Þjóðviljinn - 14.06.1974, Síða 2

Þjóðviljinn - 14.06.1974, Síða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. júni 1974 KENJAR Mynd: Francisco Goya y Lucientes Mál: Guðbergur Bergsson 61. Volaverunt. Fiðrildishugur greifafrúarinnar af Alba lyftir henni á loft. Hún var vin- kona Goya, og eitt besta viðfangsefni hans. A-handritið segir, að þrir nauta- banar beri hana á bakinu. P-handritið er ósammála: „Hópur norna er stöpullinn undir drósinni, og er hann fremur til skrauts en aðhans gerist þörf .Til eruhöfuð full af svo eldfimu gasi, að þau þurfa hvorki á loftbelgjum né galdranornum að halda, vilji þau lyftast til flugs.” Greifafrúin svifur um loftin blá á sjali, sem hún breiðir úr, eins og þeir menn, sem æfðu flug og voru forvigis- menn fluglistarinnar með tilraunum sinum. Yfir höfði frúarinnar, i einu horni sjalsins, er Aladin henni til að- stoðar. En fótum hennar til styrktar, reyndar sveiflar hún öðrum i lausu lofti, eru ekki nornir, heldur nautaban- ar. Að minnsta kosti sá þeirra, sem sést á vangann. Skúfurinn, sem hann ber i hnakkanum, sannar það. Nauta- banar bera skúf á nautatorginu. Þegar þeir setjast i helgan stein og kveðja nautaatið að fullu, láta þeir klippa hann af sér við hátiðlega athöfn. Þótt greifafrúin hafi ekki þurft að ganga gegnum strangan aga galdra- skólans, likt og kynsystur hennar hér að framan, flýgur hún létt og örugg. Hún er auk þess alklædd. Frúin er eng- in galdranorn, heldur glenna. Lauslæti gerir konuna loftkennda og létta á flugi milli karlmanna. Hún þarf hvorki á sófli að halda né priki. Nautabanarn- ir voru prik greifafrúarinnar. Þeir fóru á milli nettra fóta henna og lyftu henni til flugs. GjaldeyTÍsútstreymið úr bönkunum: Þrír miljarðar frá áramótum Gjaldeyrisstaðan hefur ekki verið eins slœm og nú síðan á ,viðreisnartímunum’ Gja Ideyrisstös bank- anna var í 3.700 miljónum króna í lok aprílmánaðar sl. og hafði versnað um 2.500 miljónir krona síðan um áramót. Aftur á móti hafði g ja Idey risstaðan batnað um rúman miljarð FÉLAGSLÍF Kvenfélag Kópavogs Munið ferðalagið 23. júni kl. 1.30. frá Félagsheimilinu. Farið verður i Hveragerði og nágrenni. Margt er að skoða. Miðar verða seldir uppi á her- bergi, 22. júni kl. 2—4 e.h. Einnig er hægt að panta miöa i simurn 40315 — 41644 — 41084 og 40981. Fcrðanefndin. á árinu 1973. miðað við fast gengi. Fara verður aftur á árið 1970 til að finna eins slæma gjaldeyrisstöðu og nú# en í lok þess árs var hún 3.300 miljónir króna. Þetta og margt fleira má sjá i nýjasta hefti af Hagtölum mánaðarins sem Seðlabankinn gefur út. Á timabilinu janúar-april i ár seldi Seðlabankinn 2.978 miljónum króna meira i erlendum gjaldeyri en hann keypti, og viðskiptabankarnir seldu 301 miljón meira en þeir keyptu. Meginástæðan fyrir þessu mikla útstreymi gjaldeyris úr bönkunum er vitaskuld vöru- innflutningurinn sem aldrei hefur verið meiri en nú. Innflutn- ingurinn fyrstu fjóra mánuði þessa árs nam 11,7 miljörðum króna, 3,2 miljörðum meira en útflutningurinn, og 4,4 miljörðum meira en innflutningur sama timabils i fyrra I ljósi þessarar uggvænlegu þróunar fyrir stöðu landsins gagnvart útlöndum — sem aftur er velmegunareinkenni — settu viðskiptaráðuneytið og Seðla- bankinn reglur um innborganir við gjaldeyrisafgreiðslur til banka, sem greiðast inn á bundna reikninga við Seðlabankann. Gilda þær til septemberloka i ár. Sökum þess hve bindireglur þessar hafa verið affluttar i ýmsum fjölmiðlum, telur Þjóðviljinn rétt að birta hér á eftir þá greinargerð um þær sem timarit Seðlabankans flytur: „Astæða þessarar aðgerðar er hin gifurlega aukning almenns innflutnings fyrstu fjóra mánuði þessa árs, sem nam 68,1% frá sama tima 1973, samtimis þvi sem gjaldeyrisvarasjóðurinn hefur farið ört lækkandi. Innborgunarskyldunni