Þjóðviljinn - 05.06.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.06.1974, Blaðsíða 1
UOmiUINN Miðvikudagur 5. júni 1974 — 39 . árg. —90. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON Viðreisnarflokkar skríða saman á Selfossi: Fulltrúi J-lista vildi ekki vinstra samstarf Viðrcisnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur, mynduðu meirihluta I hreppsnefnd Selfoss. t hreppsnefndarkosningunum fyrra sunnudag fengu íhaldsmenn þrjá I hreppsnefnd en J-listinn einn mann. Þessir aðilar skriðu saman á hrepps- nefndarfundinum f gær. Þjóðviljinn ræddi I gærkvöld við Sigurjón Erlingsson múrara, fulltrúa Alþýðubandalagsins I hreppsnefndinni. Hann sagði, að fulltrúar Ihaldsins og J-listans hefðu í upphafi fundar lagt fram yfir- lýsingu um samstarf. Hefði oddviti verið kjörinn Óli Þ. Guðbjartsson frá Sjálfstæðisflokknum, en vara- oddviti Brynleifur Steingrlmsson, frá J-Iistanum, en hann er sérlegur fulltrúi Gylfa Gislasonar á Suðurlandi. „Minnihluti hreppsnefndar, þrir mennj tveir frá Framsókn og ég, skilaði auðu við oddvitakjörið.” — Kom þetta ykkur á óvart? — Nei. Viðreyndum að koma á samstarfi fulltrúa Alþýðubandalagsins, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins I hreppsnefndinni. Þar krafðist fulltrúi Alþýðuflokksins þess að fá oddvitann, og Framsókn gerði samskonar kröfu fyrir sig. Það reyndi þvi aldrei að fullu á þetta samstarf, en það var strax ljóst að meirihlutamyndunin stefndi öll I þessa átt, sem raun varð á I dag. Það er hins vegar ljóst að Brynleifur gerir minni kröfur til Ihaldsins en vinstri flokkanna. Hér er ólafur Noregskonungur hress I bragði enda að sæma sklðastökks- hetju þeirra Norðmanna, Björn Wirkola, gullpeningi fyrir sigur f skiða- stökki. 127 þúsund Kjósendur á kjörskrárstofni á öllu landinu við alþingiskosn- ingarnar eru rúmlega 129þúsund. Þarna eru meðtaldir erlendir rikisborgarar búsettir utan Reykjavikur og einnig eru taldir allir þeir sem ná tvitugsaldri á árinu. Ætla má að tala kjósenda á endanlega gildri kjörskrá verði um tveim þúsundum lægri. Kjós- endur á kjörskrá við siðustu alþingiskosningar voru 118 þúsund. A kjörskrá I Reykjavík eru nú 54 þúsund og 200 manns, og nemur fjölgunin frá 1971 réttum fjórum þúsundum. A kjörskrár- stofni i Kópavogi eru 6.500 (voru 1971 5.700), á Seltjarnarnesi 1.400 (1.100),iHafnarfirði 6.400 (5.400). A Akureyri eru um 6.900 manns á kjörskrárstofni nú, en kjósendur voru þar um 6.100 við siðustu þingkosningar. Alls eru i Reykjavik og hinum 18kaupstöðum um 94.400 manns á kjörskrárstofni, en I sýslum landsins eru um 35.100 manns. Þessar bráðabirgðatölur um fjölda kjósenda á kjörskrá eru svo i kjördæmunum utan Reykja- vikur: A Reykjanesi 23.700 manns, á Vesturlandi 7.900, á Vestfjörðum 5.800, i Noröurlandi vestra 6.200 og i Norðurlandi eystra 13.800 manns, á Austur- landi 7.000 manns og á Suðurlandi 10.900 manns. t Vestmannaeyjum eru nú 2.936 manns á kjörskrárstofni, en þar voru 2.904 kjósendur á kjörskrá 1971. Þar er þvi ekki um neina fjölgun að ræða. Nákvæmar tölur um fjölda kjósenda á kjörskrá á hinum ýmsu stöðum og umdæmum verður að finna i kosningahand- bók Fjölviss sem kemur út innan skamms. hj— r Agætur fundur Alþýðubandalagið á Suðurlandi hélt fund I Þorlákshöfn I fyrra- kvöld og sóttu hann um 70 manns. Alþýðubandalagið hefur