Þjóðviljinn - 14.06.1974, Síða 3

Þjóðviljinn - 14.06.1974, Síða 3
Föstudagur 14. júni 1974 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Sv eitarst j ór a vantar víða — og margir sækja um það ótrygga starf Sveitarstjóra virðist vanta nú mjög viða. Sveitarfélög og kaup- tún auglýsa talsvert eftir slikum framkvæmdastjórum, og sagði Magnús Guðjónsson hjá Sam- bandi sveitarfélaga að ævinlega fengju þau sveitarfélög sveitar- stjóra, sem auglýstu. — Er starfið eftirsóknarvert? — Já, ætli það ekki — og þeir eru lika eftirsóknarverðir. — En hvað með ráðningu bæjar- og sveitarstjóra, er þetta starf ekki ótryggt? — Yfirleitt eru þeir aðeins ráðnir til kjörtimabilsins, og þótt meirihluti sveitarstjórnar springi á miðju kjörtimabili, þá á nú sveitarstjórinn að geta verið á- fram út timabilið. — Hvað með laun sveitar- stjóra? — Þau eru ákaflega mismun- andi. Þau miöast við ýmislegt, svo sem menntun, reynslu, stærð sveitarfélagsins, umfang starfs- ins, hvort hann er einn á skrifstof- unni eða hefur aðstoðarfólk, hvort hann fær hlunnindi eins og hús- næði, bilastyrk, sima o.s.frv. —■ Ef við hugsum okkur stað eins og Selfoss — hefur sveitar- stjórinn þar laun eins og barna- kennari eða ráðherra? Ætli hann sé ekki nær þvi að hafa ráðherralaun. Þeir voru i vetur er leið, áður en kom til þessarar breytingar á launum op- inberra starfsmanna, á bilinu frá 20. launaflokki upp i B-flokk. Hlé á fasteigna- vertíðinni _ kaupendur halda að sér höndum — dregur úr ibúðasölu á sumrin og kringum kosningar, segja fasteignasalar — Það hægist jafnan um i þess- ari fasteignasölu á sumrin. Og vorið núna var sérlega annasamt, þá var mikil eftirspurn eftir ibúð- um. Núna, þegar kosningar eru i nánd og sumarleyfin framundan, þá verður litil hreyfing á þessum markaði. Kannski búast menn við gengisfellingu — alla vega er það "venjan, að ibúðasala minnki yfir sumarið, sagði fasteignasali einn, er Þjóðviljinn ræddi við i gær. Við höfðum tal af fáeinum fast- eignasölum, og höfðu flestir svip- aða sögu að segja: — Það má segja að allt hafi snúist við frá þvi sem var i vor, sagði sölumaður einn. 1 vor var mikil eftirspurn og verðið hátt. Nú gengur tregar að selja, enda gengur verr að fá lán i bönkum — og svo hitt, að mikið hefur verið byggt og nú eru að koma á fast- eignasölur ibúðir sem voru i smiðum i vetur. — Hefur þetta áhrif á verðlag? — Nei, en kannski greiðslukjör — það er hugsanlegt að hægt sé að fá ibúðir núna með liprari greiðslukjörum en i vor. Verðlag á fasteignum hefur verið stigandi að undanförnu, en virðist hafa staðnæmst i bili — hvort sem sú stöðnun stafar af auknu framboði eða kosninga- sumri. Og margir fasteignasalar virðast hafa farið illa með viþ- skiptamenn slna með þvi að halda ibúðum þeirra i sölu of lengi á Of háu verði. Þeir leika þetta sumir, sagði einn I fasteignabransanum. Þeir halda húsunum of dýrum, þegar þær svo ekki seljast og allt fer i eindaga, seljandinn er að fara á kúpuna, þá snarlækka þeir verðið og auglýsa dag eftir dag. En slik dæmi eru undántekning. Meginreglan