Þjóðviljinn - 05.06.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.06.1974, Blaðsíða 6
ú t. 6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 5. júní. 1974 UOBVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. tJtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eibur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. HROLLVEKJA VIÐREISNARINNAR FARIN A STJA Sú hægri sveifla er varð i borgar- stjórnarkosningunum um daginn hefur vakið upp nokkra valdadrauma i röðum viðreisnarmannanna sálugu. Ritstjóri Visis skrifaði nokkra leiðara um mögu- leika ihaldsins á að mynda meirihluta- stjórn, en á sama tima skrifar Morgun- blaðið um það, að hin nauðsynlega ihalds- hækja, krataflokkurinn hans Gylfa Þ., megi ekki detta fyrir borð i komandi kosningum. Jafnframt reyna þessi aftur- haldsmálgögn að draga upp sem svart- asta myndaf efnahagsástandinu til að búa i haginn fyrir efnahagsaðgerðir i anda viðreisnarstjórnar, ef svo óliklega vildi til að þjóðin kysi á ný yfir sig hrollvekju við- •reisnaráranna. Þannig tala þessi málgögn um að allt sé komið i strand, gefnir séu út gúmmitékkar og vöruskortur sé fyrir dyrum. Málgagn stórkaupmanna-Visir - spyr, hvort vit sé i þvi að halda verðlaginu i skefjum, og býsnast yfir þvi, að innflytj- endur skuli þurfa að leggja 25% af and- virði innflutnings inn á banka. Þannig má ekki reyna að hamla gegn skefjalausum innflutningi sem almenningur er farinn að hneykslast almennt á, þvi slikt kemur illa við aðstandendur ihaldsins. Og Visir tekur undir kröfur Verslunarráðs um afnám verðlagseftirlits og frjálsar lántökur kaupsýslumanna erlendis. Þeir hugsa vel um sina á málgögnum kaupsýslu- og fast- eignabraskaranna. En hverjar voru tillögur ihalds og krata á alþingi i vetur varðandi efnahagsmálin? Þau mál mátti ekki einu sinni senda i þingnefnd. Og ihaldsþingmennirnir, sem nú flakka um landið og átelja að ekki hafi verið byggðar nógu margar hafnir, sjúkrahús, skólar o.fl. og boða auknar framkvæmdir, ef þeir fái að ráða, þessir menn vildu láta skera niður öll útgjöld rikisins, þar með taldar opinberar fram- kvæmdir. Þeir töldu að tekjur rikisins yrðu það miklar á þessu ári að óhætt væri að minnka tekjur ríkissjóðs. Þeir fluttu tillögur um skattalækkun i febrúar, er hefðu dregið úr tekjum rikisins er nam 4,3 miljörðum, og engar tillögur komu frá ihaldinu um tekjuöflun á móti. Þannig var ábyrgðarleysi þessara manna á Alþingi i vetur. Ef þeir hefðu fengið að ráða, þá væru gefnir út gúmmitékkar á galtóman rikissjóð, en i veg fyrir slikt tókst að koma með þvi að hindra framgang slikra fals- frumvarpa, sem báru ættarmót Glistrups hins danska. Reynsla islenskra launamanna af við- reisnarstjórn hefur kennt almenning hvað efnahagsaðgerðir ihalds og krata þýða. Viðreisnin hóf sinn valdaferil með yfir 20% kaupráni. Þeir Gylfi og Geir hafa þegar kvartað yfir þvi að gengið skuli ekki hafa verið fellt. Gengisfellingum við- reisnar fylgdi ávallt það, að visitalan var tekin úr sambandi en kaupmönnum gefin frjáls álagning og dregið úr verðlagseftir- liti. Markmið efnahagsaðgerða segja þeir að sé að draga úr þenslunni, sem i raun þýðir að minnka tekjur launafólks, skapa það sem þeir kalla hæfilegt at- vinnuleysi. Það ástandi þekkja islenskir launamenn frá viðreisnarárunum, tima landflótta og atvinnuleysis. Þvi ástandi gleymir launafólk ekki og þvi kýs það ekki yfir sig nýja viðreisnarstjórn. r Uthlutun olíustyrks Eins og sagt var frá i blaðinu s.l. laugardag, hefur viðskipta- ráðuneytið sett reglugerö um út- hlutun ollustyrks. Þetta eru ráö- stafanir til að draga úr hitunar- kostnaði ibúða sem hækkaði mik- ið vegna hinna miklu oliuverö- hækkana iheimsmarkaði I vetur. Reglugerðin fer i heilu lagi hér á eftir: 1. gr. Tekjum af gjaldi, sem lagt var á með lögum nr. 5/1974, skal varið til að draga úr áhrifum oliuverð- hækkana á hitunarkostnað ibúða samkvæmt lögum nr. 47/1974 svo sem nánar er kveðið á um i þess- ari reglugerð. 