Þjóðviljinn - 30.05.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.05.1974, Blaðsíða 1
djoðvhhnn Fimmtudagur 30. mai 1974—39. árg. —87. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON KÚPAVOGS IPÚTEK OPIO Oll kvölo til KL. 7. NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2. SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 SlMI 40102 Fátt er svo með öllu illt: íhaldið missti hluta á tveim Enda þótt íhaldið ynni stórfelldan og uggvekjandi kosningasigur um síðustu helgi/ er vert að minna á, að á nokkrum stöðum, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur þó til þessa staðið traustum fótum, missti hann valdaaðstöðu sína. 1 þessu sambandi ber fremst að nefna ölafsfjörð þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur haft meirihluta um áratuga skeið. Þar fékk hann nú 48,3% atkvæða, en sameinaður listi vinstrimanna fékk 51,7%. 1 Borgarnesi tapaði Sjálfstæðis- meiri- stöðum flokkurinn einum fulltrúa til Al- þýðubandalagsins. 1 haldið tapaði einum fulltrúa á bingeyri, en þar hlaut listi vinstrimanna hreinan meirihluta. Þá tapaði ihaldið meirihluta sinum á Flateyri. A Suðureyri hafa vinstrimenn hreinan meirihluta. Á Blönduósi héltmeirihluti ihaldsins velli með 6 atkvæða forskoti. Karfaveiðar togaranna: Allt að 10% aflans er undirmálsfiskur Okkur hafa alltaf öðru hvoru verið að berast sög- ur um það að verið væri að landa svo og svo miklu magni af undirmálsfiski úr togurum hér í Reykja- vík undanfarna mánuði. Til að komast að hinu rétta í þessu máli höfðum við samband við Jón Helga- son, fiskmatsmann hjá Fiskmati rikisins^og spurð- um hann hvort þeir fisk- matsmenn yrðu varir við það að stór hluti aflans væri undir máli hjá togur- unum. Jón sagði að þvi miður kæmi það æði oft fyrir að stór hluti afl- ans væri undirmálsfiskur, sem aðeins færi i bræðslu. Einkum og sér i lagi á þetta við um karfann. Lágmarkið á karfanum til vinnslu er 500 grömm, en það væri alltaf einhver hluti hans undir máli, og kæmi það fyrir að allt að 10% aflans hjá togara væri undir máli. Jón tók fram að mun minna væri um undirmálsfisk á ýsu og þorski, en þar eru lágmörkin 40 sm og 43 sm. — Það fer ekkert á milli mála, að karfinn sem togararnir koma með að landi hefur farið minnk- andi undanfarin ár og fer enn, sagði Jón Helgason. Hann bætti þvi við að sjómennirnir tækju undirmálskarfann, isuðu hann og stijuðu sér, enda er ekkert hægt að nota hann til annars en i bræðslu. Von mun á harðari löggjöf i þessu máli, en togararnir munu Framhald á bls. 13 Kíttismenn hopuðu Framkvæmdir við byggingu fyrhugaðrar kittisverksmiðju i Hveragerði mun nú liggja niðri. 1 vetur var allmikið um þessa verksmiðju talað, og varð nokkur togstreita um málið milli yfir- valda og forráðamanna þess fé- lags sem verksmiðjuna ætla að reisa, en fyrir þeim er ólafur Þorgrimsson lögmaður. 1 heilbrigðisráðuneytinu var taliðað mengunarhætta stafaði af kittisframleiðslu, og bæri þvi að leita leyfis ráðuneytisins áður en framkvæmdir hæfust við bygg- ingu verksmiðjunnar. Ólafur Þorgrimsson svaraði þvi til, að hann hefði heimildir fyrir þvi að mengunarhætta væri engin, og þyrfti þvi ekki leyfi. Vitnuðu ráðuneytismenn til nýsettra laga Framhald á bls. 13 Vörutalning við Gaman á togarabryggju Þessar ungu og fallegu stúlkur hittum við niðri á togarabryggju þar sem þær voru að þvo lestarskilrúm úr togaranum Engey. Þær heita Dóra Stefánsdóttir t.h. og Sigriður Jóhannsdóttir og sögðust ætla að vinna hjá Togaraafgreiðslunni i sumar, sögðust reyndar hafa unnið þar einnig i fyrrasumar. (Ljósm. S.dór). Kjartan Olafsson efstur á Vestfjörðum Samþykktur hefur verið framboðslisti Alþýðu- bandalagsins í Vestf jarða- kjördæmi. Skipar Kjartan Ólafsson, ritstjóri, efsta sæti listans, en listinn er að öðru leyti þannig skipaður: 2. Aage Steinsson, rafveitustjóri Isafirði. 