Þjóðviljinn - 05.06.1974, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.06.1974, Blaðsíða 11
Mi&vikudagur 5. júni. 1974 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 11 Sjúkralistinn erfiður baggi Keflvíkingar eiga sjúkralistans, en Keflvíkingar eiga um sárt að binda um þessar mundir. Tveir bestu menn liðsins eru meiddir, þeir Einar Gunnarsson og Guðni Kjartansson. Það sást enda á leik þess gegn Akureyringum, þótt vissu- lega verði slök frammi- staða ekki afsökuð með mannfalli einu saman. Það er e.t.v. ekki rétt að tala um slaka frammistöðu liðs, sem sigrar andstæðinga sína 3:0. En einhvern veginn er það svo, að maður gerir meiri kröfur til IBK en annarra liða sökum hinnar glæsilegu frammistöðu á siðasta keppnistimabili. Engum dylst, sem horft hefur á lið Keflvíkinga i vor, að það er ekki eins vel undir- búið og i fyrra. Allur leikur þess er oft á tiðum ráðvilltur og litt hugsaður, en það, sem kemur þvi til bjargar eru góðir einstakling- ar, sem með einkaframtaki færa liðinu mörk og stig. Einstakling- arnir eru sist lakari nú en áður, en heildin kemur ekki eins vel út, meiri samæfingar er þörf. í erfiðleikum vegna sigruðu þó Akureyrihga 3:0 Haukar sóttu tvö stig til ísafjaröar Haukarnir frá Hafnarfiröi, sem ekki vir&ast standa of vel aft vlgi eftir að hafa misst marga af siií- um bestu leikmönnum frá Ifyrra, sóttu sér tvö mjög dýrmæt stig til ísafjarttar um sl&ustu helgi. Þeir sigru&u fBl 2:1. Hætt er við að Isfirðingar lendi I fallbaráttunni I sumar, en beir komu uppúr 3. deild i fyrra og virðast ekki eftir fyrstu leikjun- um að dæma vera með sterkt lið. Mörk Haukanna skoruðu Arnór Guðmundsson og Guðjón Sveins- son, en mark Isfirðinga Ragnar Guðmundsson. Eins og markatalan gefur til kynna var leikurinn heldur jafn, en þó var meiri broddur I leik Haukanna, og sigur þeirra var verðskuldaður. Helgi alvarlega meiddur Helgi Helgason, hinn snjalli miðvör&ur Vlkings, meiddist all-alvarlega I leik Vlkings og KR sl. föstudagskvöld, og ver&ur hann ekki me& Vlk- ingsli&inu sennilega i nokkrar vikur, þar e& liObönd I fæti hans slitnu&u. Varð aö flytja hann á sjúkrahús þar sem hann var settur I gips. Þetta kemur sér afar illa fyrir Vikinga þar sem Helgi er einn besti varnarleikma&ur li&sins. Sigur Keflvikinga I leiknum gegn Akureyringum var þó aldrei i hættu og fyllilega sanngjarn. En leikurinn olli vonbrigðum, hann var leiðinlegur á að horfa og bauð ekki einu sinni upp á falleg mörk, nema það fyrsta, sem Hörður Ragnarsson skoraði stórglæsi- lega. Hann fékk háa fyrirgjöf Karls Hermannssonar frá endamörkum og skallaðL frá vitapunkti ofar- lega i vinstra markhornið — gull- fallegt mark og illverjandi fyrir Samúel markvörð. Aðeins minútu siðar fékk Stein- ar svipaða fyrirgjöf, og aftur þurfti Samiiel að horfa á eftir skallabolta i netið, en Steinar var dæmdur rangstæður og markið þvi ógilt. 27 mlnútur voru liðnar af leikn- um og staðan 1:0 fyrir heima- menn, sem sóttu áfram, og annað mark lá i loftinu. Það kom siðan á 40, min. Stein- ar fékk þá boltann eftir hörmuleg varnarmistök, og þegar Steinar stendur einn og óvaldaður á markteig þarf ekki að spyrja um afleiðingarnar. 2:0 var staðan þvl I leikhléi. í siðari hálfleik kom fjörkippur i norðanmenn, sem sóttu nokkuð og áttu ágæt tækifæri, sem nýtt- ust þó ekki. Sóknarmönnum gekk illa og svo virtist, sem uppgjöf kæmist i liðið og Keflvikingar juku sóknarþungann, ekki vegna aukins styrkleika slns liðs, heldur fyrst og frenist vegna vanmáttar andstæðinganna. Slðasta markið kom á 40. mln, siðari hálfleiks. t eitt skipti af mörgum var vörn Akureyringa, með Gunnar Austf jörö sem lang- besta mann, leikinn nokkuð grátt, Ölafur Júliusson fékk boltann á markteig og renndi honum I hálf- tómt markið. Lokatölurnar urðu þvi 3:0 sigur Keflvikinga, sem áttu hann fylli- lega skilið. Akureyringar ná sér ekki almennilega