við verið með 3 i einu, en auðvitað nokkuð fleiri ef um minni skip er að ræða. Annars er stóra vandamálið hjá okkur vinnuaflsskorturinn. Til þess að stöðin sé rekin með fullum afköst- um þurfum við 60 menn, en höfum aðeins 30 um þessar mundir, en það er eins og áö leita að gulli að ætla sér að fá mannskap, svo ég tali nú ekki um fagmenn. Að visu lagast þetta eitthvað i sumar þegar skólastrákarnir koma til vinnui en það er bara engin lausn á málinu, þeir standa ekki við nema 3 i mesta lagi 4 mánuði. — Er ekki einnig mikið að gera i viðgerðunum, þar sem þetta er eina skipasmiðastöðin á Snæfells- nesinu? — Jú, það er meira en nóg að gera i viðgerðunum, og sá hluti starfseminnar hefur aukist mjög verulega undanfarið, sem er að sjálfsögðu eðlilegt með vaxandi útgerð frá Snæfellsnesi. — Hvað getið þið tekið stór skip upp til viðgerðar? — Við getum tekið 300 tonna skip uppi sleða og 100 tonna skip i hús. — Hver er aðaleigandi Skipa- vikur h/f? — Hreppurinn á langmest i fyrirtækinu, en svo eru einnig ein- staklingar sem eiga hluta. — 1 sambandi við nýsmiðina, smiðið þið eftir pöntunum eða á lager ef við getum orðað það svo? — Við smiðum eingöngu eftir pöntunum, um annað getur varla orðið að ræða, þetta eru það dýrar framkvæmdir. — Gengur þetta fyrirtæki þá ekki vel? — Við höfum átt við mikla rekstursörðugleika að etja, en þetta er slikt fyrirtæki að ekki er hægt að leggja það niður, þótt ekki væri nema vegna viðgerð- anna. Þess vegna höfum við leit- að hófanna með fyrirgreiðslu frá opinberum aðilum, og ég trúi þvi ekki fyrr en ég tek á, að við þeirri beiðni okkar verði ekki snúist á jákvæðan hátt. Stöðinni er það mikið nauðsynjamál að fá þessa fyrirgreiðslu. Þá má og geta þess að Skipavik h/f er stærsti vinnu- veitandi i Stykkishólmi, sem hef- ur stöðugan atvinnurekstur allt árið. Þá getum við ekki gert neinar framtiðaráætlanir fyrr en þessi fyrirgreiðsla er fengin. Við getum ekki skipulagt neitt fyrr. En við vitum að við þurfum ekki að kviða verkefnaskorti. Alltaf er meira en nóg að gera i viðgerðun- um, og þetta stóra hús okkar hér tryggir það að við getum unnið að skipasmiðinni i hvernig veðri sem er, allt árið um kring. — Hvað kosta þessir bátar sem þið eruð að smiða? — Ætii það sé ekki á milli 40 og 50 milj., en það fer þó allt eftir þvi hve vel búnir tækjum þeir eru. Þessi nýju tæki sem sjálfsagt þykir að hafa i hverjum báti eru ákaflega dýr og ráða orðið mestu um verð bátsins. — Að lokum, Hafsteinn, ertu bjartsýnn á að skipasmiði eigi eftirað verða enn stærri atvinnu- vegur hér á Stykkishólmi en verið hefur? — Ef við fáum þá fyrirgreiðslu sern ég nefndi áðan, þá þarf ekki að kviða neinu um framtið skipa- smiða hér. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.