Þjóðviljinn - 05.06.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.06.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 5. júni. 1974 Mynd: Francisco Goya y Lucientes KENJAR Mál: Guðbergur Bergsson Sá skammarlegi „Svo virðist sem hérna sitji eitthvert háskólaráðið,” segir P-handritið. „Hver veit nema páfagaukurinn sé að halda fyrirlestur um læknavisindin? Ekki er vert að trúa orðum hans. Mál sumra lækna er gulls igildi, en lyf þeirra eru eins og frá Heródesi. Þeim ferst einkar vel að fjalla um sjúkdóm- ana, en siður tekst lækningin. Þeir láta sjúklingana standa á öndinni af aðdá- un og fylla grafir kirkjugarðanna af hauskúpum”. Orð páfagauksins eru gullvæg, enda hlusta hálærðu kirkjunnar þjónar og háskólamennirnir á hann opinmynntir og andvarpandi i einum kór, sam- þykkir hverju orði, sem gengur út af gullgoggnum, hálfpartinn i yfirliði af andagiftinni og þeirri þungu áherslu, sem páfagaukurinn leggur á orð sin, þvi að hann bendir fram fingri að við- stöddum að hætti ofstækis- og endur- i. reisnarmannsins. Ekki virðast þó allir vera öruggir um, hvort þeir séu sam- stilltir i kórnum, eða hvernig eigi að andvarpa af undirgefni, þvi að einn lit- ur til félaga sinna, eins og hann gæti að þvi, hvernig þeir bera sig að. Undir ræöupúltinu stendur svo sigildi kenn- arinn súri, sem aldrei lyftir brún á fyrirlestrum eða i skólastofu. Ræða páfagauksins virðist samt vera hin léttasta. Hann er glettinn á svip undir viðamiklum gleraugunum og lárviðar- kransinum á höfðinu, þegar hann étur upp orð annarra að hætti páfagauks- ins. Tuggan gengur i tannleysingjana. „Yfirleitt eru munkar hreinar eftir- hermur, en með þvi að þeir hrósa stöð- ugt hver öðrum, gapir aliur áheyr- endaskarinn af aðdáun,” segir L- handritið. Samhengi mengunar °g sjúkdóma Porsgrunn. Noregi 31/5 — Rannsóknir sem gerðar hafa verið í Porsgrunn í Noregi sýna fram á nær því óbrigðult samhengi á milli loftmengunar og fjarvista barna úr skólum. Rannsóknirnar ná yfir tvo skóla. Heistad og Tveten. 1 ná- grenni þess fyrrnefnda hefur mælst mesta loftmengun i hérað- inu, en hún kemur frá áburðar- verksmiðjum miklum i Heröya. Er einkum um að ræða köfnunar- efnisoxiið og brennisteinsoxiið. Hefur komið i ljós að þremur dögum eftir að loftmengun hefur náð hámarki eru fjarvistir úr skólunum einnig i hámarki. Talið er að loftmengunin dragi úr mót- stöðu likamans gegn sjúkdómum i öndunarfærunum. 5 þúsund fyrir vor- kópaskinn Otlit er fyrir að bændur fái greiddar 5.000 krónur fyrir fyrsta flokks kópaskinn i ár. Er það um 20prósent hækkun frá þvi i fyrra. í fréttabréfi frá SIS segir að Búvörudeild SÍS geri ráð fyrir að greiða selveiðibændum fimm þúsund krónur fyrir kópaskinnið i ár. Hefur deildin nú sent öllum selveiðibændum ýtarlegar reglur um það hvernig verka skuli sel- skinn þannig, að þau lendi i hæsta gæöaflokki. Þá hefur deildin einnig sent út verkunarreglur fyrir æðardún, en i mörgum tilfellum eru það sömu bændur sem fást viö þetta tvennt. Við upphaf olympíumóts A mánudaginn fór Olympiu- sveit islendinga í skák utan. Eins og komiö hefur fram i dag- blööunum er sveitin sú sterk- asta sem héöan hefur veriö send. En hiö sama gildir um sveitir margra annarra þjóöa. Sveitir á mótinu veröa aö Ilk- indum 