upp, en það er þó alls enginn mælikvarði á frammistöðuna i sumar, þvi æf- ingaleiki hefur liðið enga fengið, heldur kemur það gjörsamlega leikreynslulaust inn i tslandsmót- ið að þessu sinni sem oftar. t fyrra var siðari umferðin mun betri helmingur mótsins fyrir ÍBA, og ég er ekki frá þvi, að svo verði einnig i ár. Liðið á marga mjög skemmtilega leikmenn, en æfingu og reynslu vantar enn. —gsp /•v \iZýf staöan StaOan eftir leikina um slö- ustu helgi er nú þessi 11. deild, en þess skal geti& a& leikurinn sem fram fór i gærkvöld, Vik- ingur—Fram, er ekki meö I dæminu: ÍA 3 2 1 0 6:1 5 KR 3 2 0 1 3:2 4 IBK 3 2 0 1 5:2 4 ÍBV 3 111 3:3 3 Valur 3 0 2 1 2:3 2 ÍBA 3 1 0 2 1:7 2 Vlkingur 2 0 1 1 2:3 1 Fram 2 0 1 1 3:5 1 Markahæstu menn: Matthlas Hallgrimsson iA 3 Steinar Jóhannsson ÍBK 3 Teitur Þórðarson íA 2 Fádæma ruddaskapur dómara í leik Þróttar og Breiðabliks Framkoma Einars Hjartarsonar, dómara leiks Brei&abliks og Þróttar, sem lauk me& 0-0 jafntefli, er svo fádæma ruddaleg, a& ekki verður hjá þvi komist að segja fra. Einar hefur löngum haft orð á sér fyrir tillitsleysi I garft leikmanna, þjálfara, áhorfenda og ann- arra, þ.e.a.s. ef illa liggur á honum. En þannig var hann einmitt skapi farinn fyrir þennan leik og lét þa& svo sannarlega bitna á leikmönnum og áhorfendum, sem virt- ust honum til mikils ama. Látum vera þótt boltinn hafi legi& I neti Þróttara þrisvar sinnum, þrátt fyrir frábæra markvörslu, og Einar hafi dæmt þau öll af. Lát- um vera þótt honum hafi yfirsést eina vitaspyrna. Sllkt er mannlegt og allir reiftubúnir a& fyrirgefa slfkt. En framkoma Einars vi& leikmenn Brei&abliks og þjálfara fyrir leikinn var ámælisverft, og veröur nánar sagt frá þviibla&inuá morgun. —gsp Hör&ur Ragnarsson GSP) skorar fyrsta mark ÍBK gegn ÍBA (Ljósm. Völsungar fengu skell gegn FH Völsungar frá Húsavik komu til Hafnarfjarttar sl. laugardag og léku þar gegn FH og fengu heldur betur á baukinn. FH sigra&i 6:0, stærsti sigur sem unninn hefur Selfyssingar koma enn á óvart- sigruðu Ármann 4:2 í 2. deildarkeppninn; Sennilega hefur ekkert lið í 2. deild kotniö jafn mikið á óvart það sem af er keppninni og lið Selfoss. Þetta lið hef ur staðið mjög tæptí2. deildsl. tvöár, en í bæði skiptin sloppið naumt við fall. Nú aftur á móti virðist liðið blómstra og hefur unnið tvo mjög at- hyglisverða sigra og báða sannfærandi, gegn Völs- ungum, og nú síðast um helgina gegn Ármanni. Selfyssingar sigruðu Armann 4:2, greinilega engin tilviljun sá sigur. Hinn snjalli markakóngur þeirra Selfyssinga, Sumarliði Guðbjartsson, skoraði þrennu I leiknum, en 4.markið fyrir Selfoss skoraði Kristinn Asgeirsson. Mörk Armanns skoruðu þeir Sig- urður Leifsson og Jens Jensson, kunnari sem handknattleiksmað- ur með Ármanni. Það er ljóst eftir fyrstu leikina I 2. deild, að Armann verður ekki með i toppbaráttunni með Þrótti, FH og Breiðabliki, en hinsvegar sýnist manni sem Selfyssingar geti blandað sér i þa baráttu, eða alla vega sett strik I reikning „stóru" liðanna. verið I islandsmótinu fram a& þessu i ár. Það er alveg greinilegt að lið FH hefur vart verið sterkara i mörg ár en það er núna og það er af fróðum mönnum talið mjög lik- legt til að vinna deildina i ár, en helstu keppinautar þess eru Breiðablik og Þróttur. Menn höfðu búist við miklu af Völsungunum eftir mjög góða byrjun i mótinu, en sjálfsagt verður þessi skellur til að draga úr vonum áhangenda liðsins um að það verði með I toppbaráttunni i sumar. Mörk FH I þessum leik skoruðu Leifur Helgason þrjú, Olafur Danivalsson tvö og Gunnar Bjarnason eitt. Skarðsmótið Siðasta ski&amót þessa keppnistimabiis fór fram um sí&- ustu helgi, en þa& var Skarttsmót- iö sem fram fer árlega um hvita- sunnuna á Siglufir&i. A morgun munum viö birta úrslit mótsins, auk mynda sem teknar voru viö verðlaunaafhendinguna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.