Þjóðviljinn - 05.06.1974, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.06.1974, Blaðsíða 16
DJQÐViLHNN Miövikudagur 5. júni. 1974 Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. cftir klukkan 20:00. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Heykja- vikur, simi 18888. Kvöldsimi blaöamanna er 17504 Helgar-, kvöld- og næturvarsla lyfjabúða i Reykjavik 5. og 6. júni er i Lyfjabúðinni Iðunni og Garðsapóteki. Skoðanakannanir í Danmörku sýna Vinstri sveiflu! KAUPMANNAHÖFN 2/6 — Nýjasta pólitiska skoð- anakönnun i Danmörku sýnir nokkra vinstri sveiflu meðal dansks almennings. Vinstri flokkarnir fjórir njóta nú stuðnings 43,1% kjósenda, en hlutu i þing- kosningunum i vetur 36,7% atkvæða. Kommúnista- flokkurinn hefur unnið mest á. Stórblaðið Berlingatiðindi birtu á sunnudaginn niðurstöður úr Gallup-könnun sem gerð var um miöjan mai. Samkvæmt henni nýtur kommúnistaflokkurinn nú stuönings 9,4% kjósenda, en svipuð skoðanakönnun i april gaf honum aðeins 5,5%. Við þing- kosningarnar hlaut hann aðeins 3,6% atkvæða. Skýringin á vaxandi trausti almennings á kommúnistum er Alþjóðadagur umhverfisverndar 1 dag, 5. júni, er alþjóðlegur umhverfisverndardagur sam- kvæmt samþykkt sem gerð var á umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna i Stokk- hólmi 1972. Á þessum degi umhverfis- verndar er ætlast til þess að vakin sé athygli á þvi starfi sem unnið er til verndar um- hverfis og lifrikis, bæði i ein- stökum þjóðlöndum, af hálfu áhugamanna og samtaka þeirra, af hálfu opinberra að- ila, og með samvinnu þjóða i milli. Alþjóðasamstarfið hefur fram að þessu einkum beinst að ráðstöfunum til að girða fyrir meingun, bæði i sjó og i lofti. Svonefndur Osló-sáttmáli um bann gegn þvi að fleygt sé Framhald á bls. 13 Alþýðubandalagið Kosningaskrifstofa á Selfossi fyrir Suðurland. Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 5-7, en um helgar frá kl. 14-17 og 20-22. Aðsetur skrifstofunnar er að Þóristúni 1, simi (99)-1888 Miðstjórnarfundur Fundur verður haldinn i miöstjórn Alþýöubandalagsins I kvöld,mið- vikudagjkl. 21 i Þórshamri. Til umræðu veröur undirbúningur kosning- anna og önnur mál. Hafnarfjörður: Alþýðubandalagsfólk Hafnarfirði! Fundur á Strandgötu 41(skálan- um) annað kvöld,fimmtudag,kl. 9. Kosningahappdrætti: Dregiö hefur verið i kosningahappdrætti Alþýðubandalagsins og verða vinningsnúmerin birt hér i blaöinu sunnudaginn 8. júni. Ariðandi er þvi að ljúka skilum og eru þeir sem fengið hafa senda miða alvarlega áminntir um að gera skil á skrifstofu Alþýðubanda- lagsins að Grettisgötu 3. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið i Kópavogi Skemmtun verður i Þinghóli föstudaginn 7. júni nk. fyrir blaðburðar- börn G-listans og þau börn sem störfuðu fyrir G-listann á kjördag. Skemmtunin hefst kl. 20. Skrifstofan verður opin kl. 17 til 19 og 20.30 til 22.30 þessa viku. Félagar, hafið samband við skrifstofuna. G-LISTINN Á AUSTURLANDI. Breiðdalsvik: Stuðningsmannafundur G-listans I kvöld, miðvikudag,kl. 21. Helgi Seljan ræðir stjórnmálaviðhorfið og kosningabaráttuna. Djúpivogur: Alþýðubandalagsfélag Djúpavogs boðar stuöningsmenn G-listans til fundar i kvöld, miðvikudag,i skólanum kl. 21. Hjörleifur Guttormsson ræðir stjórnmálaviðhorfið og kosningabaráttuna. Seyðisfjörður: Helgi Seljan og Siguröur Blöndal boða til fundar stuðningsmanna G-listans iskólanum nk. fimmtudagskvöld 6. júnikl. 21. Höfn i Hornafirði: Alþýöubandalagsfélag A-Skaftafellssýslu boðar til stuðningsmanna- fundar G-listans I Sindrabæ (litla salnum), föstudaginn 7. júni kl. 21. Þorsteinn Þorsteinsson og Hjörleifur Guttormsson verða á fundinum. Vopnafjörður: Kosningafundur G-listans veröur I Miklagaröi Vopnafirði sunnudagskvöldiö 9. júni og hefst kl. 20.30. Avörpflytja Helgi Seljan, Sigurður Blöndal og Einar Már Sigurösson. Fjölbreytt skemmtiatriði. Dansleikur verður að fundi loknum. sögð sú, að þeir veittu efnahags- pólitlk Hartling-stjórnarinnar harða mótspyrnu á þingi og utan þings. Siðan um kosningar hafa jafnaðarmenn aðeins unnið á og njóta nú fylgis 26,3% kjósenda. SF-flokkurinn hefur nú 4,9% fylgi og vinstri sósialistar 2,5%, og hefur siðarnefndi flokkurinn unnið álika mikið og og