Þjóðviljinn - 05.06.1974, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 05.06.1974, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 5. júni. 1974 LEIF NORMAN ROSSE GULL- HANINN Eftir nokkrar minútur sat ég i leigubil og velti fyrir mér hvað ég ætti að segja. Það var spauglaust að koma vaðandi til bláókunnugs fólks, sem hafði enga hugmynd um að ég var til og fara að spyrja og snuðra um mann sem hafði trúlega legið i gröf sinni heilan mannsaldur. Kona á sextugsaldri opnaði þegar ég hringdi dyrabjöllunni á annarri hæð i virðulegu sambýlis- húsinu i östermalm. Vingjarnleg, dálitið piparmeyjarleg kona sem starði undrandi á mig þegar ég talaði norsku og reyndi stamandi að útskýra hver ég væri og hvert erindi ég ætti. Þegar ég sýndi henni loks skirnarvottorð pabba og sjálfs min, leit hún skelkuð á mig: — Þér eruð þá eiginlega bróðursonur minn; faðir minn var sem sé afi yðar. Hún talaði lika norsku, ég gat aðeins heyrt af hreimnum að hún hafði dvalist lengi i Sviþjóð. — Þvi miður get ég vist ekki sagt yður neitt að gagni, hélt hún áfram. — Ég var vist ekki nema nokkurra ára þegar hann dó, en ég vona að mamma vilji taka á móti yður Ég skal útskýra erindið fyrir henni, og við verðum að sjá til. En gerið svo vel að koma inn fyrir, ég gleymi mér alveg. Mér fannst ég vera eins og ieynilögreglumaður sem hefur upplýst erfitt vandamál. Ferðin hafði ekki verið til einskis farin, ég hafði haft upp á konunni sem hafði verið gift afa minum. Mér var visað inn i rúmgóða, dálitið skuggalega stofu. Húsgögnin voru þung og gamal- dags og herbergið var með viðar- þiljur og gipsrósir i loftinu. Veggirnir voru skreyttir ótal MINNINGAHSPJÖLD MINNINGARSJÓÐSj tSLENSKRAR ALÞVÐU UM Sigfús Sigurhjartarson fást á skrifstofu Alþýðubanda- lagsins Grettisgötu 3 og Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18. myndum, i snyrtilegum röðum, mestmegnis ljósmyndum en lika skuggamyndum, teikningum og málverkum. Sérlegan áhuga fékk ég á stóra málverkinu sem huldi næstum aðra skamm- hliðina. Það sýndi virðulegt óðalssetur með turnum og hring- svölum og langri, lágri álmu, málað i glaðlegum litum. Það var eitthvað kunnuglegt við þetta málverk; gat verið að ég hefði séð það á sýningu? — Við verðum að biða hér, hvislaði þessi nýbakaða föðursystir min, — mamma er að leggja morgunkapalinn sinn og þá þori ég ekki að trufia hana. Með áhuga virti ég Elisabetu, dóttur afa mins, fyrir mér, þennan nánasta, já, eina ættingja i föburætt. Og útlit hennar gaf ýmislegt til kynna um það lif sem hún hlaut að hafa lifað i öll þessi ár með móðurinni. Þvi að þetta var þessi kúgaða, ,,góða” dóttir sem leit á það sem köllun sina að annast gömlu móður sina og hafði aldrei gefið sér tima til að hugsa um sjálfa sig Það þurfti engan mannþekkjara tii að skilja það. Hendurnar voru á sifelldu iði, og hún skotraði augunum kviðafull að hurðinni sem stóð i hálfa gátt að næsta herbergi. Þar fyrir innan gat ég greint mannveru við gluggann, konu sem var einlægt að tauta eitthvað fyrir munni sér. Nú hækkaði hún róminn og ég gat greint orðaskil: — Þú ert afleitur, já, svo sannar- lega... þú ert erfiður viðfangs... engu tauti við þig komandi. Ég þóttist vita að hún væri að tala við kapalinn. — Þrjóskur ertu... þú lætur þig ekki... Jæja, þarna