Þjóðviljinn - 05.06.1974, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 05.06.1974, Blaðsíða 15
Míövikudagur 5. jiíni. 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Á ekki að setja Pál Ásgeir af? Brot úr æviminningum athafnamanns — hvers vegna gerir enginn neitt?! Aöeins örfáir Islendingar hafa oröið fyrir þeirri reynslu, er hvolfdist yfir mig eitt kvöld fyr- ir skömmu. Ég var nýkominn af hverfis- fundi, þar sem borgarstjórinn okkar ungi, laglegi og einarö- legi, lýsti framhaldi grænu bylt- ingarinnar i fallegu borginni okkar. Ég var prúðbúinn og i ljómandi skapi. Ég gerði mér þaö til gamans, þar sem ég gekk gamalkunnar götur Vestur bæjarins, aö heilsa þeim sem ég mætti meö skátakveöjunni. Ég man skátaárin min — og KR! Ég gekk Seljaveginn framhjá aösetri Landhelgisgæslunnar, og eins og I briarii leit ég upp i gluggana. Kannski vonaöi ég aö vinur minn Pétur sjóliösforingi væri enn aö störfum, svo siöla kvölds, sæi mig og benti mér upp. Viö fengjum okkur i glas saman og röbbuðum um gömlu dagana... En,nei. Ég ákvaö aö heim- sækja annan gamlan kunningja, sem ég hélt mig vita, aö enn byggi á móti Gæslu-Pétri. Léttur i skapi hljóp ég upp stigana og á efsta palli baröi ég aö dyrum. Alókunnur og útlendingslegur maöur lauk upp dyrum. Þaö kom á mig fát. Ég stamaði upp afsökunarbeiöni. Mér var svaraö á einhverju óskiljanlegu hrognamáli. Og svo mikiö hef ég þó horft á dé- skotans austantjaldsmyndirnar i sjónvarpinu, að þegar i staö geröi ég mér grein fyrir hvaöan þessi maður var: Frá Sovétrikjunum. Og skelfingin gagntók mig — rússneskur kommúnisti búandi á Selja- veginum. Hvað meö blessuö börnin sem kannski búa við götuna? Ég spretti úr spori og linnti ekki hlaupunum fyrr en ég kom heim til min. Titrandi af geðs- hræringu og mæði blaðaði ég i simaskránni, þar til ég fann nafn og númer þess manns sem gleggst veit allt um hræringar rússneskra njósnara hér i bæ. Ég talaði viö Ellert KR Schram. Vofa kommúnismans... Hinn ungi og efnilegi þing- boltamaöur okkar varö logandi hræddur, er ég skýröi honum frá reynslu minni. Veistu hvað ég held,spuröi hann. Ég held að þessir útsmognu kommúnistar hafi ekki látiö sér segjast viö Kleifarvatn. Þaö er njósnara- bæli á Seljaveginum. Nú gengur þetta ekki lengur! Hin einarðlega rödd þing- boltamannsins unga veiti mér hugarfróun i bili, og ég afréð að ganga til náöa, fullviss aö öryggi tslands yröi I framtlöinni borgiö, meöan viö nytum krafta manna eins og Ellerts og borgarstjórans unga og Gunnars og Geirs og... Andlits- myndir þeirra svifu mér fyrir hugskotssjónum nokkur andar- tök uns ég rólegur festi svefn. Daginn eftir beiö ég eölilegra viöbragöa fiokksblaöanna. Þaö vissi ég, aö hinir ungu og einarðlegu drengir, sem nú bera sjálfstæöisstefnuna fram til sigurs, myndu sýna komma- bolsunum að þeir héldu vöku sinni. I Morgunblaðinu minu daginn eftir var enn ekki skrifað um njósnabæliö á Seljaveginum. Og ég setti mitt traust á Visi. Með- an ég óþreyjufullur beiö eftir Visinum mínum rifjaöi ég upp ógnvekjandi dæmi um umsvif hinna vitfirrtu bolsa hér á landi. Skrúfblýantsmálið. Hafra- vatnsmáliö. ,,Kleifarvatns- málib, Þingvallavatnsmáliö..; ég varö hálfringlaöur af aö muna öll ósköpin, og gamal- ÚTVARP í KVÖLD KLUKKAN 21.30: Gatsby hinn mikli Gatsby hinn mikli —The Great Gatsby — er hin nýja útvarpssaga sem Atli Magnússon hefur þýtt og hefur aö lesa I kvöld. Þaö veröur aö teljast mikill