Þjóðviljinn - 30.05.1974, Síða 16

Þjóðviljinn - 30.05.1974, Síða 16
uóðviuinnX Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Helgar-, kvöld- og næturvarsla lyfjabúða i Reykjavik 24.-30. mái er i Laugavegs- og Holtsapóteki. ' Kvöldsimi blaðamanna er 17504 k eftir klukkan 20:00. Fimmtudagur 30. mai 1974. Slysavarðstofa Borgarspítalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Þórunn Guðmundsdóttir (t.v.) og Lilja Helgadóttir röntgentæknar Röntgentæknar segja upp frá 1. september — Vinna sömu störf með sömu ábyrgð og röntgen- hjúkrunarkonur, en eru þremur launaflokkum neðar Röntgentæknar, sem starfa hjá borginni, hafa sagt upp vinnu frá og með 1. september, vegna deilu um laun og starfskjör. Teiur Röntgentæknafélagið að þeir eigi rétt á sömu kjörum og röntgen- hjúkrunarkonur, sem vinna ná- kvæmlega sömu störf. Tveir fulltrúar röntgentækna, þær Þórunn Guðmundsdóttir og Lilja Helgadóttir, skýrðu Þjóð- viljanum frá þessu máli i gær, en röntgentæknar segja upp frá 1. júni með 3ja mánaða uppsagnar- fresti. Röntgentæknar eru ný starfs- stétt og útskrifaðist fyrsti hópur þeirra eftir 2 1/2 árs nám úr Röntgentækniskólanum eftir að siðustu kjarasamningar voru gerðir við starfsfólk sjúkrahús- anna, en næsti hópur, 11 manns, útskrifast eftir tvo mánuði. Mun það fólk ekki heldur hafa i hyggju að ráða sig til starfa fyrr en samningar hafa verið lagfærðir og ekki upp á lakari kjör en aðrir þeir, sem vinna sömu störf. Það sem deilan stendur einkum um er launaflokkurinn og vetrar- fri. Telja röntgentæknar sig hafa fyllilega sambærilega menntun við röntgenhjúkrunarkonur, sem bæta við hjúkrunarnámið eins árs sérnámi, enda vinna báðir hópar nákvæmlega sömu störf með sömu ábyrgð. Röntgenhjúkrunar- konur taka hins vegar laun eftir 19. launaflokki, en röntgentæknar eftir 16. Vegna óhollustu, sem talin er stafa frá röntgengeislum, var lengi sú hefð, að fólk, sem vann við röntgen fengi auk sumarfris sérstakt vetrarfri, en það féll nið- ur bæði hjá aðstoðarfólki og röntgenhjúkrunarkonum við síð- ustu samningagerð. Varð það til þess, að hjúkrunarkonurnar sögðu upp starfi sinu og tókst að knýja fram 16 daga vetrarfri. — Getum við ekki betur séð en sama forsenda hljóti að gilda um okkur röntgentækna, sögðu þær Þórunn og Lilja, og reyndar um aðstoðarfólkið lika. Enda var okkur lofað — munnlega að visu — sömu hlunnindum og röntgen- hjúkrunarkonunum, meðan við vorum i námi og þá höfðum við 10 daga vetrarfri. Við krefjumst þess að fá sömu kjör og fólk sem vinnur við hlið okkar sömu störf með sömu ábyrgð. Jafnframt lýsti aðalfundur Röntgentæknafélagsins yfir full- um stuðningi við kröfur sjúkra- liða, sem einnig hafa sagt upp störfum vegna óánægju með launakjör. —vh Samið um aðskilnað herja á Golanhæðum JERUSALEM 29/5 — t dag var tilkynnt um að loksins hefðu Sýr- lendingar og ísraelsmenn fallist á samkomuiag um vopnahlé og að- skilnað herja á Golanhæðum, sem Kissinger utanrikisráðherra Bandarikjanna hefur haft milli- göngu um að gera. Kissinger kom rétt enn einu sinni frá Damaskus i gærkvöldi með samþykki Sýrlendinga fyrir flestum meginatriðum sam- komulagsins. Israelsstjórn sat á fundi um málið i dag, og var áður en hann hófst talað um að aðeins ætti eftir að skýra nokkur atriði. Fyrir nokkrum dögum höfðu meginatriði þessa samkomulags komið fram i dagsljósið. Þau lúta að þvi, að Israel skilar aftur svæðum þeim sem tekin voru i fyrra og nokkru af þeim sem tek- in voru 1967. Hlutlaust belti verð- ur á milli herjanna og verða um 1250 manna gæslulið frá Samein- uðu þjóðunum staðsett þar. Samkomulagið er að formi stutt yfirlýsing um grundvallaratriði, og verður það formlega undirrit- að á fundi starfshóps Egypta og Israelsmanna i Genf. Þessi háttur mun á hafður vegna þess að Sýr- land tók ekki þátt i fyrsta áfanga Genfarráðstefnunnar. Að öðru leyti verða gerðir sérstakir samningar um framkvæmd vopnahlésins beint milli Banda- rikjanna annarsvegar og hvors deiluaðila um sig hinsvegar. Nú mun ljúka um ellefu vikna stórskotahrið yfir viglinurnar, sem hefur eftir að vopnahlé átti formlega að ganga i gildi i fyrra, grandað 200 Israelsmönnum. Bú- ist var við þvi að hægrisamsteyp- an á þingi snerist hart gegn samningnum, sem var sam- þykktur einróma af ráðherrum. Túnin víða kalin — en á Suðurlandi muna fáir eftir svo góðu vori Margir eru þeirrar skoð- unar, áð þetta vor sé hið mildasta sem komið hefur um áraraðir, sagði Her- mann Guðmundsson, bóndi Blesastöðum