2. gr. Rikissjóður greiðir tekjur af gjaldi þvi, sem um ræðir i 1. gr., inn á reikning oliusjóðs hjá Seðla- banka Islands. Viðskiptaráðu- neytið ávisar siðan greiðslum úr oliusjóði til sveitarfélaga og raf- veitna, sem teljast eiga rétt á oliustyrk til að draga úr hækkun á hitunarkostnaði ibúða. Greiðslurnar skulu inntar af hendi fyrir þriggja mánaða tima- bil i senn, mars—mai 1974, júni—ágúst 1974, septem- ber—nóvember 1974 og desember 1974—febrúar 1975. Upphæð styrksins til einstaklings og ein- stakra rafveitna er ákveðin fyrir hvert timabil og miðast við stöðu oliusjóðsins þá og fjölda þeirra, sem styrks njóta. 3. gr. Jafnskjótt og sveitarfélögum LOFTLEIÐIR Breyttur skrifstofutími Frá 3. júni til 31. ágúst n.k. verður aðal- skrifstofa Loftleiða h.f. Reykjavikurflug- velli opin frá kl. 08:00-16:00 alla virka daga nema mánudaga til kl. 16:30. Lokað laugardaga. LOFTLEIÐIR hafa borist greiðslur vegna oliu- styrks skulu þau úthluta oliustyrk til þeirra ibúa, sem heimilisfastir eru i viðkomandi sveitarfélagi og nota oliu til hitunar ibúðar sinnar. Greiðist sama upphæð á hvern ibúa, sem býr við oliuupphitun. Oliustyrkur greiðist hverjum framteljanda til skatts og einnig vegna maka og barna, sem eru á framfæri hans og eigi eru sjálf- stæðir framteljendur. Þó skulu lifeyrisþegar, sem njóta bóta samkvæmt 19. gr. laga um al- mannatryggingar,og aðrir lifeyr- isþegar, sem hafa svipaðar heild- artekjur, fá greiddan styrk, sem nemur 1 1/2 styrk einstaklings vegna þeirra sjálfra. Oliustyrkur skal ekki talinn til tekna við á- lagningu tekjuskatts og útsvars. 4. gr. Sveitarfélög skulu innan tveggja vikna frá lokum hvers þriggja mánaða timabils, sbr. 2. gr., gera viðskiptaráðuneytinu grein fyrir fjölda ibúa i viðkom- andi sveitarfélagi, sem búa við oliuupphitun. Skal miðað við, að sá, sem styrks nýtur, hafi verið búsettur I sveitarfélaginu meiri- hluta timabilsins. Ennfremur skulu sveitarfélög tilkynna sérstaklega, hve margir lifeyrisþegar eigi samkvæmt 2. gr. laga nr. 47/1974 rétt á 1 1/2 styrk. Skal umboðsmaður almannatrygginga eða skattstjóri á viðkomandi stað staðfesta þær upplýsingar. Um staðfestingu á öörum upplýsingum sveitar- félaga getur viðskiptaráðuneytið, ef þörf þykir, leitað til viðkom- andi bæjarfógeta eða sýslu- manns. 5. gr. Vegna ákvörðunar um styrk til rafveitna, skal orkuver og/eða rafveita senda Orkustofnun eftir- taldar skýrslur innan tveggja vikna frá lokum hvers timabils, sbr. 2. mgr. 2. gr.: 1. Skýrslu um notkun oliu til framleiðslu rafmagns til hitunar ibúða á sölusvæði sinu. 2. Skýrslu um heiidarorku- framleiðslu á umræddu tímabili, flokkaða eftir þvi, hvort framleitt hefur verið með oliu eða öðrum orkugjafa. 3. Skýrslu um verð á raforku til hitunar ibúða I desember 1973 og fyrir það timabil, sem skýrslan á við. Orkustofnun yfirfer og endur- skoðar ofangreindar skýrslur og getur hún krafist hvers konar til- tækra gagna og upplýsinga i þessu skyni. Orkustofnun stað- festir siðan skýrslurnar og sendir þær viðskiptaráðuneytinu, sem tekur ákvörðun um, hvort eða hve mikinn styrk skuli veita til að draga úr verulegri hækkun raf- magns til hitunar ibúða vegna hækkunar á oliu. 6. gr. Reglugerð þessi er sett sam- kvæmtlögum nr. 47/1974 um ráð- stafanir til að draga úr áhrifum oliuverðhækkana á hitunarkostn- að Ibúða og öðlast þegar gildi. Viðskiptaráðuneytið 30. mai 1974 Lúðvlk Jósepsson Þórhallur Ásgeirsson TILKYNNING frá landskjörstjórn um listabókstafi i kjördæmum. Samkvæmt tilkynningum yfirkjör- stjórna verða þessir listar i kjöri i öllum kjördæmum landsins við alþingiskosning- arnar 30. júni nk.: A. — Listi Alþýðuflokksins. B. — Listi Framsóknarflokksins. D. — Listi Sjálfstæðisflokksins. F. — Listi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. G. — Listi Alþýðubandalagsins. 1 þremur kjördæmum verða auk þess eftirfarandi listar i kjöri. Listar Lýðræðis- flokkanna fá listabókstafi samkvæmt úr- skurði landskjörstjórnar: i Reykjavikurkjördæmi: K. — Listi Kommúnistasamtakanna — marxistanna, leninistanna. N. — Listi Lýðræðisflokksins i Reykjavik. R. — Listi Fylkingarinnar — baráttusam- taka sósialista. í Reykkaneskjördæmi: P. — Listi Lýðræðisflokksins i Reykjanes- kjördæmi. R. — Listi Fylkingarinnar — baráttusam- taka sósialista. í Norðurlandskjördæmi eystra: M. — Listi Lýðræðisflokksins i Norður- landskjördæmi eystra. Landskjörstjórn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.