hinn fyrr- nefndi tapaði. A hægri væng stjórnmálanna er það helst að frétta, að mið- demókratar Jacobsens (braust út úr jafnaðarmönnum) hafa misst um helming fylgis sins, og hafa nú aðeins um 4%. íhaldsmenn hafa misst um þriðjung fylgisins og hafa nú 6 21%. Skattsvikara- flokkur Glistrups stendur nokkuð I stað með um 15% fylgis, en stjórnarflokkurinn Venstre hefur nokkuð bætt við sig og hefur rúm 15%. Enga olíu til Hollands — segja Arabar, en fjölþjóðlegu oliuhringarnir fara ekki eftir þvi KAIRO 2/6 — Ollumálaráðherra V-Arabalandanna ákváðu um helgina að halda áfram oliusölubanni sínu á Hollendinga, en oliu- sala verður hömlulaus til Bandarikjanna. Sú tilslökun er talin gerð i þakklætis- og viðurkenningarskyni við friðarumleitanir Kissingers fyrir botni Miðjarðarhafs. Auk Hollands eru Portúgal, Rhódesia og Suður-Afrika á bannlista Araba. Enginn oliuskortur rikir nú I Hollandi, þökk sé fjölþjóðlegu oliuhringunum. Formælandi Sambands oliuframleiðslurikja hefur látið hafa það eftir sér, að reynt verði að halda núverandi oliuverði ef iðnaðar- löndin geri eitthvað áhrifarikt til að draga úr verðbólgunni hjá sér. Hins vegar komi til greina að verðið verði lagfært ef auöugu löndin ráða ekki við verðbólguna. Innan nokkurra ára verður Efnahagsbandalagið algerlega óháð innfluttum orkugjöfum og þarf ekki lengur að óttast oliukreppu, segir I skýrslu frá ráöherranefndinni i Bríissel. Farið veröur spar- lega með orku, og aukin hagnýting kola, jarðgass og einkum þó kjarnorku. Nixon vinnur á °g í Meðal Araba Sovétríkjunum — en á heimavigstöðvunum virðist halla undan fœti 4/6. — Ekki er óliklegt að áhrif Bandarikjanna i Austurlöndum nær muni aukast á næstunni eftir þær málamiðlanir milli tsraels og hinna arabisku nágranna þess til beggja handa sem nú hafa tekist og tengdar eru nafni Kissingers, utanrikisráðherra Bandarikj- anna. Samkomulag hefur nú tekist um það, hvernig stia beri sundur herjum Israelsmanna og Sýr- lendinga i Gólanhæðum. A föstu- dagskvöld samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að tillögu Bandarikjanna og Sovétrikjanna að senda friðargæslusveit til Framhald á bls. 13 Alþýðubandalagið með fundi í Ólafsvík og á Akranesi Bjarnfriður og Lúðvik rœða stjórnmálavið- horfið, Jónas málmblendiverksmiðjuna annað kvöld á Akranesi Alþýðubandalagið heldur almennan stjórnmálafund i Félagsheimilinu i Ólafsvik i kvöld Jónas Árnason miðvikudaginn 5. júni kl. 20.30. Ræðumenn Skúli Alexandersson, Lúðvik Jósepsson og Jónas Arna- son. Á eftir framsöguræðum, svara ræðumenn fyrirspurnum. Annað kvöld á Akranesi: Fundur verður á Akranesi i samkomuhúsinu Rein annað kvöld, fimmtudaginn 6. júni kl. 20.30. Ræðumenn Bjarnfriður Leósdóttir, Lúðvik Jósepsson og Jónas Árnason, og mun Jónas sérstaklega gera að umtalsefni málmblendiverksmiðjumálið, sem nú er mjög ofarlega i hugum manna á Akranesi. A eftir fram- söguræðum svara ræðumenn fyrirspurnum. Samherjar jafnt sem andstæðingar eru hvattir til að fjölmenna. Lúðvik Jósepsson Bjarnfrfður Leósdóttir Nóg kaffi hjá kaup- félags- verslunum Þeir sem voru að versla i Hagkaup sl. föstudag fengu þær fréttir, að kaffiframleið- endur hér væru hættir að dreifa kafffi af þvi þeir vildu fá hærra verð og myndu ekki dreifa neinu kaffi fyrr en öllu „réttlæti” væri fuilnægt. En það eru svo margir sem halda að kaffiframleiðendur séu bara hann Kaaber okkar Johnson eða hvað hann nú heitir. Framleiðendur okkar ágæta BRAGAkaffis hafa ekki sett neitt stopp á sinn varning og kaupfélögin selja þvi BRAGA kaffi glatt þessa dagana, eftir þvi sem Guð- mundur ólafsson hjá Birgðastöð SIS tjáði okkur i gær. Hanh sagði að kaffisal- an hjá kaupfélögunum hefði aukist verul. siðustu daga, en þar sem hann seldi aðeins kaupfélögunum vissi hann ekki hvort almennir kaup- menn væru á höttunum eftir BRAGA kaffi i rikari mæli en áður. Guðmundur sagði að verksmiðjurnar fyrir norðan sendu BRAGA kaffi þrisvar i viku til Birgðastöðvarinnar og þeir ætluðu að reyna af fremsta megni að auka send- ingar á BRAGA kaffi til höf- uðstaðarins. Sem sagt, meðan birgðir endast af BRAGA kaffi geta Reykvikingar fengið kaffi sitt i kaupfélagsbúðunum. sj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.