Þjóðviljinn - 05.06.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.06.1974, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 5. júni. 1974 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Margir staðir á óskalistanum Sagði Árni Reynisson framkvœmdastjóri Náttúru* verndarráðs sem vinnur nú að endurskoðun á eldri friðlýsingum í samrœmi við ný náttúruverndarlög — Það sem við erura að gera núna er, að við tökum all- ar eldri friðlýsingar og búum til nýjar, og er þetta gert til samræmis við nýju náttúru- verndarlögin, sagði Arni Reynisson framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs, er við höfðum samband við hann vegna auglýsinga um friðlýs- ingu ákveðinna svæða sem höfðu raunar áður verið frið- lýst. — Þeir staðir sem við höf- um þegar endursamið friðlýs- ingu á og vorum að auglýsa eru Eldborg i Bláfjöllum, Surtsey, Eldey og Melrakka- ey. Eins höfum við auglýst friðlýsingu á dropsteinum i hellum landsins og lýst þá náttúruvætti. — En hvað þá með nýja staði sem ekki hafa áður verið friðlýstir? — Jú, það eru margir slikir staðir á óskalista. Það nýjasta i þessu efni eru auðvitað lögin um friðlýsingu Mývatnssveit- ar, og við erum að búa okkur i haginn með að ráða við það verkefni. En um friðlýsingu fleiri staða eru auðvitað margar til- lögur i gangi. Eitt er þó ákveð- ið, en þaö er friðlýsing Ingólfs- höfða, og þykir ekki illa til fundið að friðlýsa hann á þjóð- hátiðarári. En um aðra staði sem tillögur eru um að frið- lýsa má nefna Hornstrandir og Eldborgina i Hnappadal. (Það hefur oft verið rætt um aö friðlýsa þessa staði, i fjöl miðlum og vlðar) svæðið und ir Jökli, svo sem Búöahraun o.fl., Vatnsdalshóla, Vest- mannsvatn i Aðaldal, fugla- friðland á Breiðamerkur- sandi, hreindýrafriðland i Kringilsárrana. Þá er i upp- siglingu að friðlýsa svæðið að Fjallabaki með tilliti til þess mikla ferðamannastraums sem þar er yfir sumarið. Þá er það friðland við Herðubreið, og má segja að það mál sé komið á lokastig. Loks er- svo að minnast á fólkvang, sem fyrirhugað er að koma upp, allt frá Heiðmörk og austur að Krisuvikurbjargi, og vinna nú menn að þvi máli i samráði við landeigendur, sagði Arni Reynisson að lokum. —Sdór Eldey er einn hinna friðlýstu staða. Þar er stærsta súlubyggð I heimi. Leikarar úr á leiksýningu fyrir börn Banden Danskur leikflokkur ferðast um landið Leikið ,,í fyrradag kom til iandsins danskur leikflokkur sem kallar sig „Banden”, og er ætlunin að hann fari i leikför um landið. Fjárstyrkur til þessarar ferðar kemur frá Norræna menningar málasjóðnum og er reiknað með að hann geti greitt allan kosnað, Hka aðgangseyri, ef ekki þarf að leigja húsnæði fyrir sýnignar. fyrir börn leikhópur hefur aldrei áður leikið sérstakar sýningar fyrir börn og unglinga hér á landi. Islensk börn sjá talsvert af erlendu efni I sjón- varpi, einnig kvikmynda- sýningar, og þvi skyldi það ekki takast eins með erlendar leiksýningar? Aætlað var að leika fyrstu sýningarnar i Stykkishólmi I gær, og þaðan verður farið áfram norður og austur um landið. A Akureyri sýnir flokkurinn 6. og 7. júni, Húsavik 8. júni, Egilsstöðum 9. júni, Neskaupstað 10. júni, Fáskrúðsfirði 11. júni, Höfn, Hornafiröi,12. júni, Selfossi 13. júni og i Norræna húsinu i Reykjavík 15. og 16. júni; ljúka þar ferð sinni hér, með þátttöku i Listahátlð. Arni Egilsson á Listahátíð Árni Egilsson, sem ís- lenskir tónlistarunnend- ur kannast vel við, mun koma og leika á Listahá- tíð með John Dankworth og söngkonunni Creo Lane, sem er gift Dank- worth, en þessi þrjú munu ásamt þremur enskum tónlistarmönn- um leika undir stjórn André Previn. Dankworth hefur stjórnað stórum og smáum hljómsveit- um i Bretlandi,og kona hans, Creo Lane, hefur sungiö með hljómsveitum hans um árabil. Þeir sem Dankworth færir saman hér i Reykjavik koma hins vegar hver úr sinni átt- inni — Previn frá Þýskalandi, Arni Egilsson frá Los Angeles, og svo Bretarnir frá sinu heimalandi. Djassunnendur hér á landi munu hafa gert sér miklar vonir um að fá gott „band” hingað upp — og eflaust er hljómsveit þessi góð — en hitt er svo með öllu óvist, hvort músik sú sem hún mun fram- leiða má kallast djass. Hvað um það? Allir þeir sem hér hafa verið nefndir að Framhald á bls. 13 Arni Egilsson, sem leika mun með Dankworth og Creo Lane á Listahátið. SIGRIÐUR TIL ÍTALÍU til söngnáms hjá Tito Gobbi Samstarfshópur „Bandens” hér á landi um þessa leikför er leiklistarskóli S.A.L., og hefur verið haft samstarf við leikfélög úti á landi um þessa hringferð leikflokksins. A vissan hátt er þessi leikför „Bandens” tilraun. Þau koma með fimm sýningar sem eru allar tiltölulega stuttar á islenskan mælikvarða, sýningar fyrir börn, unglinga og fullorðna. Lengd barnasýninganna miðast oft við eina kennslustund, þvi „Banden” hefur leikið mikiö I skólum og þá i leikfimissölum eða stærri kennslustofum. Erlendur Aö undanförnu hafa þau Sigriður E. Magnúsdóttir og Jónas Ingimundarson farið viða um land og haldið tónleika alls staöar við frábærar undirtektir. Þau Sigriður og Jónas hafa bæði stundað nám hér heima og i Vínarborg. Sigriður hefur komið viða fram hér og erlendis, og fyrir skömmu kom á markaðinn plata Sigriður E. Magnúsdóttir með söng hennar. Hún er á förum til Italiu til náms hjá Tito Gobbi, en til þess hlýtur hún styrk Italskra stjórnvalda. Jónas hefur komið fram sem einleikari á sjálfstæðum tónleikum og með Sinfóniuhljómsveit tslands. Hann er skólastjóri tónlistarskólans á Selfossi. Sigriður og Jónas munu nú halda þrenna tónleika: i Vest- mannaeyjum I Félagsheimilinu við Heiöarveg, laugardaginn 1. júni kl. 21:00, á tsafirði miðviku- daginn 5. júni kl. 21:00 og loka- tónleika i Reykjavik laugar- daginn 8. júni kl. 17:00 i Félags- Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.