76, og i undankeppninni verður þeim skipt i 6 riðla. í tveimur riðlum verða 12 sveitir, en I fjórum verða þær 13. Sveit- unum verður raðaö í riðla eftir Elo-stigum, þannig aö þeir veröi sem jafnastir. Á siðasta Olympiuskákmóti varö islenska sveitin i 24. sæti af 63 þjóðum. Telja má öruggt að 12 þjóðir a.m.k. hafi hærri stiga- tölu en íslendingar og muni þeim verða raðað tveimur og tveimur i hvern riðil. Sveitin mundi liklega verða þriðja eða fjórða stigahæsta i sinum riðli og ætti þvi að vera örugg um að komast i B-riðiI úrslitanna. Tvær efstu sveitirnar I undanúr- Rólegra á Eyjahafi ANKARA 31/5 —Nokkuð slaknaði á spennunni milli Tyrkja og Grikkja eftir fund hershöfðingja beggja aðila i Izmir i gær. Grikkir slökuðu á viðbúnaði hers sins en Tyrkir eru hins vegar enn i við- bragðsstöðu. Herskipið Candarli leitaði enn að oliu I dag, annan daginn I röð. I fylgd með þvi er öflugur floti her- skipa og kafbáta og tyrkneski loftherinn sveimar reglulega yfir leitarsvæðinu. slitawiðlunum munu fara I A- flokk úrslitanna, tvær næstu i B- flokk og svo koll af kolli. Ég ætla hvorki að spá neinu um úrslit I keppninni né um árangur islensku sveitarinnar. Ég yrði þó fyrir vonbrigðum ef hún yrði ekki jafn ofarlega og siðast. Þá var mótið haldið i 3. Rc3 . d5 4. cxd5 Rxd5 5. Da4 Bd7 6. Dd4 Rf6 7. Dh4 Bg7 8. e4? Hér var betra að leika 8. d3 Umsjón: Jón G. Briem Skopje. Þar stóðu Sviar sig með ágætum og komust i A-flokk úr- slitanna. Ég er viss um að fyrstaborðsmanni þeirra, Ulf Andersson, hefur létt er það kom I ljós að Austur-Þjóðverjar mundu ekki senda sveit til keppninnar núna. Þá lenti hann i klónum á Uhlmann og lá lag- lega I þvi. Skákin, sem er sér- lega vel tefld hjá Uhlmann, kemur hér á eftir. Ég vona bara að Friðrik Ólafsson verði búinn að lesa Þjóðviljann aður en hann teflir við Andersson, þ.e.a.s. ef til þess kemur að Is- lendingar og Sviar eigist við. Hvitt: Ulf Andersson Svart: W. Uhlmann 8. ... 9. e5 hfi Svartur hótaði 9. ...g5 10. Dg3 Rh5 9. ... Rg4 10. Dg3 Ef 10. d4 þá c5 11. Bc4 Dc8 10. ... 11. d4 12. h3 13. Kdl Rc6 Rb4 Rc2 Rxd4 1. Rf3 2. c4 Rf6 g6 Þessi leikur er mjög skemmtilegur, og má segja að hann geri út um skákina, þótt Andersson verjist enn um sinn. Auk leiðarinnar sem hann velur má til gamans rekja eina: 14. Rxd4 Be5 15. Bf4 BxB 16. DxB e5 17. Dd2 exd4 18. hxg4 dxc3 19. j Dxc3 Ba4. 14. hxg4 Ba4 15. Rxa4 Rf5 Svartur vinnur nú drottning- I una fyrir 3 menn og hefur mun betri stöðu. 16. Kc2 Rxg3 17. fxg3 Dd7 18. Rc3 0-0-0 I 19. Be3 g5 20. Be2 Dxg4 21. Rxg5 Dxg3 Nú getur hvitur ekki leikið 22. Hh3 vegna Dxe5 23. Rxf7 Df5 og riddarinn fellur. 22. Rf3 Bxe5 23. Bxa7 Bxc3 24. bxc3 e5 tekur d4 reitinn af hvits. mönnum 25. Hafl nú mátti hvitur ekki leika 25. Be3 vegna Dg6 26. Kb3 De4, og svartur vinnur mann. 25. ... Hd5 26. Bf2 Dg6 27. Kcl De4 28. Hel Da4 29. Hh4 e4 30. Rd4 f5? Nú átti svartur að leika Da3 og þá er hvitur varnarlaus. Með þessum leik gefur hann hvitum færi á að tryggja kóngsstöðu sina með 31. Kb2. Andersson sá ekki þann möguleika, en lék: Rc2 og þurfti ekki að binda um skeinu eftir það. Ulf Andersson ^==^19 - W. Uhlmann 31. Rc2 Dxa2 32. Hehl Hhd8 33. Be3 Db3 34. Hxh6 Dxc3 gefiö. JónG.Briem.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.