stendurðu og getur ekki annað. Elisabet.kallaði hún. — Hver var að hringja dyrabjöllunni? Dóttirin reis strax á fætur og flýtti sér inn til hennar. Ég heyrði að hún hvislaði bakvið lokaðar dyrnar, og stöku sinnum gaf sú gamla frá sér upphrópanir. Loks marraði i stól og þarna stóð hún i dyrunum. Ég reis á fætur. Konan var gömul, en það var ekkert friðsamlegt gamalmennisandlit sem eg hafði fyrir mér. Andlitið var hörkuiegt, augun vökul og án allrar hlýju. Hún var hávaxin og mögur og teinrétt og var klædd siðum, svörtum kjól með hvitum kniplingakraga. Silfurhárið var lagt i mjúkar bylgjur. Hún stóð þarna virðuleg og studdi sig við staf með filabeinshandfangi meðan hún horfði á mig gegnum nefklemmugleraugu. Það leið drykklöng stund og ég fann ekki upp á neinu til að segja. — Jæja, þér eruð sonarsonur Jens Christians, sagði hún loks og röddin var furðu sterk og skýr. — Já, ég verð vist að trúa vottorð- unum, enda eruð þér líkur honum. Það er eitthvað við augun og háa ennið sem kemur mér kunnuglega fyrir sjónir. En maðurinn minn var miklu stærri og breiður um herðarnar, hann var kempulegur. Hún horfði fyrirlitlega á rýrar axlir minar. — Og hvað vill hann svo, hann ungi herra Fredrik? Bæði röddin og augnaráðið voru fráhrindandi. 1 vandræðum minum sagðist ég vera að dunda svolitið við ætt- fræði, og mig langaði til að vita ögn meira um hann föðurafa minn, einkum og sér i lagi hvers konar maður hann hafi verið. Þá hló hún, en andlitið varð engu mildara við það heldur kipraðist saman i hæðnislega grettu. Svo gekk hún hægt að glugganum, studdi sig við stafinn og þar settist hún og um leið gaf hún mér bendingu um að ég mætti setjast. Það var ruggustóll sem hún hafði sest i og hún sat stundarkorn hugsi og reri fram i gráðið. Siðan sagði hún: — Að hugsa sér að einhver skuli vera til sem hefur áhuga á Jens Christian Gyidenhahne, ég hélt að enginn myndi lengur eftir honum og að Gyndenhahne-ættin væri öllum gleymd. Hvers konar maður, spyrjið þér i fávisku yðar, og hverju ætlist þér til að ég svari þvi? Skiljið þér ekki, að það er fráleitt að lýsa persónu með fáeinum orðum. Við bjuggum saman i hálft annað ár; haldið þér að maður kynnist manneskju á þeim tima’Nei, ónei, ungi maður, heil mannsævi nægir ekki til þess. — Það eru meira en fimmtiu ár siðan, en auðvitað man ég eftir honum. Hnarreistur og friður, glaðbeittur samkvæmismaður, gáfaður var hann lika og listrænn i sér, hann hafði marga góða eiginleika, það verður að viður- kennast. Alla möguleika hafði hann, höfuðstól, miklar eignir, skip, verksmiðjur... öllu fyrir- gerði hann vegna... þessa kvenmanns. Ég sat grafkyrr og þögull, þorði ekki að segja neitt sem kynni að trufla hana. Það var konan hans afa mins sem sat fyrir framan mig, enginn ætti að geta gefið mér sannari mynd af honum en einmitt hún. — Já, ég man vel eftir honum og ég man eftir ísabellu Belloni, henni föðurömmu yðar, sagði hún og hvessti allt i einu á mig augun. — Ég heimsótti hana oft i hrörleg- an kumbalda i Vaterlandi, þar sem hún bjó með börnum sínum. Hann var ennþá til, þegar ég kom siðast til Kristianiu fyrir tveimur árum. Hún var nauðstödd og maður hafði svo sem vissa ábyrgð. Ég man vel eftir henni, hún var almúgakona og ómennt- uð en metnaðargjörn i sambandi