ekki áður haldið almennan stjórn- málafund þar, en ræðumenn voru Lúðvik Jósepsson sjávarútvegs- ráðherra og Garðar Sigurðsson alþingismaður. Nokkrar fyrir- spurnir voru til frummælenda enda komu nokkrir andstæðingar á fundinn, þar á meðal einn fram- bjóðenda kratanna á Suðurlandi. Þótti fundurinn takast ágætlega. Fjögur ungmenni létust í flugslysi Flugmaðurinn villtist og vélin fórst vestur í Svínadal i Dölum Klukkan rúmlega 21 sl. sunnudagskvöld fórst fjögurra manna, eins hreyfils flugvél af gerðinni Beachcraft, TF-JOI,i Svinadal i Dölum. Með flug- vélinni fórust allir sem i henni voru, tveir piltar og tvær stúlkur. Þau sem fórust voru: Pétur Sigvaldason flugmaður 25 ára, búsettur I Hafnarfirði, Einar Gunnarsson flugnemi, 18 ára,búsettur i Hlégarði i Mosfellssveit, Elsa Sylvia Benediktsdóttir, 16 ára, til heimilis að Hvammsgerði 6 Reykjavik, og Kolbrún Edda Jóhannesdóttir, 19 ára,til heimilis að Hvammsgerði 4 Reykjavik. Þær voru farþegar i vélinni, sem var að koma frá Stykkishólmi á leið til Reykja- vlkur og hefur þvl villst mikið af leið. Flugvélin hafði farið frá Akureyri fyrr um daginn og lent i Stykkishólmi. Þar komu stúlkurnar I vélina en þær höfðu báðar stundað vinnu i Stykkishólmi. Um kl. 21.10 heyrðist til vélarinnar TF-JOI á bænum Miðgarði I Svinadal i Dölum. Bóndinn þar, Benedikt Glsla- son, fylgdist með ferðum - vélarinnar. Þess má geta að mjög slæmt flugveður var þar vestra, þoka og mjög lág- skýjað. Benedikt sá hvar vélin flaug inn með austur hlið Svinadals, en sneri við i dals- botninum og virðist sem Framhald á bls. 13 Ölafur Noregskonungur kemur í dag gær, en konungur stigur á land I Reykjavikurhöfn ásamt fylgdar- liði kl. 10 i dag. Listahátíð frestað í framhaldi af þessu hefur verið ákveðið að fresta opnunarhátíð Listahátiðar um einn sólarhring og hefst Listahátið þá kl. 16 á laugardag i Háskólabió. Að- göngumiðar, sem seldir hafa ver- ið á opnunarhátiðina,gilda eftir sem áður, en hægt er að skila þeim i miðasölu Listahátiðar I húsi Söngskólans að Laufásvegi 8, 2. hæð. Þær listasýningar sem Listahátið gengst fyrir verða opn- aðar laugardaginn 8. júni eins og ákveðið hafði verið áður. Þar sem Ólafur Noregs- konungur og fylgdarlið hans hreppti mótbyr á leið til landsins verður að fresta dagskránni um einn sólarhring, þannig að kon- ungur heldur héðan á laug- ardagsmorgunn í stað föstudagsmorguns. Allmargir norskir blaðamenn og sjónvarpsmenn eru komnir til landsins til aö fylgjast með heim- sókn konungs. Ólafur konungur kom siðast hingað i opinbera heimsókn fyrir 13 árum. Varðskip sigldi móti konungs- skipinu Norge og fylgdarskipun- um Trondheim og Stavanger i Og hvar á svo aumingja bíllinn að vera? Stundum er útlitið sorglegt, stundum broslegt og stundum er árekstur og allt í skralli. Þegar horft er útum gluggann á ritstjórn Þjóðviljans, þó ekki sé nema tvær þrjár mínútur um miðjan daginn, má glögglega sjá ringulreiðina í um- ferðinni og stanslaus umferðarlagabrot. Þessar myndir voru teknar með nokkurra mínútna millibili út um sama gluggann og þarfnast varla skýringa, nema myndin lengst til hægri; — þar hefur Skoda-bif reið verið skilin eftir mannlaus á miðri götu í von um að flínkir og ökumenn um Njáls- eingongu skapgóðir ættu leið götuna. (Ljósm. sj.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.