þessa dagana virð- ist vera, að kaupendur haldi að sér höndum núna vegna þess, að allt i einu hefur hægst um á mark- aðinum, það liggur ekki eins á að kaupa meðan ástandið i efna- hagsmálum miðast við komandi kosningar. Og að einu leyti virðist þetta á- stand á fasteignamarkaðinum breyta viðhorfum: Það verður i bili auðveldara að fá ibúð til leigu. Síldveiðibátar í Norðursjó Sjávarútvegsráðuneytið vill vekja athygli eigenda fiskiskipa, sem ætla að láta skip sin stunda veiðar i Norðursjó eftir 1. júli n.k.,að vegna væntanlegra takmarkana á sildveiðum i Norðursjó er nauðsvnleút að þeir sæki um leyfi til þeirra veiða til sjávarútvegsráðuneytisins fyrir 1. júíi 1974. Sjávarútvegsráðuneytið 12, júní 1974. Útboð — Jarðvinna Tilboð óskast i jarðvegsskipti og lóðarfrá- gang við hús Öryrkjabandalags Islands, Hátúni 10. Útboðsgögn verða afhent gegn kr. 2000.00 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð 19. júni nk. Róbert Arnfinnsson i hlutverki Tevje I Fiðlaranum á þakinu. Leiksigur Róberts Arnfinnssonar i Þýskalandi Tevje átti kvöldið Þó þaö sé engin nýlunda lengur að Róbert Arnfinns- son vinni leiksigra erlend- is, þá er samt rétt að geta um þann hróður, sem hann vinnur landi sínu og um leið íslenskri leikarastétt. Sunnudaginn 28. apríl s.l. var söngleikurinn Fiðlarinn á þakinu frumsýndur i Borgarleikhúsinu i Liibeck i V-Þýskalandi með Ró- bert i aðalhlutverkinu. Sýningin hefur fengið einróma lof, og er aðsókn svo mikil að ákveðið hefur verið að framlengja leikárið um nokkurn tima af þeim sökum. Leikstjóri er Karl Vibach sem ts- lendingum er að góðu kunnur frá þvi hann leikstýrði Fást og Kabarett i Þjóðleikhúsinu. Umsagnir dagblaðanna um Ró- bert eru allar á einn veg, en hér skal vitnað i nokkrar þeirra: „Tevje (Róbert Arnfinnsson) átti kvöldið. Samtölum sinum við Drottin, sem efnislega eru hættu- lega nálægt væmni, tókst honum að skila með slikum blæsibrag og gernýta sér, án þess að fara nokkru sinni yfir mörkin”. „Nafn hins fræga leikara Samuel Rodensky er orðið óaf- máanlega tengt þessari sýningu (en hann lék hlutverkið i 5 ár). t uppsetningunni i Liibeck varð is- lenski leikarinn, Róbert Arn- finnsson, að keppa við þessa goð- sögn, og tókst honum það á- reynslulaust, en hann hefur þegar unnið sér nafn fyrir leik sinn i Zorba”. „Tevje Róberts Arnfinnssonar er stærsta afrek sýningarinnar, ekki eingöngu vegna hlutverks- ins, heldur einnig vegna útgeisl- unar hans og sambands við áhorf- endur. Leikur hans og söngur er burðarás sýningarinnar.” Margt fleira hefur verið ritað um Róbert i þessum dúr, enda hefur hann þegar fengið mörg til boð frá leikhúsum i Þýskalandi. en hefur ekki tekið neinu þeirra að sinni og mun koma heim i haust og hefja æfingar við Þjóð- leikhúsið. Mikilvægir sigrar SAIGON 12/6 — Harðir bardagar geisa nú i Suður-Vietnam milli herja Þjóðfrelsisfylkingarinnar og bandarisku leppstjórnarinnar i Saigon, og i gær áttust herirnir við af sérstakri hörku aðeins brjátiu kilómetra fyrir norðan Saigon. Eiga þessar orrustur sér stað