við börnin, hélt vist að mikið yrði úr þeim. Hún hnussaði háðslega. — Á hverjum einasta aðfangadegi i mörg ár færðum við þeim mat og föt, oft var dóttir min með mér. Þú manst eftir þvi, Elisa- bet? Ég stirðnaði i stólnum og ég er hræddur um að ég hafi setið með opinn munn þegar mér varð ljóst, hver það var sem ég var að tala við. Svo herti ég upp hugann. — En hvers vegna, hvernig....? stamaði ég. — Hvernig komust þér i samband við hana? Af hverju komuð þér með gjafir handa henni og börnunum? Ein- hverjum öðrum hefði staðið það nær. — Maðurinn minn bað mig um það, svaraði hún. — Fyrirvara- laust fór hann tii Ameriku, hann réð ekki vð erfiðleikana heima fyrir. En hann sendi mér bréf, þegar hann var orðinn veikur vestra og bað mig — þrátt fyrir allt — að lita ögn til með —■ börn- unum. Það var ekki auðvelt, það kostaði mig mikla sjálfsafneitun að heimsækja þessa konu, sem hafði eyðilagt lif mitt. En ég vissi að börnin hennar liðu skort, og vegna þeirra fór ég. Gamla frúin sat þögul stundar- korn. Svo sagði hún og röddin var ekki alveg jafnhörkuleg: — Ég hafði ekki hugmynd um neitt. Ég hélt við ættum svo vel saman og lifðum góðu lifi á fina óðalinu hans tengdapabba með þjónaliði og dýrindis veislum, skrautvögn- um.... og fallegu hrossunum... já hrossunum. Augun störðu eins og heilluð inn i liðna timann, það var kominn i þau nýr ljómi. Svo hvarf hún aftur til nútimans: — Þér gætuð aldrei skilið það, þér sem hafið aðeins kynnst þessari gráu tilveru. Allt var öðru visi i þá daga, það var glaumur og gleði, still og glæsileiki, auður og menn- ing. Já, sá timi kemur aldrei aft- ur, ekki fyrir mig, ekki fyrir neinn. En við eigum minning- arnar, við sem enn erum á lifi, við eigum minningarnar..... — Já,alltvareintóm gleði, hélt hún áfram eftir stundarþögn. — Eintóm gleði og hamingja, fram að sunnudeginum, þegar hún Elisabet litla var skirð. Það var i miðjum mai, trjágöngin upp að húsinu voru nýlaufguð, allt var svo bjart og fagurt og yndislegt. Gamla konan hallaði sér aftur á bak I bakháa ruggustólinn og lok- aði augunum, röddin var lág og dreymandi þegar hún sagði frá þessum bjarta vordegi fyrir meira en fimmtiu árum.... „Svarta fereykið” greikkar sporið um leið og beygt er inn i trjágöngin. Langa brekkan var erfið enda vagninn þungur, en nú er vegurinn beinn og sléttur framundan alla leið heim. Og hin hrossin fara að dæmi þeirra, Bókhaldsaðstoð með tékkafærslum rPBÚNAÐAKBANKINN \fy REYKJAVÍK MIÐVIKUDAGUR 6. júni 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8:15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Bessi Bjarnason held- ur áfram að lesa söguna ,,Um loftin blá” eftir Sigurð Thorlacius (7). Morgunleik- fimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Kirkjutónlistkl. 10.25: Alois Forer leikur á orgel prelúdi- ur i Es-dúr og d-moll eftir Bruckner / Pólýfónkórinn i Rómaborg og Virtuosi di Roma flytja „Beatur Vir” eftir Vivaldi. Norsk tónlist kl. 11.00: Norski einsöngv- arakórinn syngur norskar þjóðvisur, Knut Nystedt stj. / Þjóðlög sungin og leikin á harðangursfiðlu. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Með sinu lagi. Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Síðdegissagan: „Vor á bilastæðinu” eftir Chrstiane Rochefort. Jóhanna Sveins- dóttir þýðir og les (7). 