fengur aö þvi, aö loks hefur Gatsby veriö þýddur á Islensku. Flestir þeir sem svolitla nasasjón hafa af heimsbókmenntunum vita hvaöa staö Gatsby hinn mikli og höf- undur bókar þessarar, Francis Scott-Fitzgerald, skipa i bók- menntasögunni. Scott-Fitzgerald er einn hinn litrikasti ameriskra skáldsagnahöf- unda sem uppi voru á fyrri helmingi þessarar aldar. Hann varö frægur i lifanda lifi sem mikiö skáld — mikiö skáld, sem stööugt átti eftir aö skrifa bestu bókina. Þaö er engum efa blandiö, aö Fitz- gerald var mikill hæfileikamaöur — en eins og fleiri góöir, þá hætti honum til aö sóa þeim hæfileikum á margt annaö en bókmennta- störf — m.a. var kerlinghans,hindrykkfellda Zelda, mikill þrándur i götu skriffinnsku hans. Scott-Fitzgerald var I hópi þeirra frægu skálda sem gistu Paris á þriðja áratugi aldarinnar, og Hemingway segir frá samskiptum þeirra skáldbræöranna I bók sinni A moveable feast — sem Halldór Laxness þýddi og hér kom út undir heitinu Veisla I farángrinum. Um hvaö fjallar Gatsby hinn mikli? Þaö er varla rétt aö tiunda þaö hér, enda nægir aö segja, að sú fræga bók fjalli um þann fræga draum, ameriska drauminn,— og þar segir lika frá þvi hvernig þaö er aö vakna upp af þeim draumi. —GG SJÓNVARP KLUKKAN 20.30: Ólafur í Reykholti ólafur Hákonarson.kóngur Noregs, kom til Reykjavíkur I heim- sókn I morgun, og væntanlega fá sjónvarpsáhorfendur talsvert aö sjá af þeirri heiöurskempu. Sjónvarpiö byrjar hins vegar á þvi aö sýna kvikmynd sem Óskar Gislason tók árið 1947, þegar Ólafur Kóngur kom hingaö til lands I fyrsta sinn. Þá var hann reyndar ekki búinn aö fá kórónuna á kollinn og var „bara” krónprins. Ólafur rikisarfi kom hingaö 1947 aö færa Islendingum aö gjöf styttu eftir Vigeland af Snorra Sturlusyni. Og eins og menn vita, þá var þeirri styttu komið fyrir I Reykholti. HTo HV>K H0 ? mtíN6l OOtFÁ/l- Itfyl Þlf/G&OLTA - /TflpUJt OKk’AR lOóflflfli f/fl/FþÞUA.. kunnug setning tók aö leita á huga minn. Ég man, er ég ungur gekk I Verslunarskólann og Heimdall. Þá benti mér einhver á að lesa Kommúnistaávarpiö. Úr þvi smáriti man ég ekkert nema byrjunina, en hún hljóðar svo: Vofa gengur nú ljósum log- um um Evrópu — vofa kommúnismans. Þessi setning hefur ekki vikiö frá mér, og æ siöan ég las þetta, hefur hrollur farið um mig, er ég sé Þjóövilj- ann I blaösölutrunum. Þessi setning segir allt um bolsa- komma. Það annaö, sem kann aö standa i Kommúnista- ávarpinu,er aöeins fræðaþrugl sem enginn hvitur Evrópu- maöur skilur. Allra sist Is- lendingur. Viö hér erum nefni- lega svo miklir einstaklings- hyggjumenn. Og reynsla min af Kommúnistaávarpinu er ekkert einsdæmi. Grænleifur, hinn ungi og einaröi borgarstjóri okkar hefur sagt svipaöa sögu i Morgunblaðinu okkar. Mynd í Visi Loks kom Visir. Og ég sá aö Bjössi Bjarna, sérfræöingur Sjálfhverfisflokksins i utan- rikismálum, hafbi brugöiö viö hart. Það var mynd af húsinu á Seljaveginum — húsinu sem ég álpaðist upp i kvöldið áöur. Og undir myndinni stóð aö Rússa- djöflarnir leigöu kofann og úr eldhúsglugganum væri gott út- sýni yfir port Landhelgisgæsl- unnar (þar er fallbyssa eöa hvalveiðibyssa) og llka yfir Sundin blá — gott útsýni yfir innsiglinguna til Reykjavikur og til Esjunnar! Hugsiö ykkur frekjuna! Og næstu daga á eftir birti Visir fleiri sviviröilegar upp- ljóstranir. Nöfn voru nefnd, sem ég gat strax sett i samband viö skrúfblýantsmálið og Hafra vatnsmálið— og loks kom