við varnarlinur höfuðborgar- innar sjálfrar, og beita báðir aðil- ar miklum afla fótgönguliðs, skriðdrekum og stórskotaliði. Fyrir austan Saigon hertók Þjóðfrelsisfylkingin i gær vig- girta bækistöð við aðalveg 1 og rauf þar með allar samgöngur á landi milli Saigon og hafnarborg- anna við Suður-Kinahaf. — Saigon-stjórnin hefur viðurkennt að hún hafi misst um 17.000 her- menn fallna og týnda siðustu tólf mánuðina. Þjóðviljinn leitar frétta i Nissu: T rinidadmenn sluppu of vel Björgvin átti yfirburðastöðu, en fórnaði siðan manni út i bláinn — Friðrik varð að láta sér lynda jafntefli Fréttamaður blaðsins hringdi i gær i Þórhall Ólafsson, lækni, sem er fararstjóri islensku skók- sveitarinnar sem keppir á OL I Nissa. — Hvernig stóð á tapinu gegn S-Afriku? — Ég veit ekki, þeir tefldu bara vel en við ekki nógu vel. Þeir hafa haldið áfram að tefla vel og hrúg- að að sér punktum, en þeir eiga sterkustu andstæðingana eftir. 1 viðureigninni við Vestur-Þýska- land, þar sem Friðrik og Guð- mundur gerðu jafntefli hafði Ingi betra, en var of sókndjarfur og andstæðingur hans náði gagnfær- um, sem endaði með þvi að Ingi varð að lúta I lægra haldi i enda- taflinu. Jón tapaði sinni skák. 1 þriðju umferð áttum við i höggi við Svia. Friðrik gerði jafn- tefli við Anderson, en Björgvin og Guðmundur unnu. Jón tapaði aft- ur á móti, semsagt sigur 21/2:11/2. 14. umferð sátum við yfir en i 5. . umferð unnum við Guerneseybúa 4:0. Guernsey er á Ermarsundi. — Var nokkur hætta á ferðum i þeim skákum? — Nei, en svo gerðist það i gær, sem kom öllum á óvart, að I keppninni gegn Trinidad, en það er eyja i Karabiska hafinu, lenti Friðrik með jafntefli. Guðmund- ur og Ingvar unnu fljóitlega sina andstæðinga, en Björgvin, sem hafði yfirburðastöðu, fór út i ranga kombinasjón og tapaði manni fyrir ekki neitt og varð að gefast upp. Við teflum gegn Portúgal i dag (i gærkvöld), siðan við írland og siðast við Hong Kong. Vest- ur-Þjóðverjar leiða nú i riðlinum, og næstir eru S-Afríkumenn og. siðan koma Islendingar og Portúgalir. — Eigum við möguleika á að komast i 2. sætið? — Það eru orðnar litlar likur á þvi og gerist varla nema Sviar lendi i einhverjum óvæntum erf- iðleikum. Vonandi höldum við okkur i B-riðlinum, en þá verðum við að vera i 3ja eða 4. sæti. — Ilvað er að frétta af Rússun- um ? — Þeir lentu i auðveldum riðli og hafa unnið léttilega sina and- stæðinga þar til i fyrradag, að Pólverjum tókst að ná jöfnu, 2:2, en ég veit ekki hvernig einstökum skákum lyktaði. Þeir virðast taka þessu rólega og þurfa ekkert að leggja á sig i þessum riðli. — En Bandarikjamenn? — Þeir hafa staðið sig ágæt- lega. Kavalek er á 1. borði, Byrne á 2. borði, Browne á 3. borði og Lombardi og Reshevsky á 4. borði til skiptis. — Hvernig er að vera þarna, er mikiö fvlgst með keppninni? — Nei, það er ekki mikið um á- horfendur. Aðstaöan er sæmileg, en loftlitið og heitt i salnum, og það er kannski helst það sem háir okkar mönnum. Skipulagning mótsins er sæmileg. sj.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.