er þannig ætlað að hamla gegn þessum öra vexti innflutnings með þvi að auka fjárþörf innflytjenda. Innborgunarhlutfallið er 25% og miðast við hver einstök gjald- eyriskaup eða afgreiðslur, en inn- borgun lægri en eitt þúsund krónur fellur niður. Vaxtakjör af innborguðu fé verða 3% eða þau sömu og gilda um aðra innborgunarreikninga vegna inn- flutnings við gjaldeyrisbankana. Eftirtaldar vörur m.a. eru undan- þegnar innborgunarskyldu: Mikilvæg hráefni til iðnaðar: kornvörur og fóðurvörur; kaffi, sykur, te( kakó, matarsalt; kol; salt; oliur, bensin, gas; veiðar- færi; nauðsynlegar umbúðir um útflutningsvörur og efni til þeirra; áburður og grasfræ; einkasöluvörur; vörur til lækninga; dagblaðapappir”. hj- Skólaslit í Þinghólsskóla Þinghólsskóla i Kópavogi var siitiö föstudaginn 31. mai s.l. i skólanum voru i vetur 428 nem. i 17 bekkjardeildum. Undir gagnfræðapróf gengu 56 nem. Hæstu einkunn á gagn- fræðaprófinu hlaut Elin Ragnars- dóttir, 7,9, en Helga Gisladóttir fékk hæsta einkunn i samræmd- um greinum, 7,4. Landspróf miðskóla þreyttu 52 nem. 33 náðu framhaldseinkunn eöa endurtökurétti. Hæsta ein- kunn hlaut Þórdis Kristleifsdótt- ir, 8,7. Undir unglingapróf gengu 128 nem. Helga Sigurðardóttir hlaut hæsta aðaleinkunn, 8,9. Undir árspróf úr alm. 3. bekk gengu 67 nem. og úr 1. bekk 125 nem. Rótarýklúbbur Kópavogs veitti 7 nemendum myndarleg bóka- verðlaun fyrir góðan námsárang- ur, félagsstörf og fl. 34 Júgó- slavar hafa hér atvinnu- leyfi Að sögn Hallgrims Dalbergs, ráöuneytisstjóra i félagsmáia- ráöuneytinu, hefur þaö veitt 34 Júgóslövum atvinnuleyfi hér á landi vegna framkvæmdanna viö Sigölduvirkjun, en sem kunnugt er hefur júgóslavneskt fyrirtæki tekið verkið að sér. Undanfarna daga hafa Mbl. og Visir aö dagblaöi blásiö upp frétt- ir af þvi aö verkalýösfélögin i Rangárvaliasýslu hafi gfert at- hugasemdir viö störf 16 Júgó- slava sem starfa þar efra, og vilja féiögin fá aö sjá atvinnuleyfi þeirra og skilriki fyrir iönréttind- um mannanna. Hallgrimur Dalberg sagöi, aö i næstu viku yröu borin saman nöfn þeirra Júgósiava sem nú vinna við Sigölduvirkjun og þeirra sem ráöuneytið hefur veitt hér at- vinnuleyfi. Fróðir menn telja þessar of- sóknir verkalýösfélaganna í Rangárvallasýslu á hendur Júgó- slövunum vera pólitiskar, enda er forysta þeirra i höndum dyggustu stuðningsmanna Ingóifs á Ilellu. —S.dór Hvað gerist á Listahátíð? Leikhúsin bera hita og þunga þessa dags á Listahátiö. Það er frumsýning á Þrymskviðu Jóns Asgeirssonar, og við skulum vona að það verk sé eins glaðklakka- legtog höfundur sjálfur. Aöstand- endur þessarar sýningar eru farnir að bera lævisan áróður um það út um bæinn að hér sé um heimsviðburð að ræða. Við tökum ekki ábyrgð á þvi. En allavega eru það stórtíðindi að Asa-Þór er farinn að kyrja yfir volaðri kyn- slóð þessarar aldar. t Iðnó syndir Sæmundur á seln- um i annað sinn, og hefur allvel verið skýrt frá tildrögum þess ferðalags, til þess tima að and- skotinn var ekki enn skelfilegur, — og aðstandendum leiksins. A morgun, laugardag, leikur leikflokkurinn Banden i Norræna húsinu kl. 16. Þessi siðdegissýn- ing heitir „Sök” — er það þáttur um tvo drengi, annar þeirra er „öðruvisi”, en þátturinn fjallar um vangefna og afstöðu okkar til þeirra. I Þjóðleikhúsinu er i annað sinn sungið um reisur Ása-Þórs. Og i Háskólabiói syngur finnskur bassi, frægur mjög, og leikur Vladimir Ashkenazy undir. Finni þessi, Martti Tavela, er kallaður keisari meðal bassasöngvara i blaðaummælum. „Hann er ein- hver voldugasta og fegursta bassarödd samtimans”, segir eitt og „hann er jafnágætur músikant og hann er leikari”. Guömundur Jónsson og Magnús Jónsson i hlutvcrkum Þórs og Heimdallar I Þrymskviöu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.