ein- hver hrikalegasta frétt, einhver svartasta uppljóstrun sem ég hef lesið um i hinum upplýsta, vestræna heimi: Golfklúbbur manna á Seltjarnarnesi hefur árum saman starfað hér á landi undiryfirskini iþróttaiðkana, en er I raun ekkert annaö en viöur- styggileg kommasella. Bubnov, rússneskur njósnari, stofnaöi þennan klúbb goifmanna og var heiðursfélagi. Páll Asgeir Tryggvason, æðsti maður varnarmáladeildar utanrikis- ráðuneytisins, var besti vinur þessa Bubnovs komma- njósnara. Mér er spurn: Er þetta ekki ærin ástæöa til aö i fyrsta lagi: setja Pál Asgeir af, og i ööru lagi: slita stjórnmálasambandi við Sovétrikin? SÍÐAN Umsjón: GG og SJ Ekkert gerist — Valur tapar Dagarnir liða og ekkert gerist. Fólk gleymir undra- fljótt! Jafnvel þótt Morgun- blaðið birti á siöum sinum sann- leikann óbrengiaöan og Visir birti þann sama sannleik eftir hádegið, þá er ekkert gert. Vitnisburður um yfirvofandi valdatöku rússnesku kommúnistanna hér á landi er allt i kringum okkur. Þjóö- viljinn kemur út. Magnús Kjartansson kemur oft i viku I sjónvarpið (enda ráöa kommún istar útvarpinu), og nýlega réö knattspyrnufélagið Valur til sin rússneskan þjálfara. Og enn spyr ég. Hvers vegna endilega rússneskan þjálfara? Er vissa fyrir þvi að sá maður sé þjálfari? Er hann ekki Rússa- njósnari? Hver er raunveruleg- ur tilgangur dvalar hans hér? Ég veit ekki betur en fótbolta- mennirnir i Val, einhverjir bestu fótboltamenn landsins, tapi hverjum einasta leik! Er það ekki næg sönnun? Nei, nei,— aldrei lætur fólk sannfærast. Ellert lét veiöa dularfull senditæki upp úr Kleifarvatni, og ekkert gerðist. Alveg sama þótt greinilegt væri að einhver hafði skrapaö rúss- neska stafi utan á tækin. Alveg sama! Ekkert gert! Vonandi bjargar æskan landinu Ég er aðeins einn, og starfs- þrek mitt dvínar, en ég hugga mig við það, að enn eru borgar- fulltrúar Sjálfhverfisflokksins niu talsins. Enn er Grænleifur ungur, og likast til ætlar Nixon að lifa ofsóknirnar af. Þess vegna heiti ég á unga fólkið i landinu, og heyriö orö min: Hér á landi eru stundaöar njósnir i þágu kommúnismans i miklu rikari mæli en menn gera sér al- mennt grein fyrir. Er meö öllu óskiljanlegur sá miklu fjöldi svokallaðra diplómatiskra sendimanna, sem Sovétmenn hafa hér á landi, en þeir hafa hreiöraö um sig meö þvi að kaupa margar stóreignir i miö- borginni. (Hvaöa kvislingar selja þeim hús?!) Viö þurfum að huga vel að þessu og setja eðlileg takmörk fyrir þvi og gagnkvæm, hversu margir sendimenn erlendra rikja megi starfa hér á landi. Þaö má ekki lengur liðast aö starfsemi þeirra sé i fullkomnu ósamræmi viö þá nauðsyn, sem leiöir af viðskiptum landanna eöa ööru, sem ekki kemur stjórnmálum við. Orðum minum fylgir mikill alvöruþungi. Ég veit að þeir menn eru enn til á Islandi, sem skilja til fulls, að hinu unga is- lenska lýðveldi gæti veriö hætta búin. Andvaraleysið er hættu- legast , en sem betur fer hefur þaö greinilega komiö i ljós, að islensk æska lætur ekki blekkja sig, og hún hefur öörum fremur snúið baki við ógnum kommúnismans. Að lokum vil ég minna Is- lendinga, aldna sem unga, á komandi Alþingiskosningar. Ég skora á islensk ungmenni aö standa áfram dyggan vörö um hagsmuni okkar athafna- manna. Og til gamans læt ég fylgja með uppáhalds orötak mitt: Allt er vænt, sem vel er grænt. (Stuöst viö stolnar ævi- minningar athafna- manns. -GG).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.