3. Sveinn Kristjánsson, skóla- stjóri Klúku Bjarnarfirði 4. Unnar Þór Böövarsson, Birki- mel, Barðaströnd 5. Þuriður Pétursdóttir, kennari, Isafirði. 6. Guðmundur Friðgeir Magnús- son, formaður Verkalýðsfélags- ins Brynju, Þingeyri. 7. Bolli ólafsson, sparisjóðsgjald- keri, Patreksfirði. 8. Gestur Kristinsson, skipstjóri, Súgandafirði. 9. Davið Daviðsson, oddviti Tálknafirði. lO.Skúli Guðjónsson, bóndi Ljót- unnarstöðum, Strand. verðlœkkun en... hversvegna ekki við verðhækkun? Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að um leið og landbúnaðarvörur lækkuðu fyrir skömmu ráku kaupmenn upp rama- kvein mikið og létu fara fram vörutalningu á lager sinum og heimta endur- greiðslu úr ríkiskassanum. Kannski ekki óeðlilegt segja sumir. En þá verður manni spurn hvers vegna gera kaupmenn þetta ekki þegar vörur hækka? Hvers vegna láta þeir þá ekki einnig telja birgðir sínar? Þessa spurningu lögðum við fyrir framkvæmdastjóra Kaup- mannasamtakanna sem staðið hafa fyrir vörutalningunni vegna lækkunar landbúnaðarvaranna. Svarið var á þá leið, að þegar um vöruhækkun væri að ræða, væri það i höndum verðlagseftir- litsins að sjá til þess að kaupmenn hækkuðu ekki lager sinn. Nú er það svo, að sumir kaup- menn eru grunaðir um að skjóta undan af lager sinum þegar hækkanir eiga sér stað og það við- urkenndi framkvæmdastjóri kaupmannasamtakanna. Og ein- mitt þess vegna verður manni spurn — hvers vegna vörutalning er ekki látin fara fram þá eins og þegarum vörulækkun er að ræða. Getur það hugsast, að kaupmenn kæri sig ekki um það? Vilja þeir ekki hreinsa af sér það orð, að sumir þeirra skjóti undan af lager sinum? beir geta ekki skotið sér á bak við verðlagseftirlitið i þessu efni, vegna þess að allir vita, að það er mjög svo vanmáttugt i eftirliti sinu sökum starfsmanna- skorts. Og vilji kaupmenn vera heiðarlegir geta þeir ekki sagt sem svo — mannfæð eftirlitsins kemur okkur ekki við —. bess má til gamans geta að svo til um sama leyti og landbúnaðar- vörurnar lækkuðu og kaupmenn ruku til og töldu lager sinn, hækk- aði tóbak. Heyrði nokkur þess getið að fram hefði farið talning á tóbakslager kaupmanna? —S.dór Listinn í Norðurlands- kjördæmi vestra i gær var lagður fram fram- io. Haukur Hafstað boðslisti Alþýðubandalagsins I framkvæmdastj. Landverndar, Norðurlandskjördæmi vestra. vik Skag. Listinn er þannig skipaður: t. Kagnar Arnalds alþingismaður Varmahliö Skag. 2. Hannes Baldvinsson sfldar- matsmaður Siglufirði 3. Helga Þórðardóttir húsfreyja Blönduósi 4. Gisli Kristjánsson útgerðar- maður Hofsósi 5. Jóhanna Björnsdóttir hús- freyja, Bjarghúsum V-Hún. 6. Kolbeinn Friðbjarnarson form. Verkalýðsf. Vöku, Sigl. 7. Heiðbjört Kristmundsdóttir meinatæknir Sjávarborg Skag. 8. Eðvarð Hallgrimsson bygg- ingameistari Skagaströnd. 9. Flóra Baldvinsdóttir varaform. Verkalýðsf. Vöku, Sigl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.