á Skeiðum, en Þjóðviljinn ræddi við hann í gær um búskapinn. Sauðburðurinn hefur gengið vel, sagði Hermann, ég reikna með að flestir bændur hér um slóðir séu með 70—90% tvilembt, enda hefur verið stefnt að þvi nú um hrið að rækta upp tvflemb- ur. Það er algengt lika að ærnar séu þrilembdar. Hefst ekki sláttur fyrr en venju- lega i svo góðri tið? Nú veit ég ekki — tún hér eru viða talsvert kaiin. Klaki lá lengi á þeim, og viða er mikið kal, en það er mikið gras á milli kalblett- anna. Sagði Hermann lika, að fé hefði verið látið bera úti og hefði þvi viða gengið á heimatúnum, og væntanlega kippir það nokkuð úr sprettu. En þetta er afskaplega gott vor, sagði Hermann, ferðamanna- stra-,mur er þegar hafinn um veg ,ia hér, og strax ber talsvert á þessum útlendingum með bak- poka, þessu fólki sem ferðast á puttanum, eins og það er kallað. Ég hitti áðan tvo slika ferðalanga á vegamótum Hreppa og Skeiða. Þeir ætluðu i Árnes. Enn hafa bændur fé sitt heima við bæi, enda tekur gróður mikið seinna við sér á úthögum en niðri i byggðinni, en væntanlega taka menn innan skamms að brýna ljái sína. —GG Sjö listar í Reykjavík Spreng j utilr æði fasista mótmælt Enn óhagstæður vöruskiptaj öfnuður ROM 29/9 — Verkamenn um alla Italiu fóru I fjögurra stunda verk- fall til að mótmæla sprengjutil- ræði i bænum Brescia, sem I gær kostaði 6 manns lífið. 94 særöust. Taliö er vist að nýfasistar hafi verið að verki. 1 Róm og Milano fóru tugir eða hundruð þúsunda manna um göt- urnar. Til átaka kom er harð- AB, félagar og aðrir stuðnings- menn. Fundur veröur haldinn I Góð- templarahúsinu i kvöld (fimmtu- dag) Gestur fundarins veröur Lúðvik snúnir vinstrisinnar gerðu áhlaup á skrifstofur nýfasistaflokksins og særðust nokkrir lögreglumenn. 1 Milanó kom og til beinna átaka milli nýfasista og vinstrisinna — var þar kastað grjóti og heimatil- búnum sprengjum. A sl. tveim vikum höfðu um 20 hægrisinnaðir öfgamenn verið handteknir I Brescia, m.a. fyrir ólöglegan vopnaburð. Jósepsson ráðherra sem ræðir stjórnmálaviðhorfið og bæjar- stjórnarkosningarnar. Fundurinn hefst kl. 9.00. Stjórnin Sjö framboðslistar verða I kjöri I Reykjavik fyrir Alþingiskosn- ingarnar. Þessir listar eru listar gömlu flokkanna fjögurra, Fram- sóknar, Alþýöubandalags, ihalds og krata, en til viöbótar listar frá Samtökum frjálslyndra og vinstrimanna, Fykingunni og KSML, kommúnistasamtökun- um. Lýðræðisflokkurinn nýi, sem stofnaður var i Reykjavik, gat ekki fyrir miðnættið i nótt barið saman lista I Reykjavik, en mun hins vegar bjóða fram lista i P ykjaneskjördæmi. Samtökunum og krötum mun hafa gengið sérlega illa að koma saman listum sinum og fá með- mælendur um allt land, og bárust framboðslistar þessara flokka ekki til yfirkjörstjórna i hverju héraði fyrr en seint og um siðir, eða rétt fyrir miðnætti s.l. KSML mun aðeins bjóða fram i Reykjavik, en Fylkingin mun bjóða fram i Reykjavík og I Reykjaneskjördæmi. -GG Illa horfir með vöruskiptajöfn- uöinn um þessar mundir. Fjóra fyrstu mánuði ársins var flutt inn fyrir rúmlega þrem miljörðum króna hærri upphæð, heldur en út. Útflutningur jan.-april á þessu ári nam 8,5 miljörðum króna, en innflutningur á sama tima nam 11,7 miljörðum. Frá sama tima I fyrra hefur útflutningur aukist um rúman miljarð, en innflutn- Glistrup fyrir rétt KAUPMANNAHÖFN 29/5 — For- maður Framfaraflokksins danska, Mogens Glistrup, verður sakaður um að hafa svikið 2,2 miljónir undan skatti og að hafa haft fé af niu skjólstæðingum sin- um. Auk þess hafi Glistrup svikið um 2 miijónir undan skatti fyrir skjólstæðinga sina. Þessar upp- lýsingar eru úr blaðinu Politiken sem telur liklegt að Glistrup verði sviptur þinghelgi innan skamms. ingur um fjóra og hálfan miljarö. Hinn mikli innflutningur sem skýrslur Hagstofunnar nú sýna, stafar af þeirri miklu almennu veimegun sem nú rikir i landinu og kemur fram bæði á sviði neyslu og fjárfestingar. En vöru- skiptahallinn er mjög alvarleg staðreynd, og hafa stjórnvöld ný- lega gert ráðstafanir til að draga úr honum, m.a. með þvi að inn- flytjendur séu skuldbundnir til á- kveðinnar fjárbindingar. Kosninga- happdrætti Alþýðubandalagsfélög og aðr- ir sem fengið hafa kosninga- happdrætti hjá skrifstofu flokksins og ekki hafa gert skil eru minntir á að ljúka upp- gjöri nú þegar. Dregið verður 31. mai og verð- ur uppgjör að hafa borist fyrir þann tima. Alþýðubandalagið FUNDUR AB I H AFN ARFIRÐI

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.