Þjóðviljinn - 18.05.1974, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.05.1974, Blaðsíða 11
Laugardagur 18. mal 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA '11 t)r frystihúsi Sigurðar Agústssonar Hér er nóg atvinna allt árið Velflestir frystihúsaeig- endur á iandinu hafa á sl. 2 árum byrjað á gagngerum breytingum eða endur- byggingu að miklu leyti á frystihúsum sínum. Eitt þessara frystihúsa/ sem lagt hafa í miklar breyt- ingar og viðbyggingu, er frystihús Sigurðar Ágústs- sonar í Stykkishólmi. Við litum þangað inn og rædd- um við Einar Magnússon verkstjóra og gengum með honum um húsið sem er á leið með að verða eitt af glæsilegri frystihúsum landsins. — Við byrjuðum að vinna i hús- inu i febrúar sl., sagði Einar, eftir gagngerar breytingar á þvi og raunar viðbyggingu lika sem framkvæmd var i fyrrasumar. Og einsogþúsérð þá er verkinu ekki lokið enn, en við urðum að byrjaá þvi um leið og vertið hófst. Senni- lega tekst okkur svo að ljúka þvi næsta sumar, það er ekki svo mikið sem eftir er. — Er jafnlangur vinnutimi hérna hjá ykkur og i fiskvinnslu- stöðvum annars staðar á Snæ- fellsnesi? — Nei, ekki er það nú að jafn- aði. Algengast er að við vinnum hér frá kl. 8 til 19 á kvöldin, en það kemur þó fyrir að unnið sé lengur, hjá þvi verður ekki komist oft á tiðum. Einkum þurfa karlmenn- irnir oft að vinna lengur en til kl. 19. En svo vinnum við auðvitað allar helggr meðan vertiðin stendur. t vetur hefur verið hér mjög mikil vinna, enda góður afli og óvenjugóðar gæftir, og hefur aflinn verið jafnari ,og betri en til að mynda I fyrra, á þvi leikur varla nokkur vafi. — Hvað vinnur margt fólk I frystihúsinu? — bað er um 60 manns, sem vinnur hér allt árið, en yfir sum- arið þegar skelin er unnin fjölg- um við alltaf töluvert, enda er þá skólafólkið komið á vinnumark- aðinn og auðveldara að fá vinnu- afl. Við þyrftum að hafa hér 100 manns yfir vertiðina ef vel ætti að Fiskpökkun í frystihúsi Sig. Ag. f Stykkishólmi vera. Við höfum bæði flökunar- vélar og frystiaðstöðu til að hafa svo margt fólk i vinnu, en það er bara ekki fleira fólk að fá, vinnu- aflsskorturinn er hér mikill eins og annars staðar. — Eru ekki húsmæður uppi- staðan i vinnuaflinu hjá ykkur eins og i velflestum öðrum frysti- húsum landsins? — Jú, þvi er ekki að neita. Það hefur farið mjög i vöxt, að konur hér vinni utan heimilis. Þær byrj- uðu mikið i skelinni yfir sumarið, en hafa svo haldið áfram yfir vet- urinn. — Hvað getið þið unnið mikið magn af fiski á dag, miðað við þann mannskap sem þið hafið? — Það eru svona milli 30 og 35 tonn og þá miðað við 10 tima vinnu. Annars erhér heldur færra fólk fyrir hádegið en eftir, enda margar húsmæður sem ekki byrja að vinna fyrr en kl. 13, sum- ar geta þó byrjað kl. 10 á morgn- ana. — Er það eingöngu heimafólk sem vinnur hjá ykkur? — Það má heita. Hér er litið um aðkomufólk á vertiðinni, það gerir húsnæðisskorturinn sem er geypilega mikill i Stykkishólmi. — Er þetta fyrirtæki ekki einn- ig með saltfiskframleiðslu? — Jú, en hún er úti á Rifi. Við vorum með hana hér, en i vetur var hún öll flutt út á Rif. — Og hvað á fyrirtækið marga báta? — Það er með einn stóran bát, Hamrasvan, sem er 260 lesta skip. Hann hefur verið báeði á linu og netum i vetur. — En segðu mér nú eitthvað af sjálfum þér, Einar, ertu búinn að vinna hér lengi? — Það eru vist komin ein 10 ár siðan ég byrjaði hér. Ég var sjó- maður áður, en hætti á sjónum þegar ég kvæntist og fékk mér fiskmatsréttindi og hef unnið hér i frystihúsinu siðan. — Er gott að búa i Stykkis- hólmi? — Mjög gott, ég held ég vildi hvergi annars staðar búa. Hér eru góðar samgöngur, vegir eru opnir orðið allt árið og hingað er haldið uppi reglubundnu flugi, enda er hér góður flugvöllur. Þá er hér næg atvinna allt árið, og hér býr gott fólk, þannig að ég vildi hvergi annars staðar búa. — Er mikið félagslif i Stykkis- hólmi? — Já, það verður ekki annað sagt en að hér sé allgott félagslif. Að visu er heldur dauft yfir þvi yfir veturinn meðan atvinna er hvað mest, en annan tima ársins er það þó nokkuð liflegt. Hér eru spila- og taflklúbbar, og hér er starfandi lékfélag, og mikið lif er hér i iþróttafélaginu. Hér eru haldnar nokkrar skemmtanir svo sem þorrablót og annað slikt. Nei, það er engin ástæða til að kvarta yfir félagslifinu hér, nema yfir veturinn eins og ég sagði áðan. Við verðum að athuga það, að fólk sem vinnur i fiski verður að vinna þegar afli berst að, hvað sem tautar og raular. Þótt aðrar stétt- ir geti sagt nei við aukavinnu, þá getur fólk i fiskvinnu það ekki og gerir það heldur ekki. — Tekur fólk i Stykkishólmi al- mennt sumarfri? — Já, það er mér óhætt að segja. Að visu er það nýtilkomið að fólk fari almennt i fri, en það hefur aukist mjög á siðustu árum, jafnvel að fólk fari i siglingar i sumarfriinu sinu. Hér fyrrum hafði fólk bara ekki efni á að taka sér fri, en núorðið er þetta breytt, og þá stendur ekki á fólki að not- færa sér það, snda er það nauð- synlegt að fólk sem vinnur að jafnaði langan vinnudag taki sér gott sumarfri, það sjá allir núorð- ið. — Ef við snúum okkur aðeins að vinnuaflsskortinum aftur, er ekkert um það að fólk úr öðrum starfsgreinum nái sér i aukatekj- ur með þvi að koma i vinnu til ykkar á kvöldin og um helgar? — Nei, það þekkist ekki hér. Hins vegar er það svo, að þegar útskipun stendur yfir er skóla- fólki að jafnaði gefið fri og það sér um útskipunina. An þess gætum við alls ekki annað henni; þetta er ómetanleg hjálp sem við fáum frá skólafólkinu. — Svo kemur það auðvitað i vinnu til ykkar yfir sumarið? — Já, og það er eini timi ársins sem við þurfum ekki að kvarta yfir vinnuaflsskorti, og þetta er gott vinnuafl, duglegt og skemmtilegt fólk. —S.dór. Rætt við Einar Magnússon verkstj. í frystihúsi Sig. Ágústssonar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.