15.00 Miðdegistónlcikar: Nor- ræn tónlist. Eyvind Rafn, Arne Svendsen, Pierre Réne Honnens og Niels Viggo Bentzon leika „Mosaique” op. 54 eftir Bentzon og „Primavera” eftir Vagn Holmboe. Bjarne Larsen og Filharmóniusveitin I Osló leika Rómönsu fyrir fiðlu og hljómsveit op. 26 eftir Jo- hann Svendsen og filharm- óniusveitin leikur „Tema con variazioni” eftir Ludvig Irgens Jensen, Odd Gruner- Hegge stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið 17.10 Tónleikar 17.40 Þáttur fyrir yngstu hlustendurna.Sögur, söngv- ar og ljóð. Gyða Ragnars- dóttir sér um þáttinn. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Landslag og leiðir. Ein- ar J. Guðjohnsen fram- kvæmdastjóri talar um gönguleiðir úr Þórsmörk. 20.00 Norski blásarakvintett- inn leikur. Kvintett fyrir blásara op. 50 eftir Egil Hovland og Serenötu fyrir fimm blásara op. 42 eftir Fartein Valen. 20.20 Sumarvaka.a. Þáttur af Húseyjar-Gvendi. Halldór Pétursson segir frá. b. Brák. Guðmundur Þor- steinsson frá Lundi flytur frumort söguljóð, þar sem fjallað er um Egil Skalla- grimsson og fóstru hans Þorgerði brák. c. Kórsöng- ur. Kammerkórinn syngur lög eftir tsólf Pálsson, Pál tsólfsson, Björgvin Guð- mundsson, Salómon Heiðar og Sigfús Einarsson. Eygló Viktorsdóttir syngur ein- söng. Ruth L. Magnússon stj. 21.30 Útvarpssagan: „Gatsby hinn mikli” eftir Francis Scott Fitzgerald. Atli Magn- ússon byrjar lestur þýðing- ar sinnar. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvef. Orn Bjarnason sér um þáttinn. Meðhonum koma fram Ein- ar Vilberg og Hannes Jón. 22.40 Nútimatónlist. Halldór Haraldsson kynnir tónverk- in „Skiptar skoðanir”, „Sið- asta lag fyrir fréttir” og „Hyllingu” eftir Þorkel Sigurbjörnsson. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Snorr a h á11ð i n i Reykholti Stutt kvikmynd, tekin sumarið 1947, þegar Olafur Noregskonungur, þáverandi rikisarfi Norð- manna, færði Islendingum að gjöf styttu Vigelands af Snorra Sturlusyni. Myndina gerði Óskar Gislason, en * textahöfundur og þulur er Magnús Bjarnfreðsson. 20.40 Nýjasta tækni og visindi. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.05 Við leiksviðsdyrnar (Stage Door). Bandarisk bíómynd frá árinu 1937. Aðalhlutverk Katherine Hepburn, Ginger Rogers og Adolphen Menjou. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. Myndin greinir frá nokkrum ungum stúlkum, sem allar búa á sama hótelinu i bandariskri stórborg, og hafa það sameiginlega áhugamál, að verða sér úti um eftirsóknarverð hlut- verk i leikhúsunum. Eins og að likum lætur, gengur þeim misjafnlega að ná settu marki, og fer þá eins og oft- ar, að gróði eins verður annars tap. 22.35 Dagskráriok ÍAU m Indversk undraveröld. Mikið úrval af sérkennilegum, handunnum munum til tækifærisgjafa, m.a. Bali-styttur, veggteppi, gólf-öskubakkar, vegg- og horn- hillur, rúmteppi og púðaver, bahk- og ind- versk bómullarefni, Thai- og hrásilki, lampa- fætur, gólfvasar, slæður, töskur, trommur, tekk-gafflar og -skeiðar i öllum stærðum, skálar, öskubakkar, kertastjakar, borðbjöll- ur, vasar, könnur og margt fleira nýtt. Einnig reykelsi og reykelsisker. Mikið úrval af mussum. mn m Jasmin Laugavegi 